Morgunblaðið - 15.04.1980, Side 14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRIL 1980
ir 245 milljónir feröalanga. í grein
í sýningarskrá er því haldið fram,
aö ferðaiðnaðurinn sé sú iðnað-
argrein, sem hvað mestan vöxti
eigi fyrir sér í framtíðinni. Þar er
tekið dæmi af Asíulöndum, sem
nú verða sí-vinsælli áfangastaður.
„Aðeins" 19 milljónir heimsóttu
suðaustur Asíulönd árið 1976, en
síðan hefur árleg aukning numið
16%. Gert er ráð fyrir 20%
aukningu árlega á næstu áratug-
um. Gífurlegum fjármunum er nú
varið til að reisa þar hótel,
stækka flugvelli og bæta ferða-
mannaaðstöðuna almennt. í þess-
um löndum hljóða spár upp á
100.000 milljóna Bandaríkjadoll
ara ágóða af ferðamönnum árið
1988 — 2 billjón dollara árið 2009.
Raunar veltir greinarhöfundur
vöngum yfir því, hvort slíkir
fjöldaflutningar með afþreyingu
eina saman fyrir augum, séu
æskilegir frá sjónarhorni viðkom-
andi landa. Hann kemst að þeirri
niðurstöðu að „aðeins þröngsýnir
þjóðernisofstopar munu svara
þeirri spurningu neitandi. Raun-
U J
messu i Berlín
sæismenn munu gera nauðsyn-
legar ráðstafanir í tíma, þar eð
þeir vita sem er, að þessir fjölda-
flutningar eru óumflýjanlegir."
(„Tourism Production as a Ne-
cessity, with Asia as an Example"
by Jurgen Dauth. ITB 80 Kata-
iog).
Síðar í þessari sömu grein segir:
„Vitanlega er hvergi vöntun á
náttúru- og menningarverndar-
mönnum, sem líta öll utanaðkom-
andi áhrif illu auga, þar eð þau
hljóti að grafa undan stoðum
samfélagsins. Það er þó vert að
gera sér grein fyrir því, að
menningararfleifð margra landa
hefði fyrir löngu verið horfin fyrir
tímans tönn, ef ágóðanum af
ferðamöjjnum hefði ekki verið
varið til að halda henni við. Því
eitt er ljóst: Rýrnun menningar-
áhrifa dregur úr ferðamanna-
straum fremur en hitt. Enginn er
reiðubúinn til að sitja 20 klst. í
flugvél aðeins til að enda uppi á
stöðluðu hóteli, umkringdu engu
nema landslagi. (Athyglisverð
setning fyrir íslenzka ferðamála-
frömuði?) Það er einmitt undir
hverju landi komið að finna hinn
gullna meðalveg, sem gerir hvort
tveggja í senn, að viðhalda þjóð-
legum menningareinkennum og
að fullnægja kröfum ferðalangs-
ins án þess að stinga í stúf við
umhverfið. Oftlega hefur ferða-
iðnaðurinn orðið til að veita nýju
lífi í menningareinkenni, t.d. listir
og heimilisiðnað, sem voru að
deyja út.“ Svo mörg voru þau orð.
Ferða stór-iðnaðurinn hefur efni
á að réttlæta allt og gera ekkert
að ókönnuðu máli. Umbúðirnar
eru aldrei tilviljunarkenndar
heldur samkvæmt nákvæmum
markaðskönnunum. Prédikarinn
syngur það sem hann veit að
söfnuðurinn vill heyra. Stofnanir,
sem hafa engan annan tilgang
annan en þann, að komast að
hugsunum okkar, leggur upplýs-
ingar í hendur söluaðilans.
Þýzkar ferðaskrifstofur vita hvert
straumurinn liggur, hverjir synda
með og jafnvel líka hvað þeir
kjósa, sem vilja synda andstreym-
is. 26,5 milljónir Þjóðverja fóru í
a.m.k. eitt ferðalag til útlanda á
síðasta ári. Tölurnar hækka ár-
lega. Fleiri og fleiri fara til
útlanda, ekki aðeins vegna þess að
þar er sólin öruggari en heima
fyrir, heldur einnig vegna þess að
með aukinni velmegun ferðast
yngra fólk meira en áður. Yngra
fólkið leitar að nýjum, óvenjuleg-
um, frumlegum áfangastöðum.
Það er engin hætta á að kröfunum
verði ekki fullnægt — það borgar
sig fyrir alla.
Hvenær verður
næsta eldgos?
Borið saman við þá fjármuni,
sem ausið er í söluherferðir stóru
landanna, hafa íslenzku sýningar-
aðilarnir úr litlu að moða. E.t.v.
hafa ekki allir gert sér grein fyrir
því að það gæti borgað sig?
Ferðamálaráð stendur fyrir ís-
lenzku búðinni, en einu tekjur
þess er hluti ágóða af Fríhöfninni
í Keflavík (fer það á hausinn ef
viðkomugestum fækkar?). Að
auki er styrkur til þessarar utan-
ferðar.
Búðin er haglega gerður torf-
kofi með þremur burstum, sem
stendur miðsvæðis á skandinav-
iska „torginu". Á torginu miðju er
Legokubbamyndverk (það hljóm-
ar miklu verr en það er í raun og
veru) — eitt frá hverju Norður-
landanna, — að heiman er Þing-
vallabær með Almannagjá í bak-
sýn. Allir þeir aðilar íslenzkir,
sem áhuga hafa á, geta haft
aðstöðu í búð Ferðamálaráðs. Hér
eru því líka til húsa Flugleiðir,
Ferðaskrifstofa ríkisins og Ferða-
skrifstofurnar Atlantik, Úrval,
Samvinnuferðir, Úlfar Jacobsen
og Víðsýn. Fyrir mörgum þjónar
þessi sýning tvennum tilgangi,
ekki aðeins þeim að selja, heldur
einnig að kaupa; finna ferðir
handa íslendingum til annarra
landa. Það er nóg að gera og alltaf
full búð. Hér er brennivín, hangi-
kjöt og reyktur lax á boðstólum og
þjóðardrykkurinn, kaffið, flýtur
lítravís. Ludvig Hjálmtýsson,
ferðamálastjóri, líkamning gam-
aldags íslenzkrar gestrisni, býður
alla velkomna og er óþrjótandi
fróðleiksbrunnur um allt, sem
varðar íslenzk ferðamál. Hans
hægri hönd, Silvía Briem, gengur
um á fallegum upphlut og vekur
mikla athygli. Hún hefur í nógu
að snúast, svarar makalausum
spurningum forvitinna gesta á
milli þess, sem hún hellir upp á og
sneiðir lax. Skrifstofa Ferðamála-
ráðs svarar að jafnaði 6000 bréf
um á ári, þau koma hvaðanæva að
úr heiminum og spyrja um ótrú-
legustu hluti. „Hvenær verður
næsta eldgos?" Á hvaða tímum
eru konungshallirnar opnar?“ Og
eins og Lúðvík bendir réttilega á,
er kynning á Iandinu ekki aðeins
til þess að laða að ferðamenn —
hún er um leið óbein auglýsing
fyrir útflutning landsins. Það er
ekki ónýt réttlæting á þeim fjár-
munum, sem varið er til framlags
Islands á þessari sýningu.
Á þeim tímum dagsins, þegar
rólegast er, safnast landarnir
saman yfir kaffibolla og tala um
ferðabransann. Island hefur þar
enga skýra stefrtu. Það er spurt,
svarað og rökrætt: Hvaða auglýs-
ingamyndir eru beztar, þær sem
aðeins sýna landslag eða þær, sem
einnig sýna fólk að störfum og
leik? Er bakpokafólk „vont“
ferðafólk? Hvers vegna er Þjóð-
minjasafnið ekki betur útbúið til
að taka á móti erlendum ferða-
mönnum? Samræmist ríkisrekin
ferðaskrifstofa hugsjóninni um
frjálsa samkeppni? Getum við
neitað erlendum ferðaskrifstofum
um aðgang að landinu? Er yfir-
höfuð gert nóg fyrir ferðamál á
íslandi? Gera yfirvöld sér ljósa
möguleikana? Einhver les upp úr
óánægðri þýzkri frásögn af
íslandsferð: Höfundurinn finnur
að — honum líkaði ekki maturinn,
rúmin á Edduhótelunum voru of
lítil... „of lítil rúm, það er enginn
vandi að selja þau, sumum finnst
þetta sjarmerandi maður“ segir
einn. „Já, og myndirnar eru fnar,
þær selja vel“ segir annar og það
er rétt, myndirnar eru fallegar,
ísland í þokusúld, nærmyndir af
mosa, óendanlega mikið af lands-
lagi. En nægir það? Já, segir einn,
nei, segir annar.
Engri spurningu er fullsvarað,
allir eru ósammála, en í bróðerni.
Það er haldið áfram að rökræða.
Blaðamanni í heimsókn í búðinni
dettur í hug, að e.t.v. hefði verið
ástæða til að tala saman um þessi
mál áður en að heiman var farið.
E.t.v. hefur það verið gert — e.t.v.
verður þetta aldrei útrætt mál. Og
út á við snúa allir bökum saman
og hjálpast að við að selja landið,
fossana og fjöllin.
Það virðist fásinna að spyrja,
hvort svona ferð borgi sig, um það
eru allir sammála. Hingað koma
allir sem skipta máli í bransan-
um! Þessi ferð sparar manni að
fara heim til þeirra! Persónuleg
sambönd eru ómetanleg í öllum
viðskiptum!
Allir virðast ánægðir. Þeir sem
komu til að selja, seldu — þeir
sem vildu kaupa, keypju. Við, sem
komum bara til að skoða, fengum
nóg að sjá.
Ms
ITB Berlin 80
14. Alþjóðlega ferðasýningin
i Berlin.
Flatarmál: 52.475.00m2
íbúar: 1146 sýningaraðilar
frá 105 löndum.
Haldin dagana 1.—7. marz
1980.
Laugardalshöllin heima er eins
og krækiber í helvíti miðað við
þetta risavaxna sýningarsvæði
hér í Berlín. Svo stórt er það. Eins
og borg í miðri borginni. Og allt
fyrir hendi: banki, blómabúð,
pósthús, brunalið, húsgagnaleiga,
lögregla, mjólkurbar, kvikmynda-
hús, veitingahús ... Stórveldin
hafa stærstu „básana", svo rúm-
freka, að þeir fylla heila höll —
önnur láta sér nægja smáskika.
Nöfn flestra landanna hljúma
kunnuglega í eyrum og sýnast
sjálfsögð ferðamannalönd, eins og
Spánn, Haiti, Kýpur eða Kenya —
önnur ekki, t.d. Uganda, Korea,
Svasiland.
Þjóðverjarnir kalla svona sýn-
ingar „messur". Og vissulega má
með sanni segja, að hér sé sungin
messa og prédikað, — ekki um líf
eftir dauðann, heldur um líf að
loknum gráum hvunndeginum.
Ekki um kærleikann, heldur um
frelsi og lausn frá stressinu og
stritinu í einhverju sæluríki
handan móðunnar miklu, sem
skilur að draum og veruleika. Þar
sem allir dagar eru heiðir og
bláir, vötnin tær og loftið ómeng-
að. Og næturnar eru stjörnum
lýstar með eilíflega fullu tungli.
Sælir eru þeir, sem koma til
okkar, því þeir verða brúnir og
fallegir, sælir eru þeir, sem koma
til mín, því þeirra óskir rætast...
Draumarnir eru handlangaðir
eins og ýsuflök, yfir búðarborð,
myndskreyttir bak og fyrir, raun-
veruleikinn felur sig bak við
næsta pálmatré því veröldin er
dásamleg og fólkið er fagurt og
frjálst.
Það er opin búð hjá 105 löndum,
sem öll keppast við að selja og
prédika: í Mexico er sungið og
dansað allan sólarhringinn, á
Indlandi er enginn svangur, á
íslandi er aldrei rigning. Mest
seldu bandarísku sígarettur í
Þýzkalandi eru að selja ævintýra-
ferðir í ómenguðum óbyggðum
(þar er væntanlega bannað að
reykja?): „Komið í ævintýralandið
— komið í Marlboro-land.“
Berlínarbörn á skólaskyldualdri
hlaupa á milli búðanna til að
verða sér úti um bæklinga, sem
þau segjast ætla að nota við
landafræðinám. Einhvers staðar
úti liggur múrinn eins og ormur
hringinn í kring um borgina.
Lönd til sölu
Gestirnir skiptast í tvo hópa.
Annars vegar þá, sem eiga heima
í bransanum, prédikarana, og
hins vegar þá, sem á að frelsa og
sannfæra. Þeir fyrrnefndu hafa
nafnið sitt á miða í barminum og
keppast við að sýna sig og sjá
aðra. Þeir heilsast alltaf með
virktum, jafnvel faðmast og kyss-
ast og þekkjast allir með nafni
(það stendur jú á miðanum) selja
og kaupa og skála hver fyrir
öðrum. Hinir, sem ekki eru
merktir eru utanaðkomandi —
tilvonandi fórnarlömb með
stjörnur í augunum að safna
bæklingum til að fara með heim
og dreyma yfir.
Löndin eru seld eins og hver
annar varningur, pökkuð í glans-
pappír með slaufu á. Bandaríkin
selja frelsi og nýja möguleika,
Bretland pöbbaandrúmsloft, Nýja
Guinea selur frumstæði sitt úr
strákofa. Löndin reyna að laða að
sér sém flesta gesti, stundum með
söng og flamingo eins og Spánn,
stundum með ókeypis spaghetti
líkt og Ítalía. í hollenzku búðinni
stendur maður og heggur skó úr
tré, hjá Svíum er verið að mála
tréhesta. Frakkar bjóða upp á
rauðvínsglas og Japanir hrís-
grjónasnafs. Ekkert er til sparað,
því þeir vita hvað þeir gjöra —
ferðabisnissinn er stórbissniss.
Árið 1977 brugðu söluaðilar þess-
arar sýningar betri fætinum und-