Morgunblaðið - 15.04.1980, Page 15

Morgunblaðið - 15.04.1980, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRIL 1980 15 Jóhanna Sigurðardóttir, alþm: Hafa skal það sem sannara reymst Við afgreiðslu fjárlaga benti stjórnarandstaðan á, að framlög til Framkvæmdasjóðs öryrkja væru verulega skert frá því fram- lagi sem samþykkt var í sjóðinn á Alþingi vorið 1979. Vegna þessa fluttu nokkrir þingmenn stjórnar- andstöðunnar tillögu um 239 milljón króna aukið framlag til öryrkja. Þessi tillaga náði ekki fram að ganga og í tilefni af þessari gagnrýni nokkurra þingmanna stjórnarandstöðunnar og tillögu- flutningi sá Þjóðviljinn ástæðu til þess 3. apríl sl. að hafa viðtal við Helga Seljan alþm. þar sem að því er látið liggja að ekki sé um niðurskurð á framlögum til sjóðs- ins að ræða, og er talað þar um sýndarmennskutillögur sem flutt- ar voru til að ná fram leiðréttingu á framlögum til öryrkja. Hafa skal það sem sannara reynist — og sé ég því fulla ástæðu til að gera nokkra grein fyrir staðreyndum í þessu máli. Framlag til sérkennslu og endurhæfingarmála Á 100. löggjafarþingi 1978—79 flutti ég frv. um Framkvæmdasjóð öryrkja. Markmiðið með stofnun þessa sjóðs var að fjármagna ýmis verkefni vegna sérkennslumála þroskaheftra og að fjármagna ýmsar framkvæmdir sem kveðið er á um í lögum um endurhæfingu, s.s. verndaða vinnustaði fyrir ör- yrkja, dvalarheimili og endurhæf- ingarstöðvar. Ástæðan fyrir flutningi þessa frv. var að mjög lítið hafði miðað í þessum málum, sérstaklega í sér- kennslumálum þroskaheftra, þrátt fyrir lög um grunnskóla frá 1974 og síðar setningu reglugerðar um sérkennslu frá 1977. — í grunnskólalögunum kemur fram að sérkennslumál þroskaheftra skyldu vera komin í viðunandi horf á 10 árum eða 1984. í skýrslu sem þáv. menntam.rh. lagði fyrir Alþingi 1978 — eða um svipað leyti og frv. um Framkvæmdasjóð öryrkja var lagt fram — kemur fram að til þess að sú áætlun stæðist, þá þurfti fjárframlag til sérkennslumála að vera um 600 milljónir á verðlagi þá ár hvert fram til ársins 1984. En á fjárlög- um 1977 þegar reglugerðin var gefin út fram til 1980 eða á þremur árum var veitt framlag til þessa verkefnis úr ríkissjóði að upphæð um 190 milljónir króna. ÚTVEGSMENN á Suðurnesjum vekja athygli á því í ályktun, sem þeir samþykktu á fundi sínum nýverið, að fiskiskipafloti þeirra er orðinn svo úreltur, að þótt minnka eigi heildarflota lands- manna þá sé brýn þörf á að hef ja nú þegar endurnýjun flota Suð- urnesjamanna. Bent er á að 35% af bátaflota Suðurnesjamanna er 16—20 ára, 44% eru 21 árs og eldri og því 79% af flota þeirra orðinn eldri en 16 ára. „Öllum má ljóst vera, að slíkir bátar upp- fylla ekki kröfur timans um aðbúnað og öryggi fiskimanna." sagði í ályktuninni. Þá vekur fundurinn athygli á því að vegna þeirrar óðaverðbólgu sem ríkir í landinu, er til muna dýrara að smíða skip innanlands en á erlendum markaði. Um end- urnýjunina segir m.a. í ályktun Útvegsmannafélags Suðurnesja: „Endurnýjun hlýtur þó að — Var því auðsætt að mikil nauðsyn var á stofnun Framkvæmdasjóðsins til að tryggja árlegt framlag til sérk- ennslumála, — þrátt fyrir að markaðir tekjustofnar hafi lengi mætt mikilli andstöðu. — Fram- lagt til Framkvæmdasjóðsins var svo samþykkt sl. vor — 1000 verðtryggðar milljónir árlega. Verkefnum bætt á sjóðinn í meðferð frv. um Fram- kvæmdasjóð öryrkja á Alþingi var bætt á hann mjög mörgum verk- efnum, þar sem hann var felldur inn í frv. til laga um aðstoð við þroskahefta, — og á hann sam- kvæmt þeim lögum að standa undir mörgum framkvæmdum vegna þeirra laga einnig. I frv. til laga um aðstoð við þroskahefta var ekki gert ráð fyrir neinum sérsjóði til þeirra mörgu verkefna, sem þar er ætlað að framkvæma — og má ætla að ekki hefði verið greiðari gangan í ríkissjóð til að fá fjármögnuð þau verkefni, þegar litið er á það fjármagn sem fékkst á fjárlögum til sérkennslumála, þrátt fyrir skýr lagaákvæði þar að lútandi. Verkefnin sem bættust á sjóð- inn í meðferð Alþingis voru — auk þess að fjármagna sérkennslu- málefni, verndaða vinnustaði, dvalarheimili og endur- hæfingarstöðvar fyrir öryrkja — 1) göngudeildar, þar sem jafn- framt skal veitt eftirvernd 2) skammtímafósturheimili 3) leik- fangasöfn 4) skóladagheimili 5) sambýli 6) afþreyingarheimili 7) hjúkrunarheimili. Getur hver séð í hendi sér að hér er um geysimörg og kostnað- arsöm verkefni að ræða, og væri þörf á að gera þeim hér nánari skil, þó ekki gefist ráðrúm til þess hér. — Undan voru svo skilin heimili sjálfseignarstofnana og vistheimili, en þau áttu ekki að fjármagnast úr framkvæmda- sjóðnum, enda hafði fjármagn til þeirra áður runnið úr Styrktar- sjóði vangefinna — og var áfram gert ráð fyrir að hann yrði á fjárlögum. — Komið hefur fram að eðlilegt sé að verkefni styrktar- sjóðsins falli einnig undir fram- kvæmdasjóðinn til að sem best samræming sé á öllum fram- kvæmdum í þágu öryrkja. — Ekki skal því mótmælt, — en þá er það frumskilyrði að til komi aukið fjármagn til að sjóðurinn hafi bolmagn til að standa undir þeim byggjast á því, að fjármagnsfyr- irgreiðsla verði stóraukin og má í því sambandi nefna, að brýnt er að stórefla aldurslagasjóð. Út- vegsmenn og sjómenn á Suður- nesjum hafa á undanförnum árum lagt stóran skerf af mörkum í þeirri uppbyggingu, sem átt hefur sér stað vítt og breitt um landið, og telja því tímabært, að þeir fái ekki aðeins að standa jafnfætis öðrum, heldur njóti forgangs um alla fyrirgreiðslu. Óðaverðbólgan stefnir allri at- vinnustarfsemi landsmanna í voða og þá ekki sízt útgerðinni, sem vegna takmarkaðs rekstrargrund- vallar hefur orðið að byggja end- urnýjun skipa á hlutfallslega há- um lántökum. í rekstrargrundvelli útgerðarinnar er engan veginn gert ráð fyrir, að hægt sé að standa í skilum með greiðslur við þau afarkjör, sem eru á lánum sjóðanna. verkefnum sem á hann eru lögð, — ef á annað borð er ætlan Alþingis að hann verði lyftistöng í málefn- um öryrkja. Gefur það auga leið hvað verkefnin eru mörg þegar á það er litið að þegar hafa borist beiðnir um 1850 milljón króna framlög úr sjóðnum til ofan- greindra verkefna, enda um að ræða verkefni sem lengi hafa verið afskipt. Framkvæmda- sjóðurinn skertur En svo bregður við að í þeim þrem fjárlagafrv. sem lögð hafa verið fyrir Alþingi síðan í haust, að í þeim öllum er ráð fyrir gert að styrktarsjóður vangefinna falli niður, ásamt styrktarsjóði fatl- aðra og byggingastyrk til Sjálfs- bjargar og verkefni þeirra falli framvegis undir Framkvæmda- sjóð öryrkja án þess að til komi aukið fjármagn til hans og að fyrir því væri lagaheimild. — Fé lagsmálaráðuneytið hafði þó gert tillögu til fjárveitingavaldsins að þessir sjóðir yrðu áfram á fjárlög- um og fengju 1980 — 239 milljón króna framlag. — Við bættist ennfremur að um var að ræða skerðingu á fjármagni til Fram- kvæmdasjóðs öryrkja á fjárlögum úr 1450 millj. (vegna verðtr.ákv. sjóðsins) í 1020 milljónir. Við meðferð fjárlaga nú var þó Framkvæmdasjóðurinn hækkaður um 40 milljónir og inn tekinn aftur byggingastyrkur til Sjálfs- bjargar 15 milljónir. Ennfremur var á fjárlögum skert fjármagn til Erfðafjársjóðs um 372 milljónir — en samkvæmt tekjuáætlun átti erfðafjárskattur að vera um 700 milljónir, en er á fjárlögum nú 327 millj. kr. I Þjóðviljanum 3. apríl kemur fram að meginefni málsins sé að í stað 450 milljóna króna framlags til öryrkja og þroskaheftra á fjárlögum síðasta árs séu nú veittar 1432 millj. (framlag til erfðafjársjóðs meðtalið) — og til viðbótar sé um að ræða milljóna- tugi — þar sem viðhald til vist- heimila er tekið inní daggjöld þeirra, — sem færi þá tölu upp í nær 1500 milljónir. Rétt er það að framlög hafa hækkað til þessara mála frá síðustu fjárlögum, — en það breytir ekki þeirri staðreynd að framlögin hafa verið verulega skert nú — miðað við það sem upphaflega var gert ráð fyrir með stofnun Framkvæmdasjóðsins á siðasta ári — og er það mergurinn málsins. — Auk þess er rétt að benda á í sambandi við þá milljónatugi sem nú eiga að renna til viðhalds samkvæmt frásögn Þjóðviljans, — þá er hér um að ræða verkefni sem hvergi heyra undir Framkvæmdasjóðinn, — en um margra ára skeið hefur ekki verið hægt að halda uppi eðlilegu viðhaldi á vistheimilum þroska- heftra sökum fjárskorts, og horfir til mikilla vandræða á mörgum heimilum af þeim sökum, sem vissulega væri full ástæða til að tíunda hér nánar. Staðreynd málsins er því að framlag til Framkvæmdasjóðsins skerðast um 390 milljónir og 79% af bátaflota Suðurnesjamanna er 16 ára og eldri verður 1060 milljónir, — auk þess sem allt bendir til að nú bætist á hann verkefni heimila sjálfseign- arstofnana án viðbótarfjármagns — en þau verkefni kalla á fjár- magn sem hundruðum milljóna skiptir. — Einnig að framlag til erfðafjársjóðs skerðist um 372 millj. miðað við áætlun á erfða- fjárskatti. Orð og athafnir fyrir að um frv. alþ.fl.ráðherra hefði verið að ræða. — Hefði þeim Alþýðubandalagsmönnum verið nær að taka upp skynsamari tillögur úr því frv. Alþýðuflokks- ins — eins og lækkun tekjuskatts og minni niðurgreiðslur með land- búnaðarafurðum á borð útlend- inga. Markmiðið er jafnrétti Breytingartillögur þær sem fluttar voru við afgreiðslu fjár- laga miðuðu að því að framlag til sjálfseignarstofnana yrðu áfram á fjárlögum, eða samtals um 239 millj. kr. í grein Helga Seljans í Þjóðvilj- anum kallar hann þessar tillögur sýndartillögur Alþýðuflokks- manna, — en um var að ræða að m.a. styrktarsjóður vangefinna yrði áfram á fjárlögum, ef ekki kæmi til aukið framlag til Fram- kvæmdasjóðs öryrkja sem því framlagi næmi. Það er furðuleg sú breyting sem hefur orðið á afstöðu þingmanns- ins og lítið samræmi milli orða og athafna, — þegar rifjuð er upp afstaða hans á síðasta þingi til þess máls. En þá sagði þingmaður- inn m.a. í ræðu á Alþingi, þegar Framkvæmdasjóðurinn var til umræðu: „Við skulum gæta vel að því hvað kann að verða gert við undirbúning fjárlaga næsta ár varðandi hina einstöku liði, sem gætu hugsanlega fallið undir Framkvæmdasjóðinn. Við skulum vera vel á verði um að ekki verði allt of mikill hluti af þeim verk- efnum, sem nú eru t.d. á fjárlögum eða hugsanlega gætu orðið á fjárlögum næsta ár, færður undir framkvæmdasjóð. — Ég vil að okkur þingmönnum sé almennt ljóst, — að sú hætta' vofir yfir okkur að í meðförum þeirrar ágætu stofnunar, — sem er fjár- laga- og hafsýslustofnun, muni verða reynt að kippa út úr vissum verkefnum, sem nú þegar eru á fjárlögum og fella þau undir framkvæmdasjóð. Það verðum við að vera vel á verði þannig að tryggt sé að sá tilgangur, — sem með þessu ákvæði er nái fram og við séum með í höndunum á næsta ári verulega aukningu fjár til þeirra verkefna sem Fram- kvæmdasjóður öryrkja á sam- kvæmt þessu frv. að taka að sér.“ Þingmaðurinn gefur tilefni til með grein sinni í Þjóðviljanum að þessi orð hans séu hér rifjuð upp, — þegar hann talar um sýndartil- lögur alþ.fl.manna. — Og þegar hann talar um í greininni að þessi niðurskurður hafi einnig verið í frv. fjármrh. Alþýðuflokksins, — þá tel ég nú að hann skýli sér bak við fíkjublað í því efni, — og það réttlæti síður en svo verknaðinn, enda hefðu þessar breytingartil- lögur komið fram á Álþingi þrátt Þegar Alþingi samþykkti á siðasta ári 1000 millj. kr. verð- tryggt framlag til öryrkja, — var auðvitað um aukningu að ræða á fjármagni til þessara hópa í þjóð- félaginu frá því sem var og viðurkenning á því að verkefni þeirra hefðu verið afskipt — og því þyrfti þjóðfélagið hér úr að bæta. öryrkjar biðja ekki um meira en jafnrétt á við aðra þjóðfélagsþegna eins og kostur er, og því kalli ber þjóðfélaginu að sinna. En það er borin von að ætla að slíkur sjóður geti orðið lyftistöng í málefnum öryrkja og þroska- heftra, — ef sífellt á að vísa á hann öllu sem tilheyrir sjálfsagðri þjónustu við þá, án þess að til komi aukið fjármagn. — Það er einföld staðreynd, — að aukin verkefni sem nú á að bæta á sjóðinn kalla á aukið fjármagn í þessu sem öðru, ef um raunveru- legar framfarir á að vera að ræða. Og að ekki sé talað um að á sama tíma og verið er að vísa á hann auknum verkefnum, — þá reyni fjáryeitingavaldið að hala inní ríkissjóð aftur fjármagni frá sjóðnum — með því að skerða það fjármagn til hans sem samþykkt var af Alþingi sl. vor. Öryrkjar og þroskaheftir eru það stór hópur í okkar þjóðfélagi — að það er hreint til vansæmdar hvað þessi verkefni hafa verið höfð í fjársvelti árum saman, — þó ekki sé reynt að toga inní ríkissjóð á nýjan leik það sem áunnist hefur. — Enda getur það varla talist nein ofrausn þó tæpl- ega 0.5% af tekjum ríkissjóðs á fjárlögumrenni til sérþarfa þessa fjölmenna hóps í þjóðfélaginu. „Sýndartillagan" sem Þjóðvilj- inn orðar svo smekklega — var einungis flutt til að halda utan um það fjármagn sem áunnist hefur til verkefna í þáguöryrkja og þroskaheftra — bæði áður fyrr og á Alþingi sl. vor. „M.ö.o. vera vel á verði — þannig að ekki verði of mikill hluti af þeim verkefnum sem nú er á fjárlögum færður undir Framkvæmdasjóðinn, svo tilgangnum með stofnun hans verðið náð“ — eins og Helgi Seljan komst svo ágætlega að orði, þegar Framkvæmdasjóðurinn var til umræðu á Alþingi. — Stjórnar- andstaðan fór að orðum Helga, og brást honum ekki í því efni. Jóhanna Sigurðardóttir. Gunnar Tómasson: Um sparifé SPARIFÉ má skilgreina sem ávísun á þann hluta verðmæta- sköpunar liðandi stundar sem framleiðsluaðilar kjósa að bjóða samfélaginu til afnota gegn lof- orði um endurgreiðslu af verð- mætasköpun framtíðar. Með hliðsjón af grein Arons Guðbrandssonar í Morgunblaðinu 2. apríl („Misferli aldarinnar?“) vaknar sú spurning, hvort spari- skírteini ríkissjóðs megi teljast viðurkenning ríkisvalds á móttöku sparifjár samkvæmt þessari skilgreiningu? Tökum dæmi. 1. Bóndi krefst hærra verðs fyrir afurðir sínar en ríkisvald telur réttlætanlegt gagnvart neyt- endum. Ríkissjóður tekur lán hjá Seðlabanka til að fjármagna niðurgreiðslu á afurðum bóndans. Bóndinn notar andvirði niður- greiðslunnar til að kaupa spari- skírteini ríkissjóðs. 2. Launþegi krefst hærri launa en ríkisvald telur réttlætanlegt að komi fram í söluverði þeirrar vöru sem vinna launþegans skapar. Atvinnurekandi tekur lán hjá viðskiptabanka til að fjármagna umfram launakostnaðinn. Laun- þegi notar andvirði umfram laun- anna til að kaupa spariskírteini ríkissjóðs. 3. Éinkaaðili kaupir togara með lánsfé á vöxtum í samræmi við stefnu ríkisvalds í atvinnu- og byggðamálum. Að nokkrum tíma liðnum selur aðilinn togarann og notar andvirði verðbólguhagnaðar á sölunni til að kaupa spariskírt- eini ríkissjóðs. Hagstjórnarstefna undangengis áratugar var byggð á prentun seðla umfram sköpun verðmæta, jafnframt því sem útgáfa spari- skírteina ríkissjóðs var misvitru ríkisvaldi nokkur vörn gegn verð- bólguáhrifum slíkrar óstjórnar. Endurgreiðsluákvæði spari- skírteina ríkissjóðs leggja á kom- andi kynslóðir þá kvöð að mæta af verðmætasköpun þeirra þeim byrðum sem ríkisvaldið hefur ekki viljað að mætt yrði af verðmæta- sköpun samtíðarinnar. Er „Misferli aldarinnar“ ekki réttnefni slíkrar kvaðar?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.