Morgunblaðið - 15.04.1980, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980
Sýning á verkum úr Sonie Henie — Niels Onstad safninu:
Frá opnun sýninKarinnar í Norræna húsinu. Á myndinni má sjá ýmsa kunna einstaklinga sem tengdir eru menningu og listum, stjórnmálum og bæjarstjórnarmálum i
Kópavogi, en lista- og menningarsjóóur Kópavogs stendur fyrir sýningunni. Ljósm. Mbl. Ól.K.M.
Fjölmenni sótti sýn-
inguna fyrsta daginn
FJÖLMENNI var við
opnun sýningar á verk-
um úr Sonia Henie-Niels
Onstadsafninu í Norræna
húsinu á sunnudag, en
við það tækifæri tók Ólaf-
ur K. Magnússon ljós-
myndari Mbl. meðfylgj-
andi myndir.
A sýningunni, sem
stendur yfir í tvær vikur,
eru sýndar frummyndir
verka ýmissa af helztu
meisturum málaralistar-
innar á þessari öld, þ.á m.
eru myndir eftir Picasso,
Miró, Munch, Matisse,
Bonnard, Ernst, Klee,
Villon, og Dubuffet. Það
er Lista- og menningar-
sjóður Kópavogs sem
stendur fyrir sýningunni,
en frumkvæði að sýning-
unni og forgöngu að því að
fá hana hingað hefur haft
Prank Ponzi listfræðing-
ur.
Samkvæmt upplýsing-
um sem fengust í gær í
Norræna húsinu skoðuðu
hundruð manns sýning-
una á sunnudagskvöld og
skömmu eftir opnun í gær
var fólk farið að streyma
að.
Forsætisráðherrahjónin voru á meðal gesta við opnun sýningarinn-
ar.
Forsetahjónin koma til sýningarinnar ásamt sendiherra Noregs á
íslandi, Ánne-Marie Lauritzen.
Fjársöfnun fyrir
bókagjöf til Patocka
háskólans í Prag
í FYRRADAG var haldinn fund-
ur í Félagi áhugamanna um
heimspeki, þar sem Eyjólfur
Kjalar Emilsson héit fyrirlestur
um frummyndakenningu Plat-
ons. Á fundinum kvaddi Þor-
steinn Gylfason sér hljóðs með
eftirfarandi málaleitan:
Patockaháskólinn í Prag heitir í
höfuðið á Jan Patocka, sem var um
langt skeið prófessor í heimspeki
við Karlsháskóla, en hafði látið af
embætti þegar hann lézt í lögreglu-
höndum, háaldraður, eftir að hafa
átt aðild að mannréttindayfirlýs-
ingu þeirri sem kennd er við árið
1977. Hér er þó naumast um
háskóla að ræða í venjulegum
skilningi þess orðs, heldur miklu
fremur félag áhugamanna um
heimspeki. Stór hluti félagsmanna
er ungt verkafólk, margt undir
tvítugsaldri. Það kemur reglulega
saman á fundi eins og þann sem
hér er haldinn til að hlýða fyrir-
lestrum um heimspeki og rökræða
þá.
Frumkvöðull þessarar starfsemi
er Julius Tomin, ungur heimspek-
ingur sem er sérfróður um gríska
heimspeki. Hann fær ekki starf við
sitt hæfi í heimalandi sínu; að vísu
var honum boðið starf við að þýða
gríska heimspeki á tékknesku, en
með því skilyrði að hann ræddi
aldrei um heimspeki við ungt fólk.
Hann hafnaði boðinu, og kaus
heldur að starfa sem iðnverka-
maður auk þess sem hann veitir
Patockaháskólanum forstöðu.
í maí 1978 skrifaði Julius Tomin
fjórum háskólum — Oxford, Har-
vard, Freie Universitát í Berlín og
Háskólanum í Heidelberg — og fór
þess á leit að kennarar í heimspeki
við þessa skóla kæmu í heimsókn
sem óbreyttir ferðamenn til Prag;
lét hann þess getið áð í landinu
væri mikil gjaldeyrisþörf og ferða-
fólk því afskaplega vel séð af
stjórnvöldum. Þegar þangað kæmi
bað hann svo um að haft væri
samband við sig og gestirnir flyttu
síðan fyrirlestra fyrir Patockalið-
inu. Háskólinn í Oxford brást við
þessu erindi í fyrra, og hefur síðan
skipulagt ferðalög margra heim-
spekinga til Prag, þar sem gestum
er vel fagnað. Við þekkjum það af
eigin raun úr okkar félagi hvílíkur
giftufengur það er að fá góða gesti
úr öðrum löndum.
Fyrstu ferðalangarnir sneru aft-
ur með mikil tíðindi. í Prag höfðu
þeir kynnzt næsta einstæðum eld-
móði hins unga áhugafólks um
heimspeki, og því sem meira var:
rökræðum með hærra risi en víðast
annars staðar, jafnvel við fremstu
heimspekideildir veraldar. En þeir
sögðu líka frá öðru: meðlimir
Patockaháskólans eru því sem
næst bóklausir. Þeir hafa ekki
aðgang að bókasöfnum, né heldur
selja bókabúðir heimspekirit; með
mestu herkjum hefur þeim tekizt
að grafa upp í Prag einhverjar
bækur eftir William James en
varla mikið meira. Þeir heimspek-
ingar sem síðar hafa Iagt leið sína
til Prag hafa af þessum sökum haft
með sér bækur; Þjóðverji nokkur
fór með átta eintök af ritum
Berkeleys, stúdentar í Oxford
sendu tíu eintök af verkum Humes.
Og er nú komið að erindi mínu
við þennan fund. Það er helzta
lífsskilyrði Patockaháskólans að
meðlimir hans eignizt sómasam-
legan bókakost. I stórum löndum er
erfitt að safna fé til lítilla málefna;
ég þekki það sjálfur frá Oxford að
naumast líði vika án þess maður sé
beðinn að láta eitthvað af hendi
rakna til einhvers göfugs málefnis.
En hér á Islandi held ég sé hægara
um vik, þó ekki væri nema fyrir
þennan blómlega félagsskap Félag
áhugamanna um heimspeki. Mér
virðist það verðugt verkefni þessa
félags okkar að senda nú félögum
okkar í Prag, fyrir milligöngu
heimspekideildarinnar í Oxford,
myndarlega bókagjöf.
Eg vildi mega ljúka máli mínu
með því að rekja ný tíðindi af
Patockaháskólanum. Frá því hefur
verið sagt í blöðum, síðast í Morg-
unblaðinu á föstudaginn var, að
fyrir fáum vikum var enski heim-
spekingurinn William Newton-
Smith frá Balliol College í Oxford
handtekinn í Prag og gerður land-
rækur fyrir þær sakir, að því er
virtist, að hafa flutt fyrirlestur um
skynjunina. Anthony Kenny, hinn
mikilvirki heimspekingur sem
mörgum okkar er að góðu kunnur,
er nú rektor Balliol College; hann
taldi sér skylt að krefja tékkneska
sendiráðið í London skýringa á
þessari meðferð á einum starfs-
manni garðsins, og gerði það mið-
vikudaginn 26ta marz síðastliðinn.
Hann vildi vita hvað Newton-
Smith hefði gert sem bryti í bág við
hegningarlög tékkneska ríkisins,
og fékk þau svör ein að hann hefði
vikið frá handriti sínu í fyrirlestr-
inum, hvernig sem yfirvöldum var
nú kunnugt um það. Kenny benti á
að í engri grein tékkneskra hegn-
ingarlaga væri fyrirlesurum um
skynjunina bannað að víkja frá
handriti sínu. Þá féllst tékkneski
sendifulltrúinn, dr. Telicka að
nafni, á að ef til vill hefði öryggis-
lögreglan verið einum of áköf við
skyldustörfin.
Sama kvöldið og þetta samtal fór
fram, fyrir rúmum tveimur vikum,
réðst öryggislögreglan inn á mál-
stofu Patockamanna í einkaíbúð í
Prag og handtók þar 27 manns og
hélt 8 þeirra í yfirheyrslum í tvo
sólarhringa. En nú ganga allir
lausir, að ég bezt veit, og starfið
heldur áfram. Og það vantar bæk-
ur.
Þess má geta að lokum að Félag
áhugamanna um heimspeki hefur
farið þess á leit við skattayfirvöld
að framlög til Patockasöfnunarinn-
ar verði frádráttarbær til skatts.
Eg hef orð skattstjórans í
Reykjavík fyrir því að allar líkur
séu til að vel verði brugðizt við
þeirri málaleitan.
(Flutt af Þorstcini Gylfasyni á
fundi Félags áhugamanna um
heimspeki sunnudaginn 13.
apríl 1980.)
Patockasöfnunin
Félag áhugamanna um heimspeki
Pósthólf nr. 7022
Póstútibú R7
Neshaga 16,107 Reykjavík.