Morgunblaðið - 15.04.1980, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 15.04.1980, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980 fttwgttiiÞIfifeifr Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.800.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 240 kr. eintakiö. Glundroði í kjaramálum Erfitt er að henda reiður á því, hvað gerast mun í kjaramálunum. Vaxandi óþreyju gætir greinilega hjá laun- þegum. Allur annar andi ríkir hjá verkalýðsforystu Alþýðubanda- lagsins en fyrir tveimur árum, þegar hún blés til orrustu gegn stjórnvöldum og Alþingi. Nú situr Guðmundur J. Guðmundsson á Alþingi. Hann var þar einn fjögurra flutningsmanna að tillögunni um 10% hækkun útsvars. 1978 stóð hann fyrir banni á útflutning og olíuinnflutning frá og með 1. maí og skyndiverkföllum 1. og 2. mars til að brjóta á bak aftur lög frá Alþingi. Þá lýsti hann því yfir, að kjörseðillinn í alþingiskosningunum væri vopn í kjarabaráttunni. Nú eru samþykktar ályktanir víða um land, þar sem kvartað er undan lélegri forystu Verkamannasambands Islands, þar sem Guðmundur gegnir formennsku, og hans gamla félag Dagsbrún, leggur fram sérkröfur utan við Verkamannasam- bandið. Félagar í Dagsbrún senda því úrsagnir sínar og ganga í Verslunarmannafélag Reykjavíkur til að bæta kjör sín á svipstundu. Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð skýrði Alþýðubanda- lagið aðild sína að henni með því, að það væri að tryggja kaupmáttinn og forða aðför að honum. Sama viðbára var höfð haustið 1978. Þá þóttist flokkurinn einnig sjálfskipaður fulltrúi loforðsins um samningana í gildi. 1979 var kaupmáttur að ársmeðaltali 1.9 stigi lægri en 1978. Ásmundur Stefánsson framkvæmdastjóri Alþýðusambands íslands sagði í viðtali við Morgunblaðið 3. apríl sl.: „Kaupmáttarrýrnunin hefur verið all veruleg á undanförnum misserum og lækkunin á kaupmætti á fyrsta ársfjórðungi þessa árs er um 2% miðað við meðaltal 1979.“ Skattahækkanirnar hafa verið framlag ríkisstjórnarinnar til kjaramálanna síðan hún tók við völdum. Magnús L. Sveinsson nýkjörinn formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur hefur sagt, að þær séu „ósvífin árás á hinn alfnenna launamann og í algjörri andstöðu við fyrirheit ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í efnahagsmálum sem miða áttu að því að draga úr hinni óðu verðbólgu og auka kaupmátt launa." Fjármálaráðherra Ragnar Arnalds upplýsti alþjóð um það í sjónvarpi, að rikisstjórnin hefði lítið sem ekkert fjallað um kjaramálin. Ráðherrann kemur þó fram fyrir hönd ríkisins í kjarasamningum við Bandalag starfsmanna ríkis og bæja. Sem slíkur hefur hann sagt, að grunnkaupshækkanir komi ekki til greina. Jafnframt hefur hann mælst til þess, að BSRB biði eftir þróun í almennum kjarasamningum. Um þá beiðni hefur Kristján Thorlacíus formaður BSRB sagt: „Þetta er bara úrelt afstaða frá því er gerðadómar ákváðu okkar kjör, sem áttu að taka mið áf öðrum." Forysta BSRB sætir þungri gagnrýni þeirra, sem kalla sig „áhugasama félaga" og segjast vera arftakar þeirra, er knésettu forystuna í allsherjaratkvæðagreiðslu fyrir tæpu ári. „Áhugasam- ir félagar" hafa dreift bréfi um „bögglauppboð ríkisstjórnarinnar" og varað BSRB-félaga við því að „ánetjast félagsmálapakkaversl- un“. Vinnuveitendasamband íslands hefur mótað skýra afstöðu. í ályktun þess um kjaramál er lögð áhersla á, að ekki sé í komandi kjarasamningum unnt að semja um aukinn kaupmátt enda hafi vöxtur þjóðartekna stöðvast. Kröfugerð Alþýðusambandsins undir yfirskini launajöfnunar er talinn hreinn blekkingaleikur. Lagðar eru fram skýrar tillögur um breytingar á vísitölukerfinu og óskað er eftir svonefndum þríhliða viðræðum til að móta sameiginlegar aðgerðir stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Á meðan verkalýðsforystan sætir æ þyngra ámæli fyrir slælega frammistöðu og ríkisstjórnin veit ekki í hvorn fótinn hún ætlar að stíga, verða 400 starfsmenn frystihúsa á ísafirði atvinnulausir vegna hráefnaskorts, sem stafar af verkfalli sjómanna. Gjörbreyti kjaraviðræður á Bolungarvík ekki ástandinu blasir vinnustöðvun við á fleiri stöðum á Vestfjörðum. Öllum ætti að vera ljóst, að við svo búið má ekki standa. Síðustu efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar ganga þvert á það, sem aðilar vinnumarkaðarins telja skynsamlegt. Stjórnin hefði að sjálfsögðu átt að haga aðgerðum sínum þannig, að þær stuðluðu að friði á vinnumarkaðnum. Þess í stað hefur hún valið þann kost að auka glundroðann. Fásinna er að halda, að hún komist út úr vandanum með því að efna til „bögglauppboða“. Úr því að ríkisstjórnin hefur þannig skorist úr leik, hvílir það alfarið á aðilum vinnumarkaðarins að leysa úr vandanum. Afstaða Vinnuveitendasambandsins er skýr en innan verkalýðshreyfingar- innar er hver höndin upp á móti annarri og alls engin samstaða hefur náðst innan Alþýðusambandsins um ýmis höfuðatriði eins og til dæmis verðbótaákvæðin. Ef til vill verður ASÍ næsta fórnarlamb glundroðans og vinnuveitendur verði því að semja við hvern aðila fyrir sig. Cfóí iUir inniiKÍnn^ ppixrdi iiur mgurmn W- II Hér birtist önnur grein af fimm í flokki um breytingaskeið karlmanna, og fjallar sálfræöingurinn Ed- mond G. Hallberg um áhrif þessa breyt- ingaskeiðs á hjóna- bandið. Hann ráð- leggur mönnum að kynnast konum sínum á nýjan leik og veitir leiðbeiningar sem að gagni mega koma í því sambandi: Miðaldra maður í sjálfsmynd- akreppu, eins og þeirri sem rætt var um í fyrstu grein, stendur ekki aöeins andspænis spurningum, sem snerta hann sjálfan. Eftir áratuga hjónaband er fleira komið til en það aö þessi fyrirvinna, sem hefur fengiö á sig orö fyrir aö vera „dugleg aö skaffa“, spyr nú ekki aðeins: „Hver er ég?“ — heldur einnig: „Hvaö er orðið af þessari yndislegu stúlku, sem ég gat ekki hugsað mér aö lifa án? Hvað varö um rómantíkina?" Skoðanakannanir hafa leitt í Ijós að fólk á miöjum aldri er yfirleitt vansælt í hjónabandinu. Þegar á heildina er litið viröist þar jafnt á komið með körlum og konum, og yfirleitt fer aö bera aivarlega á þessari óánægju þeg- ar börnin fara aö tínast að heiman eöa eru að losa tengsl sín við heimiliö meö öðrum hætti. Niöur- stööur einnar könnunar gáfu til kynna að af fólki, sem hafði verið í hjónabandi 20 ár og lengur, voru aðeins 6% fullkomlega ánægö og gátu ekki hugsað sér aö yfirgefa maka sinn. Önnur athugun benti til þess að af karlmönnnum yfir fertugt voru það 66%, sem kváð- ust ekki ánægðir í hjónabandi. Þegar frátaldir eru menn, sem aöeins eru í hjónabandi skamma hríð, eru flestir karlmenn, sem skilja, á aldrinum 40—44 ára. Lester nokkur, sem greinarhöf- undur ræddi viö, haföi sögu að segja, sem e.t.v. lýsir vel afstööu miöaldra manna til hjónabandsins og skýrir hvers vegna þeir taka þeirra, sem einangra sig frá fjöl- skyldunni, en halda áfram að búa undir sama þaki og fólk, sem hann hefur í rauninni litlar mætur á. Aörir fara þá leið að finna sér nýjan maka — í fyrstu til að fá tilbreytingu frá hversdagsleikan- um eða finna „einhvern til að tala við“. Áður en langt um líður eru þeir komnir lengra og lengra út á Kynnstu konu ekki af skariö í staö þess að vera áfram í sambúö, sem þeir una illa í rauninni: „Ég hef hugsaö mikið um hversu mikill léttir þaö hlyti aö vera að losna viö þetta heimili og að losna úr hjónabandinu. En mér finnst ég ekki geta fariö frá krökkunum. Þau þarfnast mín og þegar á allt er litið er þetta kannski ekki svo slæmt. Elaine er sæmileg húsmóöir og henni er annt um aö krakkarnir séu vel til fara. Nú, þegar ég er farinn að hafa minni áhuga á starfi mínu en áður var og hef þar af leiðandi betri tíma ætti ég sennilega að sinna fjölskyldunni meira. En ég ef bara engan sérstakan áhuga á því. Þaö er eins og okkur leiöist öllum. Við förum á fætur á sama tíma til aö gera það sama — mér finnst viö jafnvel boröa það sama alla vikuna. Hver er tilgangurinn meö þessu lífi? Hvers vegna er maöur giftur? Hverju er maöur giftur?" Þessi maöur er á breytinga- skeiöi og hann notar hjónabandið til aö skella á skuldinni fyrir þaö, sem honum finnst hafa farið úrskeiðis, enda þótt kjarni málsins sé sá, aö honum finnst hann hafa brugöizt sjálfur. Hann er einn braut framhjáhaldsins, og aö und- anförnu hefur færzt í vöxt að hjónabönd slíkra manna endi með því að þeir sæki um skilnaö. Margir miöaldra menn gera sér óljósa grein fyrir því að þeir séu langt frá því aö vera fullkomnir, en þeir þora ekki aö horfast í augu við sannleikann og finna sér því einhvern til að skella skuldinni á. Oft er það eiginkonan, sem er sett í hlutverk sökudólgsins, því að oft er hún nærtækust, og með því er vítahringurinn hafinn. Sumir vor- kenna sjálfum sér óskaplega og eru síkvartandi. í rauninni eru þeir ekki að nöldra eða koma illu af staö, heldur er þetta þeirra aðferö til að biðja um samúð. Slíkir menn segja setningar eins og þessar í tíma og ótíma: „Hvaö hef ég ekki lagt í sölurnar fyrir þig?“ „Finnst þér ég eiga þetta skilið af þér?" „Hvernig geturöu gert mér þetta?" Menn beita ýmsum ráöum til aö einangra sig á heimilinu. Þeir eru búsettir þar, en eru algjörlega óvirkir í því, sem fram fer, og gætu trúlega ekki steikt sér egg þótt líf lægi viö. Þeir heilsa þegar þeir koma heim úr vinnunni, en draga sig síöan í hlé, taka aö sinna hugðarefnum sínum, hvort sem Dr. Jónas Bjarnason: Hin „nýja stétt“ stjórnmálasköri; Það er kunnara en frá þurfi að segja, að tíðindasamt hefur verið á pólitískum vígstöðvum að und- anförnu. Landið barst fyrir þung- um sjóum efnahagslegs öngþveitis og jafnvel hofskeflum brotsjóa. Stjórnleysið var að verða þrúg- andi, og stjórnmálamenn kepptust við að lýsa því yfir, að utanþings- stjórn væri það versta, sem landið gæti hent. Það hljóta náttúrulega allir að sjá. Forseta Islands tækist aldrei að finna hóp hæfra manna utan Alþingis, sem farið gæti með stjórnvöld þjóðarskútunnar! Alla helztu hæfileikamenn þjóðarinnar var vitaskuld að finna við Austur- völl. Þeir, sem einfaldir eru, tóku hins vegar eftir því, að ástandið í þessu landi virtist fara batnandi meðan valdalítil kratastjórnin vermdi ráðherrastólana. Helztu verðbólguforstjórar landsins lögð- ust ekki svo lágt að bera upp hótanir sínar við kratagreyin. Ef bara tekizt hefði að ákveða skatt- vísitölu og örfáar nauðsynlegar lagasetningar, hefði sennilega allt gengið bærilega með gömlum lög- um. En það eru tímar sem þessir, sem geta af sér hina raunverulegu stjórnmálaskörunga, mennina, sem beðið hafa eftir kalli tímans. Á hinni réttu stundu birtast þeir eins og Þorgeir Ljósvetningagoði forðum og taka hinar einu réttu ákvarðanir. Sjálfstæðisflokkurinn er þjóðlegur umbótaflokkur Þegar þjóðin stendur á kross- götum og í straumiðukasti póli- tískra sviptinga, þarf hugrakka einstaklinga til að slíta af sér flokksböndin, þessa klafa klíku- hugsunar og þetta valdatæki flokkseigendafélaga. Þá gefst einnig tækifæri til að afneita stefnuskrám þeim, sem eitthvert flokksapparatið útbjó, því að skv. stjórnarskránni er það samvizkan, sem á að ráða. Það er hluti af samvizku stjórnmálaskörunganna að afneita heimskulegum stefnu- skrám, þegar svo ber undir. Þá reynir á það, hvort það voru ekki persónurnar sjálfar en ekki mála- myndastefnuskrár, sem kjósendur í raun kusu. Úr þessu fæst aldrei endanlega skorið. Sjálfstæðis- flokkurinn er þjóðernissinnaður flokkur, sem vill standa vörð um þjóðerni íslendinga og þjóðleg verðmæti. Þessi bakgrunnur gerir það að verkum, að stundum verða menn að setja málefnin ofar eigin hagsmunum og metnaði og fylgja kalli samvizkunnar, þegar þjóleg verðmæti eru í veði. Ástkæra, ylhýra málið verður hin raunveru- lega stefnuskrá, sem fara ber eftir. Þegar til ágreinings um skilning á lagareglum eða samn- ingstextum kemur, eru það aðeins hinir þjóðlegu stjórnmálaskör- ungar, sem geta haft réttan skiln- ing. Aðrir í hópi meðalmenna gera sig bara seka um hinn mesta misskilning. Lýðræðishugsjónin er holsteinn Sjálfstæðis- flokksins og stjórnarskrár lýðveldisins Raunverulegt lýðræði tryggir réttindi minnihlutahópa, en þegar í kekki kastast í félagsmálum svo vinslit verða, er það oft álitamál,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.