Morgunblaðið - 15.04.1980, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 15.04.1980, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980 29 inni þinni á nýjan leik þaö er flugmódelasmíöi, sjón- varpsgláp eöa blaðalestur, og segja ekki fleira þann daginn. Slíkt háttalag bendir til þess aö viö- komandi lifi því, sem kalla má „tvöfalt líf“, þ.e. aö hann eigi sér hjákonu. Þrátt fyrir augljósa óánægju í hjónabandi eru margir miöaldra menn staðráðnir í því aö þrauka þar til yfir lýkur. Þeir megna einfaldlega ekki aö rífa sig lausa — þora ekki út í óvissuna. Þeir eru þrúgaöir í einangrun sinni og óar viö því aö þúa viö óbreytt ástand til frambúöar, en vilja samt sem áöur ekki höggva á hnútinn meö því aö sækja um skilnað. Þeir bera ýmislegt fyrir sig, t.d. trúarlegar ástæöur, horfur á því aö sam- bandið viö börnin muni rofna o.s.frv. Leið til að leysa máliö — án þess aö skilja, standa í flóknum og taugatrekkjandi ástarsamböndum eöa draga sig inn í skel innan veggja heimilisins — er sú aö stofna á ný til kunningsskapar við eiginkonuna. Vitaskuld getur ekki oröiö um að ræöa endurtekningu á þeim kynnum, sem upphófust fyrir áratugum. Báöir aöilar eru gjörbreyttir frá því sem þá var. Eftir 20 ára sambúö er líklegt aö jón geti í fyrsta sinn frá því aö þau giftust gefiö sér tíma til aö rækta meö sér vináttusamband. Eftir að mestl.ástarbríminn hjaön- aöi tóku viö margvíslegar annir og fljótlega urðu börnin miödepill heimilislífsins. Nú eru börnin vaxin úr grasi og þarfir þeirra minni en áöur, þannig aö nú hafa hjónin næöi til aö gefa hvort öðru gaum. Tómarúm hefur skapazt. Spurn- ingin er sú, hvort tómleikinn á aö ráöa ríkjum eöa hvort leitaö verð- ur leiöa til aö fylla þetta tómarúm. Sé ætlunin aö bjarga hjóna- bandinu — þ.e.a.s. að komast hjá skilnaði án þess aö hírast í volæði undir sama þaki næstu áratugina — er mikilvægt aö fólk, sem hefur fjarlægzt hvort annað, kynnist á ný. Þaö gefur augaleiö aö erfiöara er fyrir hjón aö kynnast hvort ööru á ný en ef um tvo bláókunnuga einstaklinga væri að ræöa, og skuggar fortíöarinnar geta hér orðiö erfiöur farartálmi. Mikilvægt er því aö þæöi geri sér grein fyrir nauðsyn þess aö venja sig af því aö rifja uþp gömul leiðindamál. Til aö slíkt megi takast þarf verulegt átak og sjálfsstjórn. Einfalt ráö er aö foröast hreinlega aö minnast á hiö liöna meöan hinn nýi kunn- ingsskapur er á frumstigi. Maður, sem vill kynnast konu sinni á ný, ætti ekki aö leggja megináherzlu á hinn kynferðislega þátt málsins fyrst í staö. Ráölegra er aö gera sér grein fyrir persónu- leika þessa nýja kunningja, hafa frumkvæöi á sameiginlegum gönguferöum, leikhúsferðum, og því um iíku. Mikilvægt er aö umgengnin sé á jafnræöisgrund- velli. Hreinskilni í þessum sam- skfptum er meginatriöi og fyrst í staö ættu hjónin aö velja sér umræðuefni, sem snerta þau sjálf, fremur en mál sem eru almenns eölis. Þess er ekki aö vænta aö þessi nýi kunningsskapur veröi aö djúpri vináttu og í framhaldi af henni aö nánu ástarsambandi á skömmum tíma. Þaö er ekki einu sinni víst aö sambandið veröi nokkurn tíma rómantískt aftur, en vináttusamband tveggja fullorö- inna einstaklinga, sem eiga svo samtvinnaöra hugsmuna aö gæta, gæti orðiö meira viröi en nokkurt ástarsamband. (Næsta grein fjallar um kynferöislíf miöaldra fólks.) Landsvirkjun: Samið um byggingu á undirstöðum háspennulínu frá Hrauneyjafossi Sanmingsupphæðin rúmar 962 millj. kr. NÝLEGA var gengið frá samningum við verktaka um byggingu á hluta af undirstöðum háspennulínunnar mikiu. sem lögð verður frá Hrauneyjafossvirkjun að Brennimel í Hvalfirði. en línan verður 150 kílómetra löng. Þar af verða reistar undirstöður sem samsvara 84 km í sumar en verkinu á að ljúka næsta sumar. Það ár verður einnig byrjað að reisa möstrin en línan á að verða tilbúin til notkunar árið 1982. Samkváemt upplýsingum Hall- dórs Jónatanssonar aðstoðar- framkvæmdastjóra Landsvirkjun- ar var samið um þrjá verkþætti og var í öllum tilfellum samið við lægstbjóðendur. Fyrsti verkhluti er Sigalda-Hrauneyjafoss-Sanda- fell. Er hann 28 km langur og turnstæði 87. Samið var við Vörðufell hf. í Reykjavík um þennan hluta og var samnings- upphæð kr. 331.062.732,-. Annar verkhluti er Sandafell- Hvítá. Er hann 30 km langur og turnstæði 114. Samið var við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða og Vörðufell hf. í sameiningu og var samningsupphæð kr. 339.380.772,-. Þriðji verkhluti er Hvítá- Hlöðufell. Er hann 26 km langur og turnstæði 91. Samið var við Aðalbraut hf. í Reykjavík og var samningsupphæð kr. 291.854.453,-. Samningsupphæð fyrir verk- hlutana þrjá er samtals kr. 962.297.957,-. Slóði var lagður að mestu leyti með línustæðinu í fyrra og auðveldar það verkið. Hrauneyjafossvirkjun: Samið um smíði flóð- gátta og skurðsinntaks FYRIR nokkru gekk Landsvirkjun frá samningum við Smið hf. á Selfossi og Vörðufell hf. í Reykjavik um framkvæmdir við flóðgáttir og skurðsinntak Hrauneyjafossvirkjunar. Hér er aðallega um steypuvinnu að ræða og eru framkvæmdir þegar hafnar. Þeim á að ljúka i sumar. Samningsupphæðin er kr. 1.002.432.000,- og er hún í sam- ræmi við tilboð fyrirtækjanna. Aðalbraut hf. í Reykjavík bauð í verkið kr. 979.425.000,-. Sagði Halldór Jónatansson aðstoðar- framkvæmdastjóri Landsvirkjun- ar í gær, að eftir endar.legan samanburð á tilboðunum hefði stjórn Landsvirkjunar komist að þeirri niðurstöðu að tilboð Smiðs hf. og Vörðufells hf. væri hag- stæðast fyrir fyrirtækið og var því tekið. íslenzkra inga hver það er, sem húsfriðinn rýfur. Ef mönnum er annt um fjölskyld- una, er þeim ekki sama, hver deiluna hóf. En það eru hinir vitru einir, sem geta haldið því fram, að meirihlutinn kljúfi sig frá minni- hlutanum. Hið eina og sanna lýðræði er nefnilega hafið yfir persónulega hagsmuni einstakra manna og hlýtur að byggjast á því að meta kall samvizkunnar og þjóðarhag meira en minni félags- einingar. Tilgangurinn helgar meðalið! Það verður nefnilega stundum að taka lýðræðislegar ákvarðanir í blóra við meirihluta- ákvarðanir í minna mikilvægum hópum, enda er lýðræðishugsjón Islendinga yfir þúsund ára gömul og þingsamkunda þjóðarinnar set- in fulltrúum jafnrétthárra íslend- inga. Hinn endanlegi þingmeiri- hluti skiptir því einn máli til að ná fram lýðræðislegri þingræðis- stjórn. Og til að tryggja yfirum- sjón með öllum leikreglum lýð- ræðisins er aðeins hinum löglærð- ustu og spökustu stjórnvitringum falin nefndarstjórn þeirra mála. Dómarar geta orðið svo vísir, að þeir geti dæmt í eigin sök. Þeim dómi verður aðeins áfrýjað til almennings. Sá úrskurður fæst með nokkrum símtölum á vel völdum tíma eftir valda sjón- varpsþætti. Ný tegund stétta- samvinnu og víðsýni Sjálfstæðismenn eru trúir slag- orði sínu „stétt með stétt“. Um- burðarlyndi með skoðunum ann- arra hefur einnig verið aðalsmerki góðra sjálfstæðismanna. Stétt stjórnspekinga og slægviturra á því einnig heima í flokknum svo og þeir, sem telja stefnuskrár til óþurftar og aðeins til að þrengja flokkinn, og að þær séru fótakefli stjórnvitringa. Afbrigðilegar skoðanir á lýðræði ættu því heldur ekki að vera hindrun fyrir snurðu- lausri samvinnu í flokknum. Fordæmi um víðsýni er að finna meðal forystumanna flokksins á velmektardögunum, þegar lífið var allt einfaldara og atvinnu- hættirnir fábrotnari. Afturhvarf til þeirrar stórmannlegu föður- forsjár er óumdeilanlega eftir- sóknarverðari en ómenguð íhalds- semi hinna harðsnúnu ungu manna, sem týnt hafa úr augsýn mikilvægi skynsamlegs stjórn- Dr. Jónas Bjarnason lyndis að hálfu hinna sönnu hand- hafa valdsins. Hin sanna víðsýni í anda flokksins felst í réttu mati á forystuhlutverkinu og umburðar- lyndi gagnvart stjórnmálaákvörð- unum, sem stangast hugsanlega á við hagsmuni hins almenna kjós- anda og flokksmanns svona við fyrstu sýn, en sem taka mið af eðlilegu atkvæðavægi landsmanna með hliðsjón af réttlæti. Til að tryggja farmgang þing- ræðisstjórnarfars þarf sáttmála, og undir forystu sjálfstæðismanna einkennast þeir af víðsýni. Þegar um er að ræða samsteypustjórnir, verða allir að slá af ýtrustu kröfum sínum og sýna þannig víðsýni. Hvort ákveðinn stjórnar- sáttmáli taki mið af stefnumótun sjálfstæðismanna, er ekki unnt að kveða upp úr um í fljótu bragði. í fyrsta lagi er vítt til veggja í víðsýnum flokki en þó aðallega hitt, að það er framkvæmdin, sem skiptir máli. Þegar ferðast skal í suður til sólar þarf oft að taka fyrstu sporin í norðurátt. Þannig getur sáttmáli kveðið á um það, að fyrst skuli gengið í gagnstæða átt um sinn í öllum meginmálum. Það getur verið til að krækja fyrir keldur eða til að ganga til móts við lest annarra stjórnvitringa, sem tekið hafa mið af stjörnunni skæru í austri, svo að fagnaðar- fundir megi gerast sem fyrst, Það skiptir meginmáli, að komið verði að leiðarenda skv. áætlun áður en yfir lýkur. Úr þessu fæst ekki skorið fyrr en þangað kemur. Þess vegna heyrast hvatningarorð úr ýmsum áttum um að göngunni skuli haldið áfram og sérstaklega frá þeim, sem trúa á hina útvöldu forystusauði eða sjá glytta á silfurpening í leiðangursfarangri. Eyðimerkurgöngu Israelsmanna lauk ekki fyrr en í fyrirheitna landinu, og margir höfðu efast áður en yfir lauk. Sjálfstæðismenn! Varizt nú stóru orðin Það er þjóðlegum og víðsýnum Islendingum ljóst, að stundum þarf að sýna pólitíska reisn og taka ákvarðanir, sem flokksstofn- anir eru andsnúnar. Þegar þjóðar- hagsmunir og þingræðið er í veði, verður að gera slíkt, en að sjálf- sögðu eru það ekki nema stjórn- vitringar í röðum sjálfstæð- ismanna, sem hafa þá-reisn. Ekki er hægt að ætlast til þess, að menn brjótist undan flokksaga í öðrum flokkum til að forðast stjórnarkreppur. Þótt stefnt sé nú um sinn í gagnstæða átt við stefnumið Sjálfstæðisflokksins, ber öllum góðum flokksmönnum að vera víðsýnum og þreyja þorr- ann í stað þess að hafa í frammi stór orð. Ef menn gerast of harðorðir, stuðla þeir að klofningi flokksins. Víðsýnir menn hljóta að sjá, að sanngjarnt er, að hluti sjálfstæðismanna styðji núver- andi ríkisstjórn þrátt fyrir stjórn- arsáttmálann vegna þess, að með henni er lýðræðinu fullnægt, og að stuðningsmennirnir flestir úr röð- um sjálfstæðismanna eru þekktir af öðru en að vera fulltrúar þröngra hagsmuna. Þrátt fyrir allt hefur okkur miðað áfram. Lýðræðið hefur sigr- að, og lögð hafa verið drög að nýjum vinnubrögum á Alþingi íslendinga. Menn geta verið von- góðir um, að lausn á öllum helztu vandamálum þjóðarinnar sé í augsýn, þótt stefnt sé í öfuga átt um sinn. Verðandi stjórnmálaskörungar þjóðarinnar hafa öðlast nýja við- miðun, sem lofar góðu um fram- tíðina. Ósérhlífni og drenglyndi verður sett ofar eigin metnaði og pólitískri útrásargirni. Mikið geta Islendingar verið lánsamir, að stjórnarfar þjóðarinnar tekur stöðugri þróun í átt til raunveru- legs lýðræðis! Þúsundir flokks- manna Sjálfstæðisfolkksins og tugir þúsunda kjósenda hans, sem trúa á hann og stefnumið hans, hafa orðið vitni að atburðum, sem eru mörgum torskiljanlegir, en að persónuleg valdastreita örfárra manna liggi að baki, því trúa ekki allir. Það getur bara ekki verið. Reykjavík, 1.4.1980.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.