Morgunblaðið - 15.04.1980, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980
27
Ingólfur meistari
í 30 km skíðagöngu
Um síðustu helgi íór fram
Reykjavíkurmót í 30 km skíða-
göngu við skíðaskálann í Hvera-
dölum. Reykjavíkurmeistari varð
Ingólfur Jónsson Skíðaféjagi
Reykjavíkur. Annar varð Örn
Jónsson og þriðji Páll Guð-
bjartsson. Ingólfur fékk timann
95,32, Örn 99,18 og Páll 106,09
mín.
Þá fór fram göngukeppni milli
framhaldsskólanna í Reykjavík,
gengið var 3x3 km. Hamrahlíða-
skólinn sigraði gekk á 42,38 mín.
Sigursveitina skipuðu, Guðmund-
ur Helgason, Hörður Hinriksson,
og Sveinn Guðmundsson. Álfta-
mýraskóli varð í öðru sæti fékk
tímann 62,06. Sveitina skipuðu
Rannveig Helgadóttir Haraldur
Snjólfsson og Óskar Ármanns-
son. — þr.
Þessir ungu piltar í ÍR
urðu íslandsmeistarar í
fjórða aldursflokki í
körfubolta í ár. Árangur
þeirra er einstakur á
keppnistímabilinu. Þeir
töpuðu ekki leik og geta
ÍR-ingar verið stoltir af
þeim. Þjálfarar liðsins eru
þeir Einar ólafsson og
Mark Christensen.
Ljósm. Guðjón.
Tap en Ólafur varð
samt meistari
— ÞAÐ kom loks að því að ég
varð deildarmeistari, sagði ólaf-
ur Sigurvinsson í spjalli við Mbl.
á sunnudaginn, cn lið hans Sear-
ing hefur tryggt sér sigur i 3.
deildinni belgísku og flyzt upp í
2. deild.
Searing hefur haft ótrúlega
yfirburði í deildinni í vetur og
árangur þess hefur vakið mikla
athygli, en liðið hafði ekki tapað
53 leikjum í röð. En í 54. leiknum á
dögunum kom loks tap gegn ná-
grannaliðinu Tilleur á útivelli 2:3.
Svo undarlega vildi til, að eina
liðið sem gat ógnað sigri Searing
tapaði einnig þennan dag og það
nægði Searing til þess að hreppa
titilinn. Sem sagt, daginn sem
Searing tapaði fyrsta leiknum í
rúmt ár varð liðið meistari!
Punktamót Víkings í borðtennis
fór fram um síðustu helgi, Krist-
ján Jónsson sigraði, Þorfinnur
Jónsson varð í öðru sæti og
Sigurður Guðmundsson í þriðja.
Borðtennisdeild Víkings gengst
fyrir opnu punktamóti Víkings-
mótið 1980 og verður keppnin
haldin í Laugardalshöll aðalsal,
hefst keppnin kl. 1.30 (13.30).
Keppt verður í öllum flokkum
karla og kvenna. Leikinn verður
einfaldur útsláttur tvær til þrjár
lotur.
Þátttökutilkynningar þurfa að
berast til Gunnars Jónassonar
Krummahólum 4 (5A) s. 77318 eða
í verzlunina Austurborg Stórholti
16, s. 23380 í síðasta lagi kl. 12 á
hádegi, laugardaginn 19. apríl.
Þátttökugjald er kr. 1.500.- og
greiðist það í einu lagi frá hverju
félagi á mótsstað. Ath. enginn er
gjaldgengur í mót þetta nema
hafa greitt punktagjald til BTÍ
fyrir þetta keppnisár og mun þess
gætt af mótanefnd og stjórn BTÍ.
Dregið verður um töfluröð kl.
14.00 í herbergi BTÍ í íþfotta-
miðstöðinni í Laugardal laugar-
daginn 19. apríl.
Knattspyrnudeild Breiðabliks
gengst fyrir afmælismóti fyrir 6.
—5.—4.—3. og 2. flokk pilta þessa
dagana, leikið er heima og
heiman. Eftirtalin lið leika í
keppninni: Breiðablik, ÍK, FH,
Haukar, Stjarnan, Breiðablik og
ÍK.
Tvær síðustu greinarnar í
drengjamóti íslands innanhúss
fara fram í KR-heimilinu á sunnu-
dag og hefst keppnin kl. 14.30.
Keppt verður í stangarstökki og
kúluvarpi.
Kristinn kominn
á skotskóna
UNGLINGALANDSLIÐIÐ, leik-
menn 16—18 ára, fór til Akra-
ness á laugardaginn og lék þar
æfingaleik við meistaraflokk IA.
Heimamenn unnu 3:0, eftir að
staðan hafði verið 0:0 í hálfleik.
Kristinn Björnsson iék sinn
fyrsta leik með Skagamönnum
eftir að hann gekk til liðs við þá
að nýju og hélt hann upp á
daginn með því að skora tvö
mörk en þriðja mark ÍA skoraði
Sigþór ómarsson.
• Þessi tvö gamalkunnu andlit
voru á verðlaunapallinum á
íslandsmótinu i badminton.
Þetta eru þau Lovísa Sigurðar-
dóttir og Haraldur Kornelíusson
með verðlaun sín fyrir tvenndar-
leik. Ljósm. Guðjón.
• Aðalstjórn Vals notaði lika tækifærið á árshátíðinni og færði
meistaraflokksleikmönnum Vals viðurkenningu, fyrir frábæra
frammistöðu i Evrópukeppninni og afhenti öllum leikmönnum,
þjálfara og formanni deildarinnar silfurskildi hina veglegustu sem á
var letrað: önnur verðlaun i Evrópumeistarakeppninni í handknattl-
eik árið 1980. Merki Grosswaldstadt og merki Vals, og nafn
viðkomandi leikmanns. Á myndinni er formaður Vals Bergur
Guðnason að afhenda verðlaunin, en til hægri má sjá Hilmar
Björnsson þjálfara sem nú lætur af störfum hjá félaginu, Gunnstein
Skúlason liðstjóra og Bjarna Guðmundsson með silfurskjöldinn.
Liósm. Guðjón
• Mikil gróska hefur verið i júdó-íþróttinni i vetur, og framundan eru
mörg stór verkefni hjá júdó-mönnum þótt ólympiuleikarnir séu
stærsta verkefnið en þangað fara væntanlega einir þrir júdó-menn. Á
myndinni er hinn ötuíi formaður sambandsins Eysteinn Þorvaldsson i
hrókasamræðum við hinn þekkta júdó-kappa Halldór Guðbjörnsson
sem búinn er að vera i eldlinunni i mörg ár.
• Handknattleiksdeild Vals hefur borist mjög svo höfðingieg gjöf i
tilefni góðrar frammistöðu i Evrópumeistarakeppninni i handknatt-
leik. Fischer umboðið á íslandi færði deildinni myndsegulbandstæki
og upptökuvél, en verðmæti þess mun nema um fjórum milljónum
króna. Er það einstakt að íþróttadeild fái svo höfðinglega gjöf. Á
myndinni hér að ofan er Sævar Jónsson fulltrúi Fischer að afhenda
Þórði Sigurðssyni formanni handknattleiksdeildar Vals gjafabréfið.
En afhendingin fór fram á árshátið Vals um síðustu helgi.
Ljósm. Guðjón.
Handknattleikur ■ — Laugardalshöll
ÍR ÍR — Þl í kvöld kl. 18.50 tÓTTUR Aukaleikur um sæti í 1. deild ÞRÓTTUR