Morgunblaðið - 15.04.1980, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980
31
Frá aðalfundi Krabbameinsfélags Reykjavikur:
Brýnt að byggja upp framtíðar-
skipulag krabbameinsmeðf erðar
AÐALFUNDUR Krabbameins-
íélags íslands var haldinn fyrir
nokkru og kom þar m.a. fram að
starfsmenn félagsins heimsóttu
sl. skólaár um 15 þúsund nem-
endur í 94 skólum og horfur eru
á að sá þáttur fræðslustarfsins
nái á yfirstandandi skólaári til
allra deilda í 5.-9. bekk
grunnskóla á höfuðborgarsvæð-
inu og utan þess hefur verið
farið í yfir 40 skóla í vetur.
Formaður félagsins, Tómas Á.
Jónasson og Þorvarður Örnólfs-
son framkvæmdastjóri þess
fluttu skýrslur um starfsemi fé-
lagsins og kom þar fram að
félagið hefur unnið að ýmsum
áhugamálum krabbameinssam-
takanna og aukið fræðslustarfið
að mun. Blaðið Takmark er gefið
út fjórum sinnum á skólaári og
því dreift til fjögurra aldurs-
flokka grunnskólanema um land-
ið allt og er upplagið nú 30
þúsund eintök.
Fræðslurit og
kvikmyndir
Þá eru gefin út verkefni fyrir
hópvinnu, lausblaðasafn með
heimildum um áhrif og afleið-
ingar reykinga og litabókarblöð-
um um það efni er dreift til
nemenda í 8 ára bekkjum. Gefinn
var út nýr bæklingur í flokki
fræðslurita um krabbamein og
krabbameinsvarnir, fleiri eru í
undirbúningi og safn litskyggna
með skýringum til nota við al-
menningsfræðslu um krabba-
mein. Einnig eignaðist félagið
nokkrar nýjar fræðslu-
kvikmyndir.
Fjórðungur af kostnaði
fræðslustarfsins árið 1979 var
greiddur með framlögum frá ríki
og borg. Krabbameinsfélagið sér
um rekstur Happdrættis krabba-
meinsfélagsins og jukust umsvif
þess mjög á árinu. Lagði félagið
rúmar 42 milljónir króna af
ágóða happdrættisins og öðrum
tekjum til starfsemi Krabba-
meinsfélags íslands, þar af 7,5
m.kr. sérstaklega til krabba-
meinsskráningarinnar. Þá veitti
félagið 2.5 m.kr. framlag til
tveggja starfshópa er vinna að
velferðarmálum krabbameins-
sjúklinga og veitti aðra minni
styrki.
Stjórn Krabbameinsfélags
Reykjavíkur er nú þannig skipuð:
Formaður Tómas Árni Jónasson
læknir og meðstjórnendur Alda
Halldórsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur, Baldvin Tryggvason spari-
sjóðsstjóri, Jón Oddgeir Jónsson
fyrrum framkvstj., Páll Gíslason
yfirlæknir og Þórarinn Sveinsson
læknir. Kemur Þórarinn í stað
Guðmundar S. Jónssonar læknis,
sem verið hafði í stjórn sl. 10 ár,
en baðst nú undan endurkjöri.
Á aðalfundinum voru sam-
þykktar' ályktanir um krabba-
meinslækningar, sneiðmynda-
tæki og reykingavarnir og segir
m.a. í þeim:
Tdóst er að aðstaða til meðferð-
ar er ófullnægjandi, bæði hvað
snertir húsnæði og tækjabúnað,
til þess að unnt sé að veita
krabbameinssjúklingum meðferð
í samræmi við nútímakröfur.
Benda má á að framfarir í
meðferð hafa haft í för með sér
bættar horfur sjúklinga með
ýmsar tegundir illkynja sjúk-
dóma. Segir síðan að þrátt fyrir
umræður hafi úrbætur enn ekki
orðið og telur fundurinn brýnt að
bvetrt verði udd sem hraðast
Reykingavarnaráð æskufólks hefur verið stofnað og er því ætlað að
vera Krabbameinsfélaginu til ráðuneytis um aðferðir í reykinga-
vörnum. Myndin er af aðalfulltrúum og varafulltrúum ráðsins.
framtíðarskipulag krabba-
meinsmeðferðar í landinu.
Keypt verði sneið-
myndatæki
Aðalfundur vill leggja áherzlu
á nauðsyn þess að hér á landi sé
hægt á hverjum tíma að beita
fullkomnustu tækni á sviði lækn-
isfræði til að greina og lækna
krabbamein. Því skorar fundur-
inn á stjórnvöld að hraða kaupum
á tölvustýrðu röntgen-sneið-
myndatæki til landsins, en þessi
tæki hafa reynst mjög afdrifarík
til þess að flýta fyrir grgýjingu
æxla og gera geislalækningar
krabbameins nákvæmari og ár-
angursríkari.
Þá er í ályktun vakin athygli á
því að WHO helgar á þessu ári
alþjóða heilbrigðisdaginn barátt-
unni gegn reykingum. „Er það
ljós vottur um hve stofnunin
telur þessa baráttu mikilvæga
enda hefur hún ítrekað hvatt
ríkisstjórnir aðildarríkja til að
beita sér fyrir markvissum að-
gerðum í því skyni að draga úr
reykingum. Fundurinn bendir
sérstaklega á að sérfræðingar
stofnunarinnar telja afar nauð-
synlegt að löggjafar, stjórnvöld,
félagasamtök og áhrifamiklir
hópar, svo sem heilbrigðisstéttir
og kennarar, taki höndum saman
um reykingavarnir. Leggja þeir í
því sambandi einkum áherzlu á
öfluga fræðslu, upplýsingar og
aðvaranir á tóbaksumbúðum, al-
gjört bann við tóbaksauglýsing-
um, hömlur við reykingum á
opinberum stöðum og í almenn-
ingsfarartækjum, bann við að
selja börnum tóbak og skipulega
aðstoð við fólk sem vill hætta að
reykja.“
Frumvarp Þorvalds Garðars Kristjánssonar:
Fóstureyðingar ekki leyfð-
ar af félagslegum ástæðum
Bætt verði úr félagslegum ástæðum er
nú heimila fóstureyðingar
Þorvaldur Garðar Kristjánsson. einn þingmanna Sjálfsta'ðisflokks-
ins, flutti nýlega í efri deild tvö frumvörp til laga, er bæði varða
fóstureyðingar. Annars vegar er um að ræða frumvarp sem gerir ráð
fyrir þrengingu heimilda til fóstureyðinga. Hins vegar er frumvarp er
felur í sér að gerðar verði félagslegar ráðstafanir er bæti úr þeim
félagslegu ástæðum er nú geta lögum samkvæmt heimilað fóstureyð-
ingu.
Þrenns konar
ástæður
í upphafi ræðu sinnar um
þrengingu lagaheimildar til fóst-
ureyðingar vék Þorvaldur að þeim
ástæðum er nú heimila fóstureyð-
ingar. En þær eru nú heimilar af
þrenns konar ástæðum. í fyrsta
lagi af félagslegum ástæðum, í
öðru lagi af læknisfræðilegum
ástæðum og loks ef konu hefur
verið nauðgað eða hún orðið þung-
uð af öðrum refsiverðum verknaði.
Þingmaðurinn sagði, að með
frumvarpinu væri lagt til að
felldar yrðu niður félagslegar
ástæður er heimilað gætu fóstur-
eyðingar. Það væri skoðun sín að
félagslegar ástæður ættu ekki að
réttlæta fóstureyðingar. I fyrsta
lagi væru félagslegar ástæður
afskaplega rúmt og teygjanlegt
hugtak, og í öðru lagi ætti að bæta
úr erfiðum félagslegum aðstæðum
með öðrum hætti en þeim að
tortíma mannlegu lífi. Álvarlegt
heilsuleysi á heimilum eða ómegð
sagði Þorvaldur vissulega vera
bágar félagslegar aðstæður. En
slíkan félagslegan vanda ætti að
leysa með félagslegum ráðstöfun-
um, en ekki með því að veita
heimildir til fóstureyðinga.
Fjölgun
fóstureyðinga
Þingmaðurinn rakti síðan,
hvernig fóstureyðingum hefur
fjölgað frá því að lög um rýmkað-
ar heimildir voru sett árið 1975.
Skráðar fóstureyðingar hefðu ver-
ið á hverjar þúsund konur á
aldrinum 15 til 49 ára hérlendis
sem hér segir: Árið 1965 1,8, 1970
2,1,1975 5,9,1976 6,7,1977 8,4 og á
árinu 1978 9,3%.
Á tímabilinu 1962 til 1970 sagði
hann hafa verið skráðar 61 til 109
fóstureyðingar á ári. Árið 1975
hefðu þær hins vegar orðið 308,
árið 1976 voru þær 367, 456 árið
1977, og um 500 árið 1978. „Þetta
er reynsla okkar af því að heimila
fóstureyðingar af svokölluðum fé-
lagslegum ástæðum," sagði þing-
maðurinn. Þá vék hann að síðasta
ári, sem var barnaár Sameinuðu
þjóðanna. Sagði hann að varla
hefði getið háleitari hugsjón en
þá, að þjóðin hefði sett sér það
markmið að ekkert barn íslenskt
væri óvelkomið í þennan heim af
félagslegum ástæðum. Barnaárið
hefði hins vegar liðið án þess að til
slíks kæmi. En þó þagað hefði
verið þunnu hljóði hér á landi um
þessi mál hefði þó alls ekki verið
svo alls staðar. Til dæmis hefði á
þingi Evrópuráðsins hinn 3. októ-
ber síðastliðinn verið samþykkt
ítarleg ályktun um velfarnaðar-
mál barnsins. Þar hafi meðal
annars verið kveðið á um að
vernda skuli rétt sérhvers barns
til lífs frá því að getnaður á sér
stað. Sagði Þorvaldur að við
Islendingar værum aðilar að ráð-
inu, og okkur varðaði því hvað
væri að gerast á þeim vettvangi,
en fleiri dæmi mætti nefna um
harðnandi afstöðu erlendis gegn
fóstureyðingum, vegna hörmu-
legrar reynslu af rýmkuðum
heimildum. Lögin sem sett voru
hérlendis 1975 séu því fullkomin
öfugþróun.
Síðar í ræðu sinni sagði þing-
maðurinn:
Hætta á þjóó-
félagslegri
upplausn
„En fóstureyðingar eru ekki
einungis brot á rétti hins veika og
varnarlausa mannlega lífs í móð-
urkviði. Þær fela í sér hættuna á
þjóðfélagslegri upplausn. Ef þjóð-
félagið viðurkennir að fólk geti
notið hamingju, ánægju og unað-
ar, en það þurfi ekki að bera
afleiðingarnar, ef það vill það
ekki, þá er það sama þjóðfélag að
kippa stoðunum undan sjálfu sér
og stefnir til hruns. Þá duga ekki
jafnvel félagslegar ráðstafanir. Þá
getur til þess komið að jafnvel
eigin geðþótti og makræðisjón-
armið ráði því hvort mannlegu lífi
er tortímt eða ekki. Fjárhagur og
félagsleg aðstoð verður þá aldrei
einhlít vörn í þessum vanda, því
að það er ekki einungis um
félagsleg vandamál að ræða held-
ur siðræn vandamál. Til þarf að
koma lífs- og manngildismat á
siðferðilegum grunni. Oft liggur
leiðin til varanlegrar hamingju í
gegnum andstreymi, að ófríska
konan ali barn sitt og lifi með því
og fyrir það. Þau eru óteljandi
dæmin um börn sem hafa fengið
góða umönnun og gott veganesti
út í lífið þótt efni hafi verið af
skornum skammti. Jafnvel ríki-
dæmi er engin trygging fyrir því
að aðhlynning og uppeldi fari vel
úr hendi.
Það verður að byggja á því lífs-
og manngildismati sem er undir-
staða íslenskrar mennningar og
arfleifðar. Samkvæmt því mati er
rétturinn til lífsins undirstaða
allra annarra mannréttinda. Það
er aftan úr grárri forneskju að
ætla af félagslegum ástæðum að
breyta hér nokkru um.
Barnaútburður
löngu af lagður
Langt er nú liðið síðan aflagður
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
alþingismaður
var sá siður að heimila barnaút-
burð hér á landi. En barnaútburð-
urinn var heimilaður af félagsleg-
um ástæðum þeirra tíma, ómegð,
fæðuskorti og öðrum framfærslu-
vandamálum. Ef fóstureyðing
hefði á þeim tíma verið fram-
kvæmanleg með sama hætti og nú,
hefði sú aðferð vafalaust verið
notuð í stað barnaútburðar. Það
var nefnilega ekki sama hve lífið
hafði langt fram gengið, þegar því
var tortímt. Samkvæmt Grágás
var ekki heimilt að bera út barn
eftir að það hafði fengið næringu.
Þá hét það morð og varðaði við
lög. En verknaðurinn var heimill
og löglegur, ef barnið hafði ekki
fengið næringu. Okkur finnast slík
lög og reglur nú víðs fjarri. En
árið 1975 setjum við samt lög sem
heimila að mannlegu lífi sér
tortímt af félagslegum ástæðum
og um lögmæti þess fari eftir því
hvað þroska þess lífs sé langt
komið.
Hér var stigið spor um langan
veg aftur á bak, því að félagslegar
ástæður eiga aldrei að geta heim-
ilað tortímingu mannlegs lífs á
hvaða þroskastigi sem það er.
Kristilegar siðgæðishugmyndir
leiddu til afnáms hins forna siðar
um tortímingu mannlegs lífs af
félagslegum ástæðum. Síðan hefur
þjóðin á löngum ferli við harðæri
og áþján megnað að halda í heiðri
þau lífsviðhorf, sem liggja þessu
til grundvallar. Það væri kald-
hæðni örlaganna ef þjóðinni ætti
ekki að takast þetta á mestu
velmegunar- og velgengnistímum
sem hún hefur búið við og með frv.
þessu er þess freistað að svo megi
verða.“
Auknar greiðslur
til mæðra
Þá flutti Þorvaldur Garðar
sama dag annað frumvarp til laga,
sem fyrr sagði. Fjallar það um
breytingar á lögum um almanna-
tryggingar, þannig að unnt verði
að draga úr eða bæta úr þeim
félagslegu ástæðum sem nú heim-
ila fóstureyðingu.
Sagði þingmaðurinn, að hér
væri um að ræða verulega aukna
aðstoð við einstæðar mæður, og
heimildarákvæði um slíkt hið
sama til hjálpar konum sem eru í
hjúskap eða sambúð, en eru hjálp-
ar þurfi. Gerir frumvarp Þorvalds
ráð fyrir stórhækkuðum mæðra-
launum, og breyttu hlutfalli milli
launa til kvenna með eitt barn og
kvenna með tvö börn. Greiðslur
verði þá 300 þúsund krónur á
mánuði með einu barni í stað 85
þúsund króna eins og nú er, lagt er
til að greiðsla með tveimur börn-
um verði 750 þúsund krónur í Stað
465 þúsund króna, og greiðsla með
þremur börnum eða fleiri verði
1200 þúsund krónur á mánuði, í
stað 930 þúsund króna eins og nú
er.
Einnig er í frumvarpinu gert
ráð fyrir sérstakri greiðslu til
einstæðra mæðra í 90 daga eftir
barnsburð og einnig sérstök
ákvæði um aðstoð við konur í
sambúð eða í hjónabandi, sem við
erfiðleika eiga að etja vegna
mikillar ómegðar, heilsuleysis á
heimilum eða af öðrum ástæðum.
— AH