Morgunblaðið - 15.04.1980, Side 28

Morgunblaðið - 15.04.1980, Side 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980 SK VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF — Umsjón Sighvatur Blöndahl Hæstu laun veraldar eru greidd í Sviss í tölum mælt greiða Svisslendingar hæstu laun allra, verðlag er hæst í Saudi-Arabíu, en Bandaríkjamenn þurfa að vinna skemmstan tíma til þess að framfleyta sér samkvæmt niðurstöðum athugunar Union Bank, stærsta viðskiptabanka Sviss. Samkvæmt athuRuninni sem Deildarstjóri fyrirtækis í málm- fram fór í 45 ríkjum víða um iðnaði hefði um 46700 dollara í heiminn, þó engu kommúnistaríki, er ódýrast að lifa í bandarísku borgunum Chicago, San Fransisco og Los Angeles. Þar er fólk um 76—82 klukkutíma að vinna fyrir hugsaðri „þarfakörfu“ á sama tima og Svisslendingar eru 84—92 klukkutíma að vinna fyrir sama skammti. í borgum eins og Manila á Filippseyjum og Jakarta í Indó- nesíu eru menn um 500 klukku- stundir að vinna fyrir þessari „þarfakörfu". Samkvæmt niðurstöðunum eru skattar hins vegar nokkru hærri í þessum bandarísku borgum held- ur en í Sviss og er þar tekið dæmið af skattgreiðandanum í Zurich og hann settur með kennitöluna 100. Þá þurfa íbúar Chicago að borga 110, Los Angeles 106 og íbúar San Fransisco 103. Höfuðborg Saudi-Arabíu, Jedd- ah, er talin dýrasta borg heims samkvæmt niðurstöðum könnun- arinnar. Er hún til að mynda talin um 41% dýrari heldur en Zúrich í Sviss. Mjög mikill munur er á hótel kostnaði hinna ýmsu borga. Sé dæmið tekið af tveggja manna herbergi á fjögurra stjörnu hóteli, þjónustugjald innifalið, kostar það 167 dollara, eða 67600 krónur í Jeddah, 144 dollara í Tokyo, eða um 58300 krónur, 139 dollara í London, eða um 56300 krónur, 122 dollara í Dússeldorf, eða um 49400 120 dollara í Zúrich, eða um 48600 krónur, 113 dollara í París, eða um 45700 krónur, 106 dollara í New York, eða um 42900 krónur. Ódýr- ast. er að gista í Lissabon í Portúgal og Istanbúl í Tyrklandi, þar sem slík gisting kostar um 45 dollara, eða sem næst 18200 krón- ur. Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar hefur grunnskólakenn- ari í Genf í Sviss um 33900 dollara á ári, eða sem næst 13,7 milljónir íslenzkra króna. Starfsfélagi hans í New York hefði fyrir sömu vinnu um 16200 dollara, eða sem næst 6,6 milljónir íslenzkra króna og Starfsfélaginn í Dússeldorf fengi fyrir sömu vinnu um 20200 doll- ara, eða sem næst 8,2 milljónir íslénzkra króna. Grunnskólakenn- ari á Manila á Filippseyjum fengi fyrir þessa sömu vinnu um 1100 dollara eða sem næst 445 þúsund krónur íslénzkar. Strætisvagnastjóri í Genf fengi um 26600 dollara árlega, eða sem næst 10,7 milljónir íslenzkra króna á sama tíma og starfsfélagi hans í Dússeldorf fengi um 20000 dollara, eða sem næst 8,1 milljón íslenzkra króna. Starfsfélaginn í New York fengi um 16000 dollara, eða sem næst 6,5 milljónir ís- lenzkra króna, í London 11000 dollara, eða sem næst 4,5 milljónir íslenzkra króna, en blessaður strætisvagnastjórinn á Manila fengi um 1200 dollara, eða sem næst 486 þúsund íslenzkar krónur. árslaun í Zúrichæ eða sem næst 19 milljónir íslenzkra króna. Vinnu- félagi hans í New York hefði um 40000 dollara, eða sem næst 16,2 milljónir íslenzkra króna, félaginn í Dússeldorf um 37500 dollara, eða sem næst 15,2 milljónir króna og félaginn í London fengi um 18500 dollara, eða sem næst 7,5 milljónir íslenzkra króna. Maður í sömu stöðu á Jakarta í Indónesíu fengi um 5000 dollara, eða sem næst 2 milljónir íslenzkra króna. Þess skal að síðustu getið að þessi athugun fór fram miðað við verðlag i viðkomandi löndum í júní og júlí á sl. ári. IATA krefst sanngjarn- ara eldsneytisverðs FLUGFÉLÖG innan IATA, Al- þjóðasambands flugfélaga, þrýsta nú stöðugt meira á stjórn- völd hvert i sínu landi að þau geri alit sem í þeirra valdi stendur til að tryggja félögunum eldsneyti á sanngjörnu verði á yfirstandandi ári til að tryggja eðlilegan rekst- ur. Að sögn talsmanns IATA fara um 4% af heildarnotkun olíu í heiminum til flugfélaga innan sambandsins, en félögin telja sig þurfa að borga hærra verð en sanngjarnt, m.a. vegna þess að stjórnvöld heimili einungis of langar flugleiðir, þar sem aðrir möguleikar væru fyrir hendi. Talið er að heildareldsneytis kostnaður flugfélaga innan IATA muni nema á yfirstandandi ári ríflega 7,4 milljörðum Bandaríkja- dollara, eða sem næst 3070 millj- örðum íslenzkra króna, en á sama tímabili í fyrra var heildarkostn- aðurinn aðeins 3,32 milljarðar Bandaríkjadollara, eða sem næst 1380 milljarðar íslenzkra króna og hefur því ríflega tvöfaldast á einu ári. Samkvæmt áætlunum mun svo heildareldsneytiskostnaðurinn á næsta ári nema ríflega 9 millj- örðum Bandaríkjadollara, eða sem næst 3740 milljörðum íslenzkra króna. Góður árangur af Finnlandsferð húsgagnaframleiðenda: „Ættum að geta flutt út húsgögn fyrir 1—2 millj- arða króna innan 4 ára“ — segir Ingjaldur Hannibalsson deildarstjóri tæknideildar FÍI „Það er óhætt að segja að menn voru mjög ánægðir með ferðina,“ sagði Ingjaldur Ilannibalsson, deildarstjóri tæknideildar Félags íslenzkra iðnrekenda, um ferð þá er íslenzkir húsgagnaframleiðend- ur, fulltrúar Félags islenzkra iðnrekenda og Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins fóru í til Finnlands fyrir skömmu til þess að kynna sér tækninýjungar og annað viðkomandi húsgagnaframleiðslu þar í landi, sérstaklega með tilliti til útflutnings en þariend framleiðsla stendur mjög framarlega. „Ferðin opnaði augu margra fyrir því að Islendingar eiga möguleika á útflutningi húsgagna, hafi þeir á annað borð áhuga á honum. I ferðinni heimsóttum við bæði lítil fyrirtæki og stór, auk þess að kynnast starfsemi útflutnings- samtaka finnskra húsgagnafram- leiðenda. Við heimsóttum m.a. lítið fyrirtæki í Mið-Finnlandi, sém er með mjög mikil afköst. Þeir flytja út næstum 100% af framleiðslu sinni, þar af um 30% í gegnum Ikea, sem er stórfyrir- tæki, en 70%. seldu þeir beint sjálfir. Þá fórum við í annað lítið fyrirtæki, með um 35 starfs- mönnum, sem flytur út um 30% sinnar framleiðslu. Þá fórum við í stórfyrirtæki eins og Isko og Asko, sem eru hvort um sig með um 1300 starfs- menn. Þar kom það okkur nokkuð á óvart að þeir stóðu sig lítið eða ekkert betur en litlu fyrirtækin í sambandi við framleiðni. Skýring- in á því er kannski sú að starfs- andinn í litlu fyrirtækjunum er kannski betri og samband milli stjórnenda og starfsmanna betra. Auk þess sem búið var að leggja meiri vinnu í að starfsaðstaðan yrði sem bezt í litlu fyrirtækjun- um og þannig höfðu litlu fyrirtæk- in í raun og veru yfirunnið vandamál smæðarinnar," sagði Ingjaldur. Þá kom fram hjá Ingjaldi að menn hafi sannfærzt um það, að ef Islendingar framleiði vöruteg- undir, sem eru samkeppnsifærar miðað við það sem aðrir gera, þ.e. vörurnar eru markaðssettar á faglegan hátt og framleiddar fyrir nokkurn veginn sama kostnað, þá geti þeir flutt út framleiðslu sína. Ennfremur væri þannig hægt að auka samkeppnishæfni íslenzku fyrirtækjanna á innlendum mark- aði. — „Þar sem Finnar geta flutt út húsgögn í miklu magni ættum við líka að geta það með réttum starfsaðferðum og sem dæmi um lítið fyrirtæki sem flytur út fyrir miklar fjárhæðir get ég nefnt að við heimsóttum fyrirtæki þar sem 9 starfsmenn framleiddu húsgögn til útflutnings að verðmæti um 1200 milljónir íslenzkra króna, en þetta fyrirtæki er einmitt af þeirri stærðargráðu sem við gætum hugsað okkur. Ég er því sannfærð- ur um að íslenzkir húsgagna- framleiðendur ættu að geta flutt út húsgögn fyrir 1—2 milljarða króna innan 4—5 ára,“ sagði Ingjaldur ennfremur. Hvert verður svo framhaldið? — „Við höfum verið að skipu- leggja mjög umfangsmikið verk- >efni, sem væntanlega mun taka 1 ‘/2 ár, en þar verður aðaláherzlan lögð á framleiðniaukriingu, vöru- þróun og markaðssetningu. í sam- bandi við þetta verkefni munum við leita aðstoðar finnskra ráð- gjafa, auk þess sem íslenzkir hönnuðir munu eitthvað koma.þar inn í myndina. Þá verður þetta verkefni væntanlega notað til þess að þjálfa starfsmenn hjá Iðn- tæknistofnun, Útflutnings- miðstöðinni og tæknideildinni, eftir því sem tök verða á,“ sagði Ingjaldur að síðustu. Nefnd sú er hefur undirbúið þetta útflutningsátak í húsgagn- aiðnaðinum er skipuð þeim Vil- hjálmi Lúðvíkssyni, sem er for- maður, Ingjaldi Hannibalssyni, Úlfi Sigurmundssyni, Snorra Péturssyni og Þórleifi Jónssyni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.