Morgunblaðið - 15.04.1980, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980
37
Verulega breytt reikningsskil fyrirtækja
til umræðu hjá FLE:_____
Samandregnar nið-
urstöður og auðveld-
ara er að átta sig á
heildarafkomunni
Jón Halldór Hannesson:
Tilgangur og ef 1-
ing menningar
FÉLAG löggiltra endur-
skoðenda, FLE, hélt fyrir
skömmu námsstefnu um
reikningsskil fyrirtækja
og sagði Kristinn Sig-
tryggsson formaður fé-
lagsins í samtali við Mbl.
að verulega bætt reikn-
ingsskil hefðu verið til
umræðu.
Hafa miklar breytingar orðið á
reikningsskilum fyrirtækja á
undanförnum árum?
— Allt fram á síðasta áratug
(1969—1970) var form ársreikn-
inga fyrirtækja hér á landi í
nokkuð föstum skorðum og hafði
haldist þannig óbreytt í áratugi.
Eftir 1965 fór að vakna áhugi
manna á að skoða þessi mál í
nágrannalöndum okkar og kom þá
í ljós að hin íslensku reikningsskil
áttu sér ekki margar hliðstæður
annars staðar. Skömmu síðar fóru
svo að sjást hér reikningsskil með
nýju sniði og hefur notkun þeirra
breiðst út ár frá ári síðan og er nú
að verða nokkuð almenn.
\
í hvaða atriðum eru þessi
reikningsskil helst frábrugðin
hinum eldri?
— Þau eru að formi til mjög
ólík en segja má að aðalbreytingin
sé sú að megináhersla er nú lögð á
samandregnar niðurstöður til þess
að auðveldara sé að átta sig á
afkomunni, en sundurliðanir sem
áður voru t.d. í rekstrarreikningi,
eru gefnar sérstaklega.
Hugmyndin með þessu er fyrst
og fremst að draga fram aðalat-
riðin og gera reikningsskilin ein-
faldari fyrir hinn almenna not-
anda. Einnig má benda á að
skýringar, varðandi mat á eignum
og ýmsar aðrar forsendur reikn-
ingsskilanna, eru nú fastur hluti
þeirra.
Áhrif verðbólgu á afkomu at-
vinnurekstrar hafa verið mjög til
umræðu undanfarið. Voru þessi
mál rædd hjá ykkur?
— Það er ljóst, að áhrif al-
mennra verðlagsbreytinga á af-
komu fyrirtækja geta verið mikil.
í því sambandi má geta þess að
Bretar, Bandaríkjamenn o.fl. hafa
mikið rætt þessi mál að undan-
förnu og unnið að því að finna
leiðir til þess að leiðrétta þá
skekkju sem verðbólgan veldur í
reikningsskilum. Þó hefur verð-
bólgustigið í þessum löndum að-
eins verið brot af því sem við
búum við. Þær leiðir sem helst
hafa þótt koma til greina i þessu
efni eru svo nefnd gangverðs-
reikningsskil og staðverðsreikn-
ingsskil (vísitölureikningsskil) eða
jafnvel sambland af þessu tvennu.
Sá annmarki er þó á framkvæmd
þeirra að hún krefst töluvert
umfangsmikilla breytinga á bók-
haldi aðila.
Sá vandi blasti því við Reikn-
ingsskilánefnd FLE, þegar hún
undirbjó tillögur þær er lagðar
voru fram á námsstefnuni, að
útilokað væri að ætlast til þess að
okkar smáu fyrirtæki breyttu
bókhaldi sínu þannig að hægt yrði
að beita áður nefndum aðferðum.
Á hinn bóginn virtist illa stætt á
því að taka ekki á þessu vanda-
máli við okkar verðbólguaðstæður.
Niðurstaðan varð því sú að lagt
er til að notuð verði í reiknings-
skilum mjög einföld leiðréttingar-
aðferð sem byggir þó á megin-
hugsun staðverðsreikningsskila. í
aðalatriðum er hér um að ræða
aðferð sem er hliðstæð þeirri sen
notuð er í nýsamþykktum lögum
um tekjuskatt og eignarskatt.
Rétt er að vara við notkun
þessarar reikningsskilaaðferðar
án gagnrýni, t.d. þarf að hafa í
huga hættu á ofmati eigna og
fleiri slíka þætti, sem skekkju
geta valdið.
Hvernig geta aðilar utan ykk-
ar hóps, sem fást við gerð reikn-
ingsskila fyrir fyrirtæki, aflað
sér þekkingar á þessum nýju
aðferðum?
— Á skrifstofu FLE verður til
sölu fyrsti vísir að reiknings-
skilahandbók félagsins. Þar er að
finna sýnishorn af ársreikningi
ásamt ítarlegum skýringum varð-
andi einstaka liði hans.
Skrifstofan er opin á þriðjudög-
um frá kl. 3 til kl. 6. Vilji menn
hins vegar fræðast enn frekar um
þessi mál, er hægt að benda á
ýmis erlend fræðirit um reikn-
ingsskil, sem taka tillit til verð-
bólgu, svo og greinar eftir Árna
Vilhjálmsson, prófessor.
Að styrkja menninguna
innan frá
Ekki mun þá nauðsynlegt að
varðveita menninguna á söfnum
eins og nú tíðkast heldur mun
daglegt líf almennings verða lif-
andi tjáning landsmenningarinn-
ar. Þótt virðingarvert sé að halda
til haga minjum fornrar menning-
ar okkar Islendinga ættu þó þeir
sem nú vilja sjá blómgun íslenskr-
ar menningar ekki aðeins að nota
orku sína í að koma „menning-
unni“ á söfn og sýningar,heldur
ættu þeir að lífga upp grunnsvið
menningarinnar í sjálfum sér og
öðrum með iðkun innhverfrar
ihugunar og þá mun sjálft líf
fólksins verða lifandi tjáning
þjóðmenningar.
Hið sama gildir um þjóðhætti
ýmiss konar: þjóðdansa, hátíðir,
búninga o.s.frv. Slíkir þjóðhætt-
irhafa verið álitnir ystu einkenni
menningar, nokkurs konar skraut,
en í raun felast í þeim máttugar
aðferðir til að lífga upp lögmál
náttúrunnar á ákveðnu svæði og
stuðla að þróun. Virka mynd
þessara þjóðhátta og gildi þeirra
má einnig laða fram með því að
næra menninguna innan frá.
Tækniframfarir og ör samskipti
landa á milli hafa breytt yfir-
bragði flestra þjóða það mikið að
forn menningargildi eru vart sýni-
leg lengur.En grundvöllur menn-
ingarinnar glatast í raun aldrei
því hann er á því sviði þaðan sem
náttúrleg lög stjórna lífinu. Þetta
kyrra handanlæga svið er uppruni
og óumreytanleg vagga menning-
ar hverrar þjóðar.Með iðkun Inn-
hverfrar íhugunar fer vitund
hvers og eins að opnast fyrir þessu
sviði og þar með lífgast grundvöll-
ur hverrar menningar. Með þess-
um hætti eru varðveitt grunngildi
menningarinnar og hlúð að lífinu,
burt séð frá því hvaða yfirborðs-
breytingum menningin tekur.
Þau menningargildi sem staðist
hafa tímans tönn eru mótuð af
staðháttum og eru í samræmi við
lögmál landssvæðisins.Þau bein-
ast því öll, eins og lögmál náttúr-
unnar, að því að viðhalda þróun og
framförum. Eðli sínu samkvæmt
eru menningargildin því grund-
völlur þróunar, velmegunar og
lífsfyllingar. Þess vegna er sá
skilningur ekki réttur, að framfar-
ir og hefðbundin menningargildi
séu ósamrýmanleg.
Aukin menningarsérkenni
ásamt auknum framförum
Ýmsir sem skilið hafa gildi
menningarsérkenna hafa oft
hræðst þau áhrif sem örar tækni-
framfarir, ferðalög og vaxandi
samskipti þjóða á milli hafa haft á
forna menningu landa. Þeir vita
að menningargildin hafa mótast í
aldanna rás í samræmi við nátt-
úrleg lög svæðisins og liggja því í
raun til grundvallar þróunar við-
komandi svæðis. En ekki þýddi þó
að hafna ytri áhrifum því nú til
dags er ekkert til í einangrun og
slík einangrunartilraun leiddi ein-
faldlega til þess að lama framfarir
á svæðinu, því það nyti ekki
jákvæðra strauma sem til þess
kynnu að berast. Sagan hefur sýnt
að þegar framfarir stöðvast á
ákveðnu svæði er svæðið fyrr en
varir fótum troðið, því ekki er
hægt að standa gegn framförum:
Sjálft eðli lífsins er þróun og
framfarir.
Á þessari öld framfara og
tækniþekkingar verður því að
finna leið til að auka framfarir en
efla þó jafnframt menningarsér-
kenni landanna.
Þessu markmiði er aðeins hægt
að ná ef eftirtaldir eiginleikar eru
sterkir í lífi þjóðarinnar: Hreins-
un, aðlögunarhæfni, heildun, stöð-
ugleiki og vöxtur.
Ytri áhrif sem berst að menn-
ingarsvæði þarf að hreinsa, eða
vinsa úr þá þætti sem jákvæðir
eru og hæfa menningarsvæðinp.
Síðan þarf að aðlaga þá því sem
fyrir er og fella þá inn í heildina.
Þetta á við um öll áhrif: efna-
hagsleg, stjórnmálaleg, menning-
arleg og trúarleg. Stöðugleiki
verður að vera til staðar svo að
menningin kollvarpist ekki þrátt
fyrir hraðar breytingar. Menning
sem hefur þessa eiginleika styrka
SEINNI
HLUTI
tekur auðveldlega upp jákvæða
hluti, sem að berast, og notar þá
sér til vaxtar, — en óviðeigandi
hlutum sem samræmast ekki lög-
málum náttúrunnar á svæðinu er
hafnað. Þetta leiddi til þess að
menningarsvæðin styrktu hvert
annað, verkuðu sem vaxtarhvati á
öll önnur menningarsvæði. Þannig
gæti hvert svæði óhrætt opnað dyr
sínar fyrir ytri straumum. Menn-
ing hvers lands yxi þá í eigin
verðleikum en verkaði samtímis
sem hvati á önnur menningar-
svæði. Ef aðlögunarhæfni, hreins-
un og heildun eru hins vegar ekki
styrkir þættir í lífi fólksins munu
ytri áhrif sem að bærust veikja
menninguna,yfirskygga hana, því
slæm áhrif yrðu þá meðtekin jaft
og önnur.
En hvernig má efla ofantalda
fimm eiginleika í lífi fólksins?
Rannsóknir á áhrifum innhverfr-
ar ihuguna hafa leitt í ljós að þeir
eiginleikar sem stuðla að vexti og
viðgangi menningar (þ.e. heildun,
hreinsun, aðlögunarhæfni, stöðug-
leiki og vöxtur) koma fram í lífi
þeirra sem iðka innhverfa ihugun
reglulega. Reyndar hafa vísinda-
menn skoðað fyrstu 300 rannsókn-
irnar, sem gerðar voruá inn-
hverfri íhugun, með tilliti til
þessara eiginleika. í ljós hefur
komið að með iðkun innhverfrar
ihugunar styrkjast þessir fimm
eiginleikar á öllum sviðum
mannlífsins. Þeir koma fram í
líkamsstarfseminni, huganum, fé-
lagslegum samskiptum og í um-
hverfinu og því hljóta þeir einnig
að koma fram í lífi þjóðarinnar.
Við skulum taka aðlögunar-
hæfni sem dæmi. Þessi eiginieiki
kemur fram í mörgum lífeðlis-
fræðilegum rannsóknum. T.d.
eykst hæfileiki taugakerfisins til
að jafna sig fljótt eftir streitandi
áreiti og eftir langvarandi vökur.
Aðlögunarhæfni líkamans þróast
við þá daglegu hringrás að fá til
skiptis djúpa hvíld í 15—20 mínút-
ur kvölds og morgna (en þetta er
sá tími sem það tekur að iðka
innhverfa íhugun og starfa af
krafti það sem eftir er dagsins.
Aðlögunarhæfni kemur einnig
fram í sálfræðilegum rannsóknum
á innhverfri ihugun. T.d. í auk-
inni greind, auknum hæfileika til
að einbeita sér samhliða því að
viðhalda yfirgripsmikilli yfirsýn,
bættu minni, auknum sveigjan-
leika, minni notkun á alkóhóli og
tóbaki, minni eiturlyfjaneyslu og
auknum hæfileika til að eiga
einlæg samskipti. — Þannig
mætti einnig telja upp rannsóknir
á áhrifum innhverfrar ihugunar
sem sýna að stöðugleiki, heildun,
vöxtur og hreinsun styrkjast á
öllum sviðum mannlífsins við iðk-
unina.
Heimsfriður afleiðing
máttugrar menningar
Þegar ofantaldir eiginleika eru
sterkir í lífi fólksins þurfa menn-
ingarsvæðin ekki að hræðast
hvert annað. Þau eru þá í raun
máttug og örugg, því innri bygg-
ing þeirra er styrk, heilsteypt og
ósigranleg. Þetta er því raunhæf
leið til styrkja þjóðirnar. Þjóðir
sem sýna styrk sinn eingöngu i
hernaðar- og efnahagsmætti, en
ekki í menningarstyrk eru ekki
voldugar. Fátt er jafn hverfult og
efnahagslífið og nú á tímum
gjöreyðingarvopna getur engin
þjóð í raun varið sig með vopnum.
Af ofansögðu er ljóst, að sá
skilningur að varðveisla menning-
arsérkenna og samlyndi þjóða
væri ósamrýmanleg, er rangur.
Eina raunhæfa leiðin til að koma
á heimsfriði er þvert á móti sú að
styrkja og varðveita menningar-
sérkenni hvers lands. Heimsfriði
verður aldrei komið á með því að
gera menningarsvæðin hvert öðru
lík, skapa eina allsherjar heims-
menningu. Slíkt væri ónáttúru-
legt. Siðir, venjur og hefðir þurfa
að vera mismunandi milli land-
svæða, því mismunandi lögmál
náttúrunnar eru ríkjandi. Fjöl-
breytni er höfuðeinkenni sköpun-
arinnar og er það sem gerir
náttúruna fagra. Líkt og heil-
steypt og fögur mósaíkmynd er
gerð af mörgum mislitum steinum
og fallegt tónverk uppbyggt af
fjölmörgum mismunandi tónum,
þannig er og heimsmenningin
fegurst og eðlilegust þegar hún er
uppbyggð af fjölbreytilegum þátt-
um — og því styrkari sem hver
menning er að eigin verðleikum
því fegurri heildarmyndin.
Eining heimsins verður aldrei
að veruleika með því að gera allt
hvert öðru líkt. Slíkt leiddi áreið-
anlega ávallt til sundrungar fyrr
en varði. En óbundin tær vitund
(heimkynni náttúrulaganna) ligg-
ur að baki hverrar menningar og
eins og áður sagði er hún sameig-
inlegur grundvöllur allrar menn-
ingar.Með því að lífga upp þetta
svið óendanlegra samtengla í vit-
und hvers og eins með iðkun
innhverfrar íhugunar umvefst
margbreytileikinn, sem lífið tjáir
sig í, þeirri einingu sem undir býr.
Eining mun þá einkenna skynjun
og mat einstaklinganna, en það
semaðgreinir líf okkar t.d. mis-
munandi menningar-, stjórnar-
fars- og efnahagseinkenni og
mismunandi hugsunargangur,
hættir þá að yfirgnæfa, þó svo að
þessi aðgreining og sérkenni
haldist öll og jafnvel styrkist.
Orsök innri og ytri árekstra,
sem hrjáð hafa þjóðir heims frá
ómunatíð, er ekki að finna í þeim
mikla margbreytileika sem lífið
tjáir sig í, heldur í vanmætti
mannsins til að umvefja þennan
margbreytileika þeirri einingu,
þeim óendanlegu samtengslum,
sem liggja við upruna alls marg-
breytileika. Þegar eiginleikar
óendanlegra samtengsla verða
ráðandi í vitund heimsins mun
heimur margbreytileikans verða
skynjaður i Ijósi óendanlegra sam-
tengsla og þá verður ómögulegt
fyrir menningarsvæðin að deila og
þjóðirnar að berjast.
Framleiðsluaðstaða
nokkurra sælgætis-
framleiðenda verður
endurskipulögð
Námskeiði því er tæknideild Félags íslenzkra iðnrekenda
hefur staðið fyrir um hagræðingu í sælgætisiðnaði lauk fyrir
skömmu, en síðasti hluti þess var um vöruþróun og
markaðsstarfsemi.
Ingjaldur Hannibalsson deildarstjóri tæknideildarinnar sagði
í samtali við Mbl. að að hans mati hefði mjög vel til tekist með
þessu námskeiði sem var þrískipt og hefðu nokkur fyrirtæki
þegar óskað eftir aðstoð tæknideildarinnar við endurskipulagn-
ingu á framleiðsluaðstöðunni.
Hann sagði ennfremur að þeir hjá tæknideildinni ásamt
starfsmönnum Útflutningsmiðstöðvarinnar myndu vinna þetta
verk á næstu mánuðum.