Morgunblaðið - 15.04.1980, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 15.04.1980, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980 39 Minning: Grímur Gísla- son skipstjóri Fæddur 20. apríl 1898. Dáinn 31. mars 1980. Lyfti mér langt í hæð lukkunnar hjól, hátt yfir stund ok stað stjörnur og sól. HÍjómi samt harpa mín: Hærra, minn Guo, til þin, hærra til þin. (Matth. Jochumsson) Þann 5. apríl var til moldar borinn frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum afi minn og alnafni, Grímur Gíslason. Afi Grímur, eins og ég kallaði hann alltaf, var fæddur að Bugum í Stokkseyrar- hreppi 20. apríl' 1898. Foreldrar hans voru Gísli Gíslason og Sig- ríður Margrét Guðmundsdóttir. Afi Grímur var yngstur fjögurra systkina, en hin voru Sigurður, Halldóra og Gísli, auk þess átti hann einn hálfbróður, Ingvar. 13 ára að aldri missti afi móður sína og var eftir þann tíma með Halldóru systur sinni, sem kom, að hans sögn, honum í móður stað. Upp frá því ríkti ávallt djúp vinátta og kærleikur milli þeirra. Ungur sneri afi sér að sjómennsk- unni og sigldi þá m.a. bæði á skútum og togurum. Árið 1918 kom afi Grímur til Vestmanna- eyja og hóf þar sjómennsku. Árið 1921 giftist hann Guðbjörgu Magnúsdóttur frá Felli í Vest- mannaeyjum, og áttu þau saman fimm börn, Magnús, Anton, Önnu, Gísla og Guðna. Þau slitu samvist- um árið 1952 og flutti afi þá á heimili dóttur sinnar og bjó síðan óslitið hjá henni til dauðadags. Árið 1925 lét afi Grímur ásamt langafa á Felli, Jón á Hvanneyri og Sigurði á Hallormsstað byggja mótorbátinn Kristbjörgu og starf- aði hann sem skipstjóri á henni til ársins 1952, að þremur árum undanskildum. Þá fór hann í land og starfaði eftir það í Vinnslustöð Vestmannaeyja til ársins 1972 er hann hætti reglubundinni vinnu. Eftir það var hann flesta daga niður í Veiðarfæragerð hjá Guð- jóni tengdasyni sínum og dútlaði þar ýmislegt. Afi var einn af stofnendum Skipstjóra- og Stýrimannafélagsins Verðanda og sat þar í stjórn, einnig var hann einn af stofnendum Vinnslustöð- var Vestmannaeyja. Sjórinn og allt sem að honum sneri má segja að hafi verið hans líf og yndi. Alltaf fylgdist hann með öllu sem var að gerast við höfnina og ekki voru það margir bátsfarmarnir sem komu að landi, án þess að afi vissi um þá. Þá var afi Grímur mikill unnandi íþrótta og var knattspyrnan hans (uppáhald. Fylgdist hann með öllum úrslitum íslensku knattspyrnunnar og einn- ig var það yfirleitt óbrigðult að hringja til afa ef ég hafði misst af úrslitum enska fótboltans í sjón- varpinu, það hafði gamli maður- inn allt á hreinu og mundi helstu úrslitin. Afi Grímur var mjög fróðleiks- fús og minnugur með afbrigðum og það var lítið um það að hann gleymdi því er hann var fræddur um. Við afi Grímur höfum allt frá því er ég man eftir mér verið miklir mátar, og þær eru ófáar stundirnar sem við höfum setið og rætt saman um alla heima og geima. Þegar ég var yngri man ég eftir því þegar afi var að koma að heimsækja okkur, en það gerði hann þá flest kvöld vikunnar og ekki var það oft sem ekki var eitthvað í vasanum til að gleðja. Eftir að ég tók að eldast get ég varla sagt að liðið hafi sá dagur að við töluðumst ekki við og margir dagarnir voru það sem við rædd- umst við oft á dag bæði í síma og eins auglit.i til auglitis. Vorum við þá oftast að ræða um þjóðmálin og eða íþróttirnar. Ekki vorum við alltaf á sama máli og oft þrösuð- um við lengi, en aldrei man ég þó eftir að við skildum ósáttir. Síðastliðna tvo vetur hef ég dvalið við nám í Reykjavík, en þó að fjarlægðin milli Vestmanna- eyja og Reykjavíkur sé talsverð þá fjarlægðumst við nafnarnir aldrei hvorn annan og það liðu yfirleitt ekki margir dagarnir án þess að við hefðum samband og ræddumst við. Miklum fróðleik hefur afi Grímur miðlað til mín og kom það þá best í ljós hve víðlesinn og vel fræddur hann var þegar við fórum saman í sumarfrí og keyrt var um landið. Fyrstu ferðina fór ég með honum aðeins 7 ára, en síðan áttum við eftir að fara fleiri ferðir saman og allar eru þær mér jafn ljósar fyrir sjónum og þær hefðu verið farnar í gær. Hringinn í kringum landið þurfti vart að taka upp landakort eða vegahandbækur því hjá afa Grím var þetta allt á hreinu, bæjarnöfn eða staðarheiti allt lá þetta honum ljóst fyrir sjónum. Þegar ég hugsa til þess- ara ferða kemur afi Grímur mér fyrir sjónir sitjandi í aftursætinu í bílnum með harðfiskflak í hönd- inni geislandi af ánægju og miðl- andi fróðleik til okkar um þá staði er við fórum um. Af þessum fátæklegu línum má vel sjá að afi Grímur hafði mikla mannlega kosti til að bera og fyrir mér var hann einn af perlum þessa heims. Fátt gladdi hann eins mikið og það að maður liti til hans eða tæki hann í bíltúr og oft heyrði maður það þá á frásögn hans að hann hafði lifað tímanna tvenna og ekki hafði lífsbrautin alltaf verið greið héldur oft á tíðum grýtt og vandfarin. Mikið gladdi það afa Grím þegar ég kom að heimsækja hann ásamt Kristínu litlu dóttur minni, að sjá hana hlaupa um, leika sér og dafna, það gladdi gamla mann- inn. Afi Grímur var ekki maður af þeirri gerð er vildi láta á sér bera, og því veit ég ekki nema að honum hefði fundist það óþarfi að það væri verið að skrifa eftirmæli um hann. En ég á honum það mikið að þakka að þessar línur verða ósköp fátæklegar í samanburði við allt það er hann gerði fyrir mig og mína. Við Bryndís og Kristín Inga viljum þakka elsku afa Grími allt sem hann hefur gert fyrir okkur og þökkum góðum Guði fyrir það að hafa fengið að reyna mannkosti hans. Nú hefur hann verið fluttur yfir móðuna miklu og gistir nú himna- sali, en hjá okkur mun minningin um góðan afa eilíft lifa. Þessar kveðjulínur ætla ég að enda með lokaversinu úr sálminum „Þú Guð sem stýrir stjarna her“, en þann sálm söng afi Grímur víst oft þegar hann á stíminu stóð við stýrið á Kristbjörginni, en í þess- um sálmi finnst mér hugarfari og ævimarkmiðum afa Gríms best lýst. Stýr minu fari heilu heim í höfn á friðarlandi, þar mÍK í þinni gæslu Keym Ó, Guð minn allsvaldandi. (Vald. Briem) Grímur Gislason Heilsan sveik Tal ÞREMUR af fjórum ein- vígjum í fyrstu umferð áskorendakeppninnar er nú lokið. Viktor Korchnoi sigraði Tigran Petrosjan með fimm og hálfum vinn- ingi gegn þremur og hálf- um og Robert Hiibner hlaut fimm og hálfan vinn- ing gegn f jórum og hálfum vinning Adorjans. Þessi úrslit voru í samræmi við spár flestra fyrir fram, en langmesta undrun hefur yfirburðasigur Lev Polugajevskys yfir Mikh- ail Tal vakið, en þeir tefldu í Asíuhluta Sov- étríkjanna í borg sem heit- ir Alma-Ata. Polugajevsky vann fyrstu tvær skákirn- ar, síðan hélt hann sér fast og næstu fjórum skákum lauk með jafntefli. Sjö- unda skákin var einnig lengi vel í jafnvægi, en þar kom að Tal missti þolin- mæðina og tapaði um síðir. Þar með voru úrslitin end- anlega ráðin og Poluga- jevsky innsiglaði síðan sig- urinn með stuttu jafntefli í síðustu skákinni. Lokatöl- urnar urðu þannig fimm og hálfur vinningur gegn tveimur og hálfum honum í vil. I upphafi einvígsins duldist engum að Tal gekk ekki heill til skógar, enda fór sem fór í fyrstu skákunum. Tal hefur reyndar verið fádæma óheppinn á skák- ferli sínum hvað varðaði veik- indi og það má reyndar segja að heilsan hafi jafnan brugðist honum þegar að mest á reyndi. Flestir höfðu spáð honum sigri fyrir einvígið, því að árangur hans á síðasta ári var með fádæmum góður. Hann varð efstur í Montreal ásamt Karpov og vann síðan millisvæðamótið í Riga með miklum yfirburðum. Þar lagði hann meðal annarra Polugajevsky að velli í bráð- skemmtilegri skák. Þeir Tal og Polugajevsky eru reyndar báðir íslenskum skák- áhugamönnum mjög vel kunnir, því að meðal þeirra skákbóka sem þýddar á íslensku eru „Hvernig ég varð heimsmeist- ari“ eftir Tal og „Afbrigðið mitt og hvernig tefla á biðskák" eftir Polugajevsky sem kom út nú um jólin hjá Skákútgáfunni. Það er athyglisvert að and- stæðingar í undanúrslitum áskorendakeppninnar verða þeir Korchnoi og Polugajevsky, en þeir áttust einmitt einnig við í undanúrslitum síðustu keppni árið 1977. Þá sigraði Korchnoi með miklum yfirburðum og hlýt- ur því að teljast mun sigur- stranglegri nú. Það má þó alls ekki algjörlega afskrifa Poluga- jevsky. Þrátt fyrir það að Tal hafi verið lasinn, þýðir það alls ekki að Polu hafi ekki verið vel að sigrinum kominn. Skákstíll hans er ákaflega rökréttur, en honum hættir stundum til að treysta um of á afburða byrjana- þekkingu sína. Við skulum nú líta á níundu skákina úr einvígi þeirra Tals og Polugajevskys, sem tefld var á föstudaginn var. í leiðinn skul- um við svo rifja upp nokkurn fróðleik um athyglisvert afbrigði í Kóngsindverskri vörn, sem þeir höfðu til meðhöndlunar: Hvítt: Lev Polugajevsky Svart: Mikhail Tal Kóngsindversk vörn 1. Rf3 - Rf6, 2. c4 - g6,3. Rc3 - Bg7, 4. e4 - d6, 5. d4 - 0-0, 6. Be2 - e5, 7. 0-0 - Rc6, 8. d5. (Orthodox afbrigðið svonefnda, sem þrátt fyrir ágjöf frá hendi Fischers og annarra hefur staðist tímans tönn) — Re7 9. Rel. (Að undanförnu hefur þessi leikur verið langvin- sælastur, en af öðrum leikjum í stöðunni má nefna 9. Rd2, 9. Bd2 og Bayonet árásina, 9. b4I?) — Rd7, 10. Rd3 - Í5, 11. Bd2 - Rf6 (í bókinni „60 minnisstæð- ustu skákir mínar" stingur Fischer hér upp á 11... c5, ein af fáum kenningum meistarans, sem aldrei hefur hlotið hljóm- grunn). 12. f3 — f4,13. c5 — g5, Polugajevsky Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON / Tal 14. Hcl — Rg6, 15. cxd6 — cxd6,16. Rb5 - Hf7,17. Dc2 - Re8 (Hér var mjög oft leikið 17 ... g4, þar til menn höfðu fullvissað sig um að hvítur stæði betur eftir 18. Rc7 — gxf3, 19. gxf3 - Bh3, 20. Re6!) 18. a4 - h5,19. Rf2 - Bf8 20. h3 (Miles náði hér betri stöðu, að eigin áliti, gegn Vukic í Bugojno 1978, með því að leika hér 20. Rxa7!? - Hc7, 21. Ba5 - Hxc2, 22. Bxd8 — Hxe2, 23. Rxc8 — Hxa4, 24. Rd3. Staðan eftir uppskiptin er þó umdeild, auk þess sem svartur getur komist hjá þeim með því að leika 20 ... Bd7!?) Hg7 21. a5 (Með þessum leik breytir Poluga- jevsky út af skák þeirra Averkins og Kasparovs, flokka- keppni Sovétríkjanna í fyrra. Averkin lék 21. Rxa7 og taflið varð tvísýnt eftir 21 ... Hc7, 22. Ba5 - Hxc2, 23. Bxd8 - Hxe2, 24. Rxc8 — Hxa4, 25. Rd3 — g4. Polugajevsky hefur hins vegar sýnilega engan áhuga á peðinu, en kýs fremur rólega stöðuupp- byggingu) Bd7 22. Db3 — Rh4, 23. Bel (Hvítur teflir ákaflega varlega, e.t.v. ekki síst með tilliti til stöðunnar í einvíginu og hugsar fyrst og fremst um að halda aftur af svarti á kóngs- vængnum. Eftir 23. Hc2 — a6, 24. Ra3 - Hb8, 25. Hfcl - Rf6, væri komin upp sama staða og í skák júgóslavnesku stórmeistar- anna Ivkovs og Marjanovics í Bled, Portoroz í fyrra, en þá vofir 26 ... g4 yfir. Með 23. Bel í stað þess að tvöfalda hrókana vinnur hvítur mikilvægan tíma, sjá aths. við næsta leik svarts) Be7 (Ef nú 23 ... a6, 24. Ra3 - Hb8, 25. Rc4 — Rf6, þá hefur hvítur nægan tíma til þess að leika hinum ágæta leik 26. Db6!) 24. Hc3 — Bf8, 25. Hc2 - Kh7, 26. Hc3 - Kh8. 27. Ddl (Hvíti hefir tekist að stöðva svörtu sóknina á kóngsvæng, en hefur einmitt af þeim ástæðum ekki nægilega mikíð bolmagn á drottningarvæng til þess að geta brotist þar í gegn, enda erfitt að tefla bæði sókn og vörn í einu. Hér hefði e.t.v. verið eðlilegast að jafntefli hefði verið samið, en nú tekur Tal örlagaríka ákvörð- un) a6?! — Ra3 (Status quo er ekki lengur fyrir hendi og þess- um riddara hefur nú opnast leið niður á b6. Þetta var þó allt liður í hugmynd Tals: Dxa5?, 29. Hc8 — Dxel. 30. Hxa8 (Eftir 30. Hxel? Hxc8 hefði svartur viðun- andi lið og stöðu fyrir drottning- una. Nú eru honum aftur á móti allar bjargir bannaðar, vegna öflugrar stöðu hróksins á a8) Db4 31. Rc4 - Dc5, 32. Dd2 - b5, 33. b4 - Dc7, 34. Ra5 - Db6, 35. Rc6 - Hg8, 36. Hal - Bxc6,37. dxc6 - Dxc6,38. Hlxa6 - Dd7,39. H6a7 - Dc6. 40. Dd5 - Dcl+,41. Bfl. Hér fór skákin í bið, en Tal gafst upp, eftir að hafa fullvissað sig um vonleysi aðstöðu sinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.