Morgunblaðið - 15.04.1980, Side 37

Morgunblaðið - 15.04.1980, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980 45 * \ i. { t UuU] \i; I * fí [ i! ! wÚ£m?hu$ VÉLVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI inlega átak mundi smám saman bera góðan árangur. Dragið nú ekki framkvæmdina lengi þið sem kallað er til. Mælirinn er fullur. • Bryndís og Sigrún eru perlur „Einn vill þetta og annar hitt.“ Þessi orð komu mér í hug er ég las greinina „Barnatími fyrir börn“ í Velvakanda 9. apríl. Ég verð að segja það að mér finnst barnatímarnir hennar Bryndísar með því besta sem hefur verið gert fyrir börnin á undanförnum árum. Og ég veit, að börnin mín fjögur, frá 6—12 ára aldri horfa öll á þættina hennar í hvert sinn og þar finna allir eitthvað við sitt hæfi. Þessir barnatímar eru bæði fjölbreyttir og skemmtilegir og Bryndís sjálf með sinni einlægu og alúðlegu framkomu gæðir þá lífi sem alltof fáum sjónvarps- mönnum tekst. Mér finnst Bryndís og Sigrún Stefánsdóttir vera í sérflokki hjá sjónvarpinu. Það er nánast sama hvaða efni þær hafa með að gera, það leikur í höndum þeirra og það er vegna þess að þær hafa báðar þann sjaldgæfa eiginleika að gefa okkur áhorfendum eitthvað af sjálfum sér. Ég vil beina þeirri áskorun til útvarpsráðs að það nýti þessa tvo starfskrafta meira en nú er gert — þær eru perlur. Virðingarfyllst, með þökk fyrir birtinguna ísafirði, 9. apríl, Ásthildur Þórðardóttir • Framtíðarleiðin Vegna sundrungarástands þjóða og styrjalda, sem víða eru háðar, beinast sambönd mannk- yns mjög til illra staða á öðrum hnöttum, þar sem enn verr stefnir en hér á jörðu. Vítisáhrif berast þaðan til einstaklinga og þjóða og valda hverskonar hörmungum og vér íslendingar höfum ekki komist undan þessum áhrifum. Illkynja sundrung meðal forystumanna þjóðarinnar og óáran og slysfarir meiri en oftast áður, hafa farið saman. Vér verðum að átta oss á hvert stefnir, átta oss á hinni hættulegu leið, sem farin er og reyna að finna aðra færari. Ef vel er að gáð, skín ljós yfir Islandi, ljós, sem lýsir yfir þann veg sem vér ættum að ganga, sambandsljós frá fuilkomnari máttarvöldum annars staðar í heimi stjarna og vetrarbrauta. Oss hættir svo við að líta niður, grúfa oss yfir það sem næst er, og sjáum því ekki til neinna átta. Vér ættum að líta upp til ljóssins og birtunnar, sem að ofan streymir, og reyna að átta oss á vegferð vorri. Beitum góðvild og tillits- semi til allra, meir en enn er gert. Greiðum þannig fyrir þeim orku- straumum sem til vor er beint frá lengra komnum lífstöðvum ann- arsstaðar í geimi, svo vér getum gengið þann veg, sem einn er fær til bjartari framtíðar. Ingvar Agnarsson •Á ekkert skylt við íslenzka menningu T.S. hringdi: „I tilefni af grein Jóns H. Hannessonar, „Tilgangur og efling menningar", sem birtist í Mbl. sl. föstudag vil ég taka fram eftirfar- andi: Greinarhöfundur vill greinilega flytja inn rándýra indverska tækni og siði til að m.a. viðhalda og endurreisa íslenzka menningu. Þarna finnst mér skjóta skökku við. Við, ungir íslendingar, eigum góðan menningararf, sem byggist á ókeypis kristinni trú, sem mótað hefur og aðlagað þjóðina í gegnum aldir. Það er mikið þessari trú að þakka að þjóðin þraukaði á þessu úthafsskeri í gegnum mesta hörm- ungartímabil sitt. Vil ég hvetja unga íslendinga til að muna eftir þessari arfleifð okkar og gleypa ekki við aðkeyptri tækni, sem á ekkert skylt við íslenzka menningu. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á Skákþingi íslands nú um páskana kom þessi staða upp í meistaraflokki í skák þeirra,Jóns Þorvaldssonar og Árna Á. Árna- sonar, sem hafði svart og átti leik. 23 ... Re3!, 24. fxe3 - Dxe3+, 25. Kg2 — Hd2+ og hvítur gafst upp, enda stutt í mátið. HÖGNI HREKKVÍSI N^BÚINM AÐVÁ 'A+WÓ-A 'A ED6VKT?" Guðjón Teitsson: Varðveizla vega- mannvirkja Þáttur frá Noregi Samkvæmt upplýsingum í Norges Handels & Sjöfartstidende 7. jan. sl. voru vörubílaeigendur í Noregi í 4374 skipti sektaðir um samtals nærri 5,6 millj. n.kr., samsvarandi nærri 460 millj. ísl. kr., fyrir óleyfilega þungahleðslu á árinu 1979. Var meðalsekt n.kr. 1280 (105 þús. ísl. kr.), en þær reglur gilda í Noregi, að umrædd- ar sektir hækka um 50% við hvert endurtekið brot sama aðila á einu og sama ári. Voru dæmi um 6 brot sama aðila á árinu 1979, og þannig við síðasta brot 250% álag á taxta sektar fyrir fyrsta brot. Einum vörubíleiganda var gert að greiða n.kr. 28,650 (ísl. kr. 2.353,053) sekt fyrir að aka með allt of þungu hlassi yfir ákveðna brú í Ósló, þa sem gilti 6-tonna þungatakmark. Bíleigandinn áfrýjaði sektardómnum, en var synjað um lækkun. Upplýst er, að nefndir sektar- taxtar hafi staðið óbreyttir frá 1972, og hafi verið gert ráð fyrir að hækka þá 1979, en horfið frá því vegna almennrar verðstöðvun- ar. Hins vegar er um það rætt opinberlega, að yfirtroðslur á um- ræddu sviði kosti nú tiltölulega miklu minna en þegar sekta- ákvæðin voru sett, og séu hæpin hyggindi í slíku. Skerpa þarf eftir- lit hérlendis Nefnd grein varð til þess að mér datt í hug að bera saman meðferð tilsvarandi máls hér á landi, en komst að raun um, að engin samantekt hefir fram til þessa vWið gerð á því í hve mörg skipti kært hefir verið árlega fyrir of mikinn þunga ökutækja né um sekta-ákvarðanir og innheimtu. Virðist mér því augljóst, að of mikil lausatök ríki í þessu efni hér á landi. Heimild til 10 tonna öxulþunga á þjóðvegum, sem algeng er hér á landi, utan aurbleytutíma, virðist í hærra lagi, t.d. þorið saman við reglur, sem gilt hafa í Noregi til skamms tíma, en sektaákvæði fyrir umframþunga hafa samt verið vægari hér eða aðeins í kringum 50 þús. kr. fyrir 20—30% þunga umfram hið leyfilega, og tiltölulega lágt þak fyrir meiri yfirtroðslur, háðar dómsúrskurði. Mér er tjáð, að nú liggi fyrir alþingi tillaga um verulega hækk- un nefndra ákvæða um sektir, en hvort sem þau öðlast samþykki eða ekki, þá virðist nauðsynlegt að skerpa eftirlit á þessum vettvangi, því að vegamannvirki eru svo dýr þjóðfélaginu, að mjög brýnt er að vernda þau sem bezt, ekki sízt gegn skemmdum og eyðileggingu af ólöglegum þunga ökutækja, en það er staðreynd, að hin þyngstu skemma vegamannvirki í marg- feldni samanborið við sama þunga samanlagt í mörgum léttum öku- tækjum. Aðgát skal höfð Á síðast liðnu hausti minntist stjórnmálamaður á það í útvarps- viðtali með nokkrum léttúðarbrag, að búið væri að brjóta svo niður vegakerfið uppi í Borgarfjarð- arhéraði, og hlaut þá fyrst og fremst að eiga við brýrnar á Hvítá hjá Hvítárvöllum/ Ferjukoti og við Kljáfoss, að menn myndu á Guðjón F. Teitsson. næstunni vart komast akandi vestur eða norður á land gegnum Borgarfjarðarhérað nema um fjarðarbrúna hjá Borgarnesi. — Var sennilega ætlast til að hlust- endur tækju þetta sem rök fyrir nauðsyn þess að brúa fjörðinn með 500 metra brúarhafi og 1500 metra uppfyllingu í brúarskorðum fremur en gera nýja brú, 100 metra eða litlu lengri, yfir Hvítá milli kletta nálægt ósi. Skal þetta fjárfestingarmál ekki nánar rætt hér, en aðeins bent á, að hinar áður nefndu gömlu brýr á Hvítá eru þannig settar í hérað- inu, m.a. með tilliti til umferðar um Dragháls, að fjöldi manna mun aldrei sætta sig við, að þær hætti að vera nothæfar nema nýjar verði gerðar á sömu stöðum eða skammt frá. Hæfir því illa að tala um það með léttúð. að hinar umræddu gömlu brýr á Hvítá hafi verið brotnar niður, en slíkt orðalag myndi vart notað nema skemmd- irnar væru mjög tengdar óleyfi- legri þungahleðslu ökutækja, sem auðvitað er líklegt að oft hafi átt sér stað. En enginn skyldi blekkja sig á því að halda, að fjarðar- brúnni hjá Borgarnesi, þar sem sagt er að sumpart séu 80 metrar niður á fast, verði síður hætt við skemmdum af óleyfilegri þunga- hleðslu bíla en miklu styttri brúm á öllu traustari stæðum. Guðjón F. Teitsson Bandalag kvenna í Rvík: Skólasjónvarp á víðtækum grundvelli EFTIRFARANDI tillögur frá upp- eldis- og skólamálanefnd voru sam- þykktar á aðalfundi Bandalags kvcnna í Reykjavík fyrir skömmu: 1 Aðalfundurinn beinir þeirri ein- dregnu áskorun til Ríkisútvarps- ins Sjónvarps að taka sem fyrst upp fræðslu á sem víðtækustum grundvelli, t.d. í heimilisfræði- greinum (stofnun heimilis, barnauppeldi, neytendafræði, næringarfræði o.fl.), tungumálum, raungreinum o.fl. 2. Aðalfundurinn skorar á Mennta- málaráðuneytið að hlutast til um, að framvegis fari nemendafjöldi í blönduðum bekkjum ekki yfir 20 nemendur, til þess að kenriarinn hafi betri tíma til þess að sinna þörfum einstakra nemenda. 3. Aðalfundurinn beinir þeirri ein- dregnu áskorun til hæstvirts Al- þingis og ríkisstjórnar að flýta afgreiðslu „frumvarps til laga um framhaldsskóla", sem lagt var fyrir Alþingi á 101. löggjafarþingi 1979. 4. Aðalfundurinn skorar á hæstvirt- an menntamálaráðherra, Skóla- rannsóknadeild Menntamálaráðu- neytis og Ríkisútgáfu námsbóka að hlutast til um að könnun verði gerð á því hvað hægt er að gera til þess að lækka kostnað við náms- bókakaup.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.