Morgunblaðið - 15.04.1980, Side 40
Sími á ritstjórn og skrifstofjj:
10100
PLAST
ÞAKRENNUR ^
Sterkar og endingargóðar
Hagstætt verð
cffij Nýbörg"
O Armúla 23 — Sfmi 86755
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRlL 1980
Tillögur sjálfstæðismanna um skattstiga:
9,7 milljarða króna
lækkun á skattheimtu
ÞINGFLOKKUR sjálfstæðismanna samþykkti i gærkvöldi tillögur
Sjálfstæðisflokksins um skattstiga og verða þær kynntar á fundi
fjárhags- og viðskiptanefndar efri deildar árdegis í dag. Tillögurnar
fela í sér þrjú tekjuskattsþrep einstaklinga; 25% af fyrstu 4
milljónunum, 35% af næstu 4 og 45% af skattgjaldstekjum yfir 8
milljónum króna. Þá leggja sjálfstæðismenn til að eignarskatturinn
vérði 0,8% og að tekjuskattur félaga verði 53%. Með þessum tillögum
telja sjálfstæðismenn sig lækka fyrirhugaða skattheimtu ríkisstjórn-
arinnar um 9,7 milljarða króna, sem sé jafngildi þess að létta af þeim
aukaálögum, sem vinstri stjórnin setti á tekjuskatt og eignarskatt
haustið 1978 auk þess sem tekjur rikissjóðs lækki sem nemur
nýsamþykktri útsvarshækkunarheimild.
Þessar tillögur sjálfstæðismanna
eru miðaðar við 45% tekjuhækkun
milli áranna 1978 og 1979, eins og
tillögur stjórnarliðsins, sem Mbl.
hefur skýrt frá. Nýrri könnun Þjóð-
hagsstofnunar bendir hins vegar til
að tekjuhækkunin hafi verið 47-
48%, en hvert prósentustig þýðir
um milljarð í auknum skatttekjum
ríkissjóðs. Þar telja sjálfstæðis-
menn koma 2 — 3 milljarða á móti
framangreindu tekjutapi ríkissjóðs
og með þeim og heimild í fjárlögum
um niðurskurð upp á tvo milljarða
króna þurfi til viðbótar að koma
niðurskurður upp á um 5 milljarða,
sem þeir séu reiðubúnir til sam-
starfs við ríkisstjórnina um.
STJÓRNARFUNDUR 1 Alþýðu-
sambandi Vestfjarða, þar sem rætt
var um samkomulagið i Bolung-
arvik. Réttsælis við borðið sitja:
Bjarni L. Gislason, Gunnar Þórðar-
son, formaður Sjómannafélags
ísfirðinga, Grimur Jónsson, Rúnar
Grimsson, Hendrik Tausen, Flat-
eyri, Karvei Pálmason, Hörður
Snorrason, Bolungarvik, Jónas
Helgason, ísafirði, Guðmundur Ein-
arsson, Vélstjórafélagi ísafjarðar
og við borðsendann og snýr baki i
ljósmyndarann Pétur Sigurðsson,
forseti ASV.
— Slmamynd Mbl.: Kristján.
Atyinnuleysisskrán-
ing á Isafirði í gær
STÖÐUGUR erill var á bæjarskrifstofum ísafjarðar í gær, þar sem fólk
var að láta skrá sig atvinnulaust. Ástæðan er uppsagnir fólks i
frystihúsunum á Ísafirði. Sjómannaverkfallið þar hefur nú staðið á
togurunum frá 20. marz, en á bátum frá 30. marz. Myndin er tekin í
gærmorgun af fólki, sem var að iáta skrá sig atvinnulaust.
Alls eru það um 400 manns, sem Isfirðingar finni nú fyrir því, hvernig
sagt var upp störfum. Atvinnuleysis- er að lifa af 70 til 80% dagvinnu-
bætur eru nú 70% af dagvinnutekjum
fyrir einstakiing og 80% til handa
fyrirvinnu, svo að búast má við,
leysist verkfallið ekki í bráð, að
tekjum. Um hádegi í gær höfðu 89
einstaklingar látið skrá sig.
Ljósm. Gunnar
Deilur um kjarasamninga innan ASV:
Bolvíkingar náðu samning-
um i blóra við ísfirðinga
SAMKOMULAG tókst í gær milli Guðfinns Einarssonar í|
Bolungarvík fyrir hönd Útvegsmannafélags Vestfjarða og
samninganefndar Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvík-
ur um kjarasamning fyrir sjómenn, en eftir að haldinn var
fundur í stjórn Alþýðusambands Vestfjarða, munu fulltrúar
Verkalýðsfélagsins hafa litið á samkomulagið sem samkomu-
lagsdrög, og mun atlunin hafa verið að taka málið upp á
breiðari grundvelli, þ.e. milli ASV og Útvegsmannafélagsins.
Af hálfu Verkalýðsfélagsins
stýrði Karvel Pálmason, alþingis-
maður og formaður félagsins við-
ræðunum. Samkomulagið fjallar
um lengingu fría á skuttogurum
yfir nýárið, lengingu þess tímabils
á línuveiðum, sem ekki er unnið á
laugardögum um einn mánuð ár-
lega, styttingu greiðslufrests á
uppgjöri hlutaskipta á skuttogur-
um um einn dag og á línubátum
um 5 daga. Þá urðu aðilar ásáttir
um að bera fram tilmæli til
stjórnar Aflatryggingasjóðs um
endurskoðun á reglum um fæðis-
greiðslur — að loðnuskip og skut-
Kaupmáttur BSRB Jiefur hækk-
að tvöfalt á við ASÍ frá 1976
Þó vantar um 12 kaupmáttarstig til þess að kaup-
mátturinn sé jafnhár og við upphaf samninga 1977
SAMKVÆMT útreikningum Kjararannsóknaneíndar hefur kaupmátt-
ur taxtakaups opinberra starfsmanna hækkað rúmlegp tvöfalt meira
frá því fyrir gerð núgildandi kjarasamninga, en kaupmáttur taxta-
kaups ASI-launþcga. Kaupmáttur ppinberra starfsmanna var fyrir árið
1976 90,5, en ASÍ-félaga 95,7 stig. Á árinu 1979 voru sambærilegar tölur
118,4 stig fyrir opinbera starfsmenn, en 109.4 stig hjá ASÍ. Frá því um
mitt ár 1977 hefur því kaupmáttur ASÍ hækkað um 13,7 stig á sama
tíma sem kaupmáttur opinberra starfsmanna hefur hækkað um 27,9
stig. Þrátt fyrir þetta var kaupmáttur beggja þessara launþegasam-
banda um 12 stigum lægri á siðasta ársfjórðungi 1979, en við upphaf
samninga.
Kaupmáttartölur Kjararann-
sóknanefndar eru miðaðar við vísi-
tölu framfærslukostnaðar og árs-
meðaltalið 1971, sem sett er 100.
Þjóðhagsstofnun hefur einnig gert
samanburð á þróun kaupmáttar og
setur kaupmáttinn í janúar 1977 sem
100, og miðar einnig við vísitölu
framfærslukostnaðar. Á fyrsta árs-
fjórðungi 1977 er staðan milli ASÍ og
BSRB jöfn og er kaupmáttur beggja
þá 101,3 stig. Á öðrum ársfjórðungi
sígur heldur á ógæfuhliðina fyrir
BSRB. Þá er kaupmáttur BSRB
100,9, en ASÍ 101,4. Á þriðja árs-
fjórðungi, eftir gerð kjarasamninga,
skilur síðan á milli og BSRB kemst
langt upp fyrir ASI. Kaupmáttur
BSRB verður þá 131,5, en ASÍ 118,5.
Ársmeðaltal kaupmáttar BSRB fyrir
árið 1979 er 127,2 stig og hjá ASÍ
114,3 stig.
Ljóst er af þessu, að kjarasamn-
ingarnir, sem undirritaðir voru 1977
og giltu frá 1. júlí hjá opinberum
starfsmönnum og frá því um sólstöð-
ur hjá ASÍ, voru mun hagkvæmari
opinberum starfsmönnum, en laun-
þegum innan ASÍ. Kaupmáttur
BSRB í júnímánuði 1977 var 104,8
stig, en hækkaði í júlímánuði upp í
134.4 stig. Samsvarandi hækkun hjá
ASI var úr 106,0 stigum fyrir júní í
122.4 stig fyrir júlí. Hins vegar ber
að geta þess, að miðað við upphaf
samninga og síðasta ársfjórðung
1979 vantar ASÍ 11,6 stig til þess að
kaupmátturinn sé jafnhár og um
sólstöður 1977 og BSRB vantar 12,4
stig miðað við sömu forsendur.
togarar, þ.e. skip með langt út-
hald, fái hærri greiðslur á dag á
fæðiskostnaði. Var talið, að næðist
þetta samkomulag, myndu verka-
lýðs- og sjómannafélög á Flateyri,
Patreksfirði, Suðureyri og Súða-
vík fylgja á eftir. Félagið á
Þingeyri er ekki í verkfallsaðgerð-
um, þannig að þá standa eftir
Sjómannafélag ísfirðinga og
Verkalýðsfélagið Vörn, Bíldudal,
sem boðað hefur verkfall 20. apríl.
Gunnar Þórðarson, formaður
Sjómannafélags ísfirðinga og
Grímur Jónsson, í stjórn þess
sögðu í gærkveldi í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins: „Það,
sem gerðist, er að Karvel Pálma-
son fer beint af fundi stjórnar
ASV til Bolungarvíkur, þar sem
hann knýr fram með einhverjum
ráðum samþykkt um að gengið
skuli til samninga við útvegs-
mannafélagið á grundvelli þessara
samningsdraga. Við erum furðu
lostnir og eigum bágt með skilja
til hvers Verkalýðs- og sjómanna-
félag Bolungarvíkur gengur til
samninga í upphafi. Það er ekkert
í þessu samkomulagi, sem við
hefðum ekki getað fengið. Það er
samþykkt að samkomulagið verði
undirritað sem samningar. Þetta
breytir ekki afstöðu Sjómannafé-
lags ísfirðinga til samninga við
útvegsmenn, enda á borðinu
skárra en það sem Karvel hefur
boðið sem samning. Okkur er það
meira en undrunarefni, að Karvel
skuli ekki hafa haft hugmynd um,
hvað fór fram á síðasta samninga-
fundi með útvegsmönnum og
a.m.k. annar samninganefndar-
maður Bolvíkinga kom af fjöllum,
þegar hann sá uppkast Karvels að
hugsanlegum samningi. Hvað
liggur á bak við þetta hjá Karvel,
er okkur óskiljanlegt."