Morgunblaðið - 23.04.1980, Page 17

Morgunblaðið - 23.04.1980, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1980 17 Söngsveitin Fílharmónia á æfingu í Háskólabíói í gær. Ljósm. Ól. K.M WBT ♦ 'Mv mr v 9 < Jm ■ML oCi §H| 0 H I (Sfclw5 * iJJVV’iji Lp pí 1* Söngsveitin Fílharmónía 20 ára: Heldur tvenna hátíðar- tónleika í Háskólabíói Stjórnandi hátidartónlcikanna er sir Charles Groves. í TILEFNI af 20 ára afmæli Söngsveitarinnar Fílharm- óníu verða tvennir hátíðar- tónleikar í Háskólabíói, hinir fyrri fimmtudaginn 24. apríl kl. 20:30 og þeir síðari laugar- dag 26. apríl kl. 14:30. Auk Fílharmóníunnar koma fram á tónleikunum einsöngvar- arnir Sieglinde Kahmann og Guðmundur Jónsson og Sin- fóníuhljómsveit íslands. Stjórnandi er enski hljóm- sveitarstjórinn sir Charles Groves, en á efnisskrá er verkið Þýzk sálumessa eftir Johannes Brahms. Hinn 24. apríl 1959 var stofnað félag í Reykjavík, sem hafði að markmiði að stofna söngsveit til að flytja stór kórverk. Hlaut hún nafnið Fílharmónía og næsta vor voru haldnir þrennir tónleikar fyrir fullu húsi og var flutt Carmina Burana eftir Carl Orff og var Þjóðleikhúskórinn fenginn í lið með söngsveit- inni. Dr. Róbert A. Ottósson var söngstjóri. í frétt um afmælistónleikana segir m.a.: A tuttugu ára ferli hefur Söngsveitin Fílharmónía flutt mörg helztu stórverk kórbók- menntanna: Þrjár sálumessur eftir Brahms, Mozart og Verdi, Missa Solemnis, C-dúr messu, 9. sinfóníu og kórfantasíu eftir Beethoven, Messías eftir Hándel, Sköpunina eftir Haydn, Magnificat eftir Bach, Sálmasinfóníu eftir Strav- insky o.fl. og íslenzk verk, m.a. eftir Pál Isólfsson, Jón Þórar- insson, Björgvin Guðmundsson og Sigursvein D. Kristinsson. Þá hefur hún sungið inn á tvær hljómplötur. Meistari og faðir Söngsveit- arinnar var dr. Róbert A. Ottósson. Hann stjórnaði henni frá stofnun og þar til hann féll frá 10. mars 1974, langt um aldur fram. Fannst þá kórfélögum sem þeir hefðu misst náinn vin eins og einn þeirra komst að orði. Eftir fall dr. Róberts stjórn- uðu söngsveitinni þeir Jón Þórarinsson, Garðar Cortes, Jón Ásgeirsson og Karsten Andersen. Haustið 1976 var Marteinn H. Friðriksson ráð- inn stjórnandi Söngsyeitarinn- ar og hefur hann stjórnað henni á þrennum tónleikum, en einnig æft hana fyrir aðra stjórnendur: Pál P. Pálsson, Jean-Pierre Jacquillat, Gilbert Levine og nú síðast Sir Charles Groves. Ymsir undirleikarar hafa aðstoðað Söngsveitina á æf- ingum, en Agnes Löve hefur gegnt því hlutverki samfleytt síðan 1974. Náin samvinna hefur verið með kórnum og Sinfóníu- hljómsveit íslands enda Söngsveitin aldrei haldið hljómleika öðruvísi en með Sinfóníuhljómsveitinni. Þegar Carmina Burana var flutt fyrir 20 árum voru 50 manns í Söngsveitinni Fílharmóníu. Flest varð söngfólkið, þegar 9. sinfónía Beethovens var flutt í •annað sinn í desember 1970, 156 manns. Nú eru þátttakend- ur í kórnum 122. I fyrstu stjórn Söngsveitar- innar voru Aðalheiður Guð- mundsdóttir formaður, Sigur- laug Bjarnadóttir ritari og Lúðvíg Albertsson gjaldkeri. I núverandi stjórn eru: Guð- mundur Örn Ragnarsson formaður, Pétur Haraldsson varaformaður, Jóhanna Ög- mundsdóttir gjaldkeri, Bryndís Brynjúlfsdóttir ritari og Gunnar Böðvarsson með- stjórnandi. Einsöngvarar á tónleikunum á morgun og laugardag eru Guðmundur Jónsson og Sieglinde Kahmann. Þrír listamenn sýna í Þýzkalandi HINN 18. apríl var opnuð í bænum Wipperíiirth í Þýzka- landi sýning á verkum eftir þrjá islenzka listamenn. þá Einar Há- konarson, Baltasar og Leif Breiðfjörð. Sýningin er í Haus der Familie f bænum, sem er í útjaðri Kölnar. Haus der Familie er eins konar menningarmiðstöð bæjarins, þar eru haldnar nokkr- ar listsýningar ár hvert, svo og hljómleikar og bókmenntakynn- ingar og sömuleiðis er það félags- leg þjónustumiðstöð fyrir bæjar- búa. Það var fyrir forgöngu Rose- marie Washtler sem er bæjarfull- trúi í Wipperfiirth og hefur komið til Islands að þessari sýningu var komið á laggirnar. Verður sýning- in opin fram yfir mánaðamótin. Við opnunina voru allir helztu framámenn bæjarfélagsins og menningarfólk og voru listamönn- unum afhent heiðursmerki bæjar- ins, flutt ávörp og skálað í kampa- víni. Á sýningunni eru samtals 53 verk, Einar Hákonarson sýnir þar einvörðungu málverk, Baltasar grafikmyndir og Leifur glermynd- ir og skissur að glermyndum. Myndin var tekin við athöfn þá sem var haldin þegar sýning þremenn- inganna var opnuð. Frá vinstri er Leifur Breið- fjörð, Rosemarie Washtl- er, Einar Ilákonarson og Baltasar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.