Morgunblaðið - 03.05.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.05.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1980 25 Herferð til útrýming- ar fósturskemmdum vegna rauðra hunda Kaffisala til stuðn- ings Hallgrímskirkju 1 JANÚAR 8.1. ákváðu heilbrigð- isyfirvöld að hefja herferð í Reykjavík til að útrýma fóstur- skemmdum, vegna rauðra hunda. Þessar aðgerðir höfðu farið fram á siðasta ári úti um land. í þessu skyni þarf að mæla mótefni gegn sjúkdómnum hjá öllum konum á aldrinum frá 12 til a.m.k. 40 ára og bólusetja síðan þær, sem reynast ekki hafa mót- efni. Nauðsynlegt er, að tryggt sé að konur séu ekki barnshafandi, þegar bólusetning er framkvæmd. Tveir hópar kvenna hafa undan- farin ár átt kost á mótefnamæl- ingu og bólusetningu, þ.e. 12 ára telpur í skólum og sængurkonur og hafa mótefni þá verið mæld í mæðraskoðun. Frá því í byrjun febrúar s.l. hefur þetta staðið til boða konum á barneignaraldri öðrum en þeim, sem áður hafa fengið mótefna- mælingu. Hefur rannsóknastofa Háskóla íslands í veirufræði unn- ið mikið starf til að skrá þær konur, sem ekki hafa verið mæld mótefni hjá og hefur þeim verið Rebroff vel tekið á Skaganmn Frá fréttaritara Mbl. á Akranesi, 30. april. IVAN Rebroff og hljómsveit hans skemmtu Akurnesingum í íþróttahöllinni í gærkvöldi. Þeim var forkunnarvel tekið, sérstaklega Rebroff, sem lét ekki á sjá, þótt hann kæmi beint frá Grímsey og hefði haldið marga hljómleika að undanförnu. Um 800 manns fögnuðu þeim félögum með miklu lófaklappi. Júlíus. sent bréf og boðið að koma í sýnitöku á mæðradeild Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur og er búið að senda út u.þ.b. helming bréfanna. Vonbrigðum hefur vald- ið, hve fáar konur hafa sinnt þessu boði. Virðast þær ekki gera sér grein fyrir, hve mikilsvert heilsu- verndarmál er er um að ræða. Áhersla skal lögð á það, að einungis er unnt að staðfesta með mótefnamælingu, hvort mótefni eru fyrir hendi, ekki er treystandi á, þótt konur telji sig hafa fengið rauða hunda. Þurfa þær því einnig að koma í mælingu. Um síðustu helgi var verið að selja landsmönnum rauða fjöður til að styrkja og þjóna heyrnar- skertum og sýndu landsmenn því máli mikinn skilning og keyptu fyrir tugi milljóna. í því sambandi hefði mátt leggja áherslu á, að mest um vert er að koma í veg fyrir heyrnarskerðingu. Eins og kunnugt er, þá eru rauðir hundar fyrstu þrjá mánuði meðgöngutímans mikill vágestur og þær fósturskemmdir, sem sjúk- dómurinn veldur er fyrst og fremst heyrnardeyfa. Má minna á, að í faraldrinum,. sem gekk 1963—64, fæddust a.m.k. 30—40 born heyrnarskert, en með þeim ai'gerðum, sem nú er boðið upp á, h'fði verið unnt að koma í veg f> rir þessa fötlun. Nú stendur reykvískum konum til boða að leggja þessu máli lið og stuðla að því að koma í veg fyrir þí.nn skaða, sem rauðir hundar g( ta valdið ófæddum einstaklingi. Allar konur, sem fá bréf frá mæðradeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur eru því hvattar til að panta tíma strax og þeim hefur borist bréfið, en eins og að framan getur er verið að bera út síðari htuta bréfanna. Því næst verða þ;er konur boðaðar, sem af ein- h ærjum ástæðum fengu ekki bréf, en fylla þann flokk, sem ætlunin er að mæla mótefni hjá. Tímapantanir eru í síma 22400, kl 8.30—9.30. Aðgerðir þessar eru konum að kostnaðarlausu. (Fréttatilkynning) KVENFÉLAG Ilallgrímskirkju heldur sín árlegu kaffisölu á morgun, sunnudag 3. mai, og hefst hún kl. 15 í Safnaðarheimili kirkjunnar. Gefst þar vinum Hallgrimskirkju tækifæri til að njóta góðra veitinga og leggja jafnframt sitt af mörkum til að þvi marki verði náð, að Hall- grimskirkja standi fullbúin. Um þessar mundir er unnið að því að reisa veggi kirkjunnar í fulla hæð og vonast er til að unnt verði að ljúka múrhúðun kórsins Næstkomandi sunnudag, 4. mai, er hinn árlegi merkjasöludagur unglingareglu I.O.G.T. Þá verða merki unglingareglunnar seld um allt land. Jafnframt verður barna- bókin Vorblómið seld til ágóða fyrir starfsemi unglingareglunnar. Unglingareglan er samtök allra barnastúkna á Islandi, en eins og kunnugt er, eru barnastúkurnar elsti æskulýðsfélagsskapur á íslandi, og er enn starfandi. Elsta barnastúkan á landinu okkar er barnastúkan Æskan nr. 1 í Reykjavík, sem stofnuð var 9. maí 1886, og er því 94 ára um þessar mundir. Yngsta barnastúkan er barnastókan Örkin nr. 171, sem og hvolfþaksins og taka ofan vinnupallana þar nú í vor eða snemma sumars. Það voru mikil vonbrigði að Hallgrímskirkja fær enn sömu upphæð á fjárlögum og í fyrra, en auðvitað í helmingi verðminni krónum, svo enn sem fyrr byggist það á örlæti hinna trúföstu vina Hallgrímskirkju að framkvæmdafé byggingarinnar þrjóti ekki og unnt verði að þoka verkinu áfram. Við heitum á alla góða menn að koma nú til liðs. Sóknarprestar stofnuð var 6. mars síðastliðinn í Bústöðum, og telur nú 95 félaga. Barnastúkurnar hafa lagt áherslu á að kenna börnum bindindissemi, auk þess sem þær hafa kennt börnum að koma fram og skemmta sér. Innan þeirra hafa ýmsir þekktustu menn landsins stigið sín fyrstu spor á félagsmálasviðinu. Með því að kaupa merki unglinga- reglunnar og barnabókina Vorblómið styrkir almenningur þessa starfsemi fjárhagslega, svo að unglingareglan getur fært út kvíarnar og eflt starfsemi sína. Stór hluti af ágóðan- um rennur beint til barnastúknanna á hverjum stað, enda sjá þær um söluna. Merkjasöludagur unglingareglunnar Kaffisala Kvenfélags Háteigssóknar Á morgun, sunnudaginn 4. mai, kl. 3—3 e.h. verður hin árlega kaffisala Kvenfélags Háteigssókn- ar i Domus Medica við Egilsgötu. Ég vek athygli allra velunnara Háteigskirkju á þessari kaffisölu. Að vanda munu félagskonur bera fram veitingar af alkunnri rausn. Ágóðinn af kaffisölunni mun að þessu sinni renna til kaupa á mosa- ikmynd á kórvegg kirkjunnar. Engin altarismynd er í kirkjunni. Hefir margur haft orð á því, að úr þessari vöntun þyrfti að bæta sem fyrst, því hefir kvenfélagið nú hafið fjáröflun í þessu skyni. Eins og öllum velunnurum Há- teigskirkju er kunnugt hafa kvenfé- lagskonurnar lagt stórfé — eða kr. 3 millj. — af mörkum til kaupa á kirkjuklukkum þeim, sem nú hljóma úr turnum kirkjunnar og á þessu ári hafa þær lagt 1 millj. króna til lagfæringar kirkjulóðarinnar, sem unnið hefir verið við á undanförnum árum. Ég þykist þess fullviss að safnað- arfólk vilji styðja að þessu nýja verkefni kvenfélagsins, altarismynd- inni á kórvegg kirkjunnar, og bið því alla velunnara kirkjunnar að bregð- ast vel við og fjölmenna í Domus Medica og leggja Kvenfélagi Há- teigssóknar lið um leið og þeir njóta góðra veitinga og ánægju af því að styðja gott verk. Arngrímur Jónsson, sóknarprestur. verður bílasýning á Akureyri trá ki.13.00-i8.00 að Fjölnisgötu 1b (Verkstæðishús Höldurs sf.) HÖLDUR SF. TRYGGVABRAUT 14 - AKUREYRI - SÍMI 21715 Komlð, skoðið og reynsluakið þeim bestu frá Japan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.