Morgunblaðið - 03.05.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.05.1980, Blaðsíða 44
Síminn á afgreiöslunni er 83033 2H*rjjunblat>it> Síminn á ritstjórn og skrifstofu: 10100 JH*ríjtmt>Iat>»b LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1980 39,6% hækkun hílatrygginga Samþykkt að jafna iðgjöld milli áhættusvæða RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær að heimila tryggingafélögunum að hækka ábyrgðartryggingar bifreiða um 39,6% á því tryggingaári, sem hófst 1. marz s.l. samkvæmt upplýsingum Svavars Gestssonar tryggingamálaráðherra. Tryggingafélögin höfðu farið fram á 70% hækkun en Tryggingaeftirlitið lagði til 58,5% hækkun. Þá sámþykkti ríkisstjórnin ennfremur jöfnun iðgjalda milli áhættusvæða. Landinu er skipt í áhættusvæði og hefur iðgjald trygginga t.d. verið helmingi hærra í Reykjavík og nágrenni en í sveitum landsins. Athugun á tjónum hefur leitt í ljós að þessi munur er of mikill og munu því iðgjöld í sveitum og kaupstöðum hækka meira að þessu sinni en iðgjöld á höfuðborgarsvæðinu, að því er Erlendur Lárusson forstjóri Tryggingaeftirlitsins tjáði Mbl. í gærkvöldi. Loks verður sú breyting gerð að tryggingafélögunum verður heim- ilt að hækka nýtryggingar á ið- gjaldaárinu til samræmis við al- mennt verðlag og ennfremur hef- ur ríkisstjórnin samþykkt að beita sér fyrir því að frumvarp um hækkun vátryggingaupphæðar úr 24 í 180 milljónir nái fram að ganga á yfirstandandi þingi. á sementi, far- strætisvagna, sér- og farmgjöldum i Hækkun á verðtöxtum sérleyf- isbifreiða í eigu félaga í Félagi sérleyfishafa er 18%. 1 Fargjöld Strætisvagna Reykjavíkur hækka um 32% að meðaltali. Einstök fargjöld fullorðinna hækka úr 170 i 230 krónur, farmiðaspjöld með 28 miðum kosta 5000 krónur, farmiðaspjöld með 10 miðum kosta 2000 krónur og farmiða- spjöld aldraðra með 28 miðum kosta 2500 krónur. Fargjöld barna kosta 50 krónur og farmiðaspjöld með 20 miðum kosta 500 krónur. Þá hefur Skipaútgerð rikisins verið heimilað að hækka farm- gjöld um 25%. Þessi hækkun tók gildi 25. apríl s.l. Góður kolmunna- afli Eldborgar ELDBORG HF 13 byrjaði kolmunnaveiðar suður af Færeyjum á sumardaginn fyrsta, en kolmunninn kom inn í færeyska landhelgi daginn áður á göngu sinni á norðlægari slóðir. Mjög vel aflaðist fyrstu þrjá dagana, síðan dreifði kolmunninn sér, en hafði að nýju þétzt á miðvikudag. í gærkvöldi var Eldborg komin með um 1350 tonn og var fyrirhugað að landa aflanum í Hirtshals á mánudag. Þar fást tæplega 40 krón- ur íslenzkar fyrir hvert kíló af kolmunna, en sambærilegt verð hérlendis er 21—23 krónur, þegar olíugjald, verðbætur og annað hefur verið reiknað ofan á verðgrunninn. Kolmunnaveiðarnar hafa gengið vel í vor og t.d. hafði færeyska skipið Nordborg fengið um 4000 tonn á 4 vikum, sem þykir gott. I lögsögu Færeyja eru auk færeyskra skipa, norsk, dönsk og íslenzk skip að veiðum. Auk Eldborgar kom Börkur á miðin síðasta sunnudag og Grindvíkingur í fyrrinótt og fleiri íslenzk skip munu fara til þessara veiða á næstunni. í Hirtshals verður öðru trolli Eldborgar breytt, en veiðarfæri fyrir kolmunna hafa breytzt mjög síðustu 2 ár. Þá tekur Eldborgin olíu í Hirtshals, en þar kostar lítrinn 133 krónur á móti liðlega 155 krónum hér á landi. Ljósm: Kristján Einarsson. Sauðburður er nú hafinn í þéttbýli víðast hvar, þó enn sé nokkuð þar til sauðfé bænda taki almennt að bera, varla fyrr en um miðjan maí. Þessi mynd var tekin í Kópavogi í gær, en þar eru þegar fædd mörg lömb hjá tómstundabændum sem þar búa. Hækkun gjöldum leyfisbíla Verðlagsyfirvöld og ríkisstjórn hafa heimilað hækkanir á sementi, steypu, strætisvagnafar- gjöldum, fargjöldum sér- leyfisbifreiða og farm- gjöldum skipaútgerðar ríkisins. Hin nýju verð hafa þegar tekið gildi. • Hækkun á sementi er 9% og hækkar hvert tonn af Port- landssementi um 4100 krónur eða í 49.300 krónur auk sölu- skatts. Steypa hækkar hins vegar um 11,5%. Guðmundur J. Guðmundsson alþingismaður: Á móti skattalögunum, en vildi ekki fella stjórnina GUÐMUNDUR J. Guðmundsson, alþingismaður var fjarstaddur at- kvæðagreiðsluna um tekjuskattsfrumvarp ríkisstjórnarinnar aðfara- nótt 1. mai, en hélt þess í stað til Stykkishólms, þar sem hann flutti hátíðarræðu 1. maí. Morgunblaðið spurði Guðmund i gær, hvers vegna hann hefði ekki verið í þinginu og greitt atkvæði, en mótatkvæði hans hefði getað stöðvað frumvarpið. Hann svaraði: „Ég var ósammála frumvarpinu, en vildi ekki greiða atkvæði gegn því, þar sem ég sé ekki aðra ríkisstjórn takast, hliðhollari launafólki.“ Guðmundur skilaði heldur ekki áliti á frumvarpinu í fjárhags- og viðskiptanefnd, sem hann á sæti í. Morgunblaðið spurði hann hvers vegna. Hann svaraði: „Það má nú ekki draga fortjaldið frá muster- inu.“ Þegar hann var spurður, hvað hann ætti við með því, svaraði hann engu, en kvað fjarveru sína í raun vera skort á stuðningi við skattafrumvarpið. Því hefur verið haldið fram af alþýðubandalagsmönnum, að frumvarpið væri 5,5 milljarða króna skattalækkun á láglauna- fólki. Morgunblaðið spurði Guð- mund, hvers vegna hann hefði ekki stutt slíkt. Guðmundur kvað það fásinnu, ekki væri um skattalækk- un að ræða, heldur skattatilfærslu. Skattar hefðu verið lækkaðir á einstaklingum og einstæðum for- eldrum, en þeir hækkaðir á hjónum á móti, þar sem persónuafsláttur var lækkaður í 525 þúsundum í 505 þúsund. Guðmundur J. Guðmundsson kvaðst ekki hafa getað stutt þetta frumvarp, þar sem skattstiginn hefði náð allt of langt niður á lágtekjufólk. Sín skoðun hefði verið að ríkissjóður hefði átt að koma tii móts við lágtekjufólk. „Fjarvera mín stafar af því að ég næð því ekki í gegn. Löngum hef ég einnig verið þeirrar skoðunar, að tekju- skattur, eins og framkvæmd hans er hér, sé launamannaskattur. Þá tel ég mikið vanta á enn, að nýju skattalögin séu fullunnin, svo að unnt sé að mynda á þeim raunveru- legan tekjustofn. Með þessu er ég ekki að segja að skattstiginn og lögin séu öll slæm, en ég er eindregið þeirrar skoðunar, að ríkisstjórnin hefði átt að koma meir til móts við hagsmuni lág- tekjufólks. Það treysti hún sér ekki til að gera og því treysti ég mér ekki til þess að fylgja henni. Ég treysti mér heldur ekki til þess að fella ríkisstjórnina, því að ég sé ekki aðra ríkisstjórn, sem tæki við og væri vinveittari lágtekjufólki.“ „Það er hins vegar von mín,“ sagði Guðmundur, „og hún býsna sterk, að komi tekjuskatturinn illa út og ranglátlega á lágtekjufólk og einstaka launahópa, þá muni fjár- máiaráðherra gera þar breytingar á. Þá ætla ég að fjármálaráðherra muni skipa nefnd til endurskoðun- ar skattalaganna í kjölfar þeirrar reynslu, sem verður af lögunum." Rotterdammarkaður: Ekkert lát á hækk- unum á bensíni og olíu EKKERT lát hefur verið á hækkunum á Rotterdammarkaðnum undanfarna daga og er verðið á bensini og olium nú orftið jafnhátt og það var í byrjun ársins. Föstudaginn 25. apríl sl. var Skráð verð á svartolíu var 171 skráð verð á gasolíu 370 dollarar dollar hvert tonn og hafði hækkað fyrir hvert tonn og hafði þá verulega. hækkað um 94 dollara á 2—3 Sem kunnugt er eru olíukaup vikum. Er það 34% hækkun. Verð á okkar frá Rússum og Portúgölum bensíni var sama dag skráð 390 miðað við verð á Rotterdammark- dollarar og hafði hækkað um 49 aði þann dag sem lestun olíunnar dollara á 2—3 vikum eða um 14,4%. fer fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.