Morgunblaðið - 03.05.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.05.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1980 19 Framboð Vigdísar Finnbogadóttur: Stuðningsmenn opna að- alskrifctofu í Reykjavik STUÐNINGSMENN Vigdísar Finn- bogadóttur til forsetakjörs hafa opnað aðalskrifstofu sína að Laugavegi 17 í Reykjavík. I aðalframkvæmdanefnd eru: Svala Thorlacius lögfræðingur og Tómas Zoega framkvæmdastjóri, sem eru forsvarsmenn fyrir nefndina, Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Starfsmannafélags ríkisstofnana, Grétar Þorsteinsson, formaður Trésmíðafélags Reykjavíkur, Ingólfur Þorkelsson skólameistari, Jónas Jóns- son búnaðarmálastjóri og Þór Magn- ússon þjóðminjavörður. Ritnefnd stuðningsmanna Vigdísar skipa: Gunnar Stefánsson bókmennta- ráðunautur (áb), Guðríður Þorsteins- dóttir, lögfræðingur og formaður jafn- réttisráðs, Helgi Pétursson tónlistar- maður og ritstjóri, Sigríður Erlends- dóttir BA í sagnfræði og Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor. Forstöðu- maður skrifstofunnar er Svanhildur Halldórsdóttir og með henni starfar álitlegur hópur annarra stuðnings- manna. Framkvæmdanefndir eru þegar komnar á stofn í ýmsum landshlutum og hafa skrifstofur verið opnaðar bæði á Selfossi og í Neskaupstað. (Fréttatilkynning). Framboð Alberts Guðmundssonar: Framkvæmdanefnd kjörin fyrir Hveragerði og Ölfus SÍÐASTLIÐINN miðvikudag efndu stuðningsmenn Alberts Guðmundssonar til fundar í Hveragerði. Þrjátíu manns sóttu fundinn og voru málin rædd, og lagður var grundvöllur að kosningastarfinu í Hveragerði og í Ölfusi. Þau hjónin Albert Guðmunds- son og Brynhildur Jóhannsdóttir sátu fundinn og ávörpuðu fund- argesti. I framkvæmdanefnd fyrir Hveragerði og Ölfus voru kjörin: Magnús Agústsson, Jónas Björnsson, Helgi Þorsteinsson, Pálína Kjartansdóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Þorsteinn Matth- íasson, Ingimar Sigurðsson í Fagrahvammi og Emilía Friðriks- dóttir, Fagrahvammi. (Fréttatilkynning) Albert og Brynhildur i Hveragerði. „Trú og skáld“ í Skálholti NÚ UM helgina er haldinn í Skálholti fundur eða ráðstefna um efnið „Trú og skáld“, en það verður sérefni næsta tölublaðs Kirkjuritsins sem gefið er út af Prestafélagi íslands. Fundurinn hófst í gærkvöldi, og lýkur á morgun, sunnudag. Að sögn séra Bernharðs Guð- mundssonar var átta skáldum og rithöfundum boðið til fundarins, auk hóps guðfræðinga og nokk- urra bókmenntafræðinga. Dr. Gunnar Kristjánsson flutti viða- mikið inngangserindi um trúarleg viðfangsefni í skáldskap sem í breiðustum skilningi í íslenskum bókmenntum. Þá lesa skáldin og rithöfundarnir upp úr verkum sínum og síðan eru umræður og samtöl manna á milli um efnið. Bernharður sagði skáldin sem þarna eru um helgina vera á ýmsum aldri og með ólíkan bak- grunn. Þarna væri fyrst og fremst um það að ræða að menn hittust og ræddu þessi mál á breiðum grundvelli, en það sem fram kæmi eða hluti þess yrði síðan birt í Kirkjuritinu. Ingólfur Guðbrandsson forstjóri, Björg Jónsdóttir og Hilmar Jónsson veislustjóri á Hótel Loftleiðum. v Ljóvsm. Mbl. Emilía. Itölsk sýning og skemmtun á Loftleiðum: ítalskt vor á íslandi ÍTÖLSK ferðamálayfirvöld ásamt Ferðaskrifstofunni Útsýn og Hótel Loftleiðum efna til fjölbreyttrar dagskrár að Hótel Loftleiðum dagana 8.—11. þ.m. Straumur ferðamanna eykst stöðugt til ítaliu, enda er hún eitt vinsælasta ferðamannaland heimsins sakir náttúrufegurðar, listar sinnar og sögu. Ferða- skrifstofan Útsýn hefur haldið uppi reglubundnu leiguflugi til Ítalíu sl. 6 ár við miklar vinsæld- ir, og yfir 10 þúsund íslendingar hafa gist baðstrandarbæinn Lignano, auk þeirra. sem valið hafa aðra áfangastaði i landinu og t.d. tekið þátt i skipulögðum kynnisferðum um Ítalíu eins og List og Saga. Á blaðamannafundi sem hald- inn var í tilefni „ítalska vorsins" skýrði Ingólfur Guðbrandsson forstjóri Utsýnar frá dagskrá þeirri sem boðið verður upp á á ítölsku vordögunum. Fjölþætt dagskrá Um 20 ítalir munu koma til landsins á næstu dögum til að vinna að undirbúningi „ítalska vorsins" og uppsetningu ferða- og vörusýningar í tengslum við það. Eru í þeim hópi ferðamálafröm- uðir, tízkuhönnuður, matreiðslu- menn og þekktir tónlistarmenn. Það verður því suðræn stemmn- ing ríkjandi á Loftleiðahótelinu á þessum ítölsku vordögum, þar sem reynt verður að bregða upp ítalskri þjóðlífsmynd á íslenzkri grund. Sýning á ítölskum tízku- og iðnaðarvarningi Á næstu dögum verður sett upp í Krystalssal Loftleiða sýnishorn af þeim tegundum ítalsks iðn- varnings, sem mest orð fer af, s.s. tízkuvarningi ýmiss konar, skóm og leðurvörum, húsgögnum, kera- mik, leikföngum o.s.frv. Um 100 ítalskir framleiðendur taka þátt í sýningunni, sem opnuð verður formlega að kvöldi 8. maí og verður síðan opin almenningi til sunnudagskvölds 11. maí. Veizluhöld með ítölsku sniði ítalskur matur og vín er orð- lagt fyrir gæði. Það geta gestir Loftleiðahótelsins sannreynt á „ítölsku vordögunum", því að matreiðslumeistarar frá einum þekktasta matsölustað Feneyja munu stjórna matseldinni. Lyst- aukar verða veittir við komuna á undan kvöldverði í Víkingasal. Meðan gestir gæða sér á ítölskum krásum og vínum fara fram skemmtiatriði. Tízkufrömuður- inn Roberto Beghi mun stjórna sýningum á ítölskum tízkufatnaði frá framleiðendunum Marchiol, Piubello, Miola, Pierre Manteau, Tellini og Dr. Job. Frægir skemmtikraftar ítalski tenórinn Pietro Batt- azzo og sópransöngkonan Maria Loredan ásamt píanóleikaranum og hljómsveitarstjóranum Luigi Toffolo munu skemmta gestum með flutningi vinsællar tónlistar úr ítölskum söngleikjum. Bæði eru í tölu færustu söngvara ítala í dag. Pietro Battazzo syngur jöfnum höndum við frægustu óperuhús Ítalíu, s.s. La Scala, á Salzburg listahátíðinni, Grand Metropolitan í New York eða Colon í Buenos Aires, og Maria Loredan hefur unnið mörg al- þjóðaverðlaun söngvara og er þekkt útvarps- og sjónvarps- stjarna. Land, þjóð og þjóðhættir „Italskt vor á íslandi" markar tímamót í samskiptum þjóðanna, því að jafnítarleg kynning á Italíu hefur ekki áður farið fram hér á landi. Aðstandendur sýn- ingarinnar vænta þess að sem flestir borgarbúar taki þátt í henni með einhverju móti, bæði með því að sækja hana og inn- flytjendur ítalsks varnings eru hvattir til að hafa hann sérstak- lega í frammi í fyrirtækjum sínum þessa daga, skreyta á ítalska vísu og draga ítalska fánann að húni. Dagana 10. og 11. maí verður Italía kynnt í máli og myndum með kvikmyndasýningum í ráð- stefnusal Loftleiðahótelsins og sunnudaginn 11. maí verður sér- stök barnahátíð síðdegis með skemmtiatriðum og leikfanga- happdrætti. Auk þess fá allir gestir „vordaganna" ókeypis happdrættisnúmer, sem dregið verður úr í lokin og er vinningur- inn ferð til Gullnu strandarinnar Lignano fyrir tvo með Útsýn. ir, Kristján Ottósson og Þorlákur Kristinsson. Fundarstjóri var Thorvald Imsland. Rauð verkalýðseining gekkst svo fyrir útifundi við Miðbæj- arskólann, og Sameining fyrir fundi á Hótel íslandsplaninu, eða Hallærisplaninu. Á fundunum öllum voru flutt ávörp, og sungnir voru baráttusöngvar, auk þess sem lúðrasveitir léku. Eftir fundina var síðan boðið til kaffidrykkju á nokkrum stöðum með hefðbundnum hætti. Útifundurinn á Hallærisplaninu. Frá opnu húsi i Valhöll fyrsta maí. Myndina tók Ragnar Axelsaon. Vel heppnuð 1. maí dagskrá í VaJhöll SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN Heimdallur, Hvöt og óð- inn gengust fyrir opnu húsi i Sjálfstæðishúsinu Valhöll hinn fyrsta maí. Boðið var upp á kaffi og meðlæti, og flutt ávörp i tilefni dagsins. Þótti þetta nýmæli i starfsemi félaganna takast vel, að sögn Mörtu Guðjónsdóttur á skrifstofu Hiemdallar, og f jölmargt fólk lagði leið sina i Valhöll siðdegis. Fyrir nokkrum árum var jafnan opið hús í Valhöll fyrsta maí, en svo hefur þó ekki verið undanfarin ár, meðal annars vegna flutninga og breytinga hjá Sjálfstæðisflokknum. Nú er hins vegar ætlunin að gera þetta „opna hús“ á fyrsta maí fastan lið í starfi félaganna. Ávörp fluttu þau Guðmundur H. Garðarsson, Bárður Árni Steingrímsson og Björg Einarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.