Morgunblaðið - 03.05.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.05.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1980 3 Aðalfundur Eimskipafélagsins: Rekstrartap 46 milljónir króna Afskriftir rúmlega 2 milljarðar í RÆÐU stjórnarformanns Eimskipafélags íslands Halldórs H. Jónssonar, á aðalfundi félagsins í gær kom fram að heildartekjur félagsins á árinu 1979 voru 20.167 millj. kr., en höfðu árið áður numið 14.411 millj. kr. Tap varð á rekstri félagsins að upphæð 45,7 millj. kr., þegar tekið hefur verið tillit til allra rekstrargjalda ársins: liðanna fjármagnstekjur og fjármagnsgjöld og opinberra gjalda vegna rekstursins á árinu 1979. Afskriftir ársins námu 2.155 millj. kr. Þá gerði Halldór grein fyrir því, að ársreikningar lægju nú fyrir í verulegu breyttu formi og jafn- framt hefði reikningsskilareglum verið breytt verulega. Gerði það samanburð ársreikninganna fyrir árið 1979 og 1978 erfiðan. Hann sagði þó rétt að benda á, að tap ársins hefði orðið verulega meira, ef gert hefði verið upp eftir hinum eldri aðferðum. Hefði tap ársins þá orðið um 700 millj. kr. Er í meginatriðum hægt að bera þá tölu saman við afkomuna árið 1978, en tap það ár nam 565 millj. kr. Þetta er annað árið í röð sem tap verður á rekstri félagsins og sagði Halldór að svo gæti ekki haldið áfram, ef unnt ætti að vera að endurnýja skipastól þess og ráðast í nauðsynlegar fram- kvæmdir. Þá sagði Halldór: „Að stærstum hluta má rekja lélega afkomu ársins 1979 til tvenns. Annars vegar til vinnustöðvunar farmar.na, sem stóð samfleytt í 8 vikur á háannatíma félagsins, og síðan yfirvinnubanns farmanna, sem dæmt var ólöglegt. Hins vegar má rekja þennan taprekstur til mikillar tregðu stjórnvalda til að heimila eðlilegar hækkanir á þeim flutningsgjöldum skipafélag- anna, sem háð eru verðlagseftir- liti, en þær hækkanir ættu að vera í samræmi við hækkanir olíu- verðs, launa- og annars rekstrar- kostnaðar." Halldór sagði að úr hefði rætzt í rekstri félagsins er verðlagsyfir- völd heimiluðu hækkanir á farm- gjöldum í júlí sl., og að reksturinn hefði staðið undir sér síðari ár. Heildareignir Eimskipafélags- ins í árslok voru 24.290 millj. kr. Skuldir félagsins til skamms og langs tíma, heima og erlendis, námu 15.023 millj. Eigið fé félags- ins er því 9.268 millj. kr. eða 9,3 milljarðar. Þá sagði Halldór: „Ég vil vekja athygli á því, góðir fundarmenn, að efnahagur Eimskipafélagsins er traustur og stendur föstum fótum." Stjórnarkjör Úr stjórn áttu að ganga þrír menn, Axel Einarsson, Indriði Pálsson og Thor R. Thors en þeir voru allir endurkjörnir. Stjórn félagsins hefur skipt með sér verkum: Halldór H. Jónsson for- maður, Ingvar Vilhjálmsson, varaformaður, Thor R. Thors, rit- ari og Axel Einarsson gjaldkeri, Pétur Sigurðsson, Indriði Pálsson og Halldór E. Sigurðsson. Halldór H. Jónsson stjórnarformaður og Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskipafélags íslands. Ljósm. ói.K.Mag. Valdimar Indriðason varaþingmaður: Var ekki að leggja bless- un mina yfir ríkisstjómina Mun þó verja hana falli meðan ég sit í þingsæti Friðjóns Endurnýjun skipakosts Eimskipafélagsins felur í sér að áhersla verður lögð á kaup skipa af þessari gerð þar sem svokölluð RoRo aðferð verður ráðandi. „ÞAÐ vita allir, hvernig ég sit þarna, að ég er varamaður fyrir Friðjón Þórðarson og má hver líta á það sem vill, hvort ég get gengið þvert á það, sem hann er búinn að ganga frá áður en hann fer, án þess að binda mig á nokkurn hátt. Ég held, að fæstir hefðu gengið þvert á það,“ sagði Valdimar Indriðason, varaþing- maður Friðjóns Þórðarsonar dómsmálaráðherra, en Valdimar greiddi atkvæði með tekjuskatts- frumvarpi ríkisstjórnarinnar aðfaranótt 1. maí og tryggði þar með framgang laganna, þar sem aðeins eitt atkvæði skildi á milli, frumvarpið var samþykkt með 20 atkvæðum gegn 19. Við hjá- setu Valdimars hefði frumvarpið fallið á jöfnu. Morgunblaðið spurði hann þá, hvort hann væri stuðningsmaður þessarar ríkisstjórnar og svaraði hann þá: „Það liggur ekkert fyrir, en ég mun verja hana falli á meðan ég sit í sæti Friðjóns. Ég held að menn muni skilja það. I raun var ég settur þarna mjög óvænt í ákaflega mikinn vanda, sem enginn átti von á fyrr en um nóttina. Þá var ekkert annað fyrir mig en taka ákvörðun, að gera upp við sjálfan mig, og mig einan, hvað væri réttast að gera. Ég taldi mig vera að svíkja Friðjón Þórðarson fjarverandi, ef ég hefði gert það á annan hátt en þennan. Það taldi ég ekki hlut- verk mitt þarna, en með þessu er ég þó ekki að leggja blessun mína yfir þessa ríkisstjórn. Með þessu fór ég eftir minni beztu sam- vizku." Gjörbylting fyrirhuguð á skipakosti Eímskips AÐ UNDANFÖRNU hefur verið unnið að endurskoðun á skipastóli Eimskipafélagsins og hvaða flutningaaðferðir yrðu hentugastar fyrir rekstur félagsins á næstu árum. Liggja niðurstöður þessara athugana fyrir. Hefur stjórn félagsins rætt þær og markað sér stefnu, sem fram kom i ræðu Halldórs H. Jónssonar stjórnarformanns félagsins á aðalfundi þess í gær. í aðalatriðum er stefnumörkunin eftirfarandi: 1. Endurnýjað verður með fjöl- skipum og/eða ro/ro-skipum. Að líkindum verður aðaláherslan lögð á fjölskip þar sem ro/ro er ráðandi aðferð. 2. Skipum í áætlunarsiglingum mun fækka og þau stækka. Stefnt er að því að sama skip sigli á fleiri hafnir en nú er, en ferða- og viðkomutíðni skipanna verður óbreytt. 3. Notkun gáma af ýmsum gerð- um mun aukast og jafnhliða notk- un afkastameiri lestunar- og losun- artækja, þ.e. stórra lyftara, krana, dráttartækja og dráttarvagna. Gert er ráð fyrir verulega aukinni notkun frystigáma. 4. Byrjað verður á endurnýjun skipa fyrir meginlandsleið. Jafn- framt verður núverandi skipakosti á Skandinavíuleið breytt með því að taka önnur skip félagsins sem betur henta til siglinga á þeirri leið. Einnig verður stefnt að end- urnýjun skipa á þessari leið með nýjum skipagerðum. 5. Áhersla verður lögð á að sem mest af útflutningi sé flutt í áætlunarskipum til að auka nýt- ingu skipanna og halda niðri flutn- ingsgjöldum. 6. Áhersla verður lögð á að veita alhliða flutningaþjónustu, þannig að félagið taki að sér í vaxandi mæli að sjá um flutning vöru alla leið frá framleiðanda, eða seljanda, í vöruhús kaupanda á áfangastað. 7. Endurnýjun skipastólsins mun hefjast á árinu 1980. Stefnt er að því að skip af ofangreindum gerðum verði tekin í notkun á meginlandsleið á komandi hausti. 8. Gera má ráð fyrir, að þessar breytingar fari að verulegu leyfi fram á næstu tveimur árum. Kann- að verði hverju sinni hvort endur- nýjun fari fram með leigu, kaupum á notuðum skipum eða með nýsmíði skipa. Sala á eldri skipum og kaup á nýjum Halldór H. Jónsson sagði í ræðu sinni að félagsstjórnin hefði ákveð- ið að setja þegar nokkur skip félagsins á sölulista. Er ráð fyrir því gert að framangreindar breyt- ingar hafi í för með sér fækkun að minnsta kosti fjögurra til fimm skipa á næstu tveimur misserum umfram þau skip, sem keypt verða eða leigð. Þá hefur verið ákveðið að fram- angreind endurnýjun verði fyrst um sinn gerð með kaupum eða leigu á notuðum skipum eða skip- um, sem smíðuð eru fyrir aðra aðila. Nýsmíði kemur síðar til greina. Þrátt fyrir þessar breytingar mun ferða- og viðkomutíðni skip- anna ekki breytast né framboð á flutningsrými minnka. Fiskirækt í Kolku og Hjaltadalsá Sauðárkróki, 2. maí 1980. AÐALFUNDUR veiði- og fiskiræktarfélagsins Kolku var haldinn að Skúfsstöðum i Hjaltadal hinn 29. fyrra mánaðar. Gisli Pálsson bóndi á Hofi i Vatnsdal, formaður Hólalax hf., mætti á fundinum og gerði grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum við klakeldis- stöð á Hólum. Hún er nú á teikniborðinu hjá Guðmundi Gunnarssyni i Reykjavik. Á fundinum lagði Gísli fram áætlun um nýtingu Hjaltadalsár og Kolku með hafbeit á laxfiskum í huga. Það er talið mjög áhuga- vert fyrirtæki, og líklegt, að þar sem vatn fiskeldisstöðvarinnar rynni í Hjaltadalsá yrði endurh- eimt fiska mjög há. í samtali við fréttaritara Morg- unblaðsins sagði Gísli, að á árinu 1981 yrði dreift um Kolku og Hjaltadaisá allt að 100 þúsund sumaröldum seiðum, en á næsta ári, það er 1982, 100 þúsund sumaröldum seiðum og 10 þúsund gönguseiðum. Fljótlega færi svo gönguseiðum fjölgandi, en þeim sumaröldu fækkandi. Gönguseið- in væru látin fara sjálfkrafa í útitjarnir sem notuðu afrennsli stöðvarinnar. Eftir fimm ár yrðu árnar alllíflegar, en síðan færi endurheimtan hraðvaxandi. Árn- ar yrðu leigðar til stangveiði, en sá lax sem kæmi að stöðvarvegg nýttur sem söluvara eða sem klakfiskur. Fundurinn fól stjórninni ásamt Gísla Pálssyni að beita sér fyrir stofnun hlutafélags með áhuga- mönnum úr Hólalaxi hf. til þess að hrinda málinu í framkvæmd. Formaður Veiði- og fiskiræktar- félagsins Kolku er Sigurður Þorsteinsson bóndi á Skúfs- stöðum. — Kári. Góður af li á Hellissandi Hellissandi. 2. mai 1980. HÉR er nú sem víðast annars staðar komið þorskveiðibann, en hér í Riíi var samtals landað 7.312 tonnum. En á sama tima í fyrra voru það 5.326 tonn. Þrír aflahæstu bátarnir eru þessir: Hamar SH 224 er afla- hæstur með 986 tonn, næstur er Tjaldur SH 270 með 967 tonn og þriðji er Rifsnes SH 44 með 920 tonn. — Rögnvaldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.