Morgunblaðið - 03.05.1980, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.05.1980, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1980 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI Er nú ekki nógu erfitt samt fyrir unglinga, úti á landsbyggð- inni að sækja skóla til Reykja- víkur, þó þeir geti, með ærnum kostnaði, farið heim til sín tvisvar yfir veturinn, fyrir jól og páska, án þess að eiga eins níðingslegt óréttlæti og þetta yfir höfði sér. Amma utan af landi. • Ekki á flæðiskeri stödd, ef... Kæri Velvakandi. Ég ætla að segja nokkur orð sem svar við skrifum Kristjáns Gissurarsonar. Ekki býst ég við að breyta skoðunum Kristjáns en ætla að skýra betur nokkur atriði, sem hann virðist hafa misskilið. Ekki voru það mín orð, að Mú- hameð hafi verið endurbætt út- gáfa af Jesú. Ekki var Jesús endurbætt úgáfa af Móse, báðir voru þeir birtendur Guðs og ómissandi fyrir andlega fram- þróun mannkynsins. Á sama hátt var Múhameð birtandi Guðs og ómissandi kennari í áætlun Guðs fyrir mannkynið. En þarfir mannkynsins í dag eru aðrar en þær voru á dögum Jesú eða á dögum Múhameðs. Hlutverk Múhameðs var að sameina menn- ina í þjóðríki en hlutverk Bahá’il- láh er að sameina allt fólk jarðar- innar sem eina fjölskyldu. Það verður ein hjörð og einn hirðir. Nú höfum við fjarskipti og samgöngu- tækni, sem gera þetta kleift en hvorugt var fyrir hendi á dögum Múhameðs og því síður á dögum Jesú. Ekki veit ég hvað Kristján meinar þegar hann segir: „Engin orð Jesú eða aðrar heimildir eru fyrir því að hann komi aftur dulbúinn". Múhameð, Báb og Bahá’illáh fóru aldrei í felur með það hverjir þeir væru. Ég ráðlegg Kristjáni að iesa orð þeirra sjálfra til að sjá að ég fer með rétt mál. Túlkun Kristjáns á spádómi Jesú um huggarann tel ég ranga. Ekki væri íslenzka þjóðin á flæði- skeri stödd í andlegum efnum, ef meira en 90 prósent hennar væru full af heilögum anda. Spádóm- arnir voru innsiglaðir til tíma endalokanna og Bahá’ialláh einn var fær um að ljúka upp merkingu þeirra til fulls. Hveragerði 23. apríl Baldur B. Bragason • Er það þetta sem á að gera fyrir börnin? Ég vil byrja á að þakka Rúnari Vilhjálmssyni félagsfræð- inema fyrir hans ágætu grein í Morgunblaðinu 31. jan. í vetur þar sem hann skrifar á móti frjálsum fóstureyðingum. Það er gleðilegt þegar ungir menn taka slíka jákvæða afstöðu og þora að segja meiningu sína. Við getum verið þakklátar að eiga slíkan málsvara sem Rúnar Vilhjálmsson er. En hvað með okkar ungu menntakonur. Finna þær enga hvöt hjá sér eða vilja til að skrifa á móti fóstureyðingum og bann- færa slík lög. Eða félagssamtök kvenna? Ættu þau ekki að vinna að því og koma því á að frumvarp- ið um frjálsar fóstureyðingar verði tekið aftur upp á Alþingi og fá það endurskoðað. Við áttum fulltrúa á Alþingi, en hann og fleiri þingmenn lögðust svo lágt að leggja blessun sína yfir þetta ógeðslega frumvarp á sínum tíma. I fyrra var haldið barnaár og margt var þá rætt og ritað um það hvað mikið ætti að gera fyrir börnin. En í útvarpi og sjónvarpi var það jafnframt upplýst að 300—400 fósturmorð voru fram- kvæmd hér á landi og fari fjölg- andi. Er þetta það sem á að gera fyrir börnin í framtíðinni, að drepa fóstur í móðurlífi? Leikritið „Logi og bræður hans“ var leikið í útvarpinu í vetur. Væri óskandi að það leikrit yrði endur- tekið einu sinni til tvisvar í útvarpinu, því leikritið átti sann- arlega mikið erindi til þerra ráða- manna á Alþingi, sem innleiddu frumvarpið um frjálsar fóstureyð- ingar og jafnframt til allra þeirra sem leggja blessun sína yfir frum- varpið. Sigríður Gottskálksdóttir Þessir hringdu . . . Þakkir til séra Guð- mundar S. hringdi: Mig langar að þakka séra Guðmundi Oskari Ólafssyni fyrir erindi hans í útvarpinu um trúar- legt uppeldi barna. Mig langar einnig til að skora á útvarpið að endurflytja það og beina því til dagblaðanna, og þá sérstaklega Morgunblaðsins, að fá þetta erindi til birtingar. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á meistaramóti Leningradborg- ar í ár sem háð vár fyrir stuttu kom þessi staða upp í skák þeirra Shashins, sem hafði hvítt og átti leik, og Agapovs. 33. Dg2!—Bxgl, 34. f6!-Rc6, (Ef 34 ... Ke8 þá 35. Dg8+-Kd7, 36. Dxf7+—Kc8, 37. Be6+-Rd7, 38. De8+—Dd8, 39. f7 og hvítur vinn- ur) 35. Dg7+—De8, 36. Bxf7+— Kd7, 37. Dg4+ og svartur gafst upp. HÖGNI HREKKVÍ SI Bifreiðaeigendur athugiö: Höfum í sumar opiö alla virka daga frá kl. 8—18.40. Lokað um helgar. Bón og þvottastööin h.f., Sigtúni 3. Seltirningar Vorskemmtun Selkórsins verður haldin í félags- heimilinu í kvöld og hefst með skemmtiatriðum kl. 20.30. Dansað til kl. 00.02. Miðasala og borðapantanir milli 2 og 4. Selkórinn Seltjarnarnesi Lopapeysur Kaupum lopapeysur alla liti og stærðir. Móttaka frá kl. 1—6 virka daga. Lesprjón hf. Skeifunni 6. Bílamálarar Munið Dupont vörukynninguna aö Hótel Loftleiöum (Leifsbúö) í dag, laugardag, kl. 13.30. Orka h.f. Til sölu Husqvarna 360 Moto-Cross mjög lítlö notað. Verö 1400 þús. Upplýsingar i síma 76480 eftir kl. 7 á kvöldin. VIÐTALSTIMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins I Reykjavík Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksiná veröa til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá klukkan 14.00 til 16.00. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boöiö aö notfæra sór viötalstíma þessa. Laugardaginn 3. maí verða til viðtals Friðrik Sóphusson afþingismaöur og Sveinn Björnsson, varaborgarfulltrúi. Sveinn er í íþróttaráði Reykja- víkurborgar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.