Morgunblaðið - 03.05.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.05.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1980 Hákon Bjarnason Til er fjöldi trjátegunda af ættkvísl hlyntrjáa, allt að 115 segja fræðibækur. Þó eru ekki til nema þrjár tegundir í Mið- Evrópu, og af þeim aðeins ein, sem náð hefur umtalsverðum þroska hér á landi. í daglegu tali nefnist tréð aðeins hlynur, en á stundum hefur það verið nefnt garðahlynur til aðgreiningar frá öðrum tegundum. Latneska nafnið er Acer pseudoplatanus. önnur hlyntegund vex hér líka í fáeinum görðum, sú er nefnist broddhlynur eða Acer platanoid- es á máli plöntufræðinga. Verð- ur hér einkum rætt um fyrr- nefnda tegund en aðeins vikið að hinni síðari í niðurlagi. Heimkynni hlyns þessa er Mið-Evrópa, einkum Aplafjöllin og fjallgarðarnir þar fyrir aust- an. Talið er að hann nái bestum þroska í 900 til 1200 metra hæð yfir sjó, en víða fara trén allmiklu hærra, allt upp í 1800 metra og jafnvel hærra á ein- stöku stöðum. Þjóðverjar nefna tegundina Bergahorn og mætti því alveg eins nefna hana berg- hlyn á okkar máli í stað garð- hlyns. hans hafi hirt úrgangsplöntu af haug árið 1918 og plantað henni í garðshornið, og af henni er hlynurinn vaxinn. Einhver lima- ríkasti hlynurinn í borginni er í garði neðst á Mímisvegi og stórir hlynir eru við Laufásveg 49, en eins og víða hefur sumum verið valinn staður alltof nærri hús- veggjum. Slíkt má aldrei eiga sér stað, enda þótt hlynurinn þurfi bæði sól og skjól í uppvexti. Hlynur vex hratt á unga aldri þegar honum líður vel, og hann fer að bera blóm og fræ um þrítugt. Blómin eru gulgræn í klösum, ýmist ein- eða tvíkynja. En það er einkennilegt í fari hans, að á stundum eru trén ýmist karl- eða kventré, og enn furðulegra er það, að karltrén eru talin hraðvaxnari og bein- vaxnari en kventrén. Fræin eru stór, líkust baun með 3 senti- metra löngum væng. Þegar þau falla af trénu snúast þau eins og þreytispjöld og geta þá komist nokkurn spöl frá móðurinni. Fræin ná að þroskast hér í sæmilega góðum sumrum og það er ekki óalgengt að finna hlyn- plöntur á fyrsta ári í grasflötum Illynvir Hlynurinn er stórt, limaríkt og laufmikið tré. Hann er þurftamikill og vex aðeins vel í frjóum og djúpum jarðvegi. Vex hann einkum í lundum innan um aðrar trjátegundir en myndar sjaldan víðáttumiklar skógar- breiður, líkt og reynir. Blöðin eru stór og handsepótt og varpar tréð miklum skugga. Þau þola töluverðan næðing án þess að skorpna. Blöð og brum standa gagnstætt á greinum, og ,ef endabrum skemmist af frosti eða öðrum ástæðum hættir trénu til að vera tvítoppa og jafnvel margtoppa, og er því ráð að taka eftir slíku í tíma og laga með klippingu. Annars breiðir tréð alltof mikið úr sér og tekur upp rými fyrir öðrum gróðri. Þótt norðurmörk hlyns séu við landamæri Danmerkur og í Suður-Englandi þrífst hlynur langt norður eftir Noregi, allar götur norður í Troms-fylki. Þar sem honum hefur verið plantað í laufskóga Danmerkur og Skandinavíu hefur hann víða rutt sér til rúms og heldur þá öðrum trjátegundum niðri. Hann er aðgangsharður og er greinilega að ryðja sér braut norður á bóginn. Hér á landi er töluvert af hlyni í görðum í Reykjavík, og eru flest þeirra á aldrinum 40 til 50 ára. A Akureyri minnist ég ekki að hafa séð hann, né heldur annarsstaðar. Elsti hlynurinn er við Laufásveg 5, en hann er illa vaxinn og bældur af álminum við hliðina. Honum var plantað 1888 og kom hann hingað frá Skotlandi. Annar hlynur er á horni Suðurgötu og Vonarstræt- is. Hann er ekki hár en gildur og með stóra krónu. Gunnar Bjarnason verkfræðingur og fyrrum skólastjóri óx upp í húsinu Suðurgötu 5, sem nú er horfið, segir mér frá því, að faðir í görðum, en þær eru slegnar með grasinu. Fræin liggja oft eitt sumar yfir í jörð áður en þau spíra og því þarf einhverja hvata á þau til að þau lifni öll á fyrsta vori. Ungar hlynplöntur eru býsna viðkvæmar og oft er erfitt að koma þeim á legg í misjafnri tíð, en þær harðna með aldrinum og því ætti ekki að planta þeim í garða fyrr en þær eru nokkurra ára og sæmilega stórar. Þá eru þær komnar yfir viðkvæmni barnsáranna. Hlynur er ekki kvillagjarn. Hvorki lýs né maðkar herja á hann að nokkru marki og svepp- ir og annar ófögnuður sækir lítt á hann. Viðurinn er sléttur, harður og mjög áferðarfallegur, hvítur eða gulhvítur á lit. Hann er notaður til margskonar smíða, í þilplötur og til iðnaðar í pappír og fleira. Látum svo staðar numið með garðahlyn eða berghlyn. Hér sést og annar hlynur í einstökum görðum, broddhlynurinn. Hann er miklu viðkvæmari en hinn og er allhætt við haustkali. Samt eru norðurmörk broddhlyns um miðbik Noregs og því mætti ætla, að hann þrifist betur. Sú hefur ekki orðið raunin á, hvorki hér né á Akureyri. Vera má, að hingað hafi ekki fengist nógu góð kvæmi, og mætti kanna það. Svo eru og fjórar tegundir hlyna í Norður-Ameríku, sem ekki hafa verið fluttar hingað frá nógu norðlægum stöðum. Tvær þeirra vaxa á Nýfundnalandi og tvær eru í suðurhluta Alaska. Annar er smávaxinn hlynur, Acer glabrum, sem að líkindum gæti orðið garðtré hér, ef fræ væri sótt á rétta staði. Möguleik- arnir til að auðga gróðurríki landsins eru víða, ef við bara réttum út hendurnar í réttar áttir. Þorsteinn Gylfason: Gísla þáttur Pálssonar í grein minni „Hvers vegna í dauðanum?", sem birtist í Morg- unblaðinu laugardaginn 12ta apríl 1980, drap ég á að þvílík væri eymd þeirrar sálarfræði sem þættist geta mælt greind manna, að hún gæti ekki einu sinni gert grein fyrir svo hversdagslegu fyrirbæri sem skilningi einfaldra setninga, hvað þá miklu flóknari þáttum almennrar greindar á borð við fyndni. í Morgunblaðinu frá fimmtudeginum 17da apríl gerir Gísli Pálsson á sína vísu tilraun til að hnekkja þessari fullyrðingu minni, að vísu ekki með fræðilegri greinargerð um fyndni, heldur með því að vera fyndinn. Uppistaðan í þessari tilraun Gísla er að slá saman í eitt málstað tveggja manna, mínum og Ingjalds Tómassonar, en Ingjald- ur hafði ritað grein um fornsög- urnar í Morgunblaðið hinn llta apríl; vildi hann þar veg þeirra sem mestan, bæði sem lifandi bókmennta og sannfræði. Var ljóst af grein Gísla að það átti að vera mér til sérstakrar háðungar að vera settur á bás með Ingjaldi, og þó skör lægra í básnum. Og þarna bregzt Gísla gamansemin fyrsta sinni: hann gætir þess ekki að mér kunni að vera sómi að þessum félagsskap. Því hvað sem skoðunum Ingjalds líður á sann- fræði fornsagna og fleiri málefn- um, þá er hann að minnsta kosti prýðilega skrifandi maður, sem er meira en sagt verður um Gísla sjálfan svo að dæmi sé tekið. Hver skyldi annars Ingjaldur Tómasson vera? Hann er roskinn verkamaður í Reykjavík, en mun hafa horfið af mölinni um skeið á kreppuárunum og stundað búskap fyrir austan fjall. Hann er einn þeirra ótalmörgu íslenzku erfið- ismanna fyrr og síðar sem hafa „reynt að lifa ofurlitlu andlegu lífi eftir beztu föngum," eins og Stephan G. Stephansson komst að orði um sjálfan sig. Hann hefur um tveggja áratuga skeið skrifað greinar í Morgunblaðið og Dag- blaðið um hugðarefni sín: íslenzk- an landbúnað og skógrækt, íslenzkt þjóðerni og íslenzka tungu, siðferði okkar sem nú lifum og sannfræði fornsagna. Og sam- neyti við slíkan mann þykir Gísla Pálssyni vera háskólakennaranum Þorsteini Gylfasyni til háðungar, einkum þó kannski þar sem Þor- steinn þessi býr á Aragötunni. En þar virðist Gísli vera á sama báti og samkennari hans Ólafur Ragn- ar Grímsson að hann hefur brenn- andi áhuga á heimilisfanginu því. Fyndni Gísla er ekki öll. Hann lýkur grein sinni á þeirri tillögu að okkur Ingjaldi verði veitt Fálkaorðan sem hann nefnir svo, áður en það sé um seinan. Matthí- as Johannessen segir að hér geti tæpast verið um hina íslenzku fálkaorðu að ræða, heldur hljóti þetta að vera nýtt heiðursmerki sem Gísli veiti sjálfur, enda séu það ekki margir okkar íslendinga sem standi undir heitinu Fálki með stórum staf. Annar vinur minn vakti hins vegar athygli mína á lokaorðum Gísla: áður en það er um seinan. Verður þetta skilið öðru vísi en sem morðhótun við okkur Ingjald? Nema það sé þessi létta kímni sem okkur eyj- arskeggjum er svo töm. Hvernig væri að Gísli rannsakaði nú skop- skyn sitt fræðilega? Þá ræð ég honum að byrja á að lesa vandlega rit Sigmundar Freud Fyndni og rætur hennar i dulvitundinni. Ásgeirs þáttur Sigurgestssonar Laugardaginn 26ta apríl ritar Ásgeir Sigurgestsson í Morgun- blaðið greinina „Þorsteinn Gylfa- son móðurmálið og byltingin". Ásgeir á það sammerkt með Gísla að bregðast við lýsingum mínum á eymd sálarfræðinnar og annarra mannfélagsfræða, studdum dæm- um og rökum, með því að æpa að mér ókvæðisorð um hvað ég sé ómögulegur heimspekingur — sem ég auðvitað er. Einu sinni heyrði ég tvær litlar stúlkur kallast á vestur á Ásvallagötu, og æpti önnur: „Pabbi þinn er miklu rang- eygðari en mamma mín!“ Hann var það. Þeim Ásgeiri og Gísla er líka sameiginleg árátta til að slá um sig með rökfræði; þannig telur Ásgeir sig dómbæran um að ég hafi týnt niður allri þeirri rök- fræði sem ég hljóti að hafa lært á námsárum mínum. Báðir tala um „skýringar", „forsendur", „álykt- anir“ og þar fram eftir götunum, en bersýnilegt er að hvorugur þeirra hefur minnsta skilning á þvílíkum orðum. Svo að dæmi sé tekið telur Gísli um grein mína að „framhjáhlaup höfundar" gangi „beinlínis gegn ályktunum hans“. Hann heldur áfram: „Þorsteinn ver t.d. mörgum orðum í að gagnrýna það sem hann kallar ‘stuðulstrú’, en um leið heldur hann uppi vörnum fyrir náskylda stuðulstrú, sem ‘miðar að því að nemendum lærist það sem réttast er í hverri grein’. Mun leitun á skýrara dæmi um eymd heimspek- innar.“ Og lesi menn nú vandlega: hér heldur Gísli því fram að eins konar mótsögn sé á milli þess að telja annars vegar tilgangslaust að reyna að finna fólksfjölgun- arstuðul, frjósemisstuðul jarðvegs eða greindarvísitölu, og trúa því hins vegar að hægt sé að kenna fólki að syngja réttan keðjusöng, skrifa rétta ítalska skrift, bera rétt fram þýzku eða íslenzku, yrkja rétta limru. Við menn sem svona hugsa er auðvitað ekkert að segja nema hvort þeir vilji ekki reyna að hugsa um eitthvað ann- að. Loks má nefna að Ásgeir Sigur- gestsson leggur á það stöðuga áherzlu að ég geti ekki talizt menntamaður. Eins og mér er nokkur sómi að félagsskap við Ingjald Tómasson, þá er mér líka sómi að því að Ásgeir, sem virðist telja sjálfan sig menntamann, vilji ekki hafa mig þar í flokki nema í gæsalöppum. Að fúkyrðum frátöldum og get- sökum um að ég hyggist bjóða mig fram til þings og öðru í svipuðum dúr, gengur grein Ásgeirs út á tvennt. Öðru þessara efnisatriða eru gerð mun betri skil í grein eftir Sigurð Júl. Grétarsson frá 19da apríl og mun ég svara því þegar að henni kemur síðar í þessari grein. Hitt efnisatriðið er að hann telur mig ætla sálfræð- ingum skelfilegt innræti. Þetta er mesti misskilningur. Á innræti sálfræðinga var ekki minnzt einu orði í grein minni. Kannski Ásgeir skilji ekki orðið ‘innræti’; það væri alveg eftir sálfræðingi. Að innræti Gísla Pálssonar hefur verið vikið í þessari grein: hér hefur verið leitt í ljós að Gísli er snobb að innræti; honum finnst Ingjaldur Tómasson verkamaður ófínn og heldur að hann varpi rýrð á háskólakennarann Þorstein Gylfason (sem býr á Aragötunni) með því að setja þá Ingjald undir einn hatt. Að engu slíku var vikið í fyrri grein minni; þar var ekki einu sinni leitt getum að innræti fals- arans Sir Cyrils Burt, hvað þá annarra. Þar var aðeins um eitt að ræða: viðgang hvers konar félags- fræða, einkum sálarfræði og upp- eldisfræði, á síðustu tímum og jafnhliða afturfarir mannlegra fræða, einkum eins og þær koma fram í hrakandi móðurmáls- kennslu víða um lönd. í grein minni var svo varpað fram, Helga Hálfdanarsyni til umhugsunar, ofurlítilli tilgátu um hugsanlegt samband þessa tvenns: það að síversnandi tök manna á máli og hugsun kynnu að vera forsenda þess að hin aðskiljanlegu félags- vísindi næðu að dafna. Að vísu drap ég líka á stéttabaráttu iðk- enda þessara fræða, en hún kemur innræti þeirra nánast ekkert við. Nema hvað venjulega getum við gengið að því vísu að stéttabaráttu heyi menn af sómasamlegum hvötum, oftast þeim að sjá sér og sínum farborða. Og til að taka nú af öll tvímæli vil ég fullvissa Ásgeir um að ég hef aldrei efazt um að allur þorri sálfræðinga, uppeldisfræðinga og félagsfræð- inga vinni störf sín í góðri trú. Það er einmitt þess vegna sem fræði þeirra eru háskaleg. Sigurðar þáttur Grétarssonar Grein Sigurðar „Má sálarfræði ekki vera til?“ birtist í Morgun- blaðinu laugardaginn 19da apríl sem fyrr er sagt. Er hún á allt öðru menningarstigi en greinar þeirra Ásgeirs og Gísla; mér þykir vænt um það af því að Sigurður hefur lært svolítið í heimspeki. En hleypur á sig samt. Þar ber mest á því að Sigurður telur sér trú um mikla firru, eins og þeir Ásgeir og Gísli gera auðvitað líka. Sigurður segir: „Vegna þess að mannbóta- fræðin gekk sér til húðar, telur Þorsteinn sjálfgefið að greind- arpróf séu della." Og nú verð ég að biðja Sigurð minn að lesa betur; kannski hann nenni að segja þeim Ásgeiri og Gísla til í leiðinni. I grein minni sagði ég brot úr sögu mannbótafræði og greindar- sálarfræði; saga þessa tvenns verður ekki sundur skilin allt fram á síðustu tíma, svo sem ráða má af Mannbótum Steingríms Arasonar. Þessa sögu sagði ég ekki sálfræðingum samtímans til óvirðingar, hvað þá að ég léti nokkurs staðar í ljósi þá heimskulegu skoðun að þeir beri ábyrgð á glöpum fyrirrennara sinna. Söguna sagði ég, eins og ég tók fram berum orðum oftar en einu sinni, til marks um „skeyt- ingarleysi mannfólksins um börn sín“ og andlega velferð þeirra. Því fer svo fjarri að ég telji eitthvað „sjálfgefið" um greind- arpróf í ljósi sögu greindarfræð- anna, að ég gætti þess vandlega í greininni að freista lesarans ekki einu sinni til að hafa falsanir Cyrils Burt til marks um að greindarpróf séu fráleit. Kjarni málsins um Burt er sá sem svo er lýst í grein mini: Viö þessa fölsunarsögu bæt- ist svo sú staöreynd, sem er háifu verri, aö þaö skiptir næsta litlu máli hvort gögn Burts eru fölsuö eöa ekki. Öll fræöileg umgerö gagnasöfn- unarinnar, jafnt hugtökin sem beitt er sem tölfræöileg úr- vinnsla úr gögnunum, mun vera meö þeim endemum aö engin reynslugögn, hversu ófölsuö sem þau væru, heföu getaö leitt neitt í Ijós um arfgengi sálargáfna eöa önn- ur efni sem Burt voru hugleik- in. Og í krafti þessara aumu fræöa óö þessi maöur og allt hans liö uppi í brezka skóla- kerfinu í áratugi. Þess má kannski geta að þessi lýsing á, að breyttu breytanda, eins við um útvarpsrannsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, sem ég hygg að sé helzta „vísindaafrek“ félags- vísindadeildar til þessa dags, en að þeirri rannsókn víkur Ingjaldur Tómasson fáeinum orðum í grein sinni um fornsögurnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.