Morgunblaðið - 03.05.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1980
5
Feðgin sýna
á Snerru-
lofti í Mos-
fellssveit
í DAG, laugardag, verður opnuð
sýning á vatnslita- og olíumynd-
um eftir feðginin Önnu Georgs-
dóttur og Georg Vilhjálmsson.
Sýningin er á Snerrulofti í Mos-
fellssveit og stendur yfir i hálfan
mánuð. Hún er opin á verzlun-
artima á virkum dögum og um
helgar.
Aðalfundur
og fyrirlestur
AÐALFUNDUR Félags áhuga-
manna um heimspeki verður hald-
inn sunnudaginn 4. maí í Lögbergi
kl. 13.00. Að fundinum loknum kl.
14.30 hefst fyrirlestur. Fyrirlesari
verður Hannes Hólmsteinn Giss-
urarson og nefnir hann erindi sitt
„Er lágmarksríkið eitt réttlætan-
legt“?
Fyrirlesturinn fjallar um kenn-
ingu bandarísks heimspekings,
Robert Nozicks, um ríkið og rétt-
lætið.
Fjölmenni á
aðalfundi
Sjálfstæðis-
félags Skaga-
fjarðar
SauAárkróki, 2. mai 1980.
AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfé-
lags Skagfirðinga, en félagssvæði
þess er Skagafjarðarsýsla utan
Sauðárkróks, var haldinn þriðju-
daginn 29. apríl síðastliðinn, í
Sæborg á Sauðárkróki.
Fjölmenni var á fundinum og
sótti hann fólk víða að úr hérað-
inu. Fundarstjóri var séra Gunnar
Gíslason í Glaumbæ, fyrrverandi
alþingismaður.
Guðmundur Stefánsson bóndi á
Hrafnhóli var endurkjörinn for-
maður félagsins, og með honum í
stjórn eru: Birgir Haraldsson
bóndi Bakka, Páll Dagbjartsson
skólastjóri Varmahlíð, Pálmi
Rögnvaldsson bankamaður Hofs-
ósi, Sólberg Steindórsson bóndi
Birkihlíð.
í kjördæmisráð voru kosnir
Guðmundur Stefánsson, séra
Gunnar Gíslason og Páll Dag-
bjartsson. Þá voru kosnir 19 menn
í fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna
í Skagafirði.
Undanfarið hefur verið unnið að
endurskipulagningu félagsins, og
hafa margir nýir liðsmenn bæst í
hópinn. Engar ályktanir voru
gerðar á fundinum, en í fjörugum
umræðum kom fram mikill áhugi
á að efla starf flokksins í hérað-
inu.
- Kári
Afnám sér-
stakra línu-
og netasvæða
SJÁVARÚTVEGSRAÐUNEYTIÐ
hefur gefið út reglugerð, sem fellir
úr gildi þau sérstöku línu- og
netasvæði, sem sett voru í janúar
sl. á Selvogsgrunni og út af
Garðskaga. Fellur úr gildi bann
við togveiðum á þessum svæðum 4.
maí.
Hannes Jónsson sendiherra í Moskvu:
Sendiherrarnir sneypt-
ir vegna frumhlaupsins
Hannes Jónsson sendiherra.
„ÞAÐ VAR aldrei á það minnst
að ég yrði ekki viðstaddur
hátiðahöldin hér í Moskvu 1.
maí,“ sagði Hannes Jónsson
sendiherra íslands í Sovétríkj-
unum i samtali við blaðamann
Morgunblaðsins i gær, er hann
var spurður hvort ekki hefði
komið til álita að hann yrði
fjarverandi hátíðahöldin 1. mai
eins og sendiherrar flestra
rikja Atlantshafsbandalagsins.
„Það var orðrómur á gangi hér
í Moskvu um að einhverjir Nato-
sendiherranna myndu ekki
mæta,“ sagði Hannes ennfremur,
„vegna þess að þeir töldu að í
skrúðgöngunni yrðu herfylki.
Það var orðrómur um þetta. Eg
taldi mig hafa vissu fyrir því að
þetta væri rangt, en beið hins
vegar eftir því að einhver fyrir-
mæli kæmu að heiman um að ég
ætti ekki að taka þátt í hátíða-
höldunum á Rauða torginu eins
og venjulega. En það komu engin
slík fyrirmæli. Eg beið einnig
eftir að heyra eitthvað frá Nató-
sendiherrunum sjálfum um
hvort samtök væru um þetta, en
ekkert heyrðist frá þeim heldur.
Eg heyrði því hvorki neitt frá
sendiherrum Natóríkjanna
hérna beint né frá utanríkisráðu-
neytinu heima. Engin fyrirmæli
komu um að ég ætti ekki að haga
mér eins og yenjulega. En viðtek-
in venja er að allir sendiherrar í
Moskvu eru þarna á Rauða torg-
inu 1. maí.“
Hannes sagði jafnframt, að
orðrómurinn um að þarna ætti
að fara fram hersýning hefði
verið algjörlega úr lausu lofti
gripinn. Engir „hermenn tóku
þátt í hátíðahöldunum sem her-
rnenn" sagði hann, „þetta var
aðeins skrúðganga fólksins yfir
Rauða torgið eins og venjulega.
Hersýningin er hins vegar alltaf
7. nóvember."
Hannes sagði, að viðstaddir
hefðu verið „margir Natósendi-
herrar, ég var ekki eini Nató’-
sendiherrann þarna. Þarna voru
franski sendiherrann, gríski
sendiherrann og sá tyrkneski, og
ef til vill voru fleiri, þó ég hafi
ekki hitt þá.“
— Þú hefur ekki séð ástæðu til
að hafa frumkvæði að því að tala
við utanríkisráðuneytið í
Reykjavík, eða við önnur sendi-
ráð í Moskvu, þar sem ljóst
virtist að óljóst var með þátttöku
sendiherranna?
„Nei, vegna þess að ég vissi
allan tímann, ég hafði það góðar
upplýsingar sjálfur, að þarna
yrði engin hersýning. Ég þurfti
því ekkert á því að halda að
kanna málið, en beið hins vegar
eftir því að heyra að heiman ef
þeir vildu ekki að ég færi. En ég
vissi að þetta yrði friðsamleg
skrúðganga verkalýðsins sem
kæmi hernaði ekkert við. Því
fannst mér engin ástæða til að
snúa mér heim og spyrja hvað ég
ætti að gera.“
— Hefur þú eitthvað heyrt
skýringar hinna sendiherranna
eftir þetta, hvers vegna þeir voru
ekki viðstaddir?
„Ég hef ekki heyrt aðrar skýr-
ingar en þennan orðróm er ég
vitnaði fyrr til, og ég held að þeir
séu yfirleitt heldur sneyptir yfir
þessu, þetta hafi verið frum-
hlaup," sagði Hannes Jónsson
sendiherra að lokum.
BLÓMAFRAMLEIÐENDUR