Morgunblaðið - 03.05.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.05.1980, Blaðsíða 17
HVAÐ ER AÐ GERAST I RÆNUM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1980 TÓNLEIKAR Tvennir nemenda- tónleikar Nýja tónlistarskólans TVENNIR opinberir nemenda- tónleikar skólans verða i Félags- heimili Fóstbræðra sunnudagana 4. mai kl. 4 og 11. maí kl. 5. Með tónleikum þessum lýkur öðru starfsári skólans, en starf- semi hans hófst haustið 1978. Sú nýbreytni var tekin upp í skólan- um að hljóðfærakennsla fer að hluta til fram í hóptímum og hefur það fyrirkomulag gefið góða raun. Á tónleikunum tvo næstu sunnudaga koma fram nemendur úr hinum ýmsu deildum skólans og meðal þeirra fyrstu nemend- urnir úr söngdeild skólans. Eru það nemendur Sigurðar Demets Franzsonar, en Sigurður hóf kennslu við skólann sl. haust. Tónleikarnir í Félagsheimili Fóst- bræðra eru öllum opnir meðan húsrúm leyfir. Skólastjóri Nýja tónlistarskólans er Ragnar Björnsson. ,JVorrœn vefjalist“ síðasta sýningarhelgi SÝNINGUNNI „Norræn vefja- eftir listamenn frá öllum Norð- list“ sem staðið hefur yfir á urlöndum, þar af taka sjö íslend- Kjarvalsstöðum, lýkur á morg- ingar þátt í sýningunni. Nokkur un. verkanna hafa þegar selst. Sýn- ingin er opin bæði í dag og á Um 100 verk eru á sýningunni morgun frá kl. 14—22. Rally-keppni fyrir byrjendur BIFREIÐAÍÞRÓTTAKLÚBBUR Reykjavikur heldur rally-skóla um helgina. Þar verða byrjend- um kenndar undirstöðureglur í rally-keppni og leiðbeint um hvernig slík keppni fer fram. Æfinga-rally verður haldið á morgun í framhaldi af rally- skólanum. Lagt verður af stað frá Trésmiðjunni Víði við Smiðjuveg í Kópavogi kl. 12.00. Þegar hafa ellefu þátttakendur skráð sig til keppninnar sem verður 245 km löng. Eknar verða gamalkunnar rally-leiðir um Reykjanes og í nágrenni Reykja- víkur. Keppnin er með því sniði að skilyrði er að annar keppandinn sé nýliði, en hinn má hafa tekið þátt í rally áður, en verður nú að skipta um hlutverk, þannig að hafi hann verið ökumaður áður verði hann nú leiðsögumaður, og öfugt. KVIKMYNDIR Kvikmynda- fjelagið sýn- ir tvœr mynd- ir um helgina KVIKMYNDAFJELAGIÐ sýnir í dag og á morgun tvær kvikmynd- ir. í kvöld, laugardagskvöld, Kameliufrúna, kvikmynd frá 1936 með Gretu Garbo. Og á morgun kvikmyndina Abe and suberabe, mynd byggð á rannsóknum vísindamannanna Desmond Morreys, Konrad Lorenz og Jane Goodall þar sem þeir gera samanburð á þjóðfélagi manna og dýra. Þessi mynd er nýleg, en báðar myndirnar eru amerískar. Sýningarnar eru í Regnbogan- um og hefjast báða dagana kl. 19.10. Vorboðum fagnað í fuglaskoð- unarferð ÚTIVIST gengst fyrir fugla- skoðunarferð suður á Garð- skaga og Básenda á morgun kl. 13.00. Einnig verður gengið um Vogastapa, fyrir þá sem það vilja. Fararstjórar í ferðinni verða Haraldur Jóhannsson og Jón I. Bjarnason. Farið verður frá B.S.Í. að vestanverðu. Þetta er ferð fyrir alla fjölskylduna, fjöru- ganga með viðkomu í gamla vitanum og Básendum. Mönnum er ráðlagt að hafa sjónauka meðferðis. Á myndinni er Friðrik Sigur- björnsson i einni fulgaskoðunar- ferð Útivistar, með æðarblika, sem bjargað var úr netadræsu. Ljósm. J.I.Bj. TÓNLIST Skólahljóm- sveit Grínda- víkur í Festi Skólahljómsveit Grinda- víkur heldur tónleika í Fé- lagsheimilinu Festi í dag, laugardag kl. 14.00 Á efnisskránni eru bæði innlend og erlend lög og ungir einleikarar koma fram. Eftir tónleikana efnir sveit- in til kaffisölu til styrktar tónleikafarar hljómsveitar- innar til Vestmannaeyja um næstu helgi. Tónlistarmennirnir ungu eru 22 að tölu og stjórnandi Jón E. Hjaltason. MÁLVERK Katla með uppboð Kiwanisklúbburinn Katla i Reykjavik heldur málverkauppboð að Hótel Loftleiðum, Vikingasal, i dag, laugardag, og hefst það kl. 3 e.h. — Málverkin verða til sýnis sama dag kl. 10—13. Boðin verða upp verk eftir 30 listamenn, þ.á m. tvær frumteikn- ingar frá Palestinu eftir Jóhann Briem og seríu-mappa af myndum frá 1926—1956 eftir Finn Jónsson. Ágóðanum verður varið til að skapa aðstöðu fyrir fjölfatlað fólk, þar á meðal hjólastólafólk, til þess að stunda veiðiskap við Elliðavatn. Hefur Reykjavíkurborg úthlutað svæði við vatnið i þeim tilgangi. TÓNLEIKAR: Burtfarartónleik- ar í Kópavogi í dag HÓLMFRÍÐUR Sigrún Bene- diktsdóttir sópransöngkona held- ur tónleika á sal Tónlistarskóla Kópavogs að Hamraborg 11, 3. hæð í dag kl. 14.00. Undirleik annast Guðrún Anna Kristins- dóttir, pianóleikari. Hólmfríður Sigrún er að ljúka burtfararprófi, en hún hefur stundað einsöngsnám við Tónlist- arskóla Kópavogs hjá Elísabetu Erlingsdóttur í 5 ár og jafnframt því verið skólastjóri Tónlistarskól- ans á Húsavík s.i. 4 ár. Á efnisskránni eru m.a. sönglög eftir Pál ísólfsson, Leif Þórarins- son, Schumann og Wolf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.