Morgunblaðið - 03.05.1980, Blaðsíða 16
16
Síðustu sjjn-
ingar á Ovitum
Þjóðleikhúsið:
I dag kl. 14 eru Óvitarnir sýndir
á stóra sviðinu, en í kvöld kl. 20
verður 5. sýningin á Smalastúlk-
unni og útlögunum.
Á morgun, sunnudag, verða
Óvitarnir sýndir í síðasta sinn nú
í vor kl. 15 og kl. 20 er 75. sýning á
Stundarfriði.
Leikfélag Reykjavikur:
Aukasýning á leikritinu „Er
þetta ekki mitt líf“ verður í kvöld
kl. 20.30 í Iðnó. Miðnætursýning á
„Klerkar í klípu" verður í Austur-
bæjarbíói kl. 23.30, í næst síðasta
sinn.
Sunnudagskvöld kl. 20.30 er
Hemmi á fjölunum í Iðnó og eru
fáar sýningar eftir.
Á Litla sviðinu verður aukasýn-
ing á Kirsiblómi á Norðurfjalli á
morgun kl. 16.
Leikbrúðuland:
Sýnir „Sálina hans Jóns míns“ á
Kjarvalsstöðum í dag og á morgun
kl. 15.
HESTAR
Firmakeppni
Fríks 80 í dag
FIRMAKEPPNI Fáks 1980 fer
fram á Viðivöilum í dag. Keppt er
í þremur flokkum, unglinga inn-
an 16 ára aldurs, kvennaflokki
og karlafiokki.
Unglingar eiga að mæta kl. 13,
konur kl. 14 og karlar kl. 15.
Dómar hefjast strax og þeir fyrstu
mæta. Stefnt er að því að velja í
úrsiit um 10 hesta í hverjum
flokki, en fimm fyrstu keppendur í
hverjum flokki vinna til viður-
kenningar.
Þulir verða leikararnir Klemens
Jónsson, Bessi Bjarnason og Gísli
Alfreðsson. Félagshesthús Fáks
við Víðivelli verða opin gestum og
fulltrúum þátttökufyrirtækja frá
kl. 14 til kl. 17.
Lúðrasveit unglinga úr Árbæ
leikur frá kl. 15.30 til 16.30.
Minigolfgarðurinn
opnar eftir vetrarhlé
UM helgina opnar Valbjörn
Þorláksson Minigolfgarðinn að
Skólavörðustig 45 að nýju eftir
vetrarhvild.
Minigolfið verður í sumar opið
frá klukkan 11.30 til 23 á virkum
laugardögum og
opið klukkan
dögum en á
sunnudögum
13-23.
í Minigolfgarðinum eru
15 brautir með ólíkium hindrun-
um. Garðurinn hefur notið mik-
illa vinsælda jafnt hjá ungum
sem öldnum og margir hafa
fengið golfbakteríuna í garðin-
um hjá Valbirni.
Á myndinni má sjá unga og
áhugasama drengi í minigolfinu
og Valbjörn fyigist með.
MYNDLIST
Sýningu Gísla lýkur í Háhóli
Á SUNNUDAGSKVÖLD lýkur sýn-
ingu Gísla Sigurðssonar i sýn-
ingarhúsinu Háhóli á Akureyri.
Þar sýnir Gísli 40 olíumálverk,
máluð á síðustu árum, og sjást tvö
þeirra hér: Skáldatími (til vinstri)
og Við Reykjavíkurhöfn. Viðtökur
Akureyringa hafa verið stórkostleg-
ar, sagði Gísli, en þetta er sjöunda
einkasýning hans og um leið sú
fyrsta norðanlands. „Athyglisvert
er einnig," sagði Gísli ennfremur,
„hversu Akureyringar eru bæði
áhugasamir og opnir fyrir myndlist.
Og ekki aðeins Akureyringar; þarna
kom fólk frá Húsavík, af Dalvík og
Svalbarðsströnd og bændur úr
Eyjafirðinum."
Kór Ytri-Njarðvíkur-
kirkju með tvenna tónleika
í dag mun kór Ytri-
Njarðvíkurkirkju halda
tvenna tónleika í Ytri-
Njarðvíkurkirkju kl. 14.00
og í Háteigskirkju,
Reykjavík kl. 17.00.
Á efnisskrá eru „Missa
Brevis" í B-dúr K.V. 275
eftir W.A. Mozart fyrir kór,
einsöngvara og strengja-
sveit og „Stabat Mater"
eftir Antonio Vivaldi fyrir
altsöngkonu og strengja-
sveit.
Einsöngvarar verða Si-
grún Gestsdóttir, Ragnh-
eiður Guðmundsdóttir,
Guðmundur Sigurðsson og
Halldór Vilhelmsson.
Stregjasveit aðstoðar.
Stjórnandi er Helgi Brag-
ason.