Morgunblaðið - 03.05.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.05.1980, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1980 Minning: Andrés Karlsson frá Kollsvík Fæddur 5. nóvember 1901 Dáinn 20. apríl 1980 Fundum okkar Andrésar Karlssonar bar fyrst saman úti á miðjum Patreksfjarðarflóa um hádegisbil í júlí 1961. Þann dag var einstök blessuð blíða um allan sjó en ekki að sama skapi gott fiskirí, og við félagar á Klukkutindi suðum kjötsúpu á meðan suðurfailið bar okkur í áttina fyrir Blakk ásamt annarri trillu skammt sunnanundan; á henni var einn mann að sjá. Fyrir matinn kipptum við að trillu þessari og spurðum frétta, buðum síðan bátsverjanum til súpunnar með okkur. Bátnum Farsæli var tyllt við Klukkutind og um borð smeygði sér höfðingi skipsins, smiður þess, eigandi og áhöfn í einni persónu, skakarinn Andrés Karlsson frá Kollsvík. Þetta varð drjúglöng máltíð, henni lauk ekki fyrr en út af Kollsvíkinni sunnanverðri, því gesturinn var hressilegur og margfróður, kunni skil á allri náttúru þessa landshluta bæði dauðri og lifandi, til lands og sjávar, og fannst auðsæilega ekk- ert eðlilegra en að ræða við aðkomustráka að sunnan eins og væri þeir gamalreyndir færa- menn. Um tvöleytið kulaði og þá fór fiskur að gefa sig til svo Andrés kvaddi, snaraði sér yfir í Farsæl og setti út færi. Fundum okkar bar oft saman þetta sumar og hið næsta, bæði á miðum og í landi, og það var ánægjulegur kunningsskapur, en síðan lágu leiðir Klukkutinds- manna til annarra verka en skak- útgerðar fyrir vestan. Tíminn líður svo til sumarsins 1969. Þá er undirritaður allt í einu kominn á Patreksfjörð við þriðja mann og við bönkum upp á hjá Andrési Karlssyni frá Kollsvík: Gætum við fengið að búa til um þig kvikmynd fyrir sjónvarpið? Þessari undarlegu og fyrirvara- lausu beiðni hafði Andrés undir- eins gaman af. Hún höfðaði beint til greindar hans, barnslegrar einlægni og forvitni. Merkileg fyrirgreiðsla forsjónarinnar færði okkur svo nákvæmlega það veður, sem til þurfti. Afraksturinn varð heimildamyndin ANDRÉS. Ein og sér er það mynd um Andrés Karlsson. En almennt er hún um íslenska sjónenn af aldamóta- kynslóð, uppvöxt þeirra og ævi- skeið, viðhorf og skapgerð. Vand- fundinn hefði verið í hlutverkið betri fulltrúi þessa hóps. Og með þessum hætti lagði Andrés óvænt land undir fót. Hann fór í róður sinn einskipa á Farsæli frá öllum sjónvarpsstöðvum á Norðurlönd- um og því mátti kynnast af eigin raun handan hafsins hversu um- svifalausa samsvörun almennir áhorfendur fundu í þessum hóg- væra, sjálfum sér samkvæma ein- fara og erfiðismanni að vestan. Nú er Andrés Karlsson allur. Ævi hans endaði á þeim slóðum, sem hann átti hvað oftast leið um í landi. Ferðum hans á Farsæli er lokið, en hafi trú hans reynst rétt kunna önnur för að hafa beðið hans, þau er ferja vegmóða yfir stríðar rastir milli ókunnra stranda. Það fylgja honum kveðj- ur, með þökk fyrir ógleymanlega viðkynningu og samverustundir, frá færakörlum og kvikmynda- gerðarmönnum að sunnan. Hinrik Bjarnason Sigrún Bernótusdóttir Flateyri — Minning Fædd 10. desember 1950 Dáin 25. apríl 1980 Margs er að minnast. margt er þér að þakka. Guði aé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V.Briem.) Það var mikil sorg í litla þorpinu okkar annan dag í sumri, þegar sú harmafregn barst að vinkona okkar elskuleg væri látin. Við vissum það öll að hún var mikið veik, en við trúðum aldrei öðru en að henni myndi batna. Allt var gert til að hjálpa henni og kom lát hennar mjög á óvart. Nú trúum við því að henni sé batnað þar sem hún er hjá guði vorum sem læknar öll sár. Sigrún Bernótusdóttir var fædd 10. desember 1950, dóttir Róseyjar Helgadóttur og Bernótusar Krist- jánssonar. Sex mánaða gömul var hún tekin í fóstur af þeim elsku- legu hjónum, Elínu Kristínu Bjarnadóttur og Hermanni Krist- jánssyni. Þau hjónin voru barn- laus og ólst Sigrún upp hjá þeim sem þeirra eigin dóttir og var hún augasteinninn þeirra og perlan. Þann 27. desember 1969 gekk Sigrún að eiga eftirlifandi mann sinn, Þorstein Guðbjartsson frá Hesti í Önundarfirði, og eiga þau tvo syni, Hermann Björn, 10 ára, og Helga, 3 ára. Sigrún átti dóttur áður, Elínu Kristínu Skarphéðins- dóttur, 12 ára, og er Þorsteinn henni sem besti faðri. Sigrún var mjög félagslynd stúlka og mikið var notalegt að koma í eldhúsið til hennar og spjalla við hana. Oft var æði margmennt þar og margt skrafað og mikið hlegið. Sigrún starfaði mikið í Kvenfélaginu Brynju. Var hún mjög áhugasöm um að félagið blómstraði og eru þær ófáar kon- urnar, sem gengu í félagið að hennar áeggjan. Það var líka næstum alveg sama hvað gert var í félaginu, alltaf var Sigrún með. Ráðagóð, jákvæð og með ákveðnar skoðanir sem hún var ekki féimin við að láta í ljós. Sigrún var söngelsk og söng í kirkjukórnum um árabil. Nú í vetur, þegar hún var langt leidd af þeim sjúkdómi, sem dró hana til dauða, tók hún þátt í að æfa söngva með nokkrum konum í þorpinu, sem þær kenndu svo í sunnudagaskólanum. Sigrún lifir í minningu okkar sem tápmikil og hjálpsöm stúlka. Hún var vinur vina sinna, traust og hlý, og inni fyrir sló viðkvæmt hjarta, sem tók erfiðleika annarra nærri sér. Sárastur er söknuður ungra barna, eiginmanns hennar og full- orðinna fósturforeldra, sem sjá á bak sinni elskulegu dóttur. Biðjum við algóðan guð að styrkja þau í sorg sinni. — Blessuð sé minning hennar. Kveðja frá Kvenfélaginu Brynju, Flateyri. + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jaröarför eiginmanns míns og fööur okkar, KARLS JÓNASSONAR, Eyrarbakka. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki á A 6 á Borgarsjúkrahúsinu fyrlr góöa aðhlynningu. Fyrlr mína hönd og barna mlnna. Aöalheiöur Gestsdóttir. t Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim, sem auösýndu okkur samúö viö fráfall og jaröarför JÓNS SIGURÐSSONAR, fyrrverandi bankafulltrúa. Fyrir hönd aðstandenda, Anna S. Þórarinsdóttir, Ferjuvogi 17. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu, ÞORBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR, Sólheimum 18. Andrés Finnbogason, Þorsteinn Jónsson, Elva Andrésdóttir, Andrés Þorsteinsson. + Þökkum auösýnda hlýju og vinsemd viö fráfall eigfnmanns míns, fööur okkar, tengdafööur, mágs og afa, ÓFEIGS EIRÍKSSONAR, bæjarfógeta og sýslumanns, Akureyri. Erna Sigmundsdóttir, Rut Ófeigsdóttir, Hólmsteinn T. Hólmsteinsson, Sigmundur E. Ófeigsson, Ófeigur örn Ófeigsson, Soffía Ófeigsdóttir, Lérus R. Blöndal, Guömundur Sigmundsson, og barnabörn. + Eiginkona mín og móölr okkar, ARNBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Laugarásvegi 75, andaðlst 1. maí aö Hátúni 10 B. Magnús Stefánsson og börn. + Móöir okkar og tengdamóöir, GUÐBJÖRG HALLGRÍMSDÓTTIR, andaöist 1. maf. Þorgeröur Bjarnadóttir, Gunnar H. Valdimarsson, Hervör Jónasdóttir, Hallgrfmur Jónasson. Helgi Ágústsson, + ERLENDUR HELGASON, arkitekt, Ljósheimum 9, Reykjavfk, lézt á Landspítalanum þann 20. aprfl. Jaröarförin hefur fariö fram. Atli Erlendsson, Pála S. Árnadóttir, Hjördfs Helgadóttir, Unnur Helgadóttir, Snorri Helgason. + Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, ÞÓRHILDUR B. HALLGRÍMSDÓTTIR, Snorrabraut 35, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 5. maí kl. 3. e.h. Þeir sem vildu minnast hinnar látnu, vlnsamlegast láti líknarstofn- anir njóta þess. Atli Þorbergsson, Jóhannes Atlason, Lára Rafnsdóttir, Þorbergur Atlason, Halldóra Helgadóttir, Kristinn Atlason, og barnabörn. + Útför móðurbróöur míns, LÁRUSARJÓELSSONAR, Elliheimilinu Grund, sem andaöist aö kvöldi 25. aprfl, fer fram mánudaginn 5. aprfl kl. 10.30. í Fossvogskirkju. Halley Sveinbjarnardóttir. Faöir minn, + JÓHANN G. KRISTJÁNSSON, frá Blönduósi, Grettisgötu 20 C, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 5. maí kl. 1.30. Fyrir hönd vandamanna, Alda Jóhannsdóttir. + Þökkum sýnda samúö viö fráfall og útför, HALLDÓRS SIGURÐSSONAR, frá Efri-Þverá. Sérstaklega viljum vlö þakka hjúkrunarfólki og læknum við Sjúkrahúsiö á Hvammstanga, fyrir þá góöu umönnun er það sýndi honum í löngum veikindum. Sigrfóur Halldórsdóttir, Hólmfríöur Löve, Siguröur Halldórsson. + Hjartans þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og iangömmu, SVEINSÍNU A. SIGURDARDÓTTUR, Snældubeinstööum, Reykholtsdal. Jakob Magnúason, Helgi Magnússon, Siguröur Magnússon, Kristfn Magnúsdóttir, Herdfs Magnúsdóttir, börn og barnabörn. Svava Auöunsdóttir, Ragnhildur Gestsdóttir, Hrafnhildur Sveinsdóttir, Arnoddur Tyrfingsson, Guöjón Haraldsson,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.