Morgunblaðið - 03.05.1980, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1980
Margþætt starf-
semi Evrópu-
ráðsins:
EVRÓPA, EÍNNiG ÞíTT HEiMKYNNI
m.a. að ýmaum félags- og heilbrigð-
ismálum, mennta-, menningar-,
umhverfis-, íþrótta- og æskulýðs-
málum, laga- og dómsmálum og eru
þær kostaðar af Evrópuráðinu. í
þessum nefndum á ísland sæti og
taka nefndarmenn þess virkan þátt
í störfum nefndanna.
A sviði lögfræði og samvinnu
innan Evrópuráðsins á sviði rétt-
arfars hefur verið haldið áfram
viðleitni í þá átt að samræma
lagasetningu aðildarríkjanna og
auka upplýsingastreymi. Þá er sér-
staklega fjallað um afbrotamál og
refsirétt en nú liggur fyrir Alþingi
til staðfestingar samningur um
varnir gegn hryðjuverkum. Að fé-
lagsmálum er starfað innan Evr-
ópuráðsins og er ísland virkur aðili
að félagsmálasáttmála Evrópu. Þá
hafa mennta- og menningarmál frá
upphafi verið viðfangsefni Evrópu-
ráðsins og sett hefur verið á stofn
A myndinni eru frá hægri: Jón Sæmundur Sigurjónsson deildarstjóri, Jón Thors
deildarstjóri, Unnar Stefánsson viðskiptafræðingur, Sigriður Thorlacius
lögfræðingur, Berglind Ásgeirsdóttir blaðafulltrúi utanrikisráðuneytisins,
Niels P. Sigurðsson sendiherra og Þorvaldur Garðar Kristjánsson alþingis-
maður. Ljósm. Mbl. Kristján.
Evrópudaguriim á
mánudaginn 5. maí
HINN árlegi Evrópudagur verð-
ur mánudaginn 5. maí næstkom-
andi. í tilefni dagsins hefur þess
verið farið á leit við sveitarfélög-
in að flagga með íslenska fánan-
um eða Evrópufánanum og minn-
ast dagsins með þeim hætti öðr-
um sem tilefni gefst til. Þetta er í
15. skipti sem dagur þessi er
haldinn hátiðlegur í aðildarríkj-
um Evrópuráðsins, en markmið
dagsins er að minna fólk á
samstarf rikjanna og á þann
árangur sem náðst hefur á ýms-
um sviðum, sem snertir almenn-
ing í löndunum.
Starfsemi Evrójauráðsins er mikil
og margþætt. A vegum ráðsins
starfar ráðherranefnd, en í henni á
sæti einn fulltrúi frá hverju aðild-
arríki, þannig að þar eru áhrif
hvers ríkis tryggð, án tillits til
stærðar. Á vegum ráðsins starfar
einnig ráðgjafarþing, en afþví þingi
eiga sæti þingmenn, kjörnir eða
tilnefndir af þingum aðildarríkj-
anna. Islendingar eiga þrjá fulltrúa
á ráðgjafarþinginu, en fulltrúar þar
eru alls 170 talsins. Á vegum
ráðherranefndarinnar starfar
fjöldi nefnda, sem vinna að hinum
ólíkustu málum. Nefndirnar starfa
ráð sem fjallar um samvinnu á sviði
menningarmála. Einnig lætur Evr-
ópuráðið æskulýðsmál til sín taka
og stofnsett hefur verið í Strass-
borg æskulýðsstofnun og æsku-
lýðsmiðstöð, en ísland á fulltrúa í
stjórn æskulýðsstofnunarinnar. Þá
lætur Evrópuráðið heilbrigðismál
til sín taka, umhverfismál og nátt-
úruvernd og bæjar- og sveitar-
stjórnamál. Núverandi fulltrúar
Islands hjá Evrópuráðinu eru þeir
Ólafur Jóhannesson utanríkisráð-
herra sem sækir ráðherrafundi,
Níels P. Sigurðsson sendiherra og
Helgi Gíslason sendiráðunautur, en
vettvangur þeirra er ráðherra-
nefndin þar sem ísland á einn
fulltrúa, eins og áður gat. Fulltrúar
Islands í ráðgjafarþinginu eru
Þorvaldur Garðar Kristjánsson al-
þingismaður, Guðmundur G. Þórar-
insson alþingismaður og Ólafur
Ragnar Grímsson alþingismaður,
en þeir eru aðalmenn. Varamenn
eru Kjartan Jóhannesson alþingis-
maður, Pétur Sigurðsson alþingis-
maður og Ingólfur Guðnason al-
þingismaður. Auk þessara sækja
fjölmargir íslenskir sérfræðingar
fundi ýmissa nefnda á vegum
Evrópuráðsins.
Gunnar Egilson klarinettleikari, Halldór Haraldsson píanóleikari og Pétur Þorvaldsson sellóleikari
æfa verk Atla Heimis Sveinssonar fyrir tónleikana, en þeir verða í Bústaðakirkju kl. 17 á morgun
sunnudag.
Kammersveit Reykjavikur:
Vetrarstarfinu lýkur
með tónleikum á morgun
KAMMERSVEIT Reykjavíkur lýkur um helgina sjötta starfsári
sinu og heldur á sunnudag kl. 17 tónleika i Bústaðakirkju. Verður
á þessum síðustu tónleikum sveitarinnar á þessu starfsári leikin
tónlist eftir Egil Hovland, Atla Heimi Sveinsson og Johannes
Brahms. Starfsemi Kammersveitar Reykjavíkur hefur gengið
nokkuð vel, þetta er að mörgu leyti erfitt starf, en ánægjulegt engu
að siður, sagði Gunnar Egilson er Mbl. ræddi stuttlega við hann
um starf Kammersveitarinnar. — Starfið byggist á reglulegu
tónleikahaldi yfir vetrarmánuðina og leggja hinir 14 félagar
sveitarinnar alla vinnu sina fram endurgjaldslaust, en aðgangseyr-
ir að tónleikum stendur undir föstum kostnaði við þá og má því
segja að starfsemin standi og falli með áheyrendum.
Gunnar taldi aðspurður að
þeim hefði farið nokkuð fjölg-
andi þessi ár, sem hlýddu reglu-
lega á kammertónlist, en hins
vegar væri að verða svo komið í
tónlistarmálum okkar að fólk
hefði vart undan að sækja tón-
leika og væri mest um þá á
vorin:
— Þá eru flestir að skila
vetrarstarfi sínu, kórar að
syngja fyrir styrktarfélaga, og
færa upp stórverk sem æfð hafa
verið allan veturinn, skólarnir
að halda nemendatónleika og svo
mætti lengi telja og fólk þarf
orðið að velja og hafna, því menn
komast ekki yfir að sækja alla
tónleika. Væri jafnvel full þörf á
því að einhver aðili sæi um
skipulagningu tónleikahalds hér
á höfuðborgarsvæðinu.
Félagar Kammersveitar
Reykjavíkur gegna allir öðrum
störfum og er því starfið í
sveitinni viðbót við fullan vinnu-
dag. Segir Gunnar að æfingar
fari fram á kvöldin eða um
helgar og á öðrum frídögum
þegar menn geta mælt sér mót:
— En til að stunda kammer-
tónlist almennilega þyrfti auð-
vitað að sinna því sem fullu
starfi og það eru auðvitað engar
aðstæður að hafa þetta að
íhlaupastarfi. Einnig má benda
á að við erum illa stödd hér í
Reykjavík hvað varðar tónleika-
sal, hér er ekkert hús sem er
byggt sem tónleikahús og er það
vissulega nokkur hindrun. Við
höldum okkar tónleika í
Bústaðakirkju, en þar er nokkuð
góður hljómburður og við höfum
mætt velvild kirkjunnar manna
og svo er reyndar annars staðar
þar sem við höfum fengið inni.
En ekkert þessara húsa er byggt
fyrir tónleikahald og þyrftum
við að koma því inn hjá stjórn-
málamönnum að nauðsynlegt
væri að reisa hér tónleikahús, þá
færi kannski eitthvað að ganga í
málinu.
En hvað með kammertónlist-
ina sem slíka, leggið þið stund á
hana af því ykkur sem t.d. leikið
með Sinfóníuhljómsveitinni,
finnst vanta hana þar?
— Kammertónlistin hefur
alltaf verið vanræktur þáttur
hjá okkur og það mætti áreiðan-
lega koma henni fyrir á hljóm-
leikaskrá Sinfóníuhljómsveitar-
innar, minni hópar úr hljóm-
sveitinni gætu t.d. æft sérstak-
lega kammertónlist fyrir ákveð-
in tækifæri. Ég tel að allir
tónlistarmenn verði að leggja
nokkra stund á kammertónlist,
hún gerir miklar kröfur til
flytjenda, aðrar og kannski
meiri kröfur en til hljómsveit-
arvinnu. En þar sem svo mikill
tími þarf að fara í brauðstritið
hjá okkur fer ekki hjá því að
kammertónlistin verði nánast
tómstundastarf. Víðast hvar er-
lendis sinna menn kammertón-
listinni í fullu starfi og vonandi
verður það einhvern tíma hægt
hér.
Uppistaðan í Kammersveit
Reykjavíkur er strokkvartett og
blásarakvintett, en auk þess
skipa hana trompetleikari og
semballeikari og kvað Gunnar
vera hægt að ná yfir drjúgan
hluta kammertónlistar með
þessari hljóðfæraskipan. Á efn-
isskránni eru verk eftir Egil
Hovland, „Plutot blanche quaz-
urée“ eftir Atla Heimi Sveinsson
og strengjakvartett í B-dúr op.
18 eftir Johannes Brahms. Verk
Atla Heimis sagði Gunnar að
Den Fynske Trio hefði pantað
hjá höfundi og tríóið frumflutt
það á tónleikum í Danmörku og
leikið það í Kópavogi, en segja
mætti að nú væri það frumflutt í
Reykjavík. Sagði Gunnar að
verkinu hefði verið mjög vel
tekið í Danmörku og það leikið
mjög víða.
Frá útifundinum á Lækjartorgi.
Ljósm. Rax.
Hátíðahöldin 1. mai
FYRSTI maí var haldinn hátíðlegur viða um land að þessu
sinni eins og venja hefur verið til undanfarin ár. Veður var hið
besta og tókust háíðahöldin með ágætum. í Reykjavík voru
haldnir þrir útifundir, auk kröfugöngu og annarra funda, en
þátttaka í hátiðahöldunum var minni en oft áður.
Á Lækjartorgi gengust fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í
Reykjavík, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Iðnnema-
sambandið fyrir útifundinum. Þar fluttu ávörp Ásmundur
Stefánsson, Guðmundur Árni Sigurðsson, Kristín Tryggvadótt-
Útifundur Rauðrar verkalýðseiningar við Miðbæjarskólann.