Morgunblaðið - 09.05.1980, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MAÍ1980
7
I Morgunblaðiö
I kaupkröfu-
I blaö?
I
I
I
Sá pólitíski „skúlptur",
sem ástundaöur er í leið-
urum Tímans, er í ætt við
„hreyfilist". Þar má líta
hinar furðulegustu mynd-
breytingar. Einn daginn
er Morgunblaðið — í túlk-
un Tímans — harðsvírað
atvinnurekendablað, og
sú „staðhæfing“ sýnd
lesendum blaðsins gegn
um stækkunargler, sem
sértrúarritið Þjóðviljinn
gæti verið fullsæmdur af.
Hinn daginn er Mogginn
kaupkröfublað — í túlkun
Tímans — sem gengur
þvert á „staðreyndir at-
vinnulífsins'* í framm-
úrstefnubaráttu fyrir hina
lægst launuðu. Rétt er að
skoöa þennan „hreyfi-
skúlptur“ Tímans smá-
vegis.
Mergur
málsins
Morgunblaðið hefur
ítrekað haldið því fram að
leiðin til bættra lífskjara
og atvinnuöryggis sé að
auka framleiðni, verð-
mætasköpun og þjóðar-
tekjur. Öðru vísi verði
hvorki atvinnuöryggi vax-
andi þjóðar né sambæri-
leg lífskjör og nágranna-
þjóðir búa við tryggt.
Heldur ekki fyrirbyggður
sá landflótti, sem felst í
brottflutningi 9000 ís-
lendínga af landi burt á
sl. 4 árum. Til þess að ná
þessu markmiði fram-
leiðni og þjóðartekna
þarf að tryggja atvinnu-
vegunum vaxtarmögu-
leika; aöstööu til eigin-
fjármyndunar, er staðið
geti undir eðlilegri
stækkun og tæknivæð-
ingu atvinnufyrirtækja,
þann veg að verömæta-
sköpun á hvern þjóðfé-
lagsþegn vaxi, sem er
óhjákvæmilegur undan-
fari raunhæfra lífskjara-
bóta. Þetta gerist hins-
vegar ekki með þeirri
skattastefnu, sem nálg-
ast eignaupptöku í at-
vinnurekstrinum, og
hamlar öllum framförum.
Hún verður aldrei hvati til
vaxtar í þjóðarbúskapn-
gróðurmoldar, sem viröa
þarf. Þeir, sem í alvöru
vilja tryggja atvinnuör-
yggi og bætt lífskjör,
mega ekki loka augum
fyrir þessum kjarna
málsins.
Viöskiptakjör,
þjóöartekur og
skattar
Versnandi viðskipta-
kjör þjóðarinnar út á við
og allt að því stöönun í
þjóðartekjum gefa ekki
svigrúm til umtalsverðra
kjarabóta. Viö þessar að-
stæður heldur Morgun-
blaðið því fram að ríkis-
valdið heföi átt aö draga
úr eyöslu og umsvifum,
þar á meöal skattheimtu,
sem væri eina færa leiðin
við ríkjandi aðstæður til
að skerða ekki um of
ráðstöfunartekjur fólks
og rekstarstöðu atvinnu-
vega. i staö þess stóreyk-
ur ríkisvaldiö hvers konar
kjararýrandi skattheimtu:
tekjuskatt, útsvör, sölu-
skatt (sem hækkar vöru-
verö), benzíngjald o.fl.
Allir þessir skattar rýra
um.
IAftolAlngamar af ásaslni rlklsvaldsins í
IffeyrtssJóAI landsmanna:
„FYRIRSJÁANLEGT GJALD
ÞROT — FÓLK MUN EKKI
FÁ ÞANN LÍFEYRI, SEM
ÞAÐ ÆTTI AD FÁ”
— sesir Pétur Blöndal hjá LffeyrissjöAI
verilunarmanna
í annan stað hefur
Morgunblaðið lagt höfuð-
þunga á eflingu innlends
orkubúskapar, samhliða
iðju og iðnaði, vegna
þeirra takmarkana á nýt-
ingarþoli fiskistofna og
ráðstöfunartekjur al-
mennings. Enginn launa-
maöur trúir því, sem
sértrúarritið Þjóðviljinn
reynir að læða inn í huga
lesenda sinna, að kaup-
gíldí launa vaxi við hækk-
un tekjuskatts, benzín-
gjalds og útsvars, eða að
verðbólga lækki við
hækkun söluskatts og
gengislækkun. Svo and-
lega blankur maður er
ekki til að hann falli á jafn
léttu „gáfnaprófi".
Ríkið er stærsti at-
vinnurekandinn í landinu.
Fjárhagsforsjá þess er
fyrrverandi formaður Al-
þýðubandalagsins. Hann
gengur nú á kaupmátt
launa og kjarastöðu al-
mennings í skattheimtu,
með stuðningi Fram-
sóknar, „svartasta aft-
urhaldsins í landinu". Á
þetta hefur Morgunblaðið
bent mönnunum, sem
sögöu að „kosningar
væru kjarabarátta" og öll
hin slagorðin, sem nú
hafa orðið sér til skamm-
ar.
Aö bíta
höfuöiö af
skömminni
Enn ekki er nóg að gert
hjá skattpíningarflokkun-
um. Nú vilja þeir „sölsa
undir sig“ (eins og Eð-
varð heföi orðað það)
40% af ráöstöfunarfé líf-
eyrissjóða með þvingun-
arákvæðum er setja á í
lánsfjárlög. Eigendur
þessara sjóða eru m.a.
stéttarfélögin í landinu,
sem ekki er treyst lengur
til að ávaxta eigið fé,
heldur svift ráðstöfunar-
rétti á því. Hér er gengið
á eingarétt. Von er að
spurt sé, hvenær kemur
röðin að öðru sparifé
launafólks? Þessir urðu
ávextirnir á samyrkjubúi
Framsóknar og Komm-
únista.
I
I
I
I
I
I
Skákkeppni stofnana:
Búnaðarbankinn sigurvegari
HINNI árlegu skákkeppni stofn-
ana lauk sl. mánudag og varð
sveit Búnaðarbanka íslands sig-
urvegari, hlaut 20% vinning.
í öðru sæti varð sveit Verka-
mannabústaða með 19% vinning
og Útvegsbanki íslands var í
þriðja sæti með 18% vinning.
Sveit Búnaðarbankans skipuðu
þeir Jóhann Hjartarson, núver-
andi íslandsmeistari, sem tefldi á
1. borði, Bragi Kristjánsson, Leif-
ur Jósteinsson, Hilmar Karlsson,
Stefán Þormar Guðmundsson og
Guðjón Jóhannsson. Myndin er af
sigursveitinni og eru skákmenn-
irnir í þeirri röð sem að framan er
rakið, talið frá vinstri.
Saga M.A. kemur út í sumar
f SUMAR kemur út Saga Mennta-
skólans á Akureyri 1880—1980
I—III. Er hún gefin út í tilefni af
eitt hundrað ára afmæli skólans,
sem minnst verður með hátíð bæði
á Möðruvöllum í Hörgárdal og á
Akureyri dagana 15. til 17. júní.
Saga Menntaskólans á Akureyri
1880—1980 verður í þremur bindum.
Inngang að verkinu ritar forseti
íslands, dr. Kristján Eldjárn. í
fyrsta bindinu er sagt frá Möðru-
vallaskólanum og Gagnfræðaskól-
anum á Akureyri og nær bindið yfir
tímabilið 1880 til 1930. í öðru bindi
er rakin saga Menntaskólans á
Akureyri og í þriðja bindinu verða
stúdentatal, gagnfræðingatal og
kennaratal skólans í 100 ár. Verkið
allt verður um 1200 blaðsíður, og
þar af um 400 myndasíður með um
1000 myndum, teikningum og öðru
myndefni úr sögu skólans, bæði
mannamyndum, myndum af húsum
og munum og myndum úr skólalíf-
inu fyrr og nú. Er mjög vandað til
þessa verks.
Sögu Menntaskólans á Akureyri
1880—1980 rita Tryggvi Gíslason
skólameistari, Steindór Steindórs-
son frá Hlöðum, fyrrverandi skóla-
meistari, og Gísli Jónsson mennta-
skólakennari, sem er ritstjóri að
verkinu. Auk þess eru í sögunni
þættir úr byggingarsögu skólans, er
Árni heitinn Kristjánsson mennta-
skólakennari ritaði. Þórhallur
Bragason skjalavörður hefur samið
skrár. Tómas Ingi Olrich konrektor
hefur safnað myndefni og valið.
Kristján Kristjánsson hefur hannað
bókina, sem prentuð er í Prentverki
Odds Björnssonar á Akureyri.
Saga Menntaskólans á Akureyri
1880—1980 verður fyrst aðeins seld
til áskrifenda. Kostar verkið allt í
áskrift 50.000 krónur. Þeir sem
gerst vilja áskrifendur að Sögu
Menntaskólans á Akureyri 1880—
1980 geta snúið sér til skrifstofu
Menntaskólans á Akureyri fyrir 20.
maí n.k. (Fréttatilkynning)
Ég sendi hér meö kveðju mína og hugheilar
þakkir öllum þeim, sem minntust mín og
heiðruðu með ýmsum hætti í tilefni af
sjötugsafmæli mínu 9. apríl s.l.
Blessun fylgi ykkur um ókomin ár. Lifið heiil
Á sumarmálum 1980,
Baldvin Þ. Kristjánsson.
wa»J
| LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITA
Málning og
málningarvörur
Afsláttur
Kaupir þú fyrir: Kaupir þú umfram
30—50 þús. 50 þús.
veitum við 10% veitum við 15%
afslátt. afslátt.
Þetta er málningarafsláttur í Litaveri fyrir aiia þá, sem eru
að byggja, breyta eða bæta.
Líttu við í Litaveri,
því það hefur ávailt
borgaö *ig.
LITAVER — LITAVER
LITAVER - LITAVER
Marks og Spencer