Morgunblaðið - 09.05.1980, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 09.05.1980, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MAÍ1980 Jan Mayen og skipting Norðurhafa Á kortinu sjást yfirráöasvæöi í Norður- höfum. Skyggöu svæöin eru umdeild og eiga Norömenn aðild aö öllum deilunum. Noröaustur af íslandi er 25 þúsund ferkílómetra svæöi á milli miölínu og 200 mílna marka íslands, sem viö krefjumst aö gildi. í viðræöum þeim, sem fram fara í Oslo þessa dagana mun íslenska sendinefndin leita eftir viðurkenningu Norömanna á þessari kröfu og auk þess viöurkenningu þeirra á því, aö viö höfum yfirráöarétt yfir landgrunninu utan 200 mílnanna. Þá krefjast íslendingar einnig, aö þeir hafi helmingarétt til fiskveiöa á Jan Mayen svæöinu á móti Norömönn- um. Skyggöa svæöiö fyrir vestan Jan Mayen sýnir annars vegar fyrirhuguö fiskveiöimörk frá Jan Mayen eins og Norömenn hugsa sér þau og hins vegar fullar 200 mílur ,frá grænlensku strönd- inni. Lögsagan hefur ekki enn veriö færö út frá grænlensku ströndinni fremur en frá Jan Mayen. Um þetta mál munu Danir og Norðmenn ræöa. íslendingar hafa áhuga á því aö fá rétt til rækjuveiða fyrir noröan miölínuna gagnvart Grænlandi og loönan frá íslandi heldur sig síösumar á skyggöa svæöinu milli Jan Mayen og Grænlands. Noröur af Noregi, í Barentshafi, eru dregnar margar línur, sem sýna ólík sjónarmiö Norðmanna annars vegar og Sovétmanna hins vegar. Sovéska sjón- armiöiö er þaö, aö draga eigi línu frá landamærum ríkjanna til Noröurpólsins, kölluö lengdarbaugslína á kortinu, en Norðmenn vilja aö miölína gildi. Enginn árangur hefur oröiö í samningaviöræöum þjóöanna fyrir utan, aö þau hafa komið sér saman um svonefnt grátt svæöi, þar sem skip frá báöum mega veiöa og er þaö sýnt meö ferningi innan 200 mílnanna viö landamærin. Athygli vekur, aö Sovétmönnum er heimilaö aö veiöa vestan viö lengdarbaugslínuna sam- kvæmt því samkomulagi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.