Morgunblaðið - 09.05.1980, Page 23

Morgunblaðið - 09.05.1980, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MAÍ1980 23 Elsti sonurinn, Jóhannes Örn, fórst árið 1971 með Andra K.E. frá Suðurnesjum, þá 22ja ára gamall, kvæntur og átti tvö ung börn og það þriðja rétt ófætt. Sýndi sig þá rausn og hjartahlýja tengdaforeldra ungu ekkjunnar, er þau tóku hana og börnin inn á heimili sitt þótt húsrýmið væri ekki stórt en hjartarýmið því stærra. Er hún nú gift góðum manni og reyndist Sigga þeim og börnum þeirra öllum, sem nú eru orðin fimm, alla tíð sem besta móðir og amma. Mjög var kært með Siggu og börnum hennar og ekki síst einka- dótturinni Helenu, sem hún kom oft til í veikindum sínum meðan kraftar leyfðu. Sigga veiktist af Hodkins veiki fyrir 13 árum síðan og var þá send til Noregs til geislalækninga og fékk fullan bata. Fyrir um það bil ári síðan veiktist hún aftur og fékk viðeigandi lyfjameðferð, en án árangurs, þótt svo liti út í fyrstu að bati fengist. Hún var fyrirmyndar húsmóðir og mikil hannyrðakona, eins og heimilið ber með sér, og var hún sívinn- andi, utan og innan heimilis, meðan heilsa og kraftar entust. Hún var einstaklega gestrisin og góð heim að sækja og er hennar nú sárt saknað af öllum sem umgeng- ust hana og ekki síst af okkur vinkonum hennar, Siggu, Höllu og Immu, sem höfum haldið tryggð og vinskap hver við aðra frá unglingsárum. Þessar línur eru ritaðar fyrir hönd okkar vinkvennanna í minn- ingu um kæra vinkonu. Guð blessi eiginmann hennar, börn og barna- börn og gefi þeim styrk í þeirra miklu sorg. Sigríður Eyjólfsdóttir. Asfríður Asgríms — Minningarorð Fædd 26. september 1904. Dáin 2. maí 1980. Andlát vinkonu minnar, Ásfríð- ar Ásgríms kom mér mjög á óvart. En er ég fór að íhuga sársauka- laust hið skyndilega fráfall henn- ar fylltist hugur minn þakklæti, því að fátt er manninum betra gefið, þegar leiðarlok lífsins nálg- ast, en að sofna svefninum langa án þrautar, í kyrrð og nærveru ástvina. Slík var andlátsstund vinkonu minnar. Ásfríður var fædd 26. septem- ber 1904. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurlaug Jósepsdóttir og Sigvaldi Sigurgeirsson, búendur á Gilsbakka í Öxarfirði. Eignuðust þau 12 börn. Til Reykjavíkur fluttist Ásfríð- ur þriggja ára gömul og urðu kjörforeldrar hennar sæmdar- hjónin Hólmfríður Þorláksdóttir og Ásgrímur Magnússon skóla- stjóri, en Ásfríður var skírð í höfuð þeim. Ásgrímur stofnaði hinn landsþekkta lýðskóla í Berg- staðastræti 3. Ýmsir sem þar stunduðu nám urðu kunnir menn í skólamálum landsins og á ýmsum öðrum vettvangi. í húsinu var einnig heimili Hólmfríðar og Ásgríms. Ásfríður gekk í Kvennaskólann og einnig fór hún til námsdvalar erlendis. En ómetanlegur skóli fyrir Ásfríði var heimili hennar, sem var eitt af þekktustu menn- ingarheimilum í Reykjavík. Ólst Ásfríður upp við mikið ástríki og umhyggju. Ásgrímur Magnússon andaðist árið 1912. Síðar giftist Hólmfríður öðlingsmanninum Isleifi Jónssyni, en hann tók við stjórn skólans, og stjórnaði hon- um þar til hann var lagður niður árið 1931. Reyndist ísleifur Ás- fríði sem bezti faðir. Árið 1927 giftist Ásfríður Ragn- ari Jónssyni bókaútgefanda. Eign- uðust þau tvær dætur, Eddu, gifta Árna Guðjónssyni hæstaréttar- lögmanni, og Völvu, nú gifta Thomas G. Fuller, búsetta í Bandaríkjunum. Ásfríður og Ragnar slitu samvistum. Asfríður gerðist starfsmaður Hagstofu Islands og vann þar um árabil. Mér er um það kunnugt að störf hennar þar voru mikils metin. Þau leysti hún af hendi af kunnáttu og samvizkusemi svo af bar. Ég kynntist Ásfríði fyrir hálfri öld, og með okkur var ætíð náið samband öll þessi ár. En ég minnist þess að áður en kynni okkar hófust, hafði hún, kornung stúlka, vakið sérstaka athygli mína. Svanhildur Þorsteinsdóttir (Þorsteins Erlingssonar skálds) og Ásfríður voru óaðskiljanlegar vinkonur. Á götum bæjarins, sem þá var rölt um meir en nú til þess að sýna sig og sjá aðra, þóttu mér þessar tvær ungu glæsilegu stúlk- ur eins konar „stjörnur" í marg- menninu. Ásfríður var sérstæð kona. Hún var stálgreind, ákveðin í skoðun- um, albúin að ljá lið, þegar til hennar var leitað, málum sem að hennar mati voru til góðs. Þá hlífði hún sér hvergi. Hún var sannur vinur vina sinna, gladdist með þeim á góðum stundum, og var fyrst allra til þess að veita þeim lið ef erfiðleikar og and- streymi steðjuðu að. Hún hafði mikla samúð með þeim sem sjúkir voru, aldraðir og minnimáttar. Það mun vera einstakt að afskrifa alla mánudaga til eigin nota, en það gerði Ásfríður. Þennan dag vikunnar gaf hún alveg sjúkum og gamalmennum, sem sumir hverjir áttu enga að, og færði þeim smá glaðning. Heimili Ásfríðar í aldamóta- húsinu Bergstaðastræti 3 var mik- ið risnu- og rausnarheimili. Þar var tekið á móti öllum vinum og kunningjum með opnum örmum, veitingar á borðum og gisting til reiðu ef þess þurfti með, en oft gistu hjá Ásfríði gestir utan af landsbyggðinni. Einnig átti hún góða erlenda vini, sem hingað komu í heimsókn og bjuggu þá á hinu fallega, gamla heimili henn- ar, en þetta heimili prýðir fjöldi fagurra ísaumsmuna er Hólmfríð- ur móðir hennar hafði gert, en hún var annáluð hannyrðakona. Ásfríður bar mikla virðingu fyrir móður sinni. Það snjallræði datt henni í hug á aldarafmæli Hólmfríðar á sl. ári að heiðra móður sína á þann hátt að halda sýningu í gamla heimilinu á nokkrum listilega gerðum munum úr hannyrðasafni hennar. Fjöldi gesta skoðaði sýninguna og var hún til mikils sóma fyrir Ásfríði. Með áru'num óx áhugi Ásfríðar á hinum raunverulega uppruna sínum í Þingeyjarsýslu. Kynntist hún þeim systkinum sínum, sem hún hafði ekki áður þekkt, og þeirra afkomendum, en hún var einn aðalhvatamaður að þrem ættarmótum, tveimur þeirra höldnum á ættaróðalinu í Öxar- firði. Eftir þessi kynningarmót var hún umkringd hinu fjölmenna norðlenzka frændliði sínu, sem hún mat mikils. En síðast en ekki sízt var það fjölskylda Ásfríðar sem hún bar mest fyrir brjósti, dæturnar, börn þeirra, tengdabörnin og barna- börnin. Þar var hugur hennar allur og hjartahlýjan, því kynntist ég er við sátum tvær í kyrrð og ró, og ræddum hin ýmsu mál er okkur voru hugleikin. Ásfríður var mjög listhneigð. Flesta tónleika hér í borg, þegar sígild tónlist var leikin, hlustaði hún á. Líka sótti hún mikið leikhús og listsýningar. Og segja má, að með síðustu gleðistundum hennar, áður en klippt var snögg- lega á lífsþráðinn, hafi verið tónleikar Guðnýjar Guðmunds- dóttur og Philip Jenkins, en hún hlustaði á þau leika allar sónötur Beethovens fyrir fiðlu og píanó, sér til ómældrar ánægju. Ásfríður Ásgríms kvaddi lífið og listina á fagran og hljóðlátan hátt. Það ber að þakka. Blessuð sé minning hennar. Bjarnveig Bjarnadóttir. + Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúö vegna láts litla sonar okkar, AXELS. Ólöf Benediktsdóttir, Ketill Larsen og systur hins lótna. Þökkum samúö og vinarhug viö andlát og útför MAGNUSAR JÓNSSONAR, frá Baröi, Skálagerði 3. Sérstakar þakkir færum viö Kvæöamannafélagi löunni og Reykjavíkur-höfn, sem heiðruöu minningu hans. Börn, stjúpdóttir, tengdadóttir og barnabörn. t Hjartans þakkir færum viö öllum þeim, sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför litla drengsins okkar, SIGURVINS JÓNS JÓNSSONAR, Fögruvöllum, Hellissandi. Hansína Guömundsdóttir, Siaurvin Gnnrasson. Hrafnhildur Sigurvinsdóttir, Jón Olgeir Jónsson. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, ASTVALDUR HELGI ÁSGEIRSSON, Gnoöarvogi 68, lést í Borgarspítalanum, 8. maí. Ásta Ágústsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Frænka okkar, KRISTÍN GUORÚN BJARNADÓTTIR, frá Heiöi á Síöu, lést aö Sólvangi í Hafnarfiröi 7. maí. Rósa Björk Þorbjarnardóttir, Bjarni Gottskálksson. + Hjartkær móöir okkar BENTÍNA ÞORKELSDÓTTIR, andaöist í sjúkrahúsi Sauöárkróks miövikudaginn 7. maí. Útför hennar verður auglýst síöar. Fyrir hönd barnanna, Erla Guövaröardóttir. + Hjartkær eiginmaður minn GÍSLI SIGURGEIRSSON, Strandgötu 19, Hafnarfiröi, andaöist 6. þessa mánaðar. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna, Jensína Egilsdóttir. + Útför móöur okkar ÞÓRU MAGNÚSDÓTTUR frá Fagraskógi, sem lést á sjúkrahúsi í Oslo, 3. maí s.l., veröur gerð frá Mööruvallakirkju í Hörgárdal, laugardaginn 10. maí n.k., kl. 14.00. Ragnheiður Stefánsdóttir, Þóra Stefánsdóttir, Ida Dibble, Magnús Stefánsson, Stefán Stefánsson. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, KRISTJÁN GÚSTAFSSON, framkvæmdstjóri, Hlíöartúni 15, Höfn Hornafiröi, verður jarösunginn laugardaginn 10. maí kl. 14.00 frá Hafnar- kirkju, Höfn Hornafirði. Fyrir hönd vandamanna, sólrún Einar8d6„irj börn, tengdabörn og barnabörn. + Eiginkona mín, móðir, tengdamóöir og amma okkar, MARÍA SIGRÍDUR ÓSKARSDÓTTIR, Gnoöarvogi 16, verður jarösungin í dag frá Fossvogskirkju kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð. Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlega bent á Krabbameinsfélag íslands. Jóhannes Júlíusson, Heimir Már Jóhannesson, Helena Sig. Jóhannesdóttir, Smári Þ. Svansson, Þorvaldur Þór Jóhannesson, Sigríður Ólafsdóttir, Skúli G. Jóhannesson, Guörún Sigurðardóttir, Sigríóur María Jóhannesdóttir, Pótur Hreinsson, og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug viö andlát og jaröarför mannsins míns, föður okkar, tengdafööur og afa, GUDMUNDAR BR. PÉTURSSONAR, Lydia Guömundsdóttir, Hilda Guömundsdóttir, Gunnar Felixson, Þórhildur Guömundsdóttir, Siguröur Einarsson, Pétur R. Guðmundsson, Sólveig Ó. Jónsdóttir, Hafsteinn Ö. Guömundsson, Aldís Gunnarsdóttir, ’ og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.