Morgunblaðið - 09.05.1980, Síða 32

Morgunblaðið - 09.05.1980, Síða 32
Síminn ' á afgreiöslunni er 83033 Jflorflrtnblabií* Síminn á ritstjórn og skrifstofu: 10100 Islenzkt ál mun flytja orku frá Hrauneyjafossi ALLAR líkur bcnda til þess að íslenzkt ál muni þegar fram iíða stundir flytja raf- magn frá Hrauneyjafossvirkj- un til orkukaupenda. Að sögn Jóhanns Más Maríus- sonar yfirverkfræðings Lands- virkjunar verður á næstunni gengið til samninga við sænskt og finnskt fyrirtæki um að framleiða leiðara eða víra í Hrauneyjafosslínuna, en leiðar- arnir eru gerðir úr sérstakri álblöndu. Hafa fyrirtækin óskað eftir því að kaupa ál hjá Álver- inu í Straumsvík og mun það selja fyrirtækjunum 1100 tonn af áli í leiðarana. Álverið seldi fyrir nokkrum árum ál í leiðara Búrfellslínu II. Fyrirtækin sem hér um ræðir, Gránges Metalverken i Svíþjóð og Nokia í Finnlandi, munu ef samningar takast á grundvelli tilboðs þeirra framleiða leiðara í alla Hrauneyjafosslínuna. Hún verður um 140 kílómetra löng frá Hrauneyj afossvirkj un að Brennimel í Borgarfirði. Línan verður lögð á næsta ári en byrjað hefur verið á undirstöð- um fyrir möstur. FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 1980 Kálfurinn sem liggur hjá móður sinni er sólarhrings gamall. Hann er fyrsta afkvæmi kýrinnar og tákn þess að vorið er að koma og jörðin að vakna til lífsins á ný. Álverið og járnblendið: Vorboði í heiminn borinn Ljósm. Mbl. RAX. Álverið: Allri fram- leiðslu þessa árs þegar ráðstafað ÁLMARKAÐURINN hefur verið mjög traustur að undanförnu og mjög mikil eftirspurn, eftir áli. Hefur allri framleiðslu Álversins í Straumsvík á þessu ári þegar verið ráðstafað, að sögn Ragnars Halldórssonar forstjóra félagsins. I vetur hefur verið framleitt í Álverinu eins og mögulegt hefur verið en vegna orkuskömmtunar varð að draga úr framleiðslu sem nam 5000 tonnum. Álinu hefur verið afskipað svo til jafnharðan. Nýlega hækkaði ál talsvert á heimsmarkaði eða úr 1600 dollur- um tonnið í 1750 doliara. Er það 9,4% hækkun. Frumvarp um saltverk- smiðju lagt fyrir Alþingi í haust? IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ fékk fyrir nokkru skýrslu frá undirbúningsfélagi, sem stofnað var ti! þess að vinna að stofnun sjóefnaverksmiðju á Suðurnesjum. Skýrslan er kölluð „frumáætlun" og er til skoðunar í nefnd, sem Bragi Sigurjónsson skipaði til þess jð skoða og kanna tillögur, sem kæmu. í skýrslunni er •'i um allt að 60 þúsund tonna saltverksmiðju og sagði Hjörleifur Guttormsson, iðn- aðarráðherra, að möguleiki væri á að fara í minni áfanga, t.d. 30 þúsund tonn. Ráðherra kvað það hafa verið ráðgert, að leggja fram á Alþingi fyrir þinglausnir kynningarfrum- varp um þessa verksmiðju, en nýlega hefði verið horfið frá því, málið yrði unnið betur í sumar og frumvarpið lagt fyrir þingið í haust. „Þegar verður búið að meta þessar tillögur og fá nánari greiningu á viðbrögðum mark- aðarins á þeirri tilraunafram- leiðslu, sem í gangi eru, verða teknar ákvaðanir um frekari stig í málinu." Kvað Hjörleif- ur ekki komið að þeirri ákvarð- anatöku, enda þyrfti löggjaf- inn að koma inn í það mál. í sumar kvað hann líklegt að tilraunaframleiðslu yrði hald- ið áfram og hefur þá komið til tais að stíga milliskref og auka framleiðsluna upp í 4 þúsund tonn. Ekki væri þó ljóst, hvort ástæða væri til þess. Heildarframleiðslutap vegna raf- magnsskömmtunar 4,9 milljarðar FRAMLEIÐSLUTAP íslenzka ál- félagsins vegna rafmagns- skömmtunarinnar í vetur var um 5000 tonn og hjá íslenzka járn- blendifélaginu 3-3.500 tonn. Brúttóframleiðsluverðmæti 5000 tonna af áli er um 4 milljarðar króna og framangreinds fram- leiðslumagns járnblendiverk- smiðjunnar um 900 milljónir króna. en fastur kostnaður ál- versins er um 40%, eða 1,6 milljarður króna og nettómissir járnblendisins nemur um 400 milljónum króna. Þessar upplýs- ingar fékk Morgunblaðið hjá forstjórum fyrirtækjanna, Ragn- ari Halldórssyni og Jóni Sigurðs- syni. Vegna vatnsskorts á hálendinu varð Landsvirkjun að grípa til skömmtunar til fjögurra aðila; álversins, járnblendiverksmiðj- unnar, Áburðarverksmiðjunnar og Keflavíkurflugvallar. Skömmtun- in hófst 15. september og stóð til 17. apríl sl. og varð mest 37 MW. Runólfur Þórðarson verk- smiðjustjóri Áburðarverksmiðj- unnar sagði, að frá 15. september til áramóta hefði verksmiðjan orðið að flytja inn 790 tonn af ammoníaki aukalega vegna raf- magnsskömmtunar og væri það magn um 10% af ammoníaksárs- framleiðslu verksmiðjunnar. Töl- ur frá þessu ári sagði Runólfur ekki liggja fyrir, né heldur hversu mikið innflutningurinn hefði kostað umfram það sem eigin framleiðsla hefði kostað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.