Morgunblaðið - 15.05.1980, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAI1980
15
Kaffisala Kven-
félags Laugar-
nessóknar
Hin árlega kaffisala Kvenfélags
Laugarnessóknar verður í. dag,
uppstigningardag, strax að lokinni
messu í Laugarneskirkju. Kaffi-
salan verður í veitingahúsinu
Klúbbnum við Borgartún. Messa
hefst kl. 14.00 og mun séra Jón
Bjarman prédika.
Kaffisala Kvenfélagsins hefur
löngum verið vel sótt enda vel til
hennar vandað og er örugglega
hægt að mæla með henni að þessu
sinni. Konurnar í Kvenfélaginu
sýna ótrúlega fórnfýsi og dugnað í
starfi sínu, en þessi kaffisala er
aðeins einn liðurinn í því mikla
starfi sem þær inna af hendi.
Þáttur þeirra í fjáröfluninni
fyrir byggingu safnaðarheimilis
Laugarnessóknar hefur verið mik-
ill, enda til mikils að vinna.
Nú er unnið að því að gera
þennan stóra áfanga safnaðar-
heimilisins fokheldan og þarf því
mikið fé til þess að endar nái
saman. En draumurinn um safn-
aðarheimili er senn að verða að
veruleika og ekki líður á löngu þar
til hægt verður að bjóða upp á
kaffisölu í glæsilegum safnaðar-
sal.
Húsnæðisskortur hefur löngum
staðið starfi Kvenfélagsins og
öðru safnaðarstarfi fyrir þrifum.
Þess vegna er það von kvenfé-
lagskvenna og annarra sem að
safnaðarmálum vinna að sóknar-
fólk sýni samstöðu og áhuga í
þessu máli.
Kaffisalan er árviss og
skemmtilegur liður í safnaðar-
starfinu og fjáröflunarstarfinu og
hvet ég alla velunnara Laugar-
neskirkju að fjölmenna bæði í
messu og kaffisöluna.
Jón Dalbú Hróbjartsson
sóknarprestur.
Rúðubrot fyrir 17
milljónir króna í
skólum borgarinnar
Gífurlegar skemmdir hafa orðið á skólahúsum borgar-
innar í vetur. Hafa rúður verið brotnar í skólunum fyrir
nærri 17 milljónir á fjórum mánuðum eða frá áramótum
til aprílloka. Alltaf getur orðið slys og farið rúða, en
þarna er víða um vísvitandi skemmdarverk að ræða, svo
sem sjá má af tölum.
Þessi rúðubrot eru misjöfn eftir
hverfum og skólum. Mestar hafa
skemmdirnar orðið í Fellaskóla,
þar sem kostað hefur 5,8 milljónir
að bæta tjónið. Er það langmest,
en tveir aðrir skólar, Árbæjarskóli
og Réttarholtsskóli, hafa orð'ið
fyrir rúðubrotum fyrir 1,4 millj-
ónir. Fer hér á eftir listi yfir
skólana og kostnaðinn af glervið-
gerðum þar frá 1/1 til 30/4 í vetur:
Austurbæjarskóli 220.849.-
Laugarnesskóli 125.256.-
Melaskóli 692.008-
Langholtsskóli 157,676.-
Hlíðaskóli 161.874-
Breiðagerðisskóli 298.810.-
Árbæjarskóli 1.436.206.-
Vogaskóli 279.506,- '
Vesturbæjarskóli 350.764,-
Álftamýrarskóli 731.479,-
Hvassaleitisskóli 131.881,-
Breiðholtsskóli 591.330,-
Fossvogsskóli 808.312,-
Fellaskóli 5.892.790,-
Hólabrekkuskóli 684.765,-
Ölduselsskóli 961.829.-
Kleifarvegur 15 138.632,-
Hagaskóli 305.500.-
Kvennaskólinn 83.482,-
Réttarholtsskóli 1.479.630.-
Fjölbrautarskólinn 454.628.-
Fjölbr.sk. íþr.m.virki 134.341,-
Ármúlaskóli 623.428.-
Samtals kr. 16.744.976.-
Snæbjörn Jónasson vegamálastjóri:
Snæbjörn Jónasson
birtist í blaði yðar þann 29. apríl.
I stað þess að láta sér nægja að
gagnrýna niðurstöðu Vegagerðar-
innar fyrir mat það, sem lagt er á
þá þætti sem úrslitum ráða um
valið, er ráðist með skömmum og
svívirðingum á þann starfsmann
Vegagerðarinnar sem falið var að
vinna verkið.
Honum er borin á brýn fölsun
staðreynda, hlutdrægni í starfi og
vansæmandi vinnubrögð.
Aburður af þessu tagi er i hæsta
máta fjarstæðukenndur í augum
þeirra sem þekkja til starfa
Eiríks. Hann á engra hagsmuna
að gæta varðandi tengingu Inn-
Djúps annarra en hagsmuna al-
mennings, og er ég þess fullviss að
hann hefir unnið að þessu verki af
óhlutdrægni, samviskusemi og al-
úð.
Með þökk fyrir birtinguna.
innsk furusmíó
Lundiahillukerfió er ódýrt og einfalt í uppsetningu
Lundia hillukerfið er selt í stykkjum,
þannig að hverri einingu hagar þú eftir
eigin smekk.
Lundia hillukerfið er úr massívri
finnskri furu, mjög ódýrt og einfalt í upp-
setningu.
GRÁFELDUR HF.
ÞINGHOLTSSTRÆTI 4. S. 2 6626.
Tilvalið í stofuna, barnaherbergið,
ganginn, skrifstofuna, verslunina. . .
Hringið og biðjið um upplýsingabækl-
ing.
í stíl við Lundia hillukerfið, höfum við
einnig fáanlega klappstóla og borð.
Herra ritstjóri.
Vegna blaðagreinar, sem birt
var í blaði yðar þann 29. apríl sl.
undir fyrirsögninni „Vegastríð á
Vestfjörðum", langar mig til að
biðja yður um að birta eftirfar-
andi.
Árið 1975, þegar þingmenn
Vestfjarðakjördæmis sáu hilla
undir möguleika á að hægt væri
að veita fé til tengingar Inn-
Djúps, fólu þeir Vegagerð ríkisins
að gera tillögu um hvar sú tenging
skyldi vera við aðalvegakerfi
landsins. Þá var Björn Ólafsson
umdæmisverkfræðingur í Vest-
fjarðakjördæmi, og var honum
falið verkið. Hann skilaði álits-
gerð vorið 1976, sem lögð var fyrir
þingmenn og tekið fram, að hér
væri um frumathugun að ræða. í
álitsgerð þessari er gerð grein
fyrir þeim valkostum, sem álitleg-
astir eru, og tíundaðir þeir þættir
sem úrslitum ráða um leiðarvalið,
svo sem kostnaður, vegalengdir,
hæðir fjallvega, veðurfar eftir því
sem um er vitað o.s.frv.
Niðurstaða þeirrar skýrslu var,
að einna álitlegast virtist að fara
um Þorskafjarðarheiði og Þor-
geirsdal niður í Þorskafjörð.
Þar sem hér var ekki um
endanlega niðurstöðu að ræða,
gafst tóm til að halda áfram
athugunum og gagnasöfnun, með-
an beðið var eftir að tímabært
væri að veita fé til vegagerðarinn-
ar.
Þegar Björn hætti sem umdæm-
isverkfræðingur tók Eiríkur
Bjarnason við starfi hans og féll
það í hans hlut að halda áfram
athugunum á leiðarvalinu.
Eftir áramót í vetur sendi hann
uppkast að nýrri álitsgerð til
yfirmanna sinna í Reykjavík til
yfirlestrar. Niðurstaða þessarar
skýrslu var að Kollafjarðarheiði
væri besti kosturinn, en munur
lítill á henni og fyrrnefndri leið
um Þorgeirsdal.
Við yfirmenn Eiríks féllumst á
röksemdir hans, gerðum smávægi-
legar breytingar á álitsgerðinni,
sem við töldum eðlilegar, og var
hún að því búnu lögð fyrir þing-
menn Vestfjarðakjördæmis sem
endanleg tillaga Vegagerðarinnar.
Það hefur lengi legið í loftinu,
að ekki bæri öllum vestfirðingum
saman um hvar tenging Inn-Djúps
ætti að vera. Við áttum því von á
blaðaskrifum og fundasamþykkt-
um, sem féllu að eða gengu á móti
tillögu okkar, en enginn okkar átti
von á grein eins og þessari sem
EF ÞAÐ ER FRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐENU
Ómak-
leg árás