Morgunblaðið - 15.05.1980, Page 18
Hann er kórstjóri kórs
Langholtskirkju og hefur haft
það starf á hendi frá árinu 1964.
Ilann stundaði orgelnám hjá
Páli ísólfssyni og var síðasti
nemandinn sem hann útskrif-
aði. Einnig hefur hann stundað
nám hjá dr. Róberti A. Ottós-
syni, enda segir hann sig hafa
notið bestu mögulcgrar tiisagn-
ar sem boðið er upp á á íslandi í
þessu fagi. Hann hefur líka
stundað nám í orgel- og
kirkjutónlist á erlendri grund,
bæði í Míinchen í Þýskalandi og í
Vínarborg í Austurríki. Hann
starfar við tónlistarkennslu
við Arbæjarskóla auk þess að
stjórna kór Langholtskirkju.
Maðurinn sem við ræðum við
heitir Jón Stefánsson og er-
indið er að fræðast af honum
um kórinn, fortíð, nútíð og
framtíð.
Jón
Stefánsson
kórstjóri
Kórs
Langholts-
kirkju:
Allt í þessum dúr skapar leiðinlega
spennu milli kórfélaganna og hefur
slæm áhrif á alla aðila," segir Jón og
kveikir sér í pípu, hugsi á svip.
Mikilvægt að efla
persónuleg tengsl
innan hópsins
„Kerfið sem við notum er byggt
upp á annan hátt. Við högum
starfinu þannig að við æfum upp
nokkrar efnisskrár sem fluttar eru á
ýmsum tímum vetrarins, yfirleitt
með tveggja mánaða millibili. Þetta
hvetur fólk til að mæta vel og vinna
af fullum krafti allan veturinn, enda
hefur mætingin verið eins og best
verður á kosið. Einnig skapar þetta
betri anda innan kórsins, fólk finnur
framför á hverri æfingu og allir
innan kórsins fylgjast að hvað fram-
farir snertir. Það er og mikilvægt í
starfi sem þessu að fólk sé þátttak-
Búinn að leggja of
mikið af sjálfum mér í kór-
Bindandi
að syngja í
kirkjukór
-Ég tók Vió kórnum árið 1964, en
þá var hann hefðbundinn kirkjukór,
góður að vísu og hafði alltaf verið,“
segir Jón. „Helgi Þorláksson skóla-
stjóri var með kórinn á undan mér
og tókst honum að byggja upp
ágætan kór eftir því sem gerist með
kirkjukóra. Hann tók upp þann
ágæta sið að halda tónleika árlega
og ég hef reynt að halda því áfram.
Árið 1972 var lögum kórsins breytt
verulega og jaðraði við að við
hefðum stofnað nýjan kór,“ segir
Jón. „Samfara lagabreytingunni var
nafni kórsins breytt í „Kór Lang-
holtskirkju" en hafði áður verið
„Kirkjukór Langholtssafnaðar". Eg
hafði lengi haft hug á að stækka
kórinn og það tók mig átta ár að
finna lausn á því vandamáli. Þá var
það og erfitt að fá gott fólk til að
syngja í kirkjukór, fólk virtist ekki
vilja binda sig með þeim hætti, enda
er það mjög bindandi — söngfólkið
þarf að vera til taks um
allan ársins hring. Eg var kominn
með hóp af góðu fólki, en það var
ekki tilbúið að binda sig með þessum
hætti, því var brugðið á það ráð
stækka kórinn, fyrst í um fimmtíu
*nn til að geta hætt
manns, en nú eru um'sextíu manns í
kórnum. Þessum hópi var síðan skipt
niður í fimm hópa sem skiptast á um
að syngja við messur, en í hverjum
hópi eru tólf manns, en sá fjöldi
nægir fyllilega til að sinna hlutverki
sínu. Einnig gefur þessi fjöldi mögu-
leika á að flytja smærri verk við
guðsþjónustur,“ segir Jón.
Fólkið í kórn-
um er aðeins
áhugans vegna
„Þegar þessar breytingar voru
gerðar þá þurfti einnig að endurnýja
kórinn að nokkru leyti. Það er
alkunna að fólk sem er nokkuð við
aldur missir röddina og stenst því
ekki þær kröfur sem til þess eru
gerðar, þó auðvitað séu frá hp«<"’
undanteknín"-- *■ ' .
e*vi verður það að
segjast eins og er, að fólk Sem sungið
hafði í kórnum. ; þrjátíu til fjörutíu
ár gerð; orðið takmarkað gagn, en
hfeit áfram að starfa í kórnum til að
fá þær fáu krónur sem kórfélagar
fengu áður en lögum kórsins var
breytt. Þetta leystist sem betur fer
farsællega, og nú er í kórnum fólk
sem aðeins er þar áhugans vegna
enda er andinn innan kórsins góður.
Upphæðinni sem kórfélagar fengu
áður í sinn vasa er nú veitt til
uppbyggingar kórsins og notað til að
fjármagna ýmsa starfsemi hans. Ég
held að þetta fyrirkomulag hafi
sannað réttmæti sitt, enda er allt
annað að vinna með fólki sem er
aðeins í þessu áhugans og ánægjunn-
ar vegna. Samfara þessum breyting-
um á rekstri kórsins hefur hann
fært út kvíarnar á ýmsum sviðum.
Við höfum ekki haft þann háttinn á,
eins og ýmsir kórar, að byrja að æfa
upp efnisskrá að hausti sem ekki á
að flytja fyrr en um vorið. Slíkt
fyrirkomulag leiðir til þess að fólk
mætir illa á æfinnar f>’—•
,j..i muia
starfsársins, nennir ekki að mæta,
enda langt í það að verkið verði flutt.
Þetta hefur ýmis vandamál í för með
sér og andinn innan kórsins verður
ekki eins góður. Fólk veit kannski
ekki hvað gert hefur verið á síðustu
æfingu og þarf því að byrja á að
kenna því hluti sem aðrir hafa lært.
endur af lífi og sál, að lifa sig inn í
sönginn og finna hvað er að syngja
saman. Söngurinn verður að hljóma
á réttan hátt, söngvararnir eiga ekki
að syngja eins og einsöngvarar,
heldur sem heild. Með hliðsjón af
þessu þá leggjum við mjög upp úr
því að ýta undir samvitund félag-
anna og efla persónuleg tengsl innan
hópsins. Fólkið verður að skynja að í
hópnum finni það vini sína sem hafa
sömu áhugamál. Þetta hefur heppn-
ast ágætlega enda hittast margir
utan æfinga, við skemmtum okkur
saman, förum á tónleika og á
óperusýningar saman og höldum
hópinn á margan annan hátt,“ segir
Jón brosandi.
uteigur og
Neðridís
„Við höfum haft þann háttinn á
undanfarin ár að fara saman upp í
Munaðarnes í æfingabúðir, bæði til
að auka tengslin innbyrðis og til
æfinga, enda hafa þessar ferðir
heppnast mjög vel. í æfingabúðun-
um er æft stíft, frá klukkan níu á
morgnana og til fimm eða sex á
kvöldin. Með því móti náum við betri
árangri en við hefðum gert á hinum
venjubundnu æfingum sem eru
tvisvar í viku. Það vill alltaf gleym-
ast eitthvað á mílli æfinga og þá
þarf alltaf einhvern tíma til að vinna
upp það sem tapast hefur niður. í
búðunum er hinsvegar hægt að læra
meira á skemmri tíma auk þess sem
það eykur tengslin innbyrðis. Ég
nefni til gamans að þegar við vorum
síðast í Munaðarnesi þá frumflutti
karlpeningurinn í kórnum nýja ís-
lenska óperu. Óperuna kölluðu þeir
„Ófeigur og Neðridís" og var hún
gamansöm útfærsla á óperunni sem
flutt var í Þjóðleikhúsinu í vetur. í
þessari úígáfu var Ófeigur kominn
með baksýnisspegil, því ekki mátti
hann líta aftur frekar en hinn
upprunalegi. Þá var Neðridís auðvit-
að leikinn af karlleikara, — og hann
ekki af minni gerðinni. Því var
fenginn sérstakur áhættuleikari til
að leika ástarsenurnar, en ekki var
hann hrifnari af Ófeigi en svo að
hann notaði gasgrímu sér til varn-
ar!“ segir Jón og brosir.
„Það er ákaflega gott að hafa eins
góðan anda í hópnum og raun ber
vitni, það má segja að við séum eins
og ein stór fjölskylda. Hins vegar
held ég að kórinn megi ekki stækka,
núverandi stærð tel ég hámark.
Einnig er gott hve margir eru búnir
að vera lengi starfandi, stærsti
hlutinn er frá árinu 1972, aðeins
örfáir eru frá fyrri tíð.“
Sönggleðin hefur
allt að segja
„Hvað þjálfun kórsins viðvíkur þá
er raddþjálfunin sérlega mikilvæg.
Við höfum fastan raddþjálfara sem
er Ólöf Harðardóttir, kona mín, en
hún byrjaði raunar í kórnum nokkr-
um mánuðum á undan mér og hefur
auðvitað verið þar síðan! Það er
mikill munur þegar meirihluti kórs-
ins er læs á nótur, það gerir allt
starf og alla þjálfun mun auðveldari
en ella. Við raddþjálfunina höfum
við þann háttinn á að við leysum
kórinn upp í fjóra til fimm hluta og
síðan er hver rödd æfð út af fyrir
sig. Þannig gengur þjálfunin bæði
fljótt og vél og í lok æfingarinnar
kemur hópurinn saman og þá skell-
um við því í eitt sem unnið hefur
verið að. Það er ákaflega skemmti-
legt á æfingum enda er það undir-
staða þess að útkoman geti verið
góð. Það er sönggleðin sem hefur allt
að segja,“ segir Jón. „Ég er oft
útkeyrður eftir daginn þegar ég kem
á æfingar, en hins vegar má ég vera
orðinn illa farinn ef ég er ekki
orðinn úthvíldur eftir æfinguna.
Tónlistin er mér hvíld og ánægja,
enda er hún til þess að gleðjast yfir.
Ég get nefnt það að mikið er af
skólafólki í kórnum sem auðvitað
þarf að taka próf. Á meðan próflest-
urinn stendur yfir þá mætir þetta
fólk á æfingar til þess að slappa af
og snúa ofan af spennunni innra með
sér,“ segir Jón kíminn.
Níu tónleikar
í vetur
„í vetur höfum við haldið níu
tónleika, tónleikarnir í Háteigs-
kirkju voru lokatónleikarnir á þessu
starfsári, en segja má að starfsemin
aukist með ári hverju. Við höfum
verið með fimm efnisskrár í vetur og
hafa þær dreifst á allan veturinn. A
fyrstu tónleikunum vorum við með
messu eftir Mozart og kantötu eftir
Bach, en þessi verk höfðum við flutt
áður og því ekki eins mikið verk að
vinna það upp á nýtt. Næstu tónleik-
ar voru jólatónleikarnir og fluttum
við þar jólalög og fleira. Frá áramót-
um æfðum við tvö prógrömm, annað
innihélt tvær kantötur eftir Bach, en
hitt æfðum við og fluttum í sam-
starfi við Sibyl Urbancic. Þessi verk
voru flutt um páskana. Frá páskum
æfðum við efnisskrána sem flutt var
á miðvikudaginn, en hún samanstóð
af 15., 16., og 17 aldar tónlist og
nútímaverkum eftir innlenda og
erlenda höfunda," segir Jón.
JDraumurinn er
Jólaóratoría
Bachs
„Næsta vetur ætlum við að halda
eins marga tónleika eins og við
getum,“ segir Jón. „Við stefnum að
því að fara til Kanada sumarið ’81 og
munum æfa sérstakt prógramm í því