Morgunblaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ1980
Froskar kysstir og
blásið á stjörnur
Stundum berast bækur til um-
sagnar sem erfitt er aö flokka. Á
að telja þær bókmenntir eða
myndlist eða kannski eitthvað
annað? Tvær slíkar bækur hafa
lengi beðið umfjöllunar, en verður
nú minnt á þær í þessum þáttum.
Helgi Þorgils Friðjónsson er í
hópi ungra nýlistamanna. Hann
sendi frá sér í fyrra bók sem hann
nefndi Nokkrar teikningar og er
hún bæði á íslensku og ensku.
Helgi teiknar og semur mynda-
sögur sem um margt eru
óvenjulegar. Honum eru ævintýri
hugleikin eins og Rauðhetta og
sagan af prinsinum sem breyttist í
frosk. Margar bókmenntalegar
Bókmenntlr
eltir JÓHANN
HJÁLMARSSON
skírskotanir eru í teikningum
hans sem segja flestar sögu. Menn
breytast í dýr, dýr breytast í
menn. Að lokum er vandi að skilja
milli manna og dýra. Hundar
koma mikið við sögu, enda greini-
lega skammt á milii manns og
hunds að mati höfundar.
í fyrstu myndasögu Helga Þor-
gils í bókinni segir m.a. frá því að
Karl Bretaprins hafi tilkynnt trú-
lofun sína og venjulegrar stúlku
sem þar að auki er ekki hrein mey.
Sögunni víkur þá til Harðar sem
hafði áður haft náin kynni af
kærustu prinsins, Betu, eins og
lýst er í sögunni. Sagan endar á
þessum orðum: „Langt, langt í
burtu eru Hörður og ný söguper-
sóna að róa úti á bláum og
grænum sjó. Þetta er konan hans.
Án þess að hann viti af því, þá er
Teikning eftir Heiga Þorgils Frið-
jónsson úr bókinni Nokkrar teikn-
ingar.
hún vond tröllkerling, sem hefur
étið tvo prinsa og breytt prinsess-
um í froska og pöddur. Margir
kóngar eru búnir að lofa ríkjum
sínum eftir sinn dag, og margir
ungir, fríðir og gáfaðir bændasyn-
ir á gatslitnum skóm, eru að kyssa
froska úti í mýri ... og úti er
ævintýri."
„Ekki er það mér að kenna að
þau hafa alið mig svona upp,“
segir hundur í einni myndasög-
unni. Meðal þess sem hann langar
til er að bíta alla ketti, rífa vængi
af flugum, brenna allar bækur
jarðar og skíta á gangstéttir.
Helgi Þorgils leitast við að birta
ný sjónarhorn alkunnra minna í
bókmenntum og myndlist og tekst
það oft skemmtilega. Hann lýsir á
persónulegan hátt manni og
skugganum hans, hundi og hans
skugga og lætur það líka gerast að
skuggi manns verður skuggi
hunds. Bestur er hann í þeim
myndaflokkum sem eru hrein
myndlist með ívafi bókmennta- og
jafnvel kvikmyndatækni. Það er
gaman að skoða smáheim hans
með myndum sem eru varla stærri
en eldspýtnastokkur, en rúma þó
meiri visku en unnt er að koma
fyrir í einum stokki.
Sjón er ungt skáld sem sent
hefur frá sér Ijóðabækur sem lofa
góðu. Fyrir jólin í fyrra gaf hann
út handskrifað kver með myndum
eftir sig og kallaði Birgitta (hleruð
samtöl). Á hverri opnu er texti og
mynd sem eiga að tákna skynjanir
Birgittu sem býr í fjölbýlishúsi og
leggur eyrun að veggjunum í
íbúðinni og hlustar á fólk tala
saman. Þetta gerir hún þegar
henni leiðist. Sjón virðist hafa
lært sitthvað af súrrealistum.
Einn textinn er á þessa leið:
„Fyrst kom höfuðið, svo allt hitt.
En hversvegna byrjaði hún að
blása á stjörnurnar? Þær settust
ekki á rétta staði. Líður barninu
þá ekki undarlega? Nei, það fékk
strax að horfa á spegilmynd sína.“
Þetta eru hnyttilegir textar hjá
Sjón og njóta sambýlisins við
myndirnar sem teiknaðar eru í
fínlegum skyndihrifastíl. Aðferð
höfundar er að vekja lesandann og
skoðandann úr dvala vanans með
En hversvegna byrjaði hún að blása
á stjörnurnar? Teikning eftir Sjón
úr Birgittu (hleruð samtöl).
því að koma með óvæntar lausnir.
Lítum til dæmis á eftirfarandi
texta sem er reyndar ekki nema
hálfsagður án myndskreytingar-
innar: „Jæja, við skulum drífa
okkur af stað. Bíddu aðeins; ég er
að hreinsa blómin úr augunum."
Feðgin sýna á Snorralofti
Undanfarna daga hefur staðið
yfir á Snerrulofti í Mosfellssveit
sýning á oliu- og vatnslitamyndum
cftir Onnu Georgsdóttur glugga-
skreyti og Georg Vilhjálmsson
málarameistara. Georg er fæddur
árið 1903 og hefur unnið við
auglýsingar í sambandi við bila-
málun. Hann hefur sótt námskeið i
myndlist, síðast i Myndlista- og
handíðaskóla íslands.
Anna er fædd árið 1933 og var við
nám í 2 ár í Kaupmannahöfn í
Tegne og Kunstindustriskolen for
kvinner og Bergenholtz dekorations
fagskole. Hún hefur einnig sótt
námskeiðið í Myndlistaskólanum í Síðasti dagur sýningarinnar
Reykjavík og Myndlista- og hand- verður á uppstigningardag og verð-
íðaskóla íslands. ur þá opið kl. 14—19.
Olíumálverk eftir Mattheu Jónsdóttur.
Matthea Jónsdótt
ir sýnir i FÍM
Matthea Jónsdóttir heldur
sína fjórðu einkasýningu í
FIM-salnum. Hún sýnir að sinni
mestmegnis vatnslitamyndir og
aðeins örfá olíumálverk, en alls
munu vera á þessari sýningu
fast að sjötíu myndum. Matthea
er mikið fræg í útlöndum og
hefur fengið mikið af verðlaun-
um og viðurkenningum. Ég verð
að játa enn eina synd fyrir
lesendum þessa blaðs: Því miður
kann ég ekki að meta þessi verk,
sem þarna eru til sýnis. Ég held
því fram við sjálfan mig, að ég
hafi séð miklu betri verk frá
hendi þessarar listakonu, hér
áður og fyrr, en nú varð ég fyrir
vonbrigðum. Ekki skal ég full-
yrða neitt um það, hvort okkar á
sök á þessu, Matthea eða ég. En
ég verð að taka þeirri staðreynd,
að nú er ég ósammála þeim í
útlöndum.
Það er erfitt að taka nokkuð
sérstaklega fyrir af þessum
myndum Mattheu, þær eru ákaf-
lega líkar og hafa stundum
mjúkan og fágaðan tón, en það
er hvergi nægilegt til að gott
megi teljast. Vatnslitir eru afar
vandmeðfarnir, og það þarf sér-
stæða gáfu, liggur mér við að
segja, til að ná árangri á því
sviði. Ég held að Mattheu séu
olíulitir miklu nær og litameð-
ferð hennar í málverkinu nr. 19,
„Út í bláinn", sanni það rækilega
á þessari sýningu. Að mínu mati
sker fyrrnefnt málverk sig nokk-
uð úr. Sérstaklega voru það
litirnir, er komu við mig, en ekki
var ég samt algerlega dús við
sjálfa myndbygginguna.
Mikið sýningaflóð hefur dunið
yfir hér í borg að undanförnu, og
auðvitað er ekki allt í sama
gæðaflokki. Það er nú einu sinni
svo með blessaða listina, í hvaða
formi sem er, að fáir eru sam-
mála. Það sem einum geðjast
ekki að, fellur vel í smekk
annars. Einmitt þetta skapar
vissa spennu og gefur hlutunum
líf. Allt, sem stuðlar að því, að
fólk er að fást við listir, er
afstætt. Þannig gerir góður höf-
undur ekki ætíð góðar bækur.
Sama lögmál gildir um mynd-
listarmanninn. Öll eigum við
okkar góðu og slæmu hliðar. Sól
í dag, sorti á morgun. Svo er
veðráttan hér á landi, bæði í
náttúru og fólki. En ekki hvarfl-
ar að okkur að gefast upp, enda
eigum við gott og gilt orðatil-
tæki, er við segjum að þreyja
þorrann.
Ekki ætla ég að leggja neinum
lífsreglur með þessu spjalli, er
mér kemur í hug út af þessari
sýningu Mattheu Jónsdóttur.
Hún er að sjálfsögðu á öndverð-
um meiði við mig, annars hefði
hún ekki sýnt þessi verk, en eins
og ég sagði hér að ofan: Þá veit
ég ekki hvoru skal um kenna,
mér eða listakonunni, er gert
hefur þessi verk. Látum okkur
þreyja þorrann og sjá, hvað
gerist.
Valtýr Pétursson.
Myndllst
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
Pétur Friðrik við eina aí myndum sínum.
Pétur Friðrik sýnir
í Vestursalnum að Kjarvals-
stöðum sýnir Pétur Friðrik um
þessar mundir 117 verk. Það eru
aðallega olíumálverk og vatnslita-
myndir, ásamt nokkrum teikning-
um í tússi og viðarkolum. Þeir,
sem fylgst hafa með ferli Péturs
Friðriks sem málara, vita að hann
hefur ætíð verið mjög í sambandi
við fyrirmyndir úr náttúru lands-
ins. Hann hefur einnig lagt
nokkra stund á blómamyndir og
uppstillingar. Allt er þetta á
þessari sýningu Péturs. Hann
sýndi á sama stað fyrir einum
fimm árum, en ekki sá ég þá
sýningu og get því ekki sagt álit
mitt á því, hvað gerst hefur hjá
Pétri á þessum árum. En ég held,
að engin stórbreyting hafi átt sér
stað. Pétur er fyrir löngu mótaður
sem málari og sjálfum sér sam-
kvæmur að vanda.
Þetta er nokkuð misjöfn sýning
hjá Pétri, enda varla við öðru að
búast, þar sem svo mikill fjöldi
verka er til sýnis. Hann virðist
hafa mikið dálæti á vissum fyrir-
myndum, eins og til að mynda
Heiðmörk, Þingvöllum, Vestfjörð-
um og sumum götunum í Reykja-
vík. Sérstaklega tók ég eftir
myndum frá Hnífsdal hjá Pétri,
og ég er ekki frá því, að þar takist
honum best upp. Stundum finnst
mér litameðferð Péturs á þann
veg, að fyrirmyndirnar virðast
meira ráða en góðu hófi gegnir.
Þetta er auðvitað matsatriði. En
svona fór þetta í mig. Pétur
Friðrik er vinnusamur málari og
slær ekki slöku við. Hann ræður
yfir tækni, og hann er mjög
leikinn í vissum atriðum mál-
verksins, en mér kemur það þann-
ig fyrir sjónir á stundum, að
honum takist ekki að frelsa sjálf-
an sig úr hinum sterku áhrifum
fyrirmyndarinnar, ef svo mætti til
orða taka. Þetta hefur ætíð verið
nokkurt vandamál fyrir Pétur
Friðrik, og virðist ekki hafa orðið
breyting þar á. Það er erfitt fyrir
málara að lifa og hrærast í jafn
fögru landi og íslandi. Eitt verk
vakti athygli mína sérstaklega.
Það var málverkið nr. 117 Mó-