Morgunblaðið - 15.05.1980, Síða 22

Morgunblaðið - 15.05.1980, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1980 gveitir komnar til Irans til aðgerða? Teheran. 14. maí. AP. RÚMLEGA 90 Bandaríkjamenn hafa verið sendir með fluttvélum til ýmissa hluta írans að undan- förnu og búizt er við að þeir vinni skemmdarverk ok „standi fyrir samsærum" gegn íran á næstu tveimur vikum. að því er Abol- hassan Bani-Sadr sagði í dag. Bani-Sadr saKÖi í viðtali við Te- heran-útvarpið að hann hefði heyrt að tvær bandrískar þyrlur hefðu lent á fjallasvæðinu Bakthiari í Suð- austur-íran og að hergögn væru send til uppreisnarmanna Kúrda í Kúrdistan. Forsetinn sagði að 19 Iranir hefðu verið sendir frá Bandaríkjunum til þess að leiðbeina við skemmdar- verkastarfsemi gegn Iran. Hann tók ekki fram að þessar aðgerðir stæðu í sambandi við misheppnaðan björg- unarleiðangur Bandaríkjamanna á dögunum. Stjórnin tilkynnti einnig að tveir Bandaríkjamenn hefðu verið hand- teknir í sambandi við björgunarleið- angurinn, en yfirvöld neita að segja hverjir þeir eru og hvenær og hvar þeir voru teknir. Talsmaður bandariska utanríkis- ráðuneytisins sagði að ráðuneytið vissi um blaðafréttir um yfirlýsingu Bani-Sadr en vildi ekkert um þær segja. Björgunarleiðangurinn var miklu víðtækari en skýrt hefur verið frá og 400 útsendarar, aðallega íranir, voru viðbúnir að valda öngþveiti í sam- bandi við björgunartilraunina að sögn dálkahöfundarins Irv Kupcinet í Chicago Sun-Times í dag. Hann segir að nokkrar sprengju- árásir hafi verið ráðgerðar til að rugla her og lögreglu Irans í ríminu. Vinna hafi átt skemmdir á umferð- arljósum, trufla talstöðvasamtöl lögreglunnar, og skaða vatnsveitu- kerfi, símaþjónustu og aðra mikil- væga þjónustu. Kupcinet sagði, að bandarískir hermenn, sem áttu að ná í gíslana, hefðu átt að þykjast vera stuðn- ingsmenn Bani-Sadr. Nokkrir náms- mannanna í sendiráðinu voru á mála hjá Bandaríkjamönnum. Árásar- mennirnir voru vopnaðir efni sem hefði gert alla í sendiráðinu óvirka. Flytja átti gíslana til stöðvarinnar í eyðimörkinni að sögn Kupcinet. Hann segir að kona og börn Bani- Sadr séu í París þar sem hann telji þau öruggust þar. Fundur Varsjárbandalagsríkja hófst í gær í Varsjá til að minnast 25 ára afmælis bandalagsins. Á miðri mynd má sjá Brczhnev leiðtoga Kommúnistafiokks Sovétríkjanna sitjandi á milli Alcxei Kosygins forsætisráðherra (t.h.) og Andrei Gromykos utanríkisráðherra. Símamynd - ap. Þetta gerðist 1979 — Höfuðborg E1 Salvador einangruð eftir 10 daga hryðju- verk. 1978 — Eþíópíuher hefur stór- sókn gen skilnaðarsinnum í Erí- treu. 1974 — Tito verður forseti til lífstíðar í Júgóslavíu. 1969 — Sovézkt geimfar varpar niður tækjum á Venus. 1962 — Bandarískir landgöngu- liðar koma til Thaiiands. 1960 — Leiðtogafundur stór- veldanna í París fer út um þúfur vegna U-2-málsins. 1907 — Cartagena-sáttmáli Breta, Frakka og Spánverja gegn Þjóðverjum. 1877 — Rúmenar fara í stríðið gegn Tyrkjum. 1811 — Orrustan um Albuera; Bretar stöðva sókn Souits mar- skálks á Spáni. 1804 — Napoleon Bonaparte yf- irlýstur keisari Frakka. 1797 — Feneyingar fá stjórn- arskrá. 1796. — Lýðveldi stofnað á Lang- barðalandt á Norður-Ítalíu. 1770 — Marie Antoinette giftist Loðvík XVI af Frakklandi. Mótmælaaðgerðir fóru út um þúfur í Bretlandi 1633 — Karl I krýndur konung- ur Skota í Edinborg. 1596 — Spænska virkið La Fere gefst upp fyrir Frökkum. 1568 — María Skotadrottning leitar hælis í Englandi. Afmæli. María G. Agnesi, ítalskur stærðfræðingur (1718—1799) — Henry Fond, bandarískur leikari (1905 - ). Ándlát. 1830 J.B.J. Fourier, stærðfræðingur — 1928 Edmund Gosse, rithöfundur. Innlent. 1941 „Persier" náð á fiot; stærsta björgun við Island — 1457 Kristján I gefur út aðalsbréf handa Birni Þorleifssyni — 1850 Opið bréf konungs um þjóðfund 4. júlí að ári — 1942 Fyrsta ráðu- neyti Ólafs Thors skipað — 1952 Þrír bandarískir flugmenn fórust á Eyjafjallajökli — 1974 Frönsk flugvél rakst á suðausturhlíð Lönguhlíðar. Orð dagsins: Menn fá sára litlu áorkað með trú, en alls engu án hennar — Samuel Butler, enskur rithöfundur (1835—1902). London, 14. maí. AP. DRÆM þátttaka var í aðgerðum sem brezka verkalýðssambandið, TUC, boðaði í dag til að mótmæla efnahagsstefnu ríkisstjórnar íhaldsflokksins. Verkalýðssambandið boðaði til sérstaks „baráttudags" til að mót- mæla vaxandi atvinnuleysi, aukinni verðbólgu og verulegum niðurskurði ríkisútgjalda. Tuttugu og sex millj- Stórhækkun á fargjöldum Washington. 14. maí. AP. BANDÁRÍSK flugmálayfirvöld heimiluðu í dag stórhækkanir á fargjöldum á innanlandsflugleið- um og allar takmarkanir á far- gjöldum á stuttum leiðum voru felldar niður. Jafnframt var tilkynnt að far- gjöld á alþjóðlegum flugleiðum bandarískra flugfélaga yrðu hækkuð frá 1. júní. Flugfélög fá að ráða fargjöldum á allt að 300 km flugleiðum og mega hækka fargjöld um 50% á 321 til 640 km flugleiðum og um 30% á flugleiðum sem eru lengri en 640 km. ónir verkamanna sambandsins voru beðnar að mæta ekki til vinnu, en flestir þeirra höfðu áskorunina að engu. Helztu áhrif aðgerðanna voru þau að ekkert hinna níu dagblaða sem eru gefin út í London, komu út vegna verkfalls prentara, en flest blöð á landsbyggðinni komu út. Frelsisfélagið, sem er hægrisinnað og andvígt verkalýðsfélögum, gaf út 12 síðna blað og allt upplagið, 250,000 eintök, seldist upp á skömm- um tíma. Nokkrar járnbrautarlestir stöðv- uðust, en í London varð engin truflun á ferðum neðanjarðarjárn- brautarlesta og strætisvagna. En tugir þúsunda sem þurftu að komast Hækkuná olíuverði New York, 14. maí, AP. SAUDI-Arabía hefur hækkað verð á olíu um tvo dollara í 28 dollara tunnuna samkvæmt heimildum í New York og London. í París er sagt að samkvæmt fréttum frá Riyadh séu Saudi-Arabar „í þann veginn" að hækka verðið. til vinnu sinnar tóku enga áhættu og óku í bílum sínum. Aðrir leigðu sér bifhjól og reiðhjól — og sumir jafnvel hjólaskauta — til að komast Grigorenko í Evrópuferð að tala máli kúgaðra samborgara PYOTR Grigorenko. hinn þekkti fyrrverandi sovézki hershöfðingi, er staddur í Englandi þessa daga til að beina þeirri áskorun til Vesturveldanna að taka skeleggari afstöðu til Sovétríkjanna. Grigorenko er nú landlaus maður og einn helztur leiðtogi sovézkra útlaga. Hann býr í Bandaríkjunum en ætlar í visitasíu um nokkur Evrópulönd i sambandi við að út er að koma endurminningabók hans. Hluti bókarinnar var skrifaður þegar hann var lokaður inni á hæli í Sovétríkjunum og var smyglað út úr landinu. í eina tíð var Grigorenko náinn Grigorenko sagði að Vestur- samstarfsmaður Leonids Brezh- veldin hefðu staðið við sinn hluta nevs. hann er nú farinn maður að heilsu en skrifar stöðugt og lætur að sér kveða og hann er sagður hafa eins mikið samband og unnt er vð andófsmannasamtök í Sov- étríkjunum. I viðtali skömmu áður en Grig- orenko hélt frá Bandaríkjunum talaði hann m.a. um sambönd sín við „Helsinki-hópana" í heima- landi sínu. Hann sagði að þar væri um að ræða fámenna og eins dreifða hópa og unnt er til að erfiðara sé að hafa hendur í hári þeirra. Þessir hópar reyna eftir föngum að halda á loft mannrétt- indabrotum sem framin eru í Sovétríkjunum og hafa viðgengizt eins og alkunna er þrátt fyrir Helsinkisáttmálann. samningsins, en Sovétríkin hefðu síðan samningurinn var gerður verið með ýmiss konar pólitíska og hernaðarlega íhlutun í allt að tuttugu ríkjum síðan undirritun- in var 1975. Benti hann á lönd í Afríku, Suður-Asíu og Mið- Ameríku. Auk þess hafa verið fram- kvæmdar handtökur á fjölda and- ófsmanna í Sovétríkjunum. Að hans sögn voru í Leningradborg einni teknir 80 menn í aprílmán- uði og þeir lokaðir inni, ýmist á hælum ellegar í fangelsum. Hann sagði að mörg andófsmannasam- tök hefðu orðið að rifa seglin upp á síðkastið til að lifa af, en þau myndu ekki gefast upp. Grigorenko er ættaður frá Grigorenko. Úkraínu og kveðst reyna að halda sérstaklega miklum tenglsum við fólk þar. Samkvæmt upplýsing- um hans eru ýms landsvæði í Sovétríkjunum óboðleg og beinlínis hættuleg sem verustaðir vegna þess að geislun frá kjarn- orkuverum og verksmiðjum væri þar að kyrkja allt líf. En fólkið sem þarna býr gerir sér ekki grein fyrir þessu. Það er nauð- synlegt að koma á betra alþjóð- legu upplýsingakerfi til að gera mönnum grein fyrir þeim aðstæð- um sem margir borgarar Sov- étríkjanna verða að búa við að hans sögn. Hann segist krefjast þess að Vesturveldin geri stóraukið átak. Hann segir að engin samstaða sé á Vesturlöndum þrátt fyrir að þar sé viðurkennd yfirgangs- stefna Sovétríkjanna. Meira að segja geti menn ekki komið sér ásamt um að hundsa Ólympíu- leikana sem væri meiriháttar áfall Sovétmönnum. Grigorenko var lokaður inni á geðveikrahæli í nokkur ár eftir að hafa talað gegn sovézka stjórn- arkerfinu. Hann og kona hans, sem var ár í fangelsi, fengu leyfi til að fara úr landi árið 1978 til að heimsækja einn af fimm sonum sínum sem er búsettur í Banda- ríkjunum. Skömmu síðar var Grigorenko sviptur sovézkum borgararétti. Veöur Akureyri 13 skýjaó Amsterdam 21 heiðrikt Aþena 23 skýjað Berlín 15 heiðríkt BrUssel 23 heiðríkt Chlcago 20 skýjað Denpasar 31 skýjað Dublin 19 heiöríkt Feneyjar 16 rign. á síð. klst. Frankfurt 21 heiðríkt Genf 15 skýjað Hong Kong 29 heíðríkt Jerúsalem 18 heiðríkt Jóhannesarborg 22 heiðríkt Kaupmannahöfn 14 heiðríkt Lissabon 18 skýjað London 22 heiðríkt Los Angeles 20 rigning Madríd 21 heiöríkt Mexikóborg 27 heiðríkt Miami 29 heiðríkt Montreal 15 rigning Moskva 4 skýjað Nýja Delhi 42 heiðríkt New York 27 rigning Ósló 18 heiðríkt París 24 skýjað Reykjavík 10 skúr á síö. klst Rio de Janeiro 31 skýjaö Róm 20 rigning San Francisco 13 skýjað Stokkhólmur 16 heiðríkt Sydney 21 skýjað Tel Aviv 23 heiðríkt Tókýó 28 heiöríkt Toronto 13 rigning Vancouver 16 skýjað Vínarborg 16 heiðríkt Bylting- artilraun í Líberíu Monroviu, Líberíu, 14. maí. AP. TILRAUN til þess að steypa nýju stjórninni í Liberiu var brotin á bak aftur í dag samkvæmt óstað- festum fréttum. Jafnframt varaði nýi þjóðhöfð- inginn, Samuel K. Doe liðþjálfi, við því að nokkur öfl í hernum reyndu að valda sundurþykkju í landinu og sagði að þau yrðu barin niður. Ostaðfestar fréttir frá höfuð- borginni herma að nokkrir upp- reisnarhermenn og óbreyttir borg- arar hafi verið handteknir í kjölfar tilraunar til gagnbyltingar, en nán- ari fréttir liggja ekki fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.