Morgunblaðið - 15.05.1980, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ1980
23
Carter og Reag-
an vinna enn
WashinKton. 14. maí. frá Önnu
Bjarnadóttur fréttaritara Mbl.
JIMMY Carter og Ronald Reag-
an unnu auðveldlega forkosn-
ingar Bandarísku stjórnmála-
flokkanna í Maryland og
Nebraska á þriðjudag. Edward
Kennedy og George Bush virtust
standa betur að vigi í Maryland
fyrir kosningarnar en kom á
daginn. Þeir binda enn vonir við
forkosningarnar 3. júni, en þá
verður kosið í Kaliforníu, New
Jersey og Ohio.
Carter og Reagan eru nú svo til
öruggir um útnefningu flokka
sinna. Starfsmenn Reagans eru
farnir að hugsa fyrir varaforseta-
efni. Meðal þeirra, sem eru oftast
nefndir í því sambandi, eru þeir
Howard Baker, öldungardeildar-
þingmaður frá Tennesse, Jack
Kemp, fulltrúardeildarþingmaður
frá New York, Richard G. Lugar,
öldungardeildarþingmaður frá
Indiana og William E. Simon, f.v.
fj ármálaráðherra.
Starfsmenn Carters eru hins
vegar farnir að undirbúa hugsan-
lega baráttu við Kennedy á lands-
þingi demókrata. Þeir eru í stöð-
ugu sambandi við fulltrúa, sem
þegar hafa verið kjörnir á þingið,
og bjóða þeim gjarnan í hvíta
húsið til fundarhalda eða skemmt-
unar. Kennedy sagði í sjónvarps-
viðtali á sunnudag, að hann hefði
engar áætlanir um baráttu á
landsþinginu nú, fyrst vildi hann
sjá um úrslit kosninganna 3. júní.
Sjötta gengis-
lækkunin á
4 mánuðum
Brasilía. Brazilíu. 14. maí. AP.
STJÓRN Brazilíu tilkynnti í dag,
að hún hefði lækkað gengi gjald-
miðils landsins. cruzeirans, um
2,2 prósent og er það nú 49,935
gagnvart Bandríkjadollara.
Cruzeirinn hefur verið lækkaður
sex sinnum það sem af er árinu,
samtals um 17,9 prósent. Búizt er
við að áfram verði haldið, og alls
muni cruzeirinn verða lækkaður
um 40 prósent áður en árið er
liðið. Verðbólga í Brazilíu er nú
87%.
„Friðarsókn“
Rússa spáð
Varsjá, 14. maí. AP.
TVEGGJA daga fundur leiðtoga
Varsjárbandalagslandanna hófst
í Varsjá i dag á 25 ára afmæli
bandalagsins og bollalagt er
hvort í aðsigi kunni að vera
sovézk „friðarsókn" sem menn
hafa lengi átt von á.
Rúmenska kommúnistablaðið
Scinteia sagði í tilefni fundarins,
að hann mundi leggja fram „nýjan
skerf“ í þágu friðar. Að sögn
vestrænna sérfræðinga er líklegt
að Rússar leggi fram einhverjar
nýjar tillögur um slökun (detente)
í Evrópu til að bæta fyrir þann
hnekk sem álit þeirra í heiminum
hefur orðið fyrir vegna innrásar-
innar í Afganistan. '
I setningarræðu sinni hrósaði
pólski kommúnistaleiðtoginn
Edvard Gierek bandalaginu fyrir
mikilvægt og sögulegt hlutverk
sem það hefði gegnt til varnar
sósíalisma og ítrekaði stuðning við
slökunarstefnuna. Hann minntist
ekki á Afganistan.
Mikilvægi fundarins hefur auk-
izt vegna þess að utanríkisráð-
herrarnir Andrei Gromyko og
Edmund Muskie ræðast við í Vín á
morgun.
Þetta gerðist
1974 — Spinola hershöfðingi
verður forseti Portúgals.
1972 — George Wallace ríkis-
stjóri sýnt misheppnað banatil-
ræði í Laurel, Maryland.
1971 — Mótmælaaðgerðir eftir
hreinsanir í Kaíró.
1960 — Sputnik IV, fyrsta geim-
skipinu, skotið.
1957 — Bretar sprengja fyrstu
vetnissprengju sína.
1955 — Samningurinn um sjálf-
stæði og hlutleysi Austurríkis
undirritaður.
1948 — Herlið frá Líbanon og
Trans-Jórdaníu gerir innrás í
ísrael og Egyptar gera loftárás á
landið.
1940 — Uppgjöf Hollendinga
fyrir þjóðverjum.
1937 — Uppreisn Múhameðs-
trúarmanna hefst í Albaníu.
1932 — Tsuyoshi Inukai forsætis-
ráðherra myrtur í Tokyo.
1924 —. Fólksflutningar til
Bandaríkjanna takmarkaðir eftir
kvótakefi.
1848 — Uppreisn í París —
Önnur uppreisn í Vín gegn nýrri
stjórnarskrá sem er felld úr gildi.
1796 — Napoleon Bonaparte sæk-
ir inn í Mílanó.
1767 — Genúa selur Frökkum
Korsíku.
1602 — Fyrsti hvíti maðurinn,
Bartholomew Gosnold sæfari,
stígur fæti í Nýja Englandi.
1571 — Tartarar brenna Moskvu
til ösku.
1536 — Anna Boleyn og bróðir
hennar, Rochford lávarður
dæmd.
1525 — Orrustan um Franken-
hausen.
Afmæli. Metternich fursti, aust-
urrískur stjórnmálaleiðtogi
(1773-1859) - William Lamb,
brezkur stjórnmálaleiötogi
(1779—1852) — Pierre Curie,
franskur vísindamaður (1859—
1906) — James Mason, brezkætt-
aður leikari (1909 —).
Andlát. 1847 Daniel O’Connell,
stjórnmálaleiðtogi.
Innlcnt. 1952 Landhelgi íslands 4
mílur — 1820 f. Grímur Thomsen
— 1187 d. Ögmundur Kálfsson
ábóti í Flatey — 1891 d. Pétur
Pétursson biskup — 1770 íslandi
skipt í tvö ömt — 1810 Dansleik-
ur Mackenzie í Reykjavík — 1834
Tilskipun konungs um skipulag
stéttaþinga — 1934 Borðeyrar-
deilan leyst — 1941 Alþingiskosn-
ingum frestað; þingsályktun um
stofnun embættis ríkisstjóra —
1945 — Fjársöfnun til styrktar
Dönum og Norðmönnum hefst —
1965 Árnanefnd boðar málshöfð-
un — 1961 d. Jóhann Þ. Jósefsson
ráðherra — 1909 f. Ingólfur
Jósson.
Orð dagsins. Sá sem hefur eitt-
hvað að segja verður aldrei góður
ræðumaður — Finley Peter
Dunne, bandarískur rithöfundur
(1867-1936).
Ólafur Ólafsson, landlæknir:
Varnaðarorð vegna
frumvarps um aðbún-
að á vinnustöðum
Þessa dagana er verið að „sam-
þykkja" á Alþingi frumvarp til laga
um aðbúnað, hollustuhætti og ör-
yggi á vinnustöðum.
Heilbrigðiseftirlit ríkisins og
landlæknir hafa rætt frumvarpið
við þingnefndir og bent á að þrátt
fyrir ýmis jakvæð atriði í frumvarp-
inu, þá eru eigi að síður miklir
smíðagallar á því sem hafa í för með
sér verra eftirlit en nú er. Á tillögur
okkar hefur ekki verið hlustað og
því er rétt að koma framangreind-
um sjónarmiðum á framfæri.
Á það skal bent að ekki hefur
verið leitað álits heilbrigðisnefnda
og sveitarfélaga um frumvarpið
nema í litlum mæli og má þó
fullyrða að frumvarpið skiptir þá
aðila megin máli.
Hér á eftir verður bent á nokkra
megingalla frumvarpsins:
1. Starfsskilyrði og starfshættir á
öllum vinnustöðum á landinu
ráðast af samkomulagi milli
Vinnuveitendasambandsins og
Alþýðusambandsins. Það þýðir að
um vinnutíma, mengun, hættu-
mörk og hollustuhætti á vinnu-
stöðum allra starfandi íbúa þessa
lands skal samið. Það ber að hafa
í huga að sjúkdómur er hlýst af
atvinnu er og verður heilbrigðis-
vandamál og verður því ekki
læknaður með samningum.
2. Við mótun stefnu í atvinnuheil-
brigðismálum koma heilbrigðis-
yfirvöld hvergi nærri, en starfa
einungis sem ráðgefandi aðili. Á
þann veg er verið að kljúfa stóran
þátt heilbrigðismála frá heil-
brigðisgeiranum í landi sem eitt
af fáum hefur sérstakt heilbrigð-
isráðuneyti. Menn geta ímyndað
sér hvert framhald slíks háttar-
lags gæti orðið.
3. Stjórn og eftirlit atvinnuheil-
brigðismála verður undir mið-
stýrðri stjórn í Reykjavík og er
næsta lítið háð ráðherra og hefur
lögregluvald í vissum málum. T.d.
eiga þessir aðilar að ráða vinnu-
tíma unglinga, sem reyndar eru
fáránleg ákvæði um í þessu laga-
frumvarpi.
4. Horfið er frá þeirri stefnu að
dreifa eftirlitinu til sveitarfélaga
og afskipti fleiri hundruð manna
í heilbrigðisnefndum og heil-
brigðisfulltrúa um land allt verða
þurrkuð út eftir stutta reynslu.
Mjög víða hafa menn lagt sig
fram í þessum málum og aflað sér
nokkurrar reynslu, en sú reynsla
er nú fyrir borð borin og þessum
aðilum beinlínis bannað að hafa
afskipti af vinnustöðum. Hvað á
að koma í staðinn? Engir mennt-
aðir menn eru til að taka við
þessu eftirliti og engin ákvæði
um þá eru í lagafrumvarpinu.
Fullyrða má að þjálfun nægilegs
hóps manna til að gegna þessum
störfum tekur mörg ár ef ekki
áratugi og er því fyrirsjáanlegt
að um afturkipp verður að ræða.
Það er mjög alvarlégt atriði að
taka á þennan hátt fyrir afskipti
heilbrigðisnefnda þar sem allir,
sem um þessi mál fjalla, vita að
helst er aðbúnaði og hollustu-
háttum ábótavant í smærri fyrir-
tækjum og það eru heilbrigðis-
nefndirnar sem helst hafa mögu-
leika á að sinna þeim. Það er
borin von að miðstýrð stofnun
geti haft veruleg áhrif þar.
5. Frumkvæði heilsugæslustöðva er
afnumið og gert ráð fyrir samn-
ingum við þær um þjónustu. Það
mun taka mörg ár að koma slíku í
kring ef það verður hægt. Hér
verður því komið á fót tvöfaldri
heislugæslu sem nágrannaþjóðir
okkar hafa slæma reynslu af.
6. Hafa ber í huga að umbætur í
atvinnuheilbrigðismálum hafa
ekki strandað á lagasetningu til
þessa, heldur fjármagni, stuðn-
ingi vinnuveitenda og launþega-
samtaka við þá aðila, sem um
þessi mál fjalla nú, þekkingu og
mannafla.
7. Landlæknir og margir læknar,.
heilbrigðisfulltrúar og heilbrigð-
isnefndarmenn, sem hann hefur
rætt við vegna þessara mála lýsa
áhyggjum sínum vegna þeirrar
stefnu sem nú er yfirvofandi að
þessi mál taki.
Landlæknir.
Norrænt fóstrunámskeið:
Dagvistarheimili jafn
sjálfsögð og skólar
NORRÆNT fóstrunámskeið sem
haldið var í Reykjavík 11.—18.
apríi sl. hefur sent frá sér
eftirfarandi ályktun:
Breyttir þjóðfélagshættir hafa
valdið því að börn einangrast æ
meira frá heimi hinna fullorðnu.
Börn og ungmenni fá ekki tækifæri
til þess að taka þátt í atvinnulífinu á
sama hátt og áður, og fara þess
vegna á mis við þennan mikilvæga
þátt daglegs lífs.
Vegna þess hve heimur fullorð-
inna er í æ ríkara mæli aðskilinn frá
heimi barnsins, hafa foreldrar þörf
fyrir alla þá aðstoð sem dagvistar-
heimili geta veitt. Þess vegna er
nauðsynlegt að dagvistarheimili séu
jafn sjálfsagðar stofnanir og skólar.
Á dagvistarheimilum, með vel
menntuðu starfsfólki læra börn að
umgangast hvort annað og fullorðna
á þroskandi hátt. Með aukinni vinnu
beggja foreldra utan heimilis eru
dagvistarheimili ennþá nauðsyn-
legri.
Þrátt fyrir það er tilhneiging til
hjá ráðamönnum allra Norðurland-
anna í þá átt að nota dagvistarheim-
ili sem hagstjórnartæki, með því að
draga úr eða stöðva uppbyggingu
þeir’ra þegar illa árar í þjóðfélaginu.
Norrænt fóstrunámskeið í
Reykjavík 11,—18. apríl vill vekja
athygli á eftirfarandi;
Skortur er á nægum og góðum
dagvistarheimilum.
Skortur er á menntuðu starfsfólki.
Efla þarf fósturskólana.
Mikill fóstruskortur, sérstaklega á
Islandi, gerir það að verkum að mörg
dagvistarheimili eru rekin með ófag-
lærðu fólki að nokkru eða öllu leyti.
Samdráttur í fjárveitingum til
dagvistarheimila kemur oft niður á
gæðum heimilanna, og litlu fé er t.d.
varið í foreldrasamvinnu. En það er
mál sem fóstrur telja mikilvægt að
lögð sé rækt við. Aðalatriðið hlýtur
að vera, að búa sem best að börnun-
um á fyrstu æviárum þeirra, þegar
þau eru í sem mestri mótun.
Góð dagvistarheimili fyrir öll
börn eru nauðsyn.
Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra:
Andstaða Alþýðubandalagsins
hefur ekki áhrif á ríkisstjórnina
„TILLAGAN til Alþingis um að
samningurinn verði samþykktur
þar er flutt af utanríkisráðherra
og studd af ráðherrum Framsókn-
arflokksins og sjálfstæðismönnun-
um í ríkisstjórninni. Hún er ekki
flutt af ríkisstjórninni í heild og
skiptar skoðanir um samninginn
hafa ekki áhrif á líf eða störf
rikisstjórnarinnar,“ sagði Gunnar
Thoroddsen, forsætisráðherra, er
Mbl. ræddi við hann í Kaup-
mannahöfn í gær og spurði hann,
hvort andstaða Alþýðubandalags-
ins gegn Óslóar-samkomulaginu
um Jan Mayen myndi að hans
mati hafa áhrif á samstarfið i
ríkisstjórninni. „Auðvitað hefði
ég helzt kosið, að heildarsamstaða
yrði um málið. En það er svo
víðtækt og viðkvæmt og hér er um
málamiðlun að ræða, þar sem
báðir aðilar hafa orðið að hliðra
til. í slíkri stöðu má alltaf búast
við því, að ýmsir gagnrýni niður-
stöðuna á báða bóga,“ sagði for-
sætisráðherra.
„Eg tel það ákaflega mikilvægt að
samkomulag skuli hafa tekizt í þessu
viðkvæma máli milli landanna,"
sagði forsætisráðherra, er Mbl.
spurði um hans álit. „Og ég tel af
þeim fréttum að dæma, sem ég hef,
að samkomulagið verði samþykkt á
Alþingi og einnig af norska Stór-
þinginu." Forsætisráðherra kvaðst
mundu koma heim í dag, en umræð-
ur um samkomulagið verða á Al-
þingi á morgun.
Gunnar Thoroddsen hefur setið
fund forsætisráðherra Norðurlanda
í Osló og sameiginlegan fund forsæt-
isráðherra og orkumálaráðherra.
Mbl. spurði hann um þessa fundi.
„Fundur forsætisráðherranna var
fyrst og fremst haldinn til þess, að
forsætisráðherrarnir gætu rætt al-
mennt um málin, þæði málefni
Norðurlanda og á breiðari grund-
velli,“ svaraði Gunnar. „Síðari dag-
inn var svo haldinn sameiginlegur
fundur með orkumálaráðherrunum,
en þeim hafði verið falið að undirbúa
greinargerð um orkumál, þar sem
Norðurlöndin gætu unnið sameigin-
lega og haft gagn hvert af öðru.
Þessi greinargerð var lögð fram á
fundinum og rædd.
Mbl. spurði forsætisráðherra,
hvaða möguleikar væru fyrir ísland
í slíku samstarfi: „Orkumálin eru á
marga lund mjög ólík á Norðurlönd-
unum, eins og kunnugt er,“ svaraði
hann. “Þó eru ýmis sameiginleg
atriði og ætlunin er meðal annars að
samræma athuganir og rannsóknir
til að forðast tvíverknað á Norður-
löndum. Þá kemur náttúrlega sér-
staklega orkusparnaður til greina.“