Morgunblaðið - 15.05.1980, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ1980
33
Breiðafjörður:
Minkaveiðar í fullum gangi
mörku o.s.frv. Hann veit og skilur
að þetta flókna kerfi landbúnaðar,
verslunar, iðnaðar og erlendra
umboða er í raun fyrir löngu orðið
sjálfstætt veldi, ofar íslensku
þjóðfélagi og á ekki orðið aðra
hugsjón en að viðhalda sjálfu sér
og færa út yfirráð sín.
Frumherjar þessa kerfis —
bændurnir — eru löngu gleymdir,
nema sem iðjusamir vinnumaur-
ar, sem safna skulu hunangi í
híbýli drottningarinnar. Best er
því að þeir séu ævilangt skuldugir
fyrirtækinu, svo að þeir fari ekk-
ert að derra sig. Og þar hjálpa
þeir upp á sakirnar í Búnaðarfé-
laginu, Stéttarsambandinu, Fram-
leiðsluráði og 6-mannanefnd — og
svo brúarsmiðurinn og galumgos-
inn í Stjórnarráðinu. Afurðirnar
eru verðlagðar eins og hentar
hagsmunum stórveldisins. Þetta
hefur gleggst komið fram i ullar-
og skinnaverðinu — en úrvinnslu-
iðnaður þessara afurða er nú eini
vaxtarbroddur íslensks útflutn-
ingsiðnaðar. Samt byggir þessi
iðnaður á lægst greidda vinnuafli
utan þróunarlandanna (prjóna-
konur) og þegnskylduvinnu bænda
(rúningurinn). Þau fyrirtæki sem
vilja vinna úr þessu verðmætari
vöru innanlands fá ekki hráefni
(ef þau standa utan S.Í.S.-kerfis-
ins) því að S.Í.S. vill heldur selja
hráefnið fyrir slikk til samkeppn-
islanda. Ef offramleiðslubirgðir
hrannast upp byggir S.Í.S. yfir
þær stórhýsi fyrir framlög úr
lánasjóðum landbúnaðarins
(Osta- og smjörsalan) og sendir
reikninginn fyrir fjármagns- og
geymslukostnaði til bænda (600
millj. kr. fyrir geymsluna á
„smjörfjallinu" sl. ár.) Þannig eru
bændur bókaðir inn í afurðasölu-
kerfið sem fyrst og fremst þjónar
sjálfu sér. S.Í.S.-búið tíundar
vandlega hvern kostnaðarlið og
dregur frá innleggsreikningi
bænda. Þegar bóndinn spyr hvern-
ig hann eigi að mæta sínum
kostnaðarliðum, fær hann ekkert
svar nema bergmálið af eigin
spurningu frá tilfinningalausum
múrum pólitískra viðskipta-
hagsmuna. Enginn í þessu þjóðfé-
lagi er jafnumkomulaus og bónd-
inn. Hann er kæfður undir fargi
eigin kerfisbákns — sem hann
skapaði sér til skjóls og verndar.
Sjömannanefnd
Halldórs E.
Samt má segja sem svo, að þeir
bændur, sem, hvað ræktun og
húsakost snertir, hafði tekist að
koma búi sínu upp í stærð grund-
vallarbúsins (nú 440 ærgildi) í tíð
Ingólfs, hafi, með ráðdeild og
sparsemi, tekist að verða bjarg-
álna. Okurvextir Ólafslaga hittu
þá ekki. Þá skipaði brúarsmiður-
inn úr Borgarfirði, sem nú hefur
sökkt 7 milljörðum af vegagerð-
arfé landsmanna ofan í Borgar-
fjörð, 7-mannanefnd til að leggja
á ráðin um að knésetja þessa
bændur, því að eins og faktorar
allra tíma, kunna S.Í.S.-herrarnir
því betur að búalýðurinn nálgist
þá á hnjánum. Sá snefill af
sómatilfinningu leyndist þó í Dóra
að hann varðist eftir getu að
lagafr. nefndarinnar yrði lögfest í
sinni tíð.
Kvótakerfið —
snara um háls
og f jötur um fót bænda
Það kom svo í hlut glaumgosans
úr Garðahreppi að lögleiða
óskapnað 7-mannanefndar og
semja reglugerð í samræmi við
hann. Framleiðsluráði var ætlað
að setja hverjum bónda kvóta um
hvað hann mætti framleiða og
hefur nú kunngert fagnaðarerind-
ið: Niðurskurð 150 þús. ærgilda
eða kr. 1200.000 kjaraskerðingu á
meðalbú á ári (háðuleg gadda-
vírskóróna á embættisferil Hall-
dórs Pálss. búnaðarstjóra sem
lýsti því yfir í upphafi að hér á
landi mætti hæglega hafa 2 millj.
fjár.)
Jafnframt voru bændur huggað-
ir í sérstakri landbúnaðarstefnu-
mörkun glaumgosans (6. apríl
1979) með ótal glæsilegum mögu-
leikum til að bæta sér upp tekju-
missinn: Safna þvagi og soga blóð
úr hryssum til lyfjaframleiðslu,
auka kartöflurækt (núv. ræktend-
ur anna innanlandsmarkaði 1 með-
alári), svínarækt (sama þar),
koma upp refarækt (tískufyrir-
bæri), sem enginn veit hvað end-
ist. Síðasta refaskeið var enda-
sleppt. (Halldór Pálsson sagði
bændur geta hýst refina í aflögð-
um útihúsum ef uppihangandi
væru, skorið ofan í þá gamlar og
vanþrifakindur á vetrum — og
bætt sjálfum sér og hyski sínu í
munn um leið með nýmeti), koma
konum sínum á launaskrá, drífa
sig sjálfir í vinnu í næsta kaup-
stað, sem sagt ofán á ranglæti og
kjaraskerðingu var bændum send-
ur skætingstónninn af allri saman
lagðri Framsóknar- og landbúnað-
arforystunni — en S.Í.S. þagði
þunnu hljóði, það treysti því að
hvort sem forystan skipulegði
skort eða offramboð fengi það
alltaf sín umboðslaun á hreinu.
Hrun bændastéttar-
innar framundan:
Ef þetta voru öll áhrifin sem
kvótakerfið hafði mætti S.Í.S.
vera sama. En kvótakerfið mun
ekki aðeins leiða til samdráttar í
bústofni heldur samdráttar og
hruns bændastéttarinnar. Okur-
vextir Ólafslaga og skattaáþján
vinstri vitleysunnar voru hverjum
ungum bónda ærinn baggi. En
þegar þar á ofan kemur að
mönnum er bannað að hafa arð af
fjárfestingum sínum, bannað
meira en hálfnýta þau hús og þá
ræktun sem þeir voru hvattir til
að leggja í fyrir nokkrum árum,
þá fer að síga á ógæfuhliðina. Og
nú þegar skattstjórum er heimilt
að áætla mönnum tekjur miðað
við sambærileg störf (nú koma
viðmiðunarstéttirnar ríkinu að
góðu haldi) og leggja á þá tekju-
skatt og útsvar í samræmi við það,
þá mun áreiðanlega, snarast af
hjá mörgum. Og þó S.Í.S megi
vera sama um hvort skortur ríkir
eða offramleiðsla, þá þykist ég
hafa leitt rök að því, að án
bændastéttarinnar getur það
ekki verið, þótt bændur gætu hins
vegar komist af án S.Í.S. og
Framsóknar, og dindla þeirra og
aftaníossa í öllum skúmaskotum
landbúnaðarkerfisins. Þyí er
óskiljanlegt af hverju S.Í.S. —
Framsóknarveldið hefur leiðst út
á braut sem stofnar sjálfri tilveru
og tilverurétti bændastéttarinnar
í voða. Jón heitinn Árnason
bændastjóri og forstj. S.Í.S. sagði
einhverntímann að landbúnaður
væri ekki atvinnugrein heldur
lífsstíll. Kvótabúskapur af því tagi
sem nú er ákveðinn er hvorki
atvinnugrein né lífsstíll. Kvóta-
búskapur er ólíðandi og óþolandi
og getur ekki leitt til annars
árangurs en þess sem blasir við i
ríkjum bolsévíka sem 3 árum eftir
byltingu geta ekki brauðfætt sig.
Því má segja um Framsókn nú
eins og Spegillinn sagði forðum
um einn þingmann hennar:
„Mörg eru þjóðar minnar mein.
mtirg plága á landi og sjó.“
Framsókn af þeim „er aðeins ein
en andstyKKÍIegust þó.“
Því að hún hefur nú bæst við
plágurnar, Svartadauða, Stóru-
bólu, Móðuharðindin sem gengu
svo nærri þjóðinni að við landauðn
lá.
Nú skora ég á einn mann,
þingmann og ráðherra, Pálma frá
Akri. Taktu nú upp þráðinn frá
Ingólfi frá Hellu. Stöðvaðu Fram-
sókn í því óheilla verki að eyða
íslenskum landbúnaði. í fyrstu
lotu að leiðrétta kvótakerfið svo
að það greiði fullu verði afrakstur
grundvallarbúsins (440 ærgildi).
Reiddu svo öxina að rótum trésins
og legðu kvótakerfið að velli.
Rannsakaðu allt afurðasölukerfið
og markaðsmöguleikana erlendis.
Skapaðu möguleika á samkeppni.
Gerðu kleift að greiða afurðir við
afhendingu — og í peningum.
Gefðu bændum kost á raunhæfum
framleiðslumöguleikum öðrum, en
framleiðslu sauðfjár og mjólkur-
afurða og þá munu þeir hlýða kalli
um þann samdrátt, sem nauðsyn-
legur kann að verða.
Og þá munu bændur aftur finna
að þeir eru ekki forsjárlausir — og
standa þétt um foringja sinn.
Stykkishólmi 10. maí
EYÐING minks og vargfugls er nú
hafin hér út um eyjar og í nágrenni
Stykkishólms. Vegna veðurs nú um
skeið hefir verið erfitt að athafna
sig í þessum efnum og því orðið
nokkur bið á veiðum en þegar hafa
veiðst á annan tug minka, en eftir
er að fara um margar e.vjar og
verður það gert næstu daga ef vorið
er að koma. Talsvert hefir orðið
vart minks í eyjunum hér í vetur.
Algengt er einnig að þó vart sé
minks að vetri til í þessum og
þessum eyjum má eins búast við að
hann hafi fært sig um set, sé
kominn á aðrar stöðvar. Þessi dýr
eru ógurlega fljót að bregða sér
bæjarleið og sundþol mikið ef því
er til að dreifa. Margar eyjar hafa
farið illa hvað dúntekju áhrærir
bæði af völdum vargfugls og minks
og bíða þess ekki bætur. Er þetta
því verra þar sem dúnn er nú í háu
verði á markaðnum og fer hækk-
andi.
Tónlistarskólanum í Stykkis-
hólmi var slitið laugardaginn 10.
maí með tónleikum í félagsheimil-
inu kl. 4 um daginn. Þar fóru fram
nemendatónleikar að venju og
lúðrasveit skólans lék. I skólanum í
vetur voru um 80 nemendur og 4
kennarar.
Grunnskólanum í Stykkishólmi
var sagt upp í félagsheimilinu kl. 2
sl. sunnudag. Við skólaslit söng kór
skólans undir stjórn Jóhönnu Guð-
mundsdóttur sem hefir æft hann í
vetur. Róbert Jörgensen yfirkenn-
ari afhenti síðan nemendum 6.
bekkjar prófskírteini og verðlaun í
námi. Lúðvíg Halldórsson skóla-
stjóri afhenti nemendum 9. bekkjar
prófskírteini og veitti verðlaun. Þá
fór fram bænarstund, séra Gísli
Kolbeins flutti bæn í tilefni al-
þjóðlega bænadagsins sem einmitt
var þennan dag. I skólanum voru í
vetur um 270 nemendur í 9 bekkj-
ardeildum. Heilsufar var gott. Eft-
ir skólaslitin var skólasýning í
Barnaskólanum þar sem til sýnis
var gamalt og nýtt, kennslubækur
og tæki og eins voru til sýnis verk
nemenda í myndmennt og hand-
mennt.
I iðnskólanum í Stjkkishólmi
voru 19 nemendur og var umsjón-
armaður skólans Ágúst Rjartmars
húsasmíðameistari en hann hefir
gegnt því starfi undanfarin ár.
Skólanum lauk fyrir nokkru síðan.
í dag er stormur og slydda og
rigning í Stykkishólmi <>g viðrar
ekki vel fyrir þá sem atluðu að
nota daginn til eggjaleitar í eyjum.
Er nú nokkuð síðan að komist hefir
verið i eyjarnar og eru menn því
vondaufir um að ná nýorpnum
eggjum. Fuglinn liggur nú fast á og
því hætt við að eggin séu öll
stropuð og sum jafnvel komin
lengra áleiðis.
Fréttaritari.