Morgunblaðið - 15.05.1980, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 15.05.1980, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ1980 37 Sigurjón Óskarsson. Steingrímur Sigurösson. VERTÍÐIN í Eyjum í vetur er með þeim betri um langt árabil hjá netabátunum, en hjá trollbátum var afli fremur tregur. Það er i mörgu að snúast þegar Eyjaflotinn er á fullu og þegar vel fiskast þá hrifast allir með, jafnvel hörðustu landkrabbar labba á bryggjurnar og ráða sig í kvöldvinnu til þess að bjarga verðmætum, en við skulum snúa okkur að spjalli við nokkra Eyjaskipstjóra. 1 Síðari hluti skipst jóraspjalis úr Eyjum „Halda jákvæðu tónunum í gegn um þykkt og þunnt“ grein/ÁRNI JOHNSEN myndir/SIGURGEIR JONASSON og GUDRUN KRISTÍN SIGURGEIRSDÓTTIR teingrímur Sigurðsson skipstjóri á Bjarn- arey var að ganga frá borði þegar við hittum hann. Þeir voru að landa um 30 tonnum af grunnvíkinni. „Jú, þetta hefur verið mjög góð vertíð, mikill fiskur, sem við áttum reyndar von á eftir því sem fiskifræðingar sögðu um ‘73 árganginn. „Steingrímur hefur aðallega verið á Kötlugrunninu í vetur en hann er með um 1000 tonn og er það bezta vertíðin hans og sú fyrsta sem hann er eingöngu á netum. „Ég er sammála því að stjórnun þurfi að vera á veiðunum, en ég er ekki sammála því hvernig farið er að því og á hvaða forsendum þeir gera það. Það furða mig til dæmis vinnubrögðin á rannsóknarleiðöngrun- um. í fyrra komu þeir t.d. fyrst þegar fiskurinn var búinn og þeir virðast gæta þess að halda sig þar sem fiskurinn er ekki. I dag sá ég Árna Friðriksson í fyrsta skipti á vertíðinni, þeir voru á Víkinni. Mér þykir það galli á starfsemi þeirra að þeir hafa aldrei samband við menn hér þótt margir séu hér vel að sér í þessum efnum. Þeir voru seinheppnir á rannsókna- skipinu í dag, leituðu á Djúpvíkinni þar sem ekkert var af fiski. Fiskurinn hefur haldið sig á grunnu að undanförnu á bilinu 35—45 faðma dýpi. Hann er að hrygna uppi i sjó og slær sig ekki niður.“ „Vertíðarstemmingin?" „Menn hafa þurft að sækja svo langt og því hefur þetta verið mjög líflegt, en tíðin var erfið fram í marz þótt síðan hafi verið ágætis tíð. Jú, ég er sáttur við að klippt sé á netaveiðarnar nú, en það er vitlaust að leyfa bátum að fara beint á troll. Maður á sem sagt að segja upp helmingnum af mannskapnum. Ég sé engan mun á því að drepa þennan fisk í net eða troll. Það verður opnað austur við 18. gráðuna eftir 1. maí og þar hefur verið árviss ýsa upp á síðkastið. Ég tel hins vegar að ýsan sé á mun hættulegra skeiði en fiskifræðingarnir vilja meina, hættulegra en þorskurinn og ufsinn stendur einnig mjög illa að mínu mati, því þar tel ég að vanti svo gott sem þrjá árganga. Ég vil banna þessi vinnubrögð, en það er hins vegar spurning með bátana sem hafa verið á trolli alla vertíðina og vart er hægt að stöðva þá þegar vertíðin hjá þeim hefur gengið illa. Ég tel það hins vegar sýndarmennsku að leyfa mönnum að hlaupa í land og taka önnur veiðarfæri. Ég er jafnframt á móti því að stoppa um páskana, það hefði verið skynsamlegra að stoppa 10 dögum fyrr, bæði er að það er kjaftæði að menn fái eitthvert frí út úr því stoppi og svo eru menn alveg jafn bundnir þessum bátapungum eftir sem áður. Tveir dagar fara í að gera klárt með svona stoppi og það er hættulegt að flytja 10 trossur á þessum bátum í misjöfnum veðrum. Annars hef ég ekki tapað teini í vetur og afkoman er góð, matið einnig, en það hefur verið fast sótt. Þetta er 25. vertíðin mín sem ég ræ héðan í Eyjum, en þetta er sú erfiðasta tíð sem ég hef sótt sjó á alveg fram í marz. Þá fór að rofa til.“ Skemmtilegra að fást vió standana en djúpkantinn!! Sigurjón Óskarsson skipstjóri á Þórunni Sveins- dóttur er aflakóngurinn í Eyjum í 7. sinn, með um það bil 1200 tonna afla og er það mesti vertíðarafli sem hann hefur fengið. Sigurjón er liðlega þrítugur. „Fiskurinn hefur haldið sig mikið í köntunum og af þessum afla sem við höfum fengið finnst mér lítið hafa sézt á mælunum fyrr en eftir þorskveiðibannið. Um tíma var mikill fiskur í bugtinni. Annars er þetta svipuð sókn hjá okkur og ég hef haldið mig á svipuðum slóðum nema að þetta er í fyrsta skiptið sem ég sæki í kantinn. Það er erfitt og leiðinlegt fiskirí. Maður sleppir trossunni og sér svo til hvort eitthvað kemur í. Það er miklu skemmti- legra að fást við standana og það sem maður veit hvað hægt er að reyna við. Afkoman almennt hjá bátunum er þannig eftir þessa vertíð að það hjálpar þeim mörgu sem hafa haft erfið ár þótt það sé langt frá því að rétta úr kryppunni. Við höfum hins vegar aldrei þurft að kvarta, en það eru því miður ekki allir eins lánsamir. Lokunin í vetur? Ég var hlyntur því að stoppa yfir páskana, fiskurinn kemur þá til hrygningar og fær frið sem honum er nauðsynlegur, Það var mestur fiskurinn á svæðinu um páskana og því happadrýgst að stoppa þá! Um stjórnunina almennt á fiskveiðun- um er það að segja almennt að lokunin hjálpar til, en þessu er misskipt, því verður ekki neitað. Togararnir nota stoppin til þess að dytta að ýmsu og lagfæra sem þeir þurfa hvort eð er að láta gera, en þetta er hins vegar bein friðun hjá okkur. Eg styð fiskifræðingana og tel að við þurfum að fylgjast með þeim eins og við getum, en hins vegar finnst mér að þeir mættu vera í meira sambandi við sjómenn, hitta okkur og ræða málin. Það eru mörg atriði sem koma upp og fróðlegt væri að ræða. Til dæmis var fiskurinn úti í köntunum fyrir páska algjörlega óhrygndur og menn eru að velta því fyrir sér hvort hann hrygnir þar eða fer upp á grunnin til að hrygna. Eftir páska þegar við fórum á grunnið var þar fiskur sem var að hrygna og langt kominn með hrygningu, en það var stærri fiskur en í kantinum, þótt hann væri nokkuð blandaður þeim smáa sem var úti í köntunum. Svona atriði skipta máli þegar ákveða á hvar á að friða fyrir hrygningu." Hvað um stöðu fiskistofnanna?" „Við verðum að vona að þeir séu á uppleið, en við verðum að fara varlega og það er voðalega vitlaust að vera að kaupa inn fleiri skuttogara til þess að binda þá í langan tíma, en þessi vertíð sem senn er á enda var í heild gott blúss og vítamínsprauta fyrir byggðarlagið." Vaxandi fiskur frá ári til árs“ „Ég er sannfærður um það að ef það hefði ekki verið svona mikill fiskur í dýpinu, þá hefði ekki orðið góð vertíð hér í Eyjum,“ sagði Sveinn Valdimarsson skipstjóri á Valdimar Sveinssyni, „það vantaði allan smærri fisk upp á grunnið. Hann var rúm 6 kg til jafnaðar niðri í köntunum, en 8 kg og þar yfir uppi á grunninu þegar það fór að fiskast þar. Það hefur komið greinilega í ljós frá ári til árs að undanförnu að það er vaxandi fiskur hvað svo sem verður um framhaldið þótt menn voni það bezta. Það réttir mikið af að fá góða vertíð, en það fer afskaplega mikið af þessu í tilkostnað og hann er alltaf hækkandi. „Hefur ekki verið létt hljóðið í mönnum með miklu fiskiríi?" „Það hefur verið góð stemmning á þessari vertíö. en það fylgir reyndar Eyjaflotanum, það eru svoleiðis menn á honum og þótt einn hverfi þá kemur annar í svipuðum stíl, þetta eru léttlyndir menn sem halda jákvæðu tónunum í gegn um þykkt og þunnt.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.