Morgunblaðið - 15.05.1980, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ1980
41
Fyrrum
fegurðar-
drottning
í póli-
tíkina
+ Hún er ekkert billeg
þessi snotra kona, sem
hefur ákveðið að gefa
sig að stjórnmálum í
heimalandi sínu, Banda-
ríkjunum. Hún heitir
Bess Myerson og var
kjörin „fegurðardrottn-
ing“ þar vestra fyrir 35
árum, árið 1945.
Hún hefur starfað að
málefnum neytendasam-
takanna í New York.
Hún tilkynnti um daginn
að hún myndi gefa kost á
sér til framboðs sem
fulltrúi demókrata í öld-
ungadeildinni fyrir New
York-fylki. Repúblikan-
inn og hinn kunni amer-
íski stjórnmálamaður
Jacob Javits er núver-
andi öldungadeildar-
maður New York-fylkis.
Páfi bann-
ar honum
þing-
mennsku
+ Fyrir nokkru lét Jó-
hannes Páll páfi það boð
út ganga að meðal þeirra
starfa í opinberri þjón-
ustu, sem kaþólskir prest-
ar mættu ekki taka að sér,
væri þingmennska.
í kjölfar þeirrar ákvörð-
unar hans tilkynnti eini
kaþólski presturinn, sem
situr á Bandaríkjaþingi, sr.
Robert Drinan frá Massa-
chusetts, að hann myndi
hætta þingmennsku, en
hann hefur átt sæti á
Bandaríkjaþingi frá árinu
1970. Hann er 59 ára gam-
all og er jesúíti frá Nýja-
Englandi. Hann fékk að
vita um fyrirmæli páfans í
lok aprílmánaðar og
nokkrum dögum síðar tilk.
hann ákvörðun sína.
Kvaðst hann að sjálfsögðu
fara að orðum hans heilag-
leika páfans, en sér væri
það vissulega ekki sárs-
aukalaust. Sr. Robert Drin-
an mun ekki hætta þing-
mennsku fyrr en yfirstand-
andi kjörtímabili lýkur, í
nóvembermánuði næst-
komandi.
Aftöku-
sveit sá
um hana
+ I>essi kona. sem var 62ja
ára gömul var fyrir nokkr-
um dögum dregin fyrir
aftökusveit byltingastjórn-
arinnar í íran og skotin.
Hún hét Farokhrou Parsa.
Var hún fyrsta konan sem
kjörin var á þing þar í
landi, en auk þess sem hún
var þingmaður, átti hún
sæti i ríkisstjórn landsins á
valdatímabili íranskeisara,
á árunum 1968 til 1974 og
var þá menntamálaráð-
herra landsins.
Hún og eiginmaður henn-
ar, sem var í hernum, voru
handtekin í febrúarmánuði.
— Engar spurnir eru af
manninum, en að morgni 8.
maí var hún tekin af lífi í
Evin-fangelsinu í Teheran.
— Henni var meðal annars
gefið að sök hverskonar
spilling og að hafa ýtt undir
heimsveldismenningu og
vændi. Parsa fyrrum ráð-
herra er fyrsta konan sem
byltingardómstóllinn í íran
hefur dæmt til dauða vegna
afskipta af stjórnmálum.
fclk í
fréttum
Muskie
og frú
+ bá höfum við fengið mynd af
handarísku utanrikisráðherra-
hjónunum, Edmund Muskie og
konu hans, en hún heitir Jane,
fædd Gray, og giftust þau árið
1948. Þau eiga fimm börn, þrjár
dætur og tvo syni. — Edmund
Muskie er lögfræðingur frá
Cornell-háskóla í íþöku og var
ríkisstjóri i Maine-fylki á árunum
1955—59, en var kosinn á Banda-
rikjaþing 59. Utanrikisráðherr-
ann er mikill áhugamaður um
ljósmyndun og iðkar hana ásamt
garðyrkju i fristundum sinum.
Ódýrir kjólar
Kvöld- og dagkjólar í nýju afar fjölbreyttu úrvali. Allar
stæröir. Vinnukjólar í úrvali.
Opið föstudag til kl. 7 e.h. og á laugardag 10—12
f.h.
Verksmiðjusalan Brautarholti 22.
Inngangur frá Nóatúni.
Oll
hreinlætistæki
í baÖherbergiÓ
arma
Byggingavörur hf.
Hellisgötu 16 Hafnarfiröi, sími 53140
Camptourist-tjaldvagn
Sá eini, sem viö þekkjum, sem þolir íslenzka vegi. vegna þess aó: Hann er
byggöur á stálgrind með fjööur, dempurum, stórum dekkjum, enda má hlaöa
vagninn aukalega 220 kg.
I vagninum •lálfum «ru 5—8 mfnplán. Innlfallö I nrðinu, nm «r 1.280.000.-, «r farljald, 2
Innrl l|»ld, yfirbralöaia yflr vagnlnn, •Idhútkrókur mvð •Idavál, gnkúl, þrýsfi|afnara,
•kúffum, borúl, atólum og flairu, t.d. raftvngi tyrlr billnn. Vagnlnn «r m)bg fljótlogt aö ntja
upp, Danlr ngja 72 nkúndur, #n vlö ugjum 3—5 mlnútur.
Þannig að öllu aamanlögöu höldum við að þatta sé:
STERKASTI, BEZT BÚNI OG OOYRASTI VAGNINN.
Gísli Jónsson & Co. Hf.
Sundaborg 41. Simi 86644.