Morgunblaðið - 08.06.1980, Page 7

Morgunblaðið - 08.06.1980, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ1980 39 Ný þyrla í reynsluflugi ALBÍNA Thordarson, arkitekt' hefur fest kaup á bandariskri þyrlu af gerðinni Hu>?hes 300C, sem hún hyjfgst ieigja út til hinna ýmsu verkefna. Fer þyrl- an nú þegar eftir helgi til verkefna fyrir Orkustofnun á Kirkjubæjarklaustri. Þyrlan kostar til landsins komin um 40 milljónir króna og hefur flugþol miðað við hag- kvæmasta farflugshraða, 65 hnúta, 3 klukkustundir. Flug- menn á þyrlunni verða Benóný Asgrímsson og Bogi Agnarsson. Frá reynsluflugi þyrlunnar, TF—ATH, í gær. Flugmaður er Bogi Agnarsson. — Ljósm.: Pétur P. Johnson. Albína Thordarson, eigandi þyrlunnar ásamt Berghreini borsteinssyni flugvirkja. Ottó Tynes, flugmanni og rekstrarstjóra og Grétari Óskarssyni, framkvæmdastjóra Loftferðaeftirlitsins. * Flísalögn þáttur í múraraiðn - segir í athugasemd frá Múrarafélagi Reykjavíkur MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Múrarafélagi Reykjavíkur: í tilefni auglýsingar í Morgun- blaðinu 28. mái sl. frá Héðni hf., varðandi kynningu á meðferð og lagningu Högnás flísa í Bygginga- þjónustunni, Hallsveigarstíg 1, þar sem ávarpsorð eru: ARKI- TEKTAR, FLÍSALAGN- INGARMENN, MÚRARAR, vill Múrarafélag Reykjavíkur vekja athygli alls almennings á því að flísalögn er þáttur í múraraiðn, sem er lögvernduð iðngrein. Greinarmunur sá, sem auglýs- ing þessi gerir á flísalagningar- mönnum og múrurum er því mjög villandi og til þess fallinn að koma því inn hjá fólki að til sé stétt kunnáttumanna á þessu sviði sem ekki séu múrarar. Flísar eru dýrt og mjög end- ingargott byggingarefni og því mikils um vert að vel takist til um lagningu þeirra, en slíkt verður aðeins tryggt með því að verkið sé unnið af fagmanni. Aðalfundur samtaka móðurmáls- kennara AÐALFUNDUR Samtaka móð- urmálskennara verður haldinn í Kennaraháskola íslands, laugar- daginn 14. júní kl. 13.30. Auk hinna venjulegu aðalfundarstarfa mun Vésteinn Ólason dósent flytja erindi um „Hlutverk bók- menntakennslu í skólum". Samtök þessi gefa út tímaritið Skímu, þar sem greinar um flestar hliðar móðurmálskennslu birtast. Allir móðurmálskennarar eru velkomnir á fundinn. n A V fylgismanna Alberts Guðmundssonar og Brynhildar Jóhannsdóttur við forsetakjörið verður haldinn að Hótel Sögu — Súlnasalnum — mánudaginn 9. júnín.k. kl. 20.30 Fundarstjóri: Gerður G. Bjarklind. Ávörp: Alfreð Þorsteinsson fyrrverandi borgar- fulltrúi, Jóhanna Siguröardóttir alþm., Jón Magnússon hrl. og Guðmundur J. Guð- mundsson alþm. Einsöngur: Magnús Jónsson tenór, með undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Frú Brynhildur Jóhannsdóttir ávarpar fundinn. Ræöa: Albert Guðmundsson alþm. forsetaframbjóðandi. Hornaflokkur Kópavogs leikur fyrir fundinn. Stjórnandi: Björn Guðjónsson. Fundarslit og sameiginlegur söngur „Ég vil elska mitt land“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.