Morgunblaðið - 26.06.1980, Side 2

Morgunblaðið - 26.06.1980, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1980 K. Jónsson & Co Akureyri: Rekstrarstöðvun er yf irvof andi Akureyrarbær skipar nefnd að beiðni fyrirtækisins „ÞAÐ voru ekki skiptar skoðanir um það í bæjarstjórn- inni að kanna málið, en ég skal ekkert segja um skoðanir bæjarfulltrúa, ef reynir á,“ sagði Helgi M. Bergs, bæjarstjóri á Akureyri í samtali við Mbl. í gær, en á bæjarstjórnarfundi í fyrradag var kosin 5 manna nefnd til að kanna, hvað og hvort Akureyrarbær geti gert eitthvað til að rétta við hag fyrirtækisins K. Jónsson & Co, sem sendi bæjarstjórninni bréf með ósk um að bærinn hafi frumkvæði að slikri könnun og sagði Helgi, að í bréfinu væri málið sagt knýjandi, þar sem rekstrarstöðvun vofði yfir fyrirtækinu. Viðskiptabanki K. Jónsson & Co, sem er Landsbankinn, mun nú hafa sett fram ákveðnar kröfur um að nýir aðilar komi inn í rekstur fyrirtækisins. Viðræður fóru fram á sínum tíma milli forráðamanna K. Jónsson & Co og Kaupfélags Eyfirðinga, en þær leiddu ekki til niðurstöðu. Einnig skrifuðu forráðamenn K. Jónsson & Co Framkvæmdasjóði íslands bréf og buðu eignaðaraðild að fyrirtækinu, en engin afstaða hefur verið tekin til þess boðs. Helgi Bergs bæjarstjóri á Ak- ureyri sagði að bæjarstjórnin hefði átt viðræður við forráða- menn K. Jónsson & Co. „Við höfum reynt að fylgjast með því, hvernig leystist úr þeim tjónum, sem fyrirtækið varð fyrir; fyrst vegna gaffalbitanna og svo vegna rækjunnar," sagði Helgi. „En með þessu bréfi fyrirtækisins, þar sem beðið er um frumkvæði bæjarfélagsins til að leysa mál fyrirtækisins, er þetta orðið nýtt mál fyrir bæjarstjórninni." I nefndina voru kjörnir bæjar- fulltrúarnir Ingólfur Árnason, Sigurður J. Sigurðsson, Sigurður Óli Brynjólfsson og Þorvaldur Jónsson og Páll Hlöðversson, formaður atvinnumálanefndar Akureyrar. Rússarnir komnir á kolmunnamiðin austur af Langanesi ÞRETTAN rússnesk kolmunnaveiðiskip voru kom- in á miðin út af Langanesi í fyrradag. Flugvél Landhelgisgæzlunnar flaug þá yfir miðin út af norðausturlandi og 10-15 sjómílur utan 200 mílnanna austur af Langanesi sáust 13 rússnesk skip að kolmunnaveiðum. Um 10. júlí í fyrra taldi sovézki veiðiflotinn á þessum slóðum um 100 skip og þá var meðfylgjandi mynd tekin. Ljósm. Tómas Helgason. Sigurður Hafstein Samband ísl. sparisjóða: Sigurður Hafstein ráð- inn framkvæmdastjóri SIGURÐUR Hafstein hrl. hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sambands isl. sparisjóða. Baldvin Tryggvason, formaður sparisjóða- sambandsins skýrði frá þessu á aðalfundi þess á Laugarvatni um siðustu helgi. Sigurður Hafstein mun hefja störf hjá sambandinu þegar starfsaðstaða verður fyrir hendi á Skólavörðustíg 11, væntan- lega i ágústmánuði n.k. Baldvin Tryggvason sagði i samtali við Morgunblaðið i gær, að þessari ákvörðun hefði verið einróma fagnað ó aðalfundinum og Sigurð- ur Hafstein boðinn velkominn til starfa. Sigurður Hafstein hefur verið framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins síðan í ársbyrjun 1972 og rak þar áður lögmannsstofu með Eyjólfi Konráð Jónssyni, Hirti Torfasyni og fleirum. Sigurður Haf- stein varð stúdent frá menntaskól- anum í Reykjavík 1960 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Islands 1967. Hæstaréttarlögmaður varð hann 1974. Eiginkona Sigurðar er Andrea Sigurðardóttir og eiga þau þrjú börn. Gunnar Guðbjartsson: Fóðurbætisskatt- urinn skynsamlegur Mildar framkvæmd kvótakerfisins „VIÐ TELJUM að þessi fóðurbætisskattur sé út af fyrir sig skynsamlegur, því með þeim tekjum, sem hann gefur má minnka verðskerðingu á framleiðslu minni búanna. Með þessu er framkvæmd kvótakerfisins milduð og það kemur ekki eins hart niður og útlit var fyrir,“ sagði Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttarsambands bænda, er hann var spurður álits á nýsettum bráða- birgðalögum um fóðurbætisskatt og rýmkun kvótakerf- isins. Gunnar sagði, að erfitt væri á þessu stigi að segja nákvæmlega fyrir um hversu mikið fé fóðurbæt- isskatturinn gæfi og einnig hver yrðu áhrif hans. Ljóst væri þó að veruleg hækkun yrði á innfluttum fóðurvör- um og gæti hún orðið allt að 144%. Þessi hækkun bitnaði mishart á byggðar- lögum, því sum hefðu að- stöðu til að nota innlendar Kristján Jóhanns- son í tveimur loka- söngkeppnum á Ítalíu KRISTJÁN Jóhannsson söngvari frá Akureyri hefur i skeyti til ættingja á tslandi skýrt frá þvi. að hann taki nú þátt i tveimur lokakeppnum á ítaliu; Verdi-söngkeppninni í Bunetto og keppni ungra Ijóöasöngvara. sem kennd er við Mariu Callas, og fer fram í Mílanó. í Verdi-keppninni tóku þátt 117 söngvarar frá 32 löndum og er Krist- ján einn tíu söngvara, sem komust í lokakeppnina. í síðarnefndu keppn- inni tóku þátt 340 söngvarar og fer lokakeppnin fram í Scalaóperunni í Mílanó 29. júní n.k. Kristján Jóhannsson nemur nú hjá Campogalliano, sem nú er þekktastur sem kennari Pavarottis. Eyjólfur ísfeld, forstjóri SH: Bókunin breytir ekki ákvörðunum um lokun fóðurblöndur í meira mæli en önnur. Sagði Gunnar, að þar sem nánast eingöngu væru notaðar innfluttar fóðurblöndur yrði óhjá- kvæmilegt að endurgreiða bændum einhvern hluta skattsins til að koma í veg fyrir mismunun milli byggðarlaga. Þá væri rætt um hugsanlegar endur- greiðslur á hluta skattsins til alifugla- og svínabænda. Óvíst væri því hversu mikið fé yrði eftir til ráðstöfunar, þegar endurgreiðslur á skattinum hefði farið fram. £> „ÞAÐ sem felst í bókun ríkisstjórnarinnar er al- gjörlega ófullnægjandi fyrir frystihúsin og mun því ekki breyta ákvörðun- um þeirra, sem þegar hafa ákveðið lokun vegna Verð á ánamöðkum nálgast veiðileyfin: Ánamaðkar seldir á 200 kr. stykkið MIKILL SKORTUR er nú I Reykjavlk á ánamöókum og er það vegna góðviðrisins að undanförnu. Eins og kunnugt er þá halda ánamaðkar sig neðanjarðar þegar sólin skin og jörð er þurr, en koma upp á yfirborðið i vætutið. Nú þegar veiði er hafin i flestum ám, er mikil eftirspurn eftir ánamöðkum. en að sama skapi litið framboð, vegna framangreindra ástæðna. Þess vegna er verðið hátt og er nú 200 krónur fyrir stykkið. Verð á möðkum fyrir eina veiðiferð er farið að nálgast verðið á veiðileyfunum. sem flestum þykir nógu hátt. Ákalla veiðimenn nú æðri máttarvöld ákaft og biðja um rigningu, á meðan aðrir Reykvikingar njóta veðurbliðunnar. sumarleyfa,“ sagði Eyjólf- ur ísfeld Eyjólfsson, for- stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í sam- tali við Morgunblaðið í gær, er hann var spurður álits á bókun ríkisstjórn- arinnar frá því í fyrradag, sem leysa átti vandamál hraðfrystiiðnaðarins. „Skuldbreyting er mjög jákvæð aðgerð," sagði Eyjólfur, „en því miður er hætt við, ef marka má fyrri reynslu, að það taki nokkra mánuði í framkvæmd. Að öðru leyti er það sérstaklega þrennt, sem hægt er að gera til að létta róðurinn við núverandi aðstæður: í fyrsta lagi hraðara gengissig, en verið hefur undanfarið. I öðru lagi aukin útlán á framleiðsluna, vegna mikilla birgða og þar af leiðandi mjög slæmrar lausafjár- stöðu. í þriðja lagi breyting á viðmiðunarverði í verðjöfnunar- sjóði, sem gerir frystihúsunum kleyft að vinna pakkningar, sem markaðir eru fyrir, en skila of lágu verði til að endar nái saman í rekstrinum, enda er hér í raun staðið frammi fyrir dulbúinni verðlækkun framleiðslunnar." INNLENT Vilhjálmur Hjálmarsson sáttasemjari: Menn haf a ekki enn tekizt á við stærstu boltana „MENN hafa gengið að þessu verki af töluverðri kostgæfni á báða bóga,“ sagði Vilhjálmur Hjálmarsson, settur sáttasemjari í kjaradeilu Bandalags starfs- manna rikis og bæja og fjármála- ráðherra. „Fundir hafa bæði ver- ið tíðir og menn hafa reynt að leita lausnar á mörgum þáttum þeirra krafna, sem settar hafa verið fram. Hins vegar hafa menn ekki tekizt á við stærstu boltana. Vilhjálmur kvað frétt, sem eftir sér væri höfð í Tímanum í gær vera mjög villandi og gefa alranga mynd af því samtali, sem hann hafi átt við blaðamann blaðsins. Hann hafi þar átt við að erfitt væri að halda stórum samninga- nefndum sumarlangt við samn- ingaborð af ástæðum, sem öllum ætti að vera kunnar. Því kvað hann æskilegt að menn freistuðu þess að ná samningum, ef þess væri kostur. „Hins vegar hef ég ekki sett neina úrslitakosti, eins og lesa má út úr Tímafréttinni," sagði Vilhjálmur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.