Morgunblaðið - 26.06.1980, Page 5

Morgunblaðið - 26.06.1980, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1980 5 Frystihús á Akranesi loka öll á sama tíma Fjöldasumarleyfi koma niður á mörgum öðrum en starfsfólki frystihúsa ENN fjölKar þeim frystihúsum, sem tilkynnt hafa um timahundna stöðvun rekstrar oj? sumarleyfi stærsta hluta starfsliösins á sama tima. ÞannÍK hafa frystihúsin fjö«ur á Akranesi nú ákveðið stöðvun um miðjan næsta mánuð. en ekki er ákveðið hve lengi þau loka. Flest skip Akurnesinga fara í árlega „klössun" síðari hluta næsta mánaðar. Morgunblaðið gerði í gær til- raun til að gera úttekt á stöðunni í frystihúsunum og frá Vestmanna- eyjum vestur um til Siglufjarðar hefur þegar verið tekin ákvörðun um stöðvun. Á þessu svæði eru hús, sem sennilega munu ekki loka þrátt fyrir erfiðleika, en önnur hyggjast tilkynna um stöðvun næstu daga. Áðstæður eru mjög ólíkar á hinum ýmsu stöðum og jafnvel breytilegar hjá húsum á sama stað. í þeirri töflu, sem hér fylgir, er að finna upplýsingar um mörg Vinnslustóðin. Vestmannaeyjum Fiskiðjan, Vestmannaeyjum tsfélag Vestmannaeyja tsstöðin i Garði Fiskverkun Jóns ErlinKssonar. SandKerði Hraðfrystihús Keflavikur Ba'jarútKerð Ilafnarfjarðar Hraðfrystistöð Reykjavikur Frystihús tsbjarnarins, Reykjavik Ilaraldur Böðvarsson, Akranesi HeimaskaKÍ. Akranesi Haförn. Akranesi Þórður Óskarsson, Akranesi Frystihús á ísafirði, Súðavik ok Hnifsdal Hjálmur hf. Flateyri Þormóður rammi. SÍKlufirði tsafold. SÍKlufirði frystihús, sem tilkynnt hafa um stöðvun, en sjálfsagt vantar nokk- uð á, að tafla þessi sé tæmandi. Eigi að síður sýnir hún stöðuna og auk fólksins í frystihúsunum hef- ur stöðvun rekstrar þar áhrif á margar aðrar atvinnugreinar. I töflunni kemur þó ekki fram að dregið hefur verið úr vinnu mjög víða og á fæstum stöðum er unnin nema dagvinna. Þá hafa erfiðleik- ar frystihúsanna mjög komið niður á skólafólki og sjálfsagt fram yfir það, sem fram kemur í þessari töflu. um 200 manns — frá um 26. júli — uppsagnir og/eða sumarleyfi. um 200 manns — frá um 26. júli — uppsagnir og/eða sumarleyfi. um 190 manns — frá um 26. júli — uppsagnir og/eða sumarleyfi. um 65 manns — 11. júlí —11. ágúst — sumarleyfi. um 10 manns — 11. júlí —11. ágúst — sumarleyfi. um 120 manns — frá 19. júli — sumarleyfi. um 200 manns — frá 27. júli — sumarl. ok uppsagnir skólafólks. um 50 manns — frá 14. júli — sumarl. ok uppsaKnir skólafólks. — uppsaKnir skólafólks. um 100 manns — frá miðjum júli — sumarleyfi. um 60 manns — frá miðjum júli — sumarleyfi. um 60 manns — frá miðjum júli — sumarleyfi. um 50 manns — frá miðjum júli — sumarleyfi. 600-700 manns — 20. júlí til 18. áK. — sumarleyfi. um 140 manns — frá 14. júli — sumarleyfi. um 150 manns — frá 1. júli — sumarleyfi. 30—40 manns — frá júnilokum — sumarleyfi. Reynir Jónasson aðstoðarbankastjóri Útvegsbankans Á FUNDI bankaráðs Útvegs- bankans 23. júní var Reynir Jónasson ráðinn aðstoðar- bankastjóri frá og með 1. júlí n.k. Reynir hefur gegnt starfi skrifstofustjóra undanfarin 12 ár en hóf störf í bankanum í byrjun árs 1956, segir í frétt frá Útvegsbankanum. Eigin- kona Reynis er Elín Þórhalls- dóttir og eiga þau 3 syni. Reynir Jónasson „Opið hús64 í Norræna húsinu SUMARSTARFSEMI Norrænna hússins verður með svipuðum ha'tti ok undanfarin sumur. Frá og með fimmtudeKÍnum 26. júní fram til 7. ágúst verða kvölddagskrár í fyrir- lestrarsal hússins og eru þær fyrst og fremst sniðnar með það í huga. að þar fari fram kynning á íslandi. landi ok þjóð. menningu og sögu o.s.frv. Meðal þeirra sem koma fram á „Opnu húsi“ má nefna þá Hörð Ágústsson listmálara, prófessor Jón- as Kristjánsson, Harald Ólafsson lektor, Björn Rúriksson og Sigurð Þórarinsson prófessor. Opið hús hefst kl. 20.30 og mun vera leitast við að hafa dagskrá sem fjölbreytilegasta. Sýndar verða kvik- myndir eftir íslenska höfunda og má þar nefna Ósvald Knudsen. Fyrir- lestrar og myndskýringar eru fluttar á einhverju hinna Norðurlandamál- anna vegna hinna norrænu ferða- manna, sem dagskrárnar eru sniðnar fyrir. — Ljósm.: ÓI.K.M. Sendinefnd frá Kína Hérlendis er stödd þessa dagana sendi- nefnd frá Alþýðulýðveldinu Kína til að kynna sér sjávarútveg og fiskiðnað á íslandi. Sendinefndin hefur m.a. heimsótt Útgerðarfélag Akureyringa h.f., ísbjörn- inn h.f. og Bæjarútgerð Reykjavíkur. Forráðamenn þessara fyrirtækja og Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna fræddu þá um starfsemi frystihúsanna í landinu og sýndu þeim framleiðsluvörur. I gær skoð- uðu Kínverjarnir auk þess hinn nýja skuttogara BÚR, Jón Baídvinsson og var myndin tekin af þeim við það tækifæri. Þá skoðuðu þeir einnig saltfisk- og skreiðar- verkun BÚR. Jafnan fyrirliggjandi í miklu úrvali RAFMAGNSm HANDVERKFÆRI 1437 H Heimilisborvél Mótor: 320 wött Patróna: 10 mm Stiglaus hraðabreytir í rofa: 0-2600 sn./mín. Höggborun: 0-36000 högg/min. 1417 H. Heimilisborvél Mótor: 420 wött Patróna: 13mm Stiglaus hraðabreytir í fora og tvær fastar hraðastillingar: 0-900 eða 0-2600 sn./min. Við SKIL heimilisborvélar fæst gott úrval hagnýtra fylgihluta, svo sem hjólsög, stingsög, smergel, pússikubbur og limgerðisklippur. Alla þessa fylgihluti má tengja við borvélina með einkar auðveldum hætti, svonefndri jjgs SNAP/LOCK aðferð, sem er einkaleyfisvernduð uppfinning SKIL verksmiðjanna. Auk ofan- greindra fylgihluta eru á boðstólum hjólsagarborð, láréttir og lóðréttir borstandar, skrúfstykki, borar, vlrburstar, skrúfjárn og ýmislegt fleira sem eykur stórlega á notagildi SKIL heimilisborvéla. Eigum einnig fyrirliggjandi margar fleiri gerðir og stærðir af SKIL rafmagnshandverkfærum. ÞEIR, SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI VELJA SKIL Einkaumboð á Islandl fyrir Skil rafmagnshandverkfæri. FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SIMI 84670 Komið og skoðið, hringið eða skrifið eftir nánari upplýsingum. Athugið hvort SKIL heimilisborvél og fylgihlutir eru ekki hagnýt gjöf til heimilis ykkar eða vina ykkar. AÐRIR UTSÖLUSTAÐIR. REYKJAVIK: SIS Byggingavórudeild. Suðurlandsbraut 32. Verslunin Brynja. Laugavegi 29. HAFNARFJÖRÐUR: Rafbuðin. Alfaskeiði 31.. KEFLAVIK: Stapafell h/f. ÞINGEYRI: Kaupfelag Dyrfirðinga ISAFJÖRÐUR: Straumur h/f. HÓLMAVIK: Kaupfelag Steingrimsfjarðar. BLÖNDUÓS: Xaupfelag Hunvetninga SIGLUFJÖROUR: Rafbær h/f. AKUREYRI: Verslunin Raforka Handverk, Strandgötu 23. HUSAVIK: Kaupfelag Þingeyinga VOPNAFJÖRÐUR: Kaupfelag Vopnfirðinga EGILSTAÐIR: Verslunin Skogar SEYÐISFJÖRÐUR: Stalbuðin NESKAUPSSTAÐUR: Eirikur Asmundsson HÖFN: Kaupfelag Austur-Skaftfellinga VIK: Kaupféiag Skaftfellinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.