Morgunblaðið - 26.06.1980, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1980
13
Guðmar Magnússon, bæjarfulltrúi:
Seltirningar kjósa um
fleira en forsetaefni
Næstkomandi sunnudag ganga
Seltirningar að kjörborðinu til
þess að greiða atkvæði um það
hvort opnuð verði áfengisútsala
hér í bænum. Af þessu tilefni
hljóta menn að skoða hug sinn
vandlega og meta kostina og
gallana, sem af þessu leiðir. Þegar
málið var afgreitt í bæjarstjórn
Seltjarnarness greiddi ég einn
atkvæði gegn tillögu um atkvæða-
greiðsluna og þess vegna þykir
mér rétt að gera opinberlega grein
fyrir þeim ástæðum, sem lágu að
baki þessari afstöðu minni.
Það fer ekki fram hjá neinum,
að þau vandamál, sem af aukinni
áfengisneyslu leiðir hafa sett
mörk sín á íslenskt þjóðfélag.
Fáar fjölskyldur hafa sloppið
Brlflge
Umsjóni ARNÓR
RAGNARSSON
Sumarspila-
mennskaní
Domus Medica
Enn fjöigar þátttakendum á
sumarspilakvöldunum. Sl. fimmtu-
dag mættu 62 pör til keppni og var
spilað í fjórum riðlum.
Urslit í A-riðli:
Gísli Tryggvason —
Guðlaugur Nielsen
Sigríður Ingibergsdóttir —
Jóhann Guðlaugsson
Karl Sigurhjartarson —
Sigfús Sigurhjartarson
Úrslit i B-riðli:
Björn Halldórsson —
Magnús Ólafsson
Stígur Herlufsen —
Vilhjálmur Einarsson
Guðmundur Sigursteinsson —
Gunnlaugur Karlsson
Úrslit í C-riðli:
Jóhann Jónsson —
Stefán Guðjohnsen
Aðalsteinn Jörgensen —
Stefán Pálsson
Sævar Þorbjörnsson —
Valur Sigurðsson
Úrslit í D-riðli:
Gísli Steingrímsson —
Sigurður Steingrímsson
Haukur Ingason —
Runólfur Pálsson
ólafur Valgeirsson —
Ragna Ólafsdóttir
Meðalskor í A B og C-riðli 210 og
156 í D-riðli.
Keppnisstjóri var Ólafur Lár-
usson. Næst verður spilað á
fimmtudaginn kemur og hefst
keppnin kl. 19.30.
Sumarkeppni
Ásanna í
Kópavogi
Þriðja keppniskvöldið var
mánudag og urðu úrslit þessi:
Böðvar Magnússon —
Sigfinnur Snorrason
Sigurður B. Þorsteinsson —
Gísli Hafliðason
Bragi Hauksson —
Sigriður Kristjánsd.
Aðalsteinn Jörgensen —
Ásgeir P. Ásbjörnsson
Högni Torfason —
Steingrímur Jónasson
Næst verður spilað á mánudag-
inn kemur.
257
253
244
235
231
231
262
245
241
209
207
174
sl.
270
259
235
232
229
óskaddaðar. Öll þekkjum við
ágætt fólk, sem hefur orðið áfeng-
inu að bráð og beðið af því
óbætanlegt tjón. Áfengisvanda-
málið er alþjóðlegt og vaxandi.
Það er talið ógna nútíma þjóðfé-
lagsháttum svo alvarlega, að Al-
þjóðaheilbrigðisstofnun Samein-
uðu Þjóðanna (WHO) hefur talið
sig knúna til þess að taka málið til
umfjöllunar og hefur afgreitt það
með langri og ítarlegri skýrslu.
Sem ráð í varnarbaráttu er meðal
annars hvatt til þess að útsölu-
stöðum verði ekki fjölgað, heldur
fækkað frá því sem nú er. Það er
með öðrum orðum skoðun WHO
að því fleiri sem útsölustaðirnir
eru, því meiri neysla.
Ég hef heyrt þá skoðun að
áfengisútsala sá jafn sjálfsögð og
mjólkurbúð og þá væntanlega til
þess að gera áfengi sem aðgengi-
legast fyrir alla. Nú hafa rann-
sóknir hér á landi sýnt, að í þeim
kaupstöðum þar sem áfengisút-
sala er fyrir hendi, þar er oftar
drukkið og þar er ofdrykkja al-
gengari. Þetta er svo alvarleg
niðurstaða að ég treysti mér ekki
til að bera ábyrgð á því að aukið
verði við vandann, með því að
opna útsölu hér á Seltjarnarnesi,
þvert ofan í áskorun WHO og
niðurstöður rannsókna.
Menn hafa talið að bærinn fengi
nokkrar tekjur af landsútsvari ef
áfengisútsala verði opnuð hér á
Nesinu. Ef miðað er við nýjustu
töiur yfir tekjur bæjarfélaga af
landsútsvari tengdu áfengisútsöl-
um, sem eru frá árinu 1979, þá er
hér um svo óverulega upphæð að
ræða, að 1—2 tekjuháir einstakl-
ingar myndu greiða álíka há gjöld
til bæjarins, eða eitt fyrirtæki
með meðalveltu, sem myndi greiða
mun meira i aðstöðugjöldum og þá
værum við laus við aukaverkanir.
En hvaða aukaverkanir? Fyrst er
að telja áfengisvandamál al-
mennt, aukinn drykkjuskapur og
þar með áfengissýki, aukin hætta
á því að unglingar komist yfir
áfengi, aukin freisting fyrir þá
sem eiga við áfengisvandamái að
stríða, erfiðleikar og sundrung á
heimilum. Þá hef ég áhyggjur af
því, ef utangarðsmenn þjóðfélags-
ins færu. að dragast að útsölunni
og halda þar til að meira eða
minna leyti. Oft hefur því miður
vitnast að slíkir utangarðsmenn
hafa verið unglingum undir lög-
aldri hjálplegir við áfengisinn-
kaup. Enn er einn þáttur málsins,
sem ég bið Seltirninga að íhuga
vel og vandlega, áður en þeir
greiða atkvæði með útsölunni.
Hann er sá, að umferðaræðar til
bæjarins eru aðeins tvær, Nesveg-
ur og Eiðisgrandi. Það er flestra
álit, að nauðsynlegt sé að tak-
marka.sem mest umferð um Nes
veg vegna slysahættu. Þá stendur
Eiðisgrandi einn eftir. Nú eru
Reykvíkingar að hefja uppbygg-
ingu Eiðisgrandasvæðisins sín
megin landamerkjanna og við
Seltirningar að byggja upp mið-
bæjarkjarna við Eiði, en þar er
áfengisútsölunni fyrirhugað hús-
næði. Auk þess eru íbúðarhús i
byggingu víða um bæinn, þannig
að íbúum fjölgar jafnt og stöðugt.
í mínum huga er gatnakerfið við
Eiði svo þröngt og hefur svo litla
möguleika til stækkunnar, að sú
aukning umferðar á álagstímum,
sem af áfengisútsölunni myndi
leiða, yrði gatnakerfinu ofviða.
Umferð gæti orðið það mikil að
hættuástand kynni að skapast.
Ég var kosinn í bæjarstjórn
Seltjarnarness undir kjörorðinu
„gerum góðan bæ betri“. Ég tel að
yfirbragð bæjarins myndi ekki
batna við það að fá hingað áfeng-
isútsölu, heldur versna til muna.
Við myndum eiga á hættu aukin
vandamál vegna áfengisneyslu, al-
gerlega að ástæðulausu. Við
myndum skapa hér stóraukna
óþarfa umferð á álagstímum og
þar með aukna slysahættu.
Af þessum ástæðum er ég and-
vígur áfengisútsölu hér á Sel-
tjarnarnesi. Ég skora á Seltirn-
inga að ihuga málið gaumgæfilega
áður en kosning fer fram. Þá er ge
þess fullviss að meirihluti íbúanna
segir Nei.
Seltjarnarnesi 22. júní 1980.
'Þakkir'
E‘
fyrrverandi nemendur og aörir fornvinir,
i hjartanlega gjafir og aðra góðvild, í
andi við 75 ára afmæli mitt 5. júní sl.
ilessun umvefji ykkur öll.
Ingibjörg Jóhannsdóttir,
fri Löngumýri.
VEITINGASTADURINN
Brautarholti 22 — Borðpantanir 11690
3<1.IÐAR£ND|
Hvað svo
Gunnar?
'• *'>•;: '-v' k •• V •
■/ I Iver er >að Gunnar?
Ifl - t - £
i ( — ívað svo iunnar?
1 * 'Vi
■
—
Verður maður
ekki að panta
borð Gunnar?
Getum við farið
Njáll?
Förum, því nú er Veit-
ingastaðurinn Hlíðar-
endi að byrja með sumar-
prógram sitt.
öll fimmtudagskvöld verða
brennukvöld á Hliðarenda. Hefst
með borðhaldi kl. 7.30 — Logandi
lambasteik og Hlíðarendakaffi í
eftirrétt. Dansarar sýna ræs-dans-
inn. Model 79 sýna föt frá Verðlist-
anum.
*>' *, v> j ; it * , i
____
Jú, svo eru það föstud., laugard. og
sunnud.-kvöldin, þá leikur klassískur
gítarleikari fyrir borðum.
■Vr.v* ;x!-t .%.<*;■ *'. •;r >< ^
—
Sá besti Örn Arason
____________________________________________________
Nú á sunnudögum milli kl. 3 og 5.30 er kaffið
hennar Bergþóru og Hallgerðar fyrir alla
fjölskylduna. meira að segja Hlaðborð.
Jú það er rétt Njáll
í síma 11690
i