Morgunblaðið - 26.06.1980, Side 15

Morgunblaðið - 26.06.1980, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1980 15 Rætt við Oddnýju Thorsteinsson „Les hagfræðirit og fylgist með þjóðarbúskapnum“ — En hver er Oddný sjálf og hvaðan kemur hún? „Ég er ættuð austan úr Breiðdal en er fædd í Skagafirði. Foreldrar mínir voru Lúðvík Stefánsson Kemp og Elísabet Stefánsdóttir en ég ólst upp hjá kjörforeldrum mínum, Björgólfi Stefánssyni skókaupmanni og Oddnýju Stefáns- dóttur sem var föðursystir mín. Ég er alin upp á miklu menningar- heimili. Þegar faðir minn tók eftir því að ég hafði yndi af bókum sá hann til þess að ég fengi næði til þess að lesa og hann hvatti mig til náms. Ég tók stúdentspróf frá M.R. og var eitt ár við nám í viðskipta- fræði í Háskóla íslands. Síðan fór ég til Bandaríkjana og tók próf í viðskiptafræði við háskólann í Minnesota. Eftir það var ég tvö ár í Bandaríkjunum við alls konar störf. Prófin gefa ekki nægilega víðsýni og þekkingu. Ég var um tíma blaðamaður við háskólablaðið, vann í banka í San Fransisco, í stærstu deildarverslun í Los Angeles og við innkaup og útflutning í New York. Ég valdi mér viðskiptafræði sem námsgrein vegna þess að ég hef alltaf haft áhuga á viðskiptum og hagfræði og fylgist með þjóðar- búskapnum hér og í öðrum lönd- um.“ Heíur þýtt barnabækur og lesið þær upp í útvarpi En Oddný hefur áhuga á fleiru en viðskiptum og hagfræði. „Ég hef mjög gaman af leiklist, ballett og tónlist og að lesa góðar bækur og ég hef þýtt nokkrar barnabækur og lesið þær upp í útvarpi. En þegar við bjuggum erlendis hugsaöi ég oft til óbyggð- anna á íslandi, um friðinn og fegurðina sem þar finnst. Þangað reyndi ég að komast þegar ég kom heim í frí frá skarkala stórborg- anna. Það er gott og hollt fyrir sálina. Við eigum þrjá drengi. Þeir eru fæddir erlendis og við vildum forða því að þessir drengir yrðu útlend- ingar. Þess vegna fluttum við heim árið 1969, þegar elsti drengurinn var orðinn 14 ára. Það voru erfið umskipti þá og ég gerðist heima- kennari þeirra á meðan þeir náðu valdi á námsfögunum þar sem þeir voru á eftir jafnöldrum sínum í skólanum. En nám þeirra hafði allt farið fram á frönsku erlendis. „Forsetafrúin vinnur fullt starf og mikilvægt“ — Að lokum snerum við tali okkar að hlutverki forsetafrúarinn- ar á íslandi. „Þetta er mikið starf og því fylgir mikil ábyrgð. Það er líka erfitt að gera svo öllum líki í þessu starfi ekki síður en annars staðar. En forsetafrúin þarf oft að taka á móti gestum, bæði einstaklingum og hópum, íslenskum og erlendum og koma fram þar sem forsetinn getur ekki mætt. Éins og allir vita kemur forsetafrúin fram við hlið forsetans við mörg og margvísleg tækifæri en fæstir vita um hið mikla starf sem hún þarf að inna af hendi við að skipuleggja alls konar mótttökur. Þetta er fult starf og mikilvægt." En þegar við minntumst á það við Oddnýju hvernig það legðist í hana að taka e.t.v. við þessu starfi svaraði hún. „Koma tímar, koma ráð.“ — rmn. Rætt við Kristínu Kristinsdóttur vistarfólk. Það líður varla helgi, án þess að við förum í lengri eða styttri gönguferðir og hér áður fyrr fórum við stundum í jökla- ferðir og klifum t.d. Snæfellsjökul. Það hefur hjálpað okkur mikið í kosningabaráttunni að við erum vön að ferðast. Ég les talsvert og hefi gaman af því að taka mér bók í hönd. Badminton spilaði ég reglulega á yngri árum. Ég held líka að það leynist innra með mér einhvers konar sköðunargleði. Ég hef alltaf ætlað að taka mér tíma til að virkja þennan þátt í sjálfri mér, en aldrei komið mér almennilega að því.“ „Spennandi að vera gift Guðlaugi“ — Hvernig er að vera gift Guðlaugi Þorvaldssyni? „Ég var spurð þessarar spurn- ingar á Vestfjörðum og það gladdi mig að fá að svara henni. Mér hefur alltaf fundist spennandi að búa með Guðlaugi. Guðlaugur hefur reynst mér og heimili okkar góður og traustur félagi. Við höfum komist vel af saman og heimilislífið hefur verið samstillt. Ég er hamingjusöm kona og móð- ir. í vinahópi er Guðlaugur ævin- lega hrókur alls fagnaðar, tillögu- góður um lausn málanna og úr- ræðagóður, hvort heldur var um að ræða að finna rétta staðinn fyrir næstu fjallaferð, eða hvaða krydd ætti að setja í súpuna. Hann á það nefnilega til að setja á sig svuntu, fara fram í eldhús, loka að sér og tilkynna að nú ætli hann að sjá um matinn. Og það er hans besta skemmtun að sjá um matseldina þegar við dveljumst í sumarbústað okkar í Skorradal." „Kvíði því ekki að taka við hlutverki forsetafrúar“ — Svo við snúum okkur að forsetakosningunum. Hvert finnst þér muni vera hlutverk forseta- frúar? „Mér virðist að hlutverk for- setafrúar geti verið nokkuð marg- þætt. Hún er húsmóðir á forseta- setrinu, þjóðarheimilinu, þar sem margan gestinn ber að garði, innlendan sem erlendan, og hefur yfirumsjón með þeim þáttum, sem að húshaldinu snúa. Þá er hún einnig og ekki síður stoð og stytta mannsins síns, forsetans, í störf- um hans, kemur fram með honum við ýmis tækifæri, og reyndar stundum án hans.“ A ferðum okkar um iandið hefur mér dottið það í hug að forsetafrú- in gæti gert meira af því að heimsækja sjúkrahús, elliheimili og aðra slíka staði." — Hvernig leggst það í þig að eiga ef til vill eftir að taka við húsmóðurhlutverkinu á Bessa- stöðum? „Ég hef ekki hugsað mikið um það hingað til. Það fylgir því alltaf viss eftirvænting að þurfa að takast á við eitthvað nýtt. Ég kvíði því þó ekki að taka við stöðu forsetafrúar, ef til þess kemur og ég mun að sjálfsögðu leggja mig alla fram.“ — rmn. Rætt við Brynhildi Jóhannsdóttur mælt, orti oft upp við lítinn foss á æskuheimili sínu á Kirkjubæ í Norðurárdal. — Ileldurðu að skáldskapar- náttúra sé fremur í þeim. sem alast upp við kveðskap og alast upp þar sem slíkt er mjög haft um hönd? — Það held ég varla. Ég held að slíkt hljóti að vera meðfætt, en auðvitað þroskast það betur við góð skilyrði. Allt dafnar betur eftir því sem meira er hlúð að því, og það á áreiðanlega við um skáldskap eins og annað. — Þú bjóst lengi í útlöndum. Ilvernig var að ala börn upp á erlendri grund? — Yngri sonurinn var ófæddur þegar við fluttum heim og sá eldri var aðeins tveggja ára, en dóttir okkar var farin að ganga í skóla : Frakklandi, þannig að það var ekki stórt heimili, sem ég hafði að sinna lengst af meðan við bjugg- um úti. Því hafði ég nægan tíma til að sinna uppeldi og heimili, því ég hef aldrei starfað utan heimil- is. Mér þótti stundum erfitt að vera ein með heimilið, því að starfi Alberts var þannig háttað að hann var oft lengi í burtu í keppnisferðum. En þá lærði ég að vera ein með sjálfri mér. Það er afskaplega góður eiginleiki og hverri manneskju nauðsynlegur. „Fylgi Albert í framboðinu sem öðru „Ég hef fylgt Albert I forseta- framboðinu eins og öðru. sem hann tekur sér fyrir hendur og styrkt hann eftir bestu getu“, sagði frú Brynhildur Jóhanns- dóttir þegar við heimsóttum hana i fyrradag til að spjalla við hana um hana sjálfa og þá kosningabaráttu sem senn er á enda. — Reyndar hef ég ævinlega verið húsmóðir fyrst og fremst. Heimilið hefur verið minn vett- vangur og þar líður mér bezt, en störf Alberts hafa haft það í för með sér að ég hef stundum þurft að bregða fyrir mig betri fætinum og fara á mannamót, eða taka sjálf á móti gestum og hef ég að sjálfsögðu gert það með glöðu geði, enda hefur slíkt samkvæmis- líf okkar hjónanna alltaf verið í skikkanlegu hófi. — Hvað gerirðu þér til dægrastyttingar? — Les. Ég hef alltaf lesið mikið og hef af því ánægju. En hin síðari ár hef ég líka varið miklu af þeim tíma sem ég hef aflögu til að sinna barnabörnunum mínum. Ég hef gaman af því að umgangast börn. Af þeim má margt læra. Barnabörnin eru orðin níu. Þar af eru sjö undir fimm ára aldri, svo það er nóg að gera. Ég hef líka lagt kapp á að halda við þeirri tungumálakunnáttu sem ég hef aflað mér og reynt að bæta hana. Við fórum tvær vinkonur í spönskutíma fyrir nokkrum árum og einbeittum okkur að því tungu- máli um skeið. Nú erum við farnar að rifja upp verzlunar- skólaþýzkuna. Það er gaman að bæta við kunnáttu sína, auk þess sem allir hafa þörf fyrir að kunna tungumál. — Hvað lestu einkum? — Ég les mikið af frönskum bókum, — alls konar bókmennta- verk. Ég er yfirleitt með bók með mér í bílnum. Það er siður sem ég get mælt með. Það er svo oft sem maðun þarf að bíða í bíl og þá finnst mér skemmtilegra að grípa í bókina en að sitja og horfa út í bláinn. Við erum nokkrar konur í frönskum leshring og höfum hald- ið þann hóp í bráðum tuttugu ár. Við hittumst einu sinni í viku, lesum upphátt og ræðum síðan efni. Frönsku sendiherrafrúrnar hafa verið í þessum leshring, þannig að alltaf hefur einhver verið sem getur leiðrétt og leið- beint. Þetta er afskaplega skemmtileg iðja, og mér hefur oft dottið í hug að slíkum leshringum mætti fjölga með þessari miklu bókmenntaþjóð sem íslendingar eru. — Þú ert hagmælt, er það ekki? — Það á víst að heita svo. Ég hef gaman af þessu. Þetta er bæði í föður- og móðurætt minni. Það er dálítið skrýtið, að það er helzt þegar ég er að þvo upp að andinn kemur yfir mig eins og sagt er. Mamma mín, sem var vel skáld- — Hefur þig aldrei langað til að starfa utan veggja heimilisins? — Nei, það hefur mig aldrei langað til að gera. Ég starfaði á skrifstofu eftir að ég lauk verzl- unarskólaprófi og þar til ég gifti mig, en þá var ég aðeins 19 ára. Ég hef alla tíð unað mér vel á heimilinu og aldrei hefur mig vantað verkefni. Sumir virðast halda að það sé eitthvert sálu- hjálparatriði að vinna úti sem kallað er, en ég er ekki þeirrar skoðunar. Það er hægt að þroska sjálfan sig og lifa góðu lífi innan heimilisins, en því miður eru margar konur sem eiga ekkert val, heldur verða að starfa utan heimilis af fjárhagsástæðum. — Hvar þótti þér skemmtileg- ast að búa í útlöndum? — í París. Við bjuggum fyrst í Nancy, þá Mílanó, svo í París og loks í Nice. París er stórskemmti- leg borg, en það er líka yndislegt að búa við Miðjarðarhafið. — Hvernig hefur þér fallið að taka þátt i kosningabaráttunni? — Ég hef haft af því mikla ánægju. Ég hef til dæmis fengið sjaldgæft tækifæri til að skoða landið og kynnast góðu fólki á þeim stöðum sem við höfum heimsótt. Líka er ég þakklát öllum stuðningsmönnunum okkar sem hafa gert þessi ferðalög þægileg og skemmtileg. - Á. R.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.