Morgunblaðið - 26.06.1980, Síða 21

Morgunblaðið - 26.06.1980, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1980 21 Jónas E. Svafár Frambióðendur í stað greinar um forsetakosningar hefur skáldið Jónas E. Svafár sent Morgunblaðinu ljóð það sem hér fer á eftir. í skjaldamerki lýðveldisins eru þrjár furðuverur og einn kven-maður knattspyrnuveður sjómannadagsins mætir listahátíð landsliðsins „fram skal þá kalla frá fjöru til fjalla" sáttasemjari hóf störf sín fljótt „því austan kaldinn á oss blés“ og sætti þjóðhátíðardag og fyrsta des rauðsokka kom upp um miðja nótt á kvenréttindadegi sofðu rótt „nú andar suðrið sæla“ jónsmessunnar sólarlag sendiherranum verði í hag „ó guð vors lands“ frá Hagvangi Athugasemd MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athuKasemd frá fyrir- tækinu IlaKvangi hf: „Vegna fréttagreinar í Morgun- blaðinu í gær um forsetakjör og skoðanakönnun dagblaðsins Vísis undir fyrirsögninni „Hæpið að nota sama úrtakið" vill Hagvangur h.f. taka eftirfarandi fram: Af fyrirsögn og framsetningu greinarinnar virðast ýmsir lesendur álíta, að Hagvangur væri að dæma skoðanakönnun dagblaðsins Vísis ómerka. Hér er um algera rangtúlk- un að ræða. Skoðanakannanir eru gerðar með ýmsum hætti og hafa aðferðirnar hver sína kosti og galla. I greininni er aðeins eitt atriði tekið út og gert að aðalatriði. Hagvangur hf. telur þetta miður, því að eins og fram kom í umræddri frétt hefur Hagvangur hf. ekki kynnt sér hvernig staðið var að könnun Vísis og vill því á engan hátt taka afstöðu til hennar. IlaKvangur hf.“ Baskar hræða ferðamenn Alicante. Spáni. 25. júní. AP. MARGAR sprengjur. sem aðskiln- aðarsinnar Baska höfðu komið fyrir, sprungu í dag á ferða- mannastöðum á Miðjarðarhafs- strönd Spánar og olli það mikilii skelfingu meðal ferðafólks. eink- um þó vegna þess. að hermdar- verkamennirnir gáfu í skyn. að mörgum fleiri sprengjum hefði verið komið fyrir sem gætu sprungið á hverri stundu. Mörg hundruð manna, sem voru í sumarleyfi, voru flutt frá hótelum, veitingastöðum og baðströndum eftir að aðskilnaðarsinnarnir höfðu tilkynnt um, að sprengjur kynnu að springa á 12 stöðum þó að þær yrðu aðeins 4 í raun. Fimmta sprengjan fannst og gerði lögreglan hana óvirka. Viðræður um fram- tíð Nýju-Suðureyja London. 25. júní. AP. PAUL Dijoud, sá ráðherra frönsku stjórnarinnar, sem fer með málefni nýlendanna, kom til Lundúna i dag til viðræðna við breska ráðamenn um framtíð Nýju-Suðureyja, en þar hefur ver- ið mjög ókyrrt að undanförnu eins og kunnugt er af fréttum. Veður Akureyri 10 skýjaó Amsterdam 18 skýjaó Aþena 35 heióskirt Barcelona 21 skýjaó Berlín 17 rigning BrUssel 17 skýjað Chicago 28 skýjaó Feneyjar 22 léttskýjaó Frankfurt 17 rigning Færeyjar 11 skýjað Genf 16 skýjaó Helsinki 16 rigning Jóhannesarborg 16 heiðskírt Kaupmannahöfn 18 skýjað Las Palmas 22 skýjaó Lissabon 24 skýjaó London 16 skýjaó Los Angeles 29 heióskírt Madríd 28 heiðskírt Malaga 33 heióskírt Mallorca 29 léttskýjaó Miami 31 rigring Moskva 27 skýjað New York 32 skýjaó Ósló 18 skýjaö París 17 skýjað Reykjavík 12 skýjað Rio de Janeiro 27 heiðskírt Rómaborg 30 heiðskírt Sanfransisco 18 skýjað Stokkhólmur 19 heiöskírt Tókýó 31 heiöskírt Vancouver 20 heióskírt Vínarborg 21 rigning 1972 — írski lýðveldisherinn lýsir yfir vopnahléi á Norður-írlandi 1970 — Alexander Dubcek rekinn úr tékkneska kommúnistaflokknum. 1968 — Bandaríski fáninn dreginn niður á Iwo Jima og sá japanski dreginn að húni 23 árum eftir fánahyllingu bandarískra land- gönguliða. 1963 — John F. Kennedy forseta ákaft fagnað í Vestur-Berlín 1960 — Madagaskar lýsir yfir sjálf- stæði sem Malagasy-lýðveldið — Brezka Somaiiland fær sjálfstæði. 1945 — Stofnskrá SÞ undirrituð í San Francisco. 1941 — Finnar segja Rússum stríð á hendur. 1937 — Hertoginn af Windsor kvænist frú Wallis Simpson. 1917 — Bandaríski leiðangursher- inn kemur til Frakklands. 1858 — Stríði Breta og Kínverja lýkur með Tientsin-sáttmála. 1857 — Fjöldamorð í Cawnpore á Indlandi. 1830 — Vilhjálmur IV ^ezt að ríkjum í Bretlandi. 1812 — Pólska þingið lýsir yfir sjálfstæði Póllands, en Napoleon Bonaparte neitar að samþykkja ákvörðunina. 1714 — Spánverjar og Hollendingar undirrita Utreecht-friðinn. 1549 — Sjálfstæði Niðurlanda lýst yfir. 1541 — Spænski landkönnuðurinn Francisco Pizarro veginn í Lima, Perú. Afmæli. George Morland, brezkur listmálari (1763—1804) — William Thomson Kelvin barón, brezkur eðl- isfræðingur (1824—1907). Andlát. 1827 Samuel Crompton, uppfinningamaður. — 1830 Georg IV Bretakonungur. Innlent. 1930 Alþingishát.íðin sett — 1823 Eldgos hefjast í Eyjafjallajökli — 1827 d. dr. Gísli Brynjólfsson — 1849 d. Þorgrímur Thomasson gullsmiður — 1889 d. Jón alþm. Sigurðsson frá Gautl. — 1898 d. Arni Gíslason sýslumaður — 1854, 1873 Þingvallafundir — 1905 Fregnmiðar með fyrstu Marconi-skeytum festir upp — 1921 Kristján X heimsækir ísland — 1928 Boranir eftir heitu vatni hefjast í Reykjavík — 1944 d. Guðmundur Friðjónsson skáld — 1945 „Esja“ kemur með 300 íslend- inga frá Norðurlöndum — 1944 f. Svavar Gestsson. Orð dagsins. Sameinuðu þjóðirnar voru ekki settar á laggirnar til að koma okkur til himnaríkis heldur til að bjarga okkur frá helvíti — Winston Churchill (1874—1965). Veljum Nú bjóðum við sólarhrings gistingu fyrir tvö í'2ja manna herbergi. Inmlalf kvöldverður, morguwerður af Wað- borði og hádegisverður asamt gistmgu. Allt þetta kostar aöeins w- 39.000- fyrir tvo Grillveizla í Valhöll í kvöld Nú bjóöum viö gestum okkar aö steikja sjálfum. Þiö veljið ykkur T-bein, mörbráö eöa rétti á teini og viö aðstoðum ykkur viö eldunina. Veizlan hefst kl. 20 og grillið verður opiö til kl. 23.00. Halli og Laddi veröa kokkar kvöldsins og leikin veröa lög sem allir kunna og geta sundiö meö. Komiö viö í Valhöli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.