Morgunblaðið - 26.06.1980, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1980
29
Sigríður Rósa Kristinsdóttir.
Aldrei að víkja
Til mín kom í vetur hin lands-
fræga Regina okkar Eskfirðinga
og falaðist eftir nafni á lista eins
hinna karllegu frambjóðenda. Ég
synjaði þeirri bón, vegna þess að
ég var ekki vonlaus um að fleiri
frambjóðendur kæmu fram og
vildi hafa frjálsar hendur að velja,
er þar að kæmi.
Daginn eftir segir Regina við
mig: „Nú ert þú sjálfsagt ánægð,
nú er Vigdís Finnbogadóttir búin
að ákveða að vera í framboði."
Já, ég var ánægð. Loksins,
loksins kom til leiks kona, sem ber
höfuð og herðar yfir alla, hina
annars mjög svo ágætu frambjóð-
endur. Gamla reglan sannar sig
hér. Engin kona þykir vænleg til
sigurs í framboði á móti körlum,
nema hún sé að minnsta kosti
helmingi frambærilegri en BESTI
karlinn.
Konur og karlar út um land
fagna framboði Vigdísar Finn-
bogadóttur til forsetakjörs. Við
úti á landi skynjum og skiljum
þann manndóm, þrek og þor sem
Vigdís sýnir með því að feta út á
það einstigi, sem engin kona í
veröldinni hefur áður vogað að
ganga. Við ætlum að votta henni
aðdáun okkar og virðingu með
einlægum stuðningi.
Eins er vitað um fjölda kvenna
og karla á Reykjavíkursvæðinu.
Þó virðist skorta nú stórlega á
þann djarfhug og kjark, sem
konur í Reykjavík sýndu á
kvennadaginn 24. október 1974.
Hvað dvelur konur? Er samstaðan
þurrkuð út, þegar við loksins fáum
tækifæri til að kjósa úr okkar
röðum til forseta konu, sem er
færust af fjórum færum í fram-
boði.
Sigriður R. Kristinsdóttir
Ætlum við að láta dætur okkar,
dætra- og sonadætur líða fyrir, að
við þekktum ekki okkar vitjunar-
tíma og brugðumst rangt við
þessu stórkostlega tækifæri til að
velja?
Konur og karlar, sýnum nú í
verki, að við viljum hætta að troða
á rétti mæðra okkár, eiginkvenna
og dætra! Við höfum tækifæri nú,
óvíst hvað verður síðar.
Vigdís, hjartans þakkir fyrir
hlýju þína, vilja, kjark og þor, það
eru eiginleikar sem íslensk þjóð
þarfnast mest að finna hjá forseta
sínum. Aldrei að víkja.
Eskifirði 17. júní 1980.
Páll Skúlason prófessor:
Ekki var völ á hæfari
og farsælli stjórnanda
Háskóli íslands er trúlega sú
stofnun íslenska ríkisins sem næst
því kemst að endurspegla þjóðfé-
lagið eða a.m.k. mörg helstu ein-
kenni þess. Hinar ýmsu deildir og
stofnanir háskólans eru mjög
sundurleitar og um margt alveg
sjálfstæðar; og fjölmennt starfs-
liðið skiptist í hópa sem fylgir
hver sínum málum fram. Af þessu
spretta árekstrar, deilur, stundum
illvíg átök sem ógna þeirri einingu
og samheldni sem eru stofnuninni
nauðsynleg til að eflast og tryggja
blómlega starfsemi.
Það er mál manna í háskólanum
að ekki hafi verið völ á hæfari og
farsælli stjórnanda en Guðlaugi
Þorvaldssyni, er hann var kjörinn
rektor árið 1973. Sjálfur á ég erfitt
með að ímynda mér að nokkrum
öðrum en honum hefði tekist
betur að efla samheldni háskólans
og greiða úr þeim fjölmörgu og oft
ótrúlega erfiðu málum sem þar
hafa risið upp á undanförnum
árum.
Einn er sá eiginleiki Guðlaugs
sem forystumanns og stjórnanda
sem ég met öðrum fremur, en það
er sú umhyggja sem hann sýnir
öllum málum sem til hans berast,
smáum ekki síður en stórum.
Honum er ekki aðeins lagið að
skoða mál frá mörgum hliðum í
senn, heldur gerir hann það ávallt
af einstakri alúð og einbeitingu.
Af virðuleika, röggsemi og starfs-
orku hefur Guðlaugur nóg til að
bera, en hitt tel ég enn meira um
vert: næman skilning hans á
mönnum og málefnum. Þessi eig-
inleiki hefur aflað honum þeirrar
reynslu og víðsýni sem eru forseta
Páll Skúlason prófessor landsins nauðsynlegast veganesti.
Dr. Frosti Sigurjónsson:
Víkinginn Albert
til Bessastaða
Þung áhersla hefir verið á það
lögð í skrifum og ræðum undanfar-
ið að forsetinn eigi að vera samein-
ingartákn þjóðarinnar. Um það má
deila en hafa menn gleymt fyrstu
ljóðlínum þjóðsöngsins: Lands
vors Guð er okkar sameiningar-
tákn, landið, fáninn, fjöllin, fossar
og lækir. Við þurfum ekki fleiri
tákn. Ekki hálfguð til Bessastaða.
Þar á að sitja ríkisstjóri, hefi
raunar aldrei skilið þá nafnabreyt-
ingu ríkisstjóri — forseti. Við
tölum jú um ríkisstjórn og ríkis-
ráð. Til Bessastaða þarf mann sem
hefir kjark og þor og tekur af
skarið í stjórnarkreppum og gefur
þingmönnum mátulegt ráðrúm og
tíma til þess að leika sér með
fjöregg þjóðarinnar: Frelsið.
Til þeirra sem sífellt klifa á
háskólamenntun vil ég segja þetta:
Ekki var Ólafur Thors háskóla-
genginn svo dæmi sé tekið. Hann
hefði sómt sér vel á Bessastöðum
Dr. Frosti Sigurjónsson
enda þótt hann væri pólitíkus. Ég
man þá tíð er Ólafur Thors kom í
opinbera heimsókn til Köln —
Bonn. Þar fór lítið fyrir formsat-
riðum verkin voru látin tala og
karlarnir tveir Thors og Konrad
Adenauer voru eins og strákar í
sandkassa. Þessi heimsókn er í
minnum höfð enn þann dag í dag
og var íslandi til sóma. Slíka menn
þarf til Bessastaða. Trúað gæti ég
að í kjölfar þeirrar heimsóknar
hefði kvóti íslenskrar fisksölu í
Bremenhafen og Hamborg aukist
um þó nokkra tugi togarafarma.
Ég nefndi víkinga í upphafi
greinarinnar vegna þess að ferill
og athafnir Alberts minna um
margt á þá, og vísa ég nú til
bókarinnar, Víkingarnir, höf. m.a.
Kristján Eldjárn. Albert fer í slóð
þeirra, gerir strandhögg í Skot-
landi og Englandi, leggur undir sig
hluta af Frakklandi, á sína vísu,
líkt og Göngu-Hrólfur forðum, þá
til Langbarðalands áður en snúið
er heim við góðan orðstír. Slíkan
mann þarf til Bessastaða.
Nú eru miklir umbrota og ólgu
tímar bæði utan lands og innan og
þó sérstaklega erlendis. Allt frá
lokum heimsstyrjaldarinnar 1944
hefir ástandið farið dag versnandi
og mun aldrei verra en nú, þeir
ógnar atburðir geta gerst að þjóðin
þurfi á miklum kjarkmanni að
halda á Alftanesi, manni sem ekki
guggnar á örlagastund, Víkinginn
Albert Guðmundsson og frú
Brynhildi til Bessastaða.
Erla Hauksdóttir, Flateyri:
Kjósum Pétur
29. júní göngum við íslendingar
að kjörborði til að kjósa forseta
Islands. Það val verður að vera vel
vandað. Pétur J. Thorsteinsson er
maður sem hefur alla kosti til að
bera sem forseti fyrir okkar þjóð.
Hann hefur ekki fæðst með silfur-
skeið í munni eins og svo margir
aðrir. Á námsárunum þurfti hann
að vinna hörðum höndum fyrir sér
til að geta haldið skólanámi
áfram. Hann hefur annast marg-
vísleg störf í þágu okkar íslend-
inga, sem við getum verið þakklát
fyrir. Hann er kvæntur glæsilegri
konu, Oddnýju, sem er vel mennt-
uð og fjölhæf og mun sóma sér vel
sem forsetafrú á Bessastöðum.
íslendingar, Pétur er okkar
maður, það sannar starfsferill
hans fyrir okkar þjóð.
Erla Hauksdóttir
\nrti
Stuöningsmenn Péturs j. Thorseínssonar hafa
opnaö kosningaskrifstofur á eftirtöldum stööum:
Akranes:
ísafjöröur:
Sauðórkrókur:
Siglufjöröur:
Akureyri:
Húsavík:
Egilsstaöir:
Heiöarbraut 20, (93) 2245.0pið kl.
17.00—19.00.
Hafnarstræti 12, (94) 4232. Opið kl.
14.00—22.00.
Sjálfsbjargarhúsiö v/Sæmundargötu (95)
5700. Opið kl. 17.00—19.00 og 20.30—
22.00.
Aöalgötu 25, (96) 71711. Opiö kl. 17.00—
22.00.
Hafnarstræti 99—101 (Amarohúsiö).Símar
(96) 25300 og 25301. Opiö kl. 14.00-22.00.
Garðarsbraut 15, (96) 41738. Opiö kl.
17.00—22.00.
Bláskógar 2, (97) 1587. Opiö kl. 13.00—
19.00.
Selfoss: Austurveg 40, (99) 2133. Opiö 17.00—
19.00 og 20.00—22.00 nema laugard. og
sunnud. kl. 14.00—18.00.
Veatmannaeyjar: Skólavegi 2, (98) 1013. Opiö kl. 14.00—
21.00.
Hafnarfjöröur: Sjónarhóli v/Reykjavíkurveg 22. Opiö kl.
14.00—21.00 (91) 52311.
Keflavík: (Jafnframt fyrir Njarövík, Sandgeröi, Gerö-
ar, Voga, Vatnsleysuströnd, Hafnir og
Gindavík.) Grundarvegi 23, Njarövík (92)
2144. Opiö kl. 14.00—22.00 nema laugard.
og sunnud. kl. 14.00—18.00.
Eftirfarandi umboösmenn annast alla fyrirgeiösl-
ur vegna forsetaframboös Péturs J. Thorsteins-
sonar:
Hellissandur:
Grundarfjöröur:
Olafsvík:
Stykkishólmur.
Búöardalur:
Patreksfjöröur:
Tálknatjöröur:
Bíldudalur:
Þingeyri:
Flateyri:
Suöureyri:
Botungarvík:
Súðavík:
Hólmavík:
Skagaströnd:
Ólafsfjöröur:
Dalvík:
Hrísey:
Þórshöfn:
Kópasker:
Vopnafjöröur:
Seyöiafjöröur:
Neskaupstaður:
Eskifjörður:
Reyöarfjöröur:
Fáskrúösfjöröur:
Breiödalsvík:
Djúpivogur:
Höfn Hornafiröi
Hella:
Sandgeröi:
Garöabær:
Kópavogur:
Seltjarnarnes:
Hafsteinn Jónsson, (95) 6631
Dóra Haraldsdóttir, (93) 8655
Guðmundur Björnsson, forstjóri, (93) 6113
Gréta Siguröardóttir, hárgr.k. (93) 8347
Rögnvalur Ingólfsson, (93) 4122
Ólafur Guöbjartsson, (94) 1129
Jón Bjarnason, (94) 2541
Siguröur Guðmundsson, símst.stj. (94)
2148
Gunnar Proppé, (94) 8125
Erla Hauksdóttir og Þóröur Júlíusson, (94)
7760
Páll Friöbertsson, (94) 6187
Kristján S. Pálsson, (94) 7209
Hálfdán Kristjánsson, (94) 6969 og 6970
Þorsteinn Þorsteinsson, (95) 3185
Pétur Ingjaldsson, (95) 4695 Guöm. Rúnar
Kristjánsson (95) 4798
Guðmundur Þ. Benediktsson, (96) 62266
Kristinn Guölaugsson, (96) 61192
Björgvin Pálsson (96)61704
Gyöa Þóröardóttir, (96) 81114
Ólafur Friðriksson, (96) 52132 og 52156
Steingrímur Sæmundsson, (97) 3168
Ólafur M. Ólafsson, 197) 2235 og 2440
Hrólfur Hraundal, (97) 7535
Helgi Hálfdánarson, (97) 6272
Gísli Sigurjónsson, (97) 4113
Hans Aöalsteinsson, (97) 5167
Rafn Svan Svansson, (97) 5640
Ásbjörn Karlsson, (97) 8825
Guömundur Jónsson, Bogaslóð 12, (97)
8134 og Unnsteinn Guömundsson, Fiskhóli
9, (97) 8227
Svava Árnadóttir, (99) 5851
Nína Sveinsdóttir, (92) 7461
Guðlaug Pálsdóttir, (91) 54084
Bjarni Sigurösson, (91) 45644 og 43829
Kristinn P. Michelsen, (91) 14499