Morgunblaðið - 26.06.1980, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 26.06.1980, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1980 Næstkomandi sunnudag 29. júní, göngum við Islendingar að kjörborði, til þess að kjósa forseta landsins. I sambandi við einn frambjóðandann, Albert Guð- mundsson, kemur mér í hug ævintýrið um drenginn, sem fær nesti og nýja skó og fer út í heiminn að leita sér frægðar og frama. Hvað þurfti drengurinn í ævintýrinu að hafa til að bera, til að vinna sigur á framabrautinni? Hann þurfti skarpskyggni, þraut- seigju, drenglyndi og umfram allt velvild til lítilmagnans. Að loknu Samvinnuskólaprófi fór Albert Guðmundsson til Skot- lands, til framhaldsnáms í versl- unar- og viðskiptafræðum. En jafnframt náminu tók hann þátt í afreksmaður á hvaða vettvangi sem er? Það þarf sömu eiginleik- ana og drengurinn í ævintýrinu, greind, viljastyrk og drenglyndi. Að lokinni frægðarför og dvöl um árabil með erlendum þjóðum, flutti Albert heim til ættlandsins með fjölskyldu sína. Hann haslar sér völl á nýjum vettvangi, gerist stjórnmálamaður, sezt í borgar- stjórn Reykjavíkur og verður síð- an þingmaður Reykvíkinga. Á þessum vettvangi hefur hann unn- ið að þjóðþrifamálum. Er sagt um hann, að hann vilji hvers manns vanda leysa, hvar í flokki, sem hann stendur. Þrátt fyrir vel- gengni hefur Albert ekki gleymt erfiðleikum uppvaxtaráranna og gerist því talsmaður lítilmagnans. Hann hefur brennandi áhuga fyrir velferð þjóðarinnar, er kjarkmik- ill baráttumaður, sem eygir mögu- leika vegna sinnar fjölþættu lífs- reynslu, sem e.t.v. aðrir sjá síður, til að leysa vandamál þjóðlífsins. Hefur þjóðin ráð á að hafna slíkum atorkumanni, sem vill leggja sig fram fyrir þjóð sína? Albert stendur ekki einn í lífs- baráttunni, við hlið hans er glæsi- leg gáfukona. Er það ekki stolt okkar kvenþjóðarinnar að fá enn mikilhæfa húsfreyju að Bessa- stöðum? Stöndum saman, kjósum Albert Guðmundsson á sunnudaginn 29. júní. Albert og Brynhildi að Bessa- stöðum. Pálína Kjartansdóttir: Afreksmaður heima og heiman íþróttaæfingum í sinni uppáhalds- íþrótt, knattspyrnunni. Hann náði sínu takmarki við námið, en á leikvanginum vakti þessi óþekkti, ungi maður, frá lítt þekktri þjóð, þá athygli, að stórþjóðir hver af annarri kepptust um að fá hann í sín íþróttalið. Allsstaðar fóru sveitir hans sigri hrósandi, hann varð átrúnaðargoð knattspyrnu- gesta fyrir margháttaða yfirburði, en umfram allt fyrir háttvísi í sambúð við leikfélaga sína. Albert varð afreksmaður í sinni grein og kynnti ísland með glæsibrag. En hvað þarf til þess að verða Sigurður Líndal, prófessor: í forsetakosningunum velja kjósendur sér umboðsmann Tvær stjórnarstofnanir eiga sér lengstu sögu meðal norrænna og reyndar germanskra þjóða; þingið og konungdómurinn. Á miðöldum voru þingin þunga- miðja í þjóðfélagsskipan, sem frá sjónarmiði nútímamanna hefur einkennst af stjórnleysi. En þegar á leið miðaldir óx vald konungs, það tempraði vald þingsins og stjórnarhættir urðu skipulegri. Svo fór að lokum, að konungdóm- urinn bar ægishjálm yfir öðrum stofnunum og náði óskoruðu ein- veldi. Á síðustu öld brutu Norður- landamenn af sér hlekki þess og þingin tóku að tempra vald kon- ungs, uns hann stóð uppi nær valdalaus. í þessum átökum þróuðust regl- ur, meðal annars um það, hvernig valdi skyldi deilt milli stjórnar- stofnana, málum miðlað og and- hæft án ofbeldis — reglur, sem áttu verulegan þátt í að lýðræði næði að þróast og urðu jafnframt undirstaða stjórnarskipunar Norðurlanda. Á síðustu öld gegndu þingin því mikilvæga hlutverki að vega á móti ofurvaldi þjóðhöfðingjans, en urðu að lokum nálega einráð, er þingræði öðlaðist viðurkenningu. Þetta reyndist ekki hollt, því að smám saman hafa þau samlagast stjórnmálaflokkum, þrýstihópum af ýmsu tagi og skrifræðisstofn- unum stjórnkerfisins. Má því ljóst vera, þegar litið er til sögulegrar reynslu, að þingið hefur skort aðhald til að það stæði vörð um hefðbundna stöðu sína innan stjórnkerfisins og það því raskast í grundvallaratriðum. Áf- leiðingin er öllum kunn: ringul- reið, sem ógnar skipulegum stjórnarháttum, en þeir eru meg- inforsenda lýðræðis. Staðfestir þetta þá sögulegu reynslu, að hæfilegt jafnvægi milli ólíkra stjórnarstofnana og gagnkvæmt aðhald er vænlegast til viðgangs lýðræðisstjórnarháttum. Nú skortir því mótvægi gegn þessu sameinaða skrifræði og þrýsti- hópaveldi. Sigurður Lindal. Umræðan vegna væntanlegra forsetakosninga hefur allt of lítið beinst að forsetaembættinu sjálfu, þar á meðal stjórnskipunarlegu hlutverki þess. Er Pétur Thor- steinsson eini frambjóðandinn, sem hefur að einhverju marki lýst hugmyndum sínum þar að lútandi — sem sé þeim, að forseti verði virkur þátttakandi í stjórn lands- ins. Ég vil því hvetja þá, sem láta sig einhverju varða framtíð skipu- legra stjórnarhátta á Islandi að hugleiða þennan þátt málsins áð- ur en þeir greiða atkvæði. Um leið vildi ég minna kjósendur á, að í forsetakosningum fá þeir tækifæri til að kjósa sér „umboðsmann“, sem getur beitt sér fyrir umbótum á stjórnarháttum öllum almenn- ingi til heilla. Við þær aðstæður, sem nú ríkja, væri miður, ef menn notuðu at- kvæði sitt einungis til að kjósa eitthvert óskilgreint „einingar- tákn“ eða „veislustjóra", eins og ýmsum virðist ofarlega í huga, enda út í hött að efna til þjóðar- atkvæðis um slíkt. Vegna margháttaðrar starfs- reynslu bæði heima og erlendis, röggsemi og framtaksemi og um- bótavilja sýnist mér óhætt að treysta því að Pétur Thorsteins- son ræki umboðsmannsstarf sitt sem forseti lýðveldis af þeirri festu og hófsemi sem hæfir. Sigurrós Guðbjartsdóttir: á trausta vini Vigdís Ég var áhorfandi þáttarins þeg- ar forsetaframbjóðendurnir sátu fyrir svörum 20. þ.m. Mér fannst Vigdís Finnbogadóttir bera af með sitt bjarta bros og sín ákveðnu svör. Ég varð svo bitur út í Ómar og Guðjón, þegar þeir spurðu hvort forsetinn þyrfti ekki að hafa maka sér við hönd. Svo nærri var höggvið. Mér fannst ósköp eðlilegt að karlframbjóðendurnir svöruðu þessu játandi, því hvað geta þessir karlar gert án konu. Vigdís Finnbogadóttir verst áfram án þess að vera bundin karlmanni. Hún státar ekki af því að eiga maka, en hún á trausta vini, karla og konur. Vigdís ber höfuðið svo hátt yfir alla fram- bjóðendurna, með sínu hlýja við- móti og björtu framkomu. Hún er svo góðum kostum gædd af Guðs náð, að hinum ólöstuðum. Fram- koma hennar er frjálsleg og vin- samleg, og slíkur þjóðhöfðingi verður sómi frjálsrar og friðsamr- ar þjóðar, hinnar íslensku þjóðar. Hugrekki hennar met ég þó mest. Hún brýtur blað í sögu þjóðar okkar með reisn og glæsi- brag. Lifi Vigdís Finnbogadóttir. Heill og hamingja fylgi henni. Reykjavík 24. júní 1980. Sæmundur Bjarnason, Borgarnesi: Leikum ekki af okk- ur drottningunni í þriðja sinn göngum við nú til forsetakjörs og kjósum nýjan for- seta lýðveldisins. Þó forseti ís- lands sé í raun nær valdalaus skiptir miklu máli hver til starfs- ins velst. í kosningunum nú er brotið blað þar sem einn frambjóðendanna er kona. Þetta tækifæri eigum við íslendingar ekki að láta ónotað, en sýna í verki jafnréttishugsjón okkar og stíga með því stórt skref í áttina að réttlátara þjóðfélagi. Mannkostir Vigdísar Finnboga- dóttur gera valið líka auðvelt, því þeir eru slíkir að jafnvel hörðustu andstæðingar hennar draga ekki í efa að hún standi hinum fram- bjóðendunum a.m.k. jafnfætis. Því heyrist mjög á lofti haldið í þessari kosningabaráttu að óheppilegt sé að einhleypingur sitji á forsetastóli. Vitaskuld er þetta hin mesta fásinna. Mörg dæmi eru í sögunni um makalausa þjóðhöfðingja og engin dæmi þekki ég um að þjóðhöfð- ingjar þurfi að leggja niður völd, missi þeir maka sinn eða skilji við hann. Einnig er það réttlætismál að fólki sé ekki útskúfað fyrir það eitt að kjósa að vera ógift. „Stjórnarfarslegt reynsluleysi" er glósa sem reynt er að nota til að koma höggi á Vigdísi Finnboga- dóttur. Fyrir 12 árum hafnaði þjóðin því með öllu að slíkt væri ljóður á ráði forsetaframbjóð- anda. Vigdís Finnbogadóttir minntist á skák og stöðu drottningarinnar á skákborðinu í útvarpsávarpi sínu 15. júní. í 14 alda sögu skáklistarinnar hefur staða drottningarinnar ekki ávallt verið sú sem hún er í dag. Áður fyrr var hún veikasti maðurinn að peðun- um einum undanskildum. Én það eru meira en 500 ár síðan hún fékk sína núverandi stöðu sem sterkasti maðurinn á borðinu. Er ekki löngu kominn tími til að konur fái sinn réttláta sess á skákborði lífsins? Ef við líkjum jafnréttisbaráttu kvenna við stöðu á skákborði, sjáum við strax að kjör Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta íslands er sterkur leikur. Undanfarna áratugi hefur mik- ið áunnist í jafnréttisbaráttunni og konur hafa aldrei staðið nær því en nú að jafna taflið. Þess vegna má líkja því við hinn versta fingurbrjót í skák ef við nú berum ekki gæfu til að nýta þetta ein- stæða tækifæri til að bæta stöðu kvenna. Gætum þess því í kosningunum á sunnudaginn kemur að leika ekki af okkur drottningunni. Hildur Júlíusdóttir, Grindavík: Guðlaug og Krist- ínu til Bessastaða Það er engin tilviljun, að ég er stuðningsmaður Guðlaugs Þor- valdssonar í komandi forsetakosn- ingum. Fyrir 20 árum fluttist ég til Grindavíkur og hef verið búsett þar síðan. Ég kynntist snemma nánu skyldfólki og öðrum vanda- mönnum Guðlaugs, og mér fannst ég vera orðin nákunnug honum og konu hans, Kristínu, löngu áður en ég átti þess kost að kynnast þeim sjálfum persónulega. Á þennan hátt, í gegn um aðra, fékk ég strax miklar mætur á þeim hjónum, og álit mitt á þeim hefur síður en svo beðið hnekki við frekari kynni. Sá góði árangur, sem Guðlaugur hefur náð í ýmsum opinberum störfum í gegn um árin, er í fullu samræmi við það, sem kunningjar hans og vinir væntu af honum. Það kom því af sjálfu sér, þegar ég frétti að Guðlaugur gæfi kost á sér til forsetakjörs, að ég ákvað að styðja hann. Ég þurfti ekki að treysta á dómgreind annarra. Ég hafði mína eigin reynslu að styðj- ast við. Ég hef orðið þess vör upp á síðkastið, að margir segja sem svo, að ekki sé að undra, þótt Guðlaug- ur Þorvaldsson eigi mikið fylgi í Grindavík, þar sem hann er fædd- ur og uppalinn. Það sé bara sjálfsagður og eðlilegur hlutur. En við sem búum í þessum smærri byggðarlögum úti á landi, eins og það er kallað, vitum að þessi fullyrðing er í meira lagi hæpin. Því að eins og fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikia, getur nálægðin og návígið stund- um verið býsna óvægið og mis- kunnarlaust. Við slíkar aðstæður vilja gjarnan fjúka af mönnum fallegustu fjaðrirnar, jafnvel við minnsta goluþyt. Sannast þá oft hið fornkveðna, að enginn er spámaður í sínu föðurlandi. Nei, mikið fylgi Guðlaugs í hans gömlu heimabyggð í komandi for- setakosningum er ekki sjálfsagður hlutur, heldur miklu fremur enn ein sönnun þess, að hann nýtur óskoraðs trausts þeirra, sem þekkja hann best. Það eru ekki lítil meðmæli. Forsetaembættið er æðsta og virðingarmesta embættið meðal þjóðarinnar. Það er því mikils um vert, að í það veljist vandaður hæfileikamaður, sem getur verið í senn maður sátta og samlyndis, en jafnframt traustur og víðsýnn leiðtogi, þegar dægurþras og póli- tískir flokkadrættir keyra um þverbak. Þá er gott, að hann sé yfir alla flokkspólitíska togstreitu hafinn, þannig að stjórnmála- menn og aðrir geti borið til hans fyllsta traust. Slíkur maður er Guðlaugur Þorvaldsson. Þess vegna hefur mikill fjöldi fólks úr öllum starfshópum og stjórnmálaflokkum tekið höndum saman til að vinna að kjöri hans í embætti forseta íslands í kosning- unum 29. júní næstkomandi. Ég er ein af þeim, og ég skora á alla þá, sem mál mitt heyra að leggja sitt lóð á vogarskálina, það er atkvæði sitt í kjörkassann, til þess að Guðlaugur og Kristín verði næstu húsráðendur á Bessa- stöðum. Grindavík 10. júní 1980.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.