Morgunblaðið - 26.06.1980, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1980
V*
PEUC
• Pétur Pétursson skorar jöfnunarmark íslands gejín Finnum. Það er ekki á hverjum degi sem ísland skorar mark og því við hæfi að birta
stóra mynd af atburðinum. u<5*m. Mbi. Krtóján.
Pétri tókst
ísland náði
ÍSLENSKA landsliðinu í knattspyrnu tókst að ná jafntefli 1 —1, á
móti frekar slöku landsliðið Finniands á Laugardalsveliinum i
gærkveldi. Mark íslands skoraði Pétur Pétursson þegar sex minútur
voru til leiksloka. Fékk hann )?óða stungusendingu frá Árna
Sveinssyni og tókst að skora af stuttu færi og jafna ieikinn. Pétur
naut góðrar aðstoðar frá Arnóri sem varnaði einum finnska
varnarmanninum að komast á milli. Segja má að þetta mark hafi
beinlínis hjargað heiðri íslenska liðsins í ieiknum. Liðið iék alls ekki
vel, og alia leikgleði og baráttuvilja vantaði. Ef eitthvað var, þá var
finnska liðið sterkari aðiiinn. Engu að siður verður það að teljast tii
tiðinda að knattspyrnulandsliðið nái jafntefli i leik. Síðast gerðist það
3. sept. árið 1978, en þá gerði ísland jafntefli við landslið
Bandarikjanna. Og jafnframt gladdi það hina fjölmörgu áhorfendur
að fá nú loks að sjá mark hjá islenska landsliðinu. Siðasta mark sem
liðið skoraði var á móti Sviss 9. júní 1979.
að skora og
jafntefli
Daufur fyrri hálf-
leikur
Það var fátt sem gladdi augað í
fyrri hálfleiknum. Lengst af var
um miðjuþóf að ræða hjá liðunum.
íslenska liðið sótti öllu meira
framan af en enginn broddur var í
sóknarleik þess. Finnska liðinu
gekk mun betur að Ieika saman úti
á vellinum en það sama var uppi á
teningnum hjá framlínumönnum
þeirra, þeir höfðu ekki lagá því að
skapa hættu við markið.
Tvö bestu tækifæri íslenska
liðsins í fyrri hálfleik voru er
Teitur komst einn í gegn eftir að
hafa fengið góða sendingu frá
Arnóri. En hann missti boltann of
langt frá sér, og Finnar bægðu
hættunni frá. Á 42. mínútu átti
STAÐAN
FIMM umferðum er nú lokið í 2.
deild íslandsmótsins i knatt-
’I spyrnu og er staðan nú þessi:
■ Þór 5 4 0 1 12:3 8
■ KA 5 3 11 10:4 7
2 ÍBÍ 5 3 11 12:9 7
' Haukar 5 3 11 11:10 7
^ Völsungur 5 3 0 2 6:5 6
^ Fylkir 5 2 12 9:4 5
^ Þróttur 5 2 0 3 8:12 4
m Ármann 5 113 6:10 3
™ Selfoss 5 113 6:12 3
} Austri 5 0 0 5 4:13 0
svo Sigurður Halldórsson góðan
skalla rétt yfir þverslána eftir vel
framkvæmda aukaspyrnu.
tækifæri finnska liðsins eru
varla umtalsverð, þó voru þeir
mjög nærri því að skora á síðustu
ÞAÐ var frekar lítið varið í
þennan leik og fátt sem gladdi
augað“ sagði Teitur Þórðarson,
sem lék sinn fyrsta landsleik
f. ir ísland síðan síðasta sumar.
er hann lék með gegn Q 'iss.
Teitur varð að yfirgefa leikvöll-
inn seint i leiknum vegna tognun-
ar.
„Það vantaði ekki leikgleði í
liðið eða baráttu. það vantaði
hreinlega samæfingu. Það cr erf-
itt að ætlast til þess að gerðir séu
stórir hlutir, þegar margir nýir
menn eru i liðinu og það kemur
°kki saman fyrr en rétí fyrir
»eik. Hins vegar tel é„ uð við
hefðum unnið þetta finnska lið á
góðum degi“ sagði Teitur enn
fremur.
Mbl. spurði Teit hvort að hann
væri ánægður með eigin frammi-
ísland —
Finnland ■■
mínútunni. Fastur skallabolti fór
rétt framhjá stönginni. Hafði
Bjarni markvörður þá misst bolt-
ann yfir sig og einn finnski
leikmaðurinn var óvaldaður en
mistókst að skora.
Finnar skora
á fyrstu
mínútu síðari
hálfleiksins
Það var rætt um það meðal
áhorfenda í hálfleik að íslenska
liðið tæki við sér í þeim síðari. En
þar brugðust spár manna. Liðið
stöðu, hann svaraði: — Eins og ég
sagði, þá gerðist ekki nokkur
skapaður hlutur hjá okkur í fram-
línunni leikur liðsins var allt of
tilviljanakenndur. Það er alltaf
verið að reyna þessar langspyrnur
fram völlinn, þar sem framherj-
arnir eru fyrir og verða að glíma
við fjölmennar varnir. Það eru
aldrei reyndar stuttar sendingar
og samleiksfléttur, eitthvað til að
gera hlutina skemmtilegri.
Teitur lék með íslenska liðinu
sem gerði jafntefli 2—2, gegn
Finnum á Laugardalsvellinum hér
um árið. Mbl. bað um samanburð:
„Það er erfitt að gera upp á milli
finnska liðsins þá og nú, það er svo
langt um liðið. Hins vegar lékum
við vel um árið og vorum óheppnir
að sigra ekki. Þetta finnska lið
virðist ekki vera neitt sérstakt,
þvert á móti“.
var langt frá sínu besta hverju svo
sem um er að kenna. Strax á
fyrstu mínútu síðari hálfleiksins
skoruðu Finnar. Virtanen brunaði
upp vinstri kantinn og inn á
miðjuna. Þar lenti hann í návígi
við Trausta Haraldsson og hafði
betur. Gaf hann síðan góða send-
ingu inn á Ara Tissari sem var
óvaldaður og hafði nægan tíma.
Tissari lék inn í vítateiginn gaf sér
góðan tíma, lagði knöttinn fyrir
sig og skoraði örugglega framhjá
Bjarna Sigurðssyni markverði
sem reyndi að bjarga með út-
hlaupi.
Markið kom eins og köld vatns-
gusa framan í áhorfendur. Þrátt
fyrir að fá á sig mark, lifnaði
ekkert yfir íslenska liðinu. Það var
ekki fyrr en á 61. mínútu leiksins,
að liðið tók smá sprett og góð sókn
endaði með skallasendingu frá
Pétri inn á Arnór sem skaut föstu
skoti rétt framhjá stönginni.
Síðustu 10 mínútur leiksins
færðist smá líf í íslensku leik-
mennina og pressuðu þeir þó allvel
á finnska markið og fengu þrjár
hornspyrnur í röð. Og svo loks sex
mínútum fyrir leikslok tÓKst lið-
inu að jafna metin eisn og áður
sagði.
Liðin
Það þarf ekki að fara mörgum
orðum um íslenska liðið. Leik-
menn þess ollu vonbrigðum. Einna
helst reyndi Karl Þórðarson að
spretta úr spori, og hann ásamt
Arnóri voru skástir í liðinu. Teitur
og Pétur áttu erfitt uppdráttar og
gerðu lítið. Teitur fór útaf vegna
tognunar á 55. mínútu og Ólafur
Júlíusson kom í hans stað. Janus
Guðlaugsson sást ekki í leiknum
og veikti það miðjuspilið verulega
hversu slakur hann var.
Sigurður Halldórsson og Mar-
teinn léku sæmilega, en Trausti
var í daufara lagi. Oskar Færseth
kom inn á í stað Trausta og stóð
vel fyrir sínu þann stutta tíma
sem hann lék. Nýliðarnir Magnús
Bergs og Bjarni Sigurðsson sluppu
ágætleg frá leiknum. Magnús lék
reyndar aðeins í fyrri hálfleik og
kom Guðmundur Þorbjörnsson
inn í hans stað og hleypti lífi í
íslenska liðið.
Finnska liðið lék ekki vel. Þeir
náðu þó agætis samleiksköflum
úti á vellinum en fátt var um fína
drætti hjá þeim upp við markið.
Besti maður liðsins var Kari
Virtanen sem virkaði mjög traust-
ur í vörninni. Dómari var Henning
Lund Sörenssen og dæmdi hann
með ágætum.
- ÞR
„Átti að
síðustu
„ÚR ÞVÍ sem komið var, var ég
ánægður með úrslitin, en það er
Ijóst að margt mátti betur fara
úti á vellinum. Það er afleiðing-
in af því að við höfðum Iitla sem
enga möguieika á að samæfa
landsliðshópinn. Að minum
dómi hefði átt að klippa út
siðustu umferðina i 1. deild og
gefa okkur möguleika á því að
samæfa liðið,“ sagði Guðni
Kjartansson landsliðsþjáifari
eftir lcikinn. Hann sagði meira:
„Ég tek sem dæmi, að fyrsta
landsliðsæfingin var haldin á
fresta
umferð"
þriðjudaginn, svo er landsleikur
á miðvikudaginn. „Það vakti
athygli manna, að nokkrir at-
vinnumannanna í liðinu sýndu
ekki þá yfirburði umfram
áhugamennina sem þeir sýndu í
leiknum gegn Wales. Var að sja
að þeir væru hreinlega æfingar-
litlir. Mbl. spurði hvort rétt væri
að velja þá í liðið við þessar
aðstæður. Guðni sagði „við erum
búnir að velja þennan kjarna og
notum þessa menn meðan engir
aðrir innanlands reynast
sterkari".
„Hefðum unnið
á góðum degi“