Morgunblaðið - 26.06.1980, Page 48

Morgunblaðið - 26.06.1980, Page 48
Sími á ritstjóm og skrifstotu: 10100 Síminn á atgreiðslunni er 83033 |^t>r^ttní>Iní>tí> FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1980 Hækkun gasolíu kostar útgerðina 5.2 milljarða kr. KOMI til framkvæmda 41 krónu hækkun á Kasolíu eins ok VerðlaKsráð hefur lajít til við ríkisstjórnina. þýðir það 5.2 milljarða útgjaldaaukningu fyrir fiskiskipafiotann á ári, að þvi er Morgunblað- ið fékk upplýst hjá Kristjáni RaKnarssyni, formanni LÍÚ i Kær. Hann saKði. að í mörKum tilvikum dyKði fiskverðshækkun frá siðustu mánaðamótum ekki fyrir þessari hækkun olíuverðs. sem væri yfirvofandi ok væri það m.a. vegna þess, að um þetta leyti árs væri mikið veitt af ódýrari fiskteKundum. — Ég hef orðið var við meira en nokkru sinni áður að nú í þorskveiðibanni áforma menn að leggja skipum sínum í stór: um stíl, sagði Kristján. — í mörgum tilfellum hefst ekki fyrir kostnaði og þar er olían langsamlega stærsti liðurinn. Með svona verði er ekki hægt að reka skipin nema þegar afla- brögð eru eins og þau gerast bezt. — Komi þessi hækkun til framkvæmda verður gasoiía hér á landi 40—50% hærri heldur en í nágrannalöndunum. Þetta yrði okkur mjög alvarlegt áfall og sérstaklega þegar það er haft í huga, að olíugjaldið er nú 2.5%, en var 12% í fyrrasumar. Það er ekki spurning um, að það þurfi að vera mun hærra, en það nú er, sagði Kristján Ragnarsson. • Pétur Pétursson skorar jöfnunarmark íslands í landsleiknum gegn Finnum í gærkvöldi. Sjá nánar um leikinn á blaðsiðu 46. Ljó.sm. Knstján. Muskie Ólafur Slitnað hefur upp viðræðum ASI og SLITNAÐ hefur upp úr samningaviðræöum milli Alþýðusam- bands íslands og Vinnuveitendasambands íslands. Gerðist þetta í gærmorgun, en sáttafundur hófst klukkan 08. f fyrradag hafði samningaráð VSÍ lagt fram þá kröfu, að ASÍ samþykkti að ganga út frá hlutfallslegum verðbótum við áframhald við- ræðna, en samninganefnd ASÍ hafnaði því þegar í stað. í gærmorgun reyndi sáttanefnd rikisins að telja fulltrúa VSÍ ofan af þessari kröfu, en þeim varð ekki haggað. Síðdegis í gær sat hin fjölmenna samninganefnd ASÍ á fundi. sem frestað var til klukkan 15 i dag og var staða samningamálanna ekki útrædd. Nato-fundur i Ankara: Fundur Ólafs og Muskie líklegur ÓLAFUR Jóhannesson utanrík- isráðherra situr nú fund utan- rikisráðherra Atlantshafs- handaiaKsiandanna. sem hald- inn er í Ankara í Tyrklandi. Liklegt er taiið að ólafur muni eÍKa sérstaka fundi með Ed- mund Muskie, utanrikisráð- herra Bandarikjanna, ok Carr- inKton lávarði. utanrfkisráð- herra Ðreta. en fundurinn i Ankara er fyrsta tækifæri ólafs til að hitta ýmsa utanrikisráð- herra NATO-landa eftir að hann tók við embætti utanrikisráð- herra. í fréttatilkynningu frá Vinnu- veitendasambandinu, sem Morg- unblaðinu barst í gær segir, að samningaráð VSÍ telji að ekki sé unnt að halda áfram umræðum um samræmdan launastiga í til- lögum að kjarnasamningi nema fyrir liggi samkomulag um hlut- fallslegar verðbætur, enda telur VSI útilokað að samræma launa- stiga nema með hlutfallslegri vísi- tölu. Síðan segir: „Verðbótakerfi af því tagi, sem viðræðunefnd ASI heldur fast við eyðileggur á mjög skömmum tíma samræmdan launastiga. Óhjákvæmilegt var því, áður en lengra var haldið, að fá skýr svör við því, hvort ASÍ samþykkti hlutfallslegar verðbæt- ur. Það knúði ennfremur á að úr þessu yrði skorið, að ríkisstjórnin hefur fyrir skömmu gert að tillögu sinni í samningum við BSRB Sumaríþróttahátíð ÍSÍ: Reiknað er með tíu þúsund þátttakendum í hópgöngunni SUMARÍÞRÓTTAHÁTÍÐ ÍSÍ verður sett í dag. Er hér um umfangsmikla iþróttahátið að ræða. en keppt verður m.a. í 17 íþróttagreinum. Fyrsta atriði hátiðarinnar var reyndar lands- leikur íslands og Finnlands i knattspyrnu i gærkvöldi, en förmleg setning fer fram í dag. Hún hefst á því að Kristján Eldjárn forseti Islands, tendrar íþróttahátíðareldinn við norð- vestur-enda Tjarnarinnar klukk- an 18.00. Formaður hátíðarnefnd- arinnar mun einnig flytja ávarp. Eftir að eldurinn hefur verið tendraður, munu 30 hlauparar skiptast á að hlaupa með kyndil um Reykjavík og skila honum að lokum á Laugardalsvöllinn. Mikil hópganga íþróttafólks mun hefj- ast við Sunnuveg kl. 18.30 og mun göngufólkið ljúka göngunni á Laugardalsvellinum. Er áætlað að allt að 10.000 manns muni taka þátt í göngunni. Þegar göngufólkið hefur komið sér fyrir á leikvanginum og síð- asti hlauparinn hefur tendrað eld á þaki áhaldaskúrs á staðnum hefst sjálf setningarathöfnin. íþróttafólkið mun vera þar undir íslandsfánum, íþróttahátíðarfán- um og félagsfánum. Kynnir setn- ingarathafnarinnar er Sveinn Björnsson, en ávörp flytja þeir Gísli Haíldórsson forseti ÍSÍ, Tómas Árnason viðskiptaráð- herra og Sigurjón Pétursson for- seti borgarstjórnar. Verður margt fólki til skemmtunar þetta fyrsta kvöld hátíðarinnar, en hún stendur síðan yfir til sunnudags- kvölds og lýkur þá með dansleik og flugeldasýningu. verðbótakerfi, er tekur mið af tillögum ASÍ." Þá segir í tilkynningunni, að ASÍ hafi með neikvæðri afstöðu sinni stöðvað frekari samninga- viðræður. VSÍ geti ekki fallizt á að halda áfram viðræðum nema ASI viðurkenni að hlutfallslegar verð- bætur séu forsenda samræmds launastiga og fallist á að hefja viðræður um almenn kjaraatriði í kjarnasamningstillögunum. Þá ítrekar VSÍ, að við núverandi aðstæður sé ekki hægt að gera kjarasamninga, er auki heildar- launakostnað. Haukur Már Haraldsson, blaðafulltrúi ASÍ sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að samn- inganefndarfundinum hefði verið frestað. Þar til nefndin kæmi saman á ný, myndi undirnefnd starfa. Haukur Már kvað viðræður samningsaðila hafa snúizt um það, sem VSI hefði óskað eftir að yrði rætt, en hingað til hefðu mál alls ekki snúizt um vísitölumál. Því hefði ekki verið rætt um vísitölu- mál og kvað hann það fyrirslátt hjá VSÍ er þeir fullyrtu um óeiningu innan samninganefndar ASÍ. VSÍ hefði nú komið í veg fyrir viðræður, ekki aðeins með kröfu um hlutfallslegar verðbætur heldur einnig með kröfu um að rætt yrði um B-lið krafna VSÍ um félagsleg atriði, þar sem þeir gerðu kröfu um kjaralækkun, m.a. á atriðum er bundin eru í lands- lögum. Þessum B-lið hafi ASÍ algjörlega verið búið að hafna. Sjá frettatilkynningu frá VSÍ i heild á miösiðu Brauð hækka í verði í dag LANDSSAMBAND bakara- meistara hefur ákveðið að hækka verð á brauðum i dag og mun hækkunin verða aug- lýst i dag, að þvi er Mbl. hefur eftir áreiðanlegum heimild- um. Munu þau brauð hækka í verði, sem heyra undir verð- lagsyfirvöld og er ástæða þessa sú, að bakarar eru mjög óánægðir með hve litlar hækk- anir þeir hafa fengið á undan- förnum mánuðum og telja þær of lágar. Auk þess hefur rikisstjórnin ekki afgreitt samþykkt verðlagsráðs frá þvi um siðustu mánaðamót, en þar var gert ráð fyrir 9'/2— 14% hækkun á „vísitölubrauð- um.“ Unglingspiltur slasast alvarlega í Landeyjum UNGLINGSPILTUR slasaðist alvarlega, þegar hann féll aftur yfir sig af stuðara Land-Roverjeppa og varð undir bilnum, við félagsheimilið Njálsbúð í Vestur-Landeyjum á þriðjudagskvöld. Pilturinn var fluttur til Reykjavikur i fylgd læknis og liggur hann nú á Gjörgæsludeild - Borgarspitalans, en hann hlaut meðal annars alvarleg höfuðmeiðsl ug var i gær enn meðvitundarlaus. Tildrög slyssins voru með þeim hætti að hópur ungmenna var saman kominn við Njálsbúð vegna íþróttaæfingar, sem þar fór fram. Tveir piltar fóru þá upp á fram- stuðara Land-Roverjeppa, sem var á ferð en annar þeirra féll skömmu síðar aftur yfir sig og er ekki Ijóst hvort hann datt eða spyrnti sér frá. Lenti pilturinn í götunni og undir jeppanum. Pilturinn var meðvit- undarlaus, þegar læknir kom á staðinn og var hann eins og fyrr sagði fluttur til Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.