Morgunblaðið - 19.07.1980, Síða 1

Morgunblaðið - 19.07.1980, Síða 1
40 SÍÐUR 160. tbl. 67. árg. LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 3 menn ætluðu að myrða Bakhtiar Frá hinni róstusömu kvennaráðstefnu í Höfn. Hér sést leiðtogi „innrásarliðsins" frá Bólivíu. Domitilia Barrios de Chungare, en hún sat á annarri kvennaráðstefnu í bortnnni. Hún hefur margsinnis átt i útistöðum við stjórnvöld í Bóiiviu fyrir að reyna að skipuleggja þar kvennasamtök, sem hefðu jafnrétti á stefnuskránni. Allt í uppnámi á kvennaráðstefnu Mið- og suður- amerískar konur réðust inn í ráðstefnusalinn Kaupmannahofn. 18. júli. AP. HÓPUR KVENNA frá Bolivíu og fleiri löndum Suður- og Mið-Amer- íku lentu i ryskingum við dönsku lögregluna i dag er þær mótmæltu byltingunni í Bólivíu á Kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Gengu konurnar, um 60 talsins, fylktu liði að byggingunni sem ráðstefnan er í og réðust inn í ráðstefnusalinn. Þær sögðust vilja benda bólivisku sendinefndini og forseta ráðstefnunnar. Lise Östergaard. á það sem gerðist nú í Bóliviu. Þar hefði herinn steypt löglega kjörinni stjórn af stóli. Var konunum gefinn 5 minútna frestur til að yfirgefa salinn. Er hann rann út kom lögregla á staðinn og ýtti þeim út úr salnum og varð að draga nokkrar þeirra út. Sumar kvennanna grétu og virtust særðar og varð ein að láta binda um handlegg sinn. París 18. júli AP. ÞRÍR menn reyndu í dag að ráða Shaphur Bakhitar. fyrrv. forsætis- ráðherra írans, af dögum, en hann slapp óskaddaður með öllu. Mennirnir þrír munu allir vera Arabár. Þeir komust inn í húsið þar sem Bakhtiar býr undir því yfirskini, að þeir væru blaða- menn. Síðan hringdu þeir bjöll- unni á íbúð Bakthiars og þegar lokið var upp hófu þeir skothríð og ætluðu sér að ryðjast inn i íbúðina. Lögreglumaður sem kom til dyra var skotinn til bana og grannkona Bakthiars, sem bjó í íbúðinni á móti. og opnaði til að vita hvað gengi á. var sömuleiðis skotin og lézt stuttu siðar. Gullið lækkar enn London. 18. júli. AP. GULL lækkaði i verði á ýmsum gjaldeyrismörkuðum i Evrópu i dag og i London lækkaði gullúns- an til dæmis um 16.50 dollara og i Zurich um 21 dollar og nemur lækkunin þar á einni viku samtals sextiu dollurum. Sérfræðingar í London og Ziirich töldu sig ekki geta sagt um ástæð- una fyrir þessari lækkun. Gullúns- an í London var í kvöld seld á 608 dollara, en 671 dollar sl. föstudag. í Ziirich á 606 dollara en var 668.50 sl. föstudag. 67 lifðu af brotlendingu Exeter, Knjílandi, 19. júlí. AP. SEXTÍU og tveir farþegar og fimm manna áhöfn sluppu lif- andi, þegar flugvél þeirra frá Alidair, brezku leiguflugfélagi, brotlenti i sex milna fjarlægð frá flugvellinum í Exeter. Segir lögrcglan. að það sé krafta- verk, að fólkið skyldi sleppa svo vel og aðeins þrír farþegar fá skrámur. Farþegarnir höfðu verið í leyfi í Santander á Norður-Spáni. Þeir áttu að koma sjóleiðina heim, en vegna bilunar í skipinu, var ákveðið að leigja flugvél til að flytja þá. Um orsök slyssins var ekki vitað að svo komnu, en margt bendir til að velin hafi verið orðin eldsneytislaus. Þegar mennirnir sáu að þeim myndi ekki takast að komast inn í íbúðina ætluðu þeir að leggja á flótta og skjóta sér leið út úr húsinu. Tveir lögreglumenn komu á móti þeim og skutu Arabarnir á þá, og særðu annan. Hinum særða lögreglumanni tókst þó að hleypa af skoti og hitti einn Arabanna í andlitið og gáfust mennirnir síðan upp. Talsmaður lögreglunnar sagði að ákveðið hefði verið að herða örygg- isgæzlu um Bakthiar, 48 klst. áður eftir að ítrekaðar líflátshótanir hefðu verið tilkynntar frá Teheran. Hópur sem nefnir sig „Útverði Islam" kveðst hafa dæmt Bakhtiar til dauða en ekki er ljóst, hvort mennirnir þrír voru úr þeim sam- tökum. Bakthiar sagði í viðtali við franska útvarpið, að hér hefðu greinilega verið atvinnumorðingjar á ferðinni og sjálfsagt á snærum þeirrar óábyrgu stjórnar sem nú ríkti í ólánsömu landi hans. Franska stjórnin hefur fordæmt tilraunina harðlega og sagði hana sérdeilis viðbjóðslega og allt yrði gert sem hægt er til að rannsaka málið niður í kjölinn. Bakhtiar, akömmu eftir atlög- una. Síðasti forsætisráðherra keisarastjórnarinnar i íran gerir sigurtáknið, er hann ræðir við blaðamenn, skömmu eftir að þrir vopnaðir menn komust inn í hús hans i þeim tilgangi að ráða hann af dögum. Er út úr salnum kom settust konurnar við innganginn og hróp- uðu að lögreglunni. Formaður sendinefndar Bolivíu, Elba Ojara de Jemio, sem þá hafði ekki ennþá flutt ræðu sína á ráðstefnunni, fékk leyfi til að ávarpa hana í dag. Hún sagði að enn einu sinni hefðu ill öfl komið af stað borgarastyrjöld í Bolívíu. „Við áköllum allar þjóðir að fordæma byltinguna,“ sagði hún og var ákaft fagnað af ráðstefnu- gestum. Hún sagði síðan við fréttamenn að hún ætlaði að snúa til Bolivíu áður en ráðstefnunni lýkur. Óstaðfestar fréttir herma að dóttir Lidiu Gueiler forseta Bólivíu sem nú hefur verið steypt af stóli hafi tekið þátt í ráðstefn- unni en sé nú farin frá Kaupmannahöfn. Mótmæli kvennanna í dag voru undir forystu Homitila Barrios de Chungara, konu námuverkamanns í Bolivíu og sjö barna móður. Hún tekur þátt í þeim hluta ráðstefn- unnar sem eru fyrir samtök óháð ríkisstjórnum. Hún hefur s.l. ár verið upp á karít við stjórnvöld í Bolivíu vegna tilrauna til að skipuleggja samtök kvenna þar í landi. Hún sagði við fréttamenn að bolivískar konur á ráðstefnunni væru gramar yfir því að vera ekki heima til að taka þátt í „barátt- unni gegn fasismanum". Darmal- ila fór undan göngunni að ráð- stefnusalnum. Lögreglan hafði sýnilega búist við mótmælum en varð þó að kalla út aukalið. Þrátt fyrir það fengu konurnar sínu framgengt. Lise Östergaard kom út og talaði við þær, og hluta kvennanna var leyft að hlusta á er formaður bolivísku sendinefndarinnar flutti ávarp sitt. Það gerðist einnig á ráðstefn- unni í dag að írsk kona, dr. Rona Fields, tók hljóðnema í blaða- mannastúku og hóf að lesa mót- mæli gegn handtökum kvenna í Norður-Irlandi. Mikið hefur verið um mótmæli og mótmælaaðgerðir á ráðstefn- unni sem sett var 14. júlí s.l. en henni lýkur 30. júlí n.k. Fyrsta starfsdag ráðstefnunnar 15. júlí gengu fulltrúar þjóða Araba og austantjaldslanda undir forystu flugræningjans Leilu Khaleb, úr salnum er kona Egyptalandsfor- seta tók til máls og aftur er fulltrúi ísraelsku sendinefndar- innar tók til máls í gær. Síðar í gær gengu fulltrúar 35 þjóða, undir forystu fulltrúa Sovétríkj- anna, úr ráðstefnusalnum er full- trúi Kambódíu tók til máls. Á svifdreka yf ir Atlantshaf ið New York 18. júll. AP. TUTTUGU og átta ára gamall Kaliforníubúi. Joseph Carter, hyggst leggja af stað nk. mánu- dag í ferð á mótorknúnum svifdreka um Kanada, Græn- land, ísland og Skotland. „Mig hefur alltaf langað til að gera eitthvað ævintýralegt,“ segir Joseph en hann gengur undir nafninu „Eagle Sarmont“ eða Örn Sarmont. Hann segir nafn þetta vera tilkomið vegna þess að vinir hans segja hann eins ákafan og örn og Sarmont er nafn á fjalli i vinsælli vísinda- skáldsögu. Sarmont ætlar að leggja af stað frá flugvelli nærri Far- mingdale í New York-fylki og fljúga þaðan að Frelsisstyttunni. Frá Frelsisstyttunni heldur Sarmont til Kanada og þaðan yfir Atlantshafið til Grænlands og íslands. Á leiðinni frá íslandi til Skotlands gerir hann ráð fyrir að lenda í Færeyjum. Alls eru þetta 9.656 kílómetrar og segist Sarmont ætla að fljúga um 320—480 kílómetra í einu og hvíla sig á nóttunni. Hingað til hefur hann lengst flogið 64 kílómetra í einu. Hópur manna mun fylgja hon- um á bíl, bát eða lest, m.a. vinkona hans Glaudine Chuin- ard. Einnig mun flugvél verða til taks ef Sarmont lendir í vand- ræðum. Svifdreki Sarmont ber heitið „Andi Kaliforníu" og er vænghaf hans 10,36 metrar. Mótorinn er úr snjósleða en útbúinn til flugs og getur drifið drekann um 48 kílómetra á klukkustund. Sarm- ont verður klæddur í sérstakan samfesting sem getur haldið honum á floti í 22 klukkustundir. Hann hefur einnig neyðarsendi innan á sér til að auðvelda björgunarmönnum leitina ef hann hrapar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.