Morgunblaðið - 19.07.1980, Page 8

Morgunblaðið - 19.07.1980, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1980 Leifur Jónsson læknir: Hugleiðing um hlutverk Almannavarna við hópslys Velflestar siðmenntaðar þjóðir hafa almannavarnir, þótt gangi undir ýmsum nöfnum. Hlutverk þeirra er þó ætíð, að grípa inn í til hjálpar ef atburðir gerast stærri og voðalegri en svo að þeir aðilar er daglega vinna við úrlausn þeirra fái við ráðið. Astæðan fyrir hugleiðingum þessum, er hegðun Almannavarna í sambandi við ýmsa atburði er gerst hafa á Islandi síðastliðna 6 mánuði. Er hér átt við flugslysin tvö á Mos- fellsheiði í desember síðastliðnum, hópslysaæfinguna á Keflavíkur- flugvelli 29. maí (sú mesta í heimi að sögn framkvæmdastjóra Almannavarna Guðjóns Peter- sen), og hjólalendingu Fokkervél- arinnar á Keflavíkurflugvelli 18.6. síðastliðinn. Svo sem kunnugt er stóöu marg- ir aðilar að björgunarstörfum, og sést eftir á að hreint glópalán réði því að ekki varð manntjón þrátt fyrir björgunarstörfin. Mistök Al- mannavarna voru ekki minni en annarra, en um þau hefur verið furðuhljótt enda Guðjón Petersen óspar á viðtöl við fjölmiðla og þá beint spjótum í aðrar áttir. Skal nú orðum þessum fundinn nokkur staður. Svo sem menn rekur minni til, fórust tvær flugvélar samdægurs á Mosfellsheiði í desember síðast- liðnum. Þar slösuðust 11 manns, en enginn lífshættulega. Læknar af Borgarspítala fóru af slysstað, greindu meiðsli, veittu fyrstu hjálp og sendu sjúklinga síðan áleiðis til Reykjavíkur á þá spítala er við átti. Lesandanum til glöggvunar verður að geta þess að Reykjavík- urspítalarnir eru að nokkru sér- hæfðir, t.d. er augndeild eingöngu á Landakotsspítala, brunadeild eingöngu á Landspítala og heila- skurðdeild eingöngu á Borgar spítala svo eitthvað sé nefnt. Miklu varðar því að sjúklingur með þvílíkan áverka lendi á rétt- um spítala. Virðist augljóst að greining meiðsla og þar af leið- andi sending á sjúkrahús sé læknisfræðilegt atriði, en Guðjón Petersen virðist ekki geta fellt sig viö að læknar sjái um þessa hlið mála. Hann hefur í mörgum blaðaviðtölum og síðast í dagblað- inu Tímanum 13.6. 1980 lýst því yfir að læknar séu til slíks lítt hæfir. Mikil óánægja ríki með dreifingu lækna á slösuðum milli sjúkrahúsa, og að læknar séu haldnir þeirri ónáttúru að senda flesta slasaða á eigið sjúkrahús. Ekki hefur komið fram hjá honum hvort þessi meinta ónáttúra lækna sé sjúklingi til góðs eða ills, en hann vill að skipting slasaðra milli spítala sé hnífjöfn, og því vill hann sjálfur stjórna skiptingunni eða a.m.k. hafa strangt eftirlit með. Virðist sem honum hafi aldrei skilist að á bak við dreif- ingu slasaðra á sjúkrahús liggur viss hugsun. Dreifingin er ekki gerð dreifingarinnar vegna, held- ur vegna þess t.d. að því sjúkra- húsi sem venjulega sér um slasaða er um megn að taka við fleiri slösuðum á vissri tímaeiningu eða að eðli áverkans er þess eðlis að sá slasaði eigi frekar heima á einum spítala en öðrum. Að svo komnu máli er rétt að fara nokkrum orðum um Borgar- spítalann og sér í lagi Slysadeild Borgarspítalans. Slysadeild sér að langmestu leyti um fyrstu með- ferð slasaðra hér á landi, enda eina Slysadeild landsins. Hún er opin 24 tíma á sólarhring. Nýkom- ur eru um 100 á dag að meðaltali, og síðastliðna helgi leituðu þangað 250 sjúklingar, flestir slasaðir. Það er þannig ekkert nýnæmi fyrir starfsfólk Slysadeildar að taka á móti og fást við slasaða. Flestir þeir er leita til Slysadeild- ar Borgarspítalans fá hjálp án innlagnar á spítala, en af þeim 35.767, er þangað leituðu síðastlið- ið ár voru 1.868 þó innlagðir. Innlagðir sjúklingar af Slysadeild skiptast þannig á Reykjavíkur- spítala: Borgarspítalinn 1.356, Landspítalinn 298, Landakot 177, annað 37. Þrefalt fleiri bráða- sjúklingar voru þannig lagðir inn á Borgarspítalann en á hina tvo Reykjavíkurspítalana til samans. Þetta er ekki óeðlilegt þar sem Slysadeildin er staðsett á Borg- arspítalanum og sá spítali er fyrst og fremst rekinn sem bráðaspítali. Nú víkur sögunni aftur upp á Mosfellsheiði. Sjúklingarnir voru á leið í bæinn í sjúkra- og hjálparsveitarbílum og hafði flestum verið stefnt á Slysadeild Borgarspítalans. Þetta kom ekki heim og saman við hugmyndir Guðjóns Petersen um sjúklinga- dreifingu. Sat hann fyrir bílunum og breytti ákvörðunarstað eftir bestu getu án tillits til eðlis áverka og án tillits til þess hvað læknar á slysstað höfðu ákveðið. Til allrar hamingju kom þessi ákvarðanastaðabreyting Guðjóns ekki að sök í þetta sinn, en hægt er Leifur Jónsson að ímynda sér t.d. slæmt heila- meiðsli sem þarf bráðrar aðgerðar við á heilaskurðdeild en er síðan af Guðjóni beint á annan spítala af því að sá spítali er að mati Guðjóns ekki búinn að fá kvótann sinn. Ég tel ljóst að þeir sem daglega sinna slösuðum séu betur til þeirra starfa fallnir en Guðjón Petersen, að ákveða ákvörðunar- stað sjúklinga og að nafngiftin hópslys breyti þar engu um, en hópslys er ein af þeim uppákom- um þjóðlífsins sem Almannavarn- ir láta sig varða. En hvað er þá hópslys? Hópslys er illa skilgreint. En 100 bráðatil- felli hvunndags og 250 um eina helgi eru augsýnilega ekki hóp- slys, enda hafa Almannavarnir með öllu látið þá aðsókn að Slysadeild afskiptalausa og er það vel. Maður skyldi ætla að fjöldi slasaðra ásamt alvarleika meiðsla væru veigamikið atriði er skil- greina skal hópslys en þetta virð- ist ekki einhlýtt. Þótt ótrúlegt sé hefur reynslan sýnt að því aðeins vaknar áhugi Almannavarna fyrir slysinu að slysið sé fréttnæmt fyrir einhverra hluta sakir t.d. óvenjuleika. Daglegur viðburður svo sem bílslys vekur tiltölulega takmarkaðan áhuga fjölmiðla og alls engann hjá Almannavörnum. I slíkum tilfellum sem og öðrum úr daglega lífinu er Slysadeild Borgarspítalans látin ráða fram úr vandamálunum. Þegar á hinn bóginn flugslys ber að höndum, er strax komið annað hljóð í strokk- inn. Vitað er að slíkt vekur gífurlegan áhuga fjölmiðla, enda er Guðjón Petersen strax kominn á stúfana og búinn að úrskurða slysið hópslys burtséð frá fjölda slasaðra eða alvarleika meiðsla. Meðan á björgun á Mosfellsheiði stóð, svo og eftirá var rætt við Guðjón Petersen um dreifingar- hugmyndir hans. Var ekki annað að heyra en að honum hefði skilist hver væri eðlilegur gangur mála í sambandi við flutning og meðferð slasaðra. Borgarspítalinn tekur við slösuðum og getur sinnt þeim upp að vissum fjölda á tímaein- ingu, og er síðan þakklátur fyrir þá hjálp er aðrir spítalar geta veitt. Skiptir að sjálfsögðu engu máli hvort slysið er kallað hópslys eða ekki. Á fundi Almannavarna eftir flugslysin, báru fulltrúar Borg- arspítalans fram tillögu um að eftirfarandi fyrirkomuleg yrði haft á því að kalla til spítalaþjón- ustu borgarinnar þegar um hóp- slys væri að ræða. 1. Viðbrögð við hópslysum verði stigbundin og þannig háttað hvað spítalana snertir að kvaðning nái aðeins til eins spítala í senn. 2. Vegna tilvistar slysa og sjúkra- móttöku Borgarspítalans skuii fyrsta kvaðning ná til hans. Þar verði jafnframt ákvarðað hvernig dreifing fer fram til annarra spítala ef þess er þörf. Sé læknir á slysstað getur hann ákveðið dreifingu slasaðra. 3. Starfslið annarra spítala verði því aðeins kallað út að verkefn- ið sé talið einum spítala ofviða. Nú var álitið að þessi liður björgunarmála væri kominn á þurrt, en svo reyndist ekki vera. Viðtöl voru öðru hvoru höfð við Guðjón Petersen, meðan fjölmiðl- ar enn veltu sér upp úr flugslysun- um og virtist áhugi Guðjóns fyrir kenningu sinni um hnífjafna sjúklingadreifingu lítt hafa dvín- að. Þó heyrðist ekkert um nokkura mánaða skeið, þar til æfingin mikla fór fram á Keflavíkurflug- velli í maí síðastliðnum. í æfingu þessari fengu íslenskir læknar að verulegu leyti að ráða dreifingu milli spítala enda full ástæða til að dreifa vegna fjölda slasaðra. Þegar upp var staðið sýndu tölur að dreifingin var mjög raunhæf. Sá eini sem lét þó heyra í sér í fjölmiðlum eftirá var Guðjón Petersen og taldi sem fyrr lækna alls óhæfa til að sjá um þessa dreifingu. Máli sínu til stuðnings þurfti hann að vísu að snúa öllum tölum við, en tilgang- urinn helgar meðalið. Rúsínan í pylsuendanum kom þó er Fokkervélin nauðlenti á Keflavíkurflugvelli 18.6. síðastlið- inn. Svo sem kunnugt er var rúmur klukkutími ti stefnu meðan vélin var að brenna eldsneyti sínu fyrir nauðlendingu. Tími sá var vel notaður af Almannavörnum. Fréttamenn og ljósmyndarar voru kallaðir á staðinn til að skjalfesta slysið, en alveg gleymdist að láta Slysadeild vita um fyrirhugaða nauðlendingu. Þarna var á þriðja tug manna innanborðs og ekki er ólíklegt að þeim hefði komið betur læknishjálp en ljósmyndun ef illa hefði til tekist. Mjög er ógeðfellt að þurfa að fara í fjölmiðla með mál þessi á þennan hátt. Vinsamlegar ábend- ingar til framkvæmdastjóra Al- mannavarna hafa hingað til hrifið svo sem þegar vatni er skvett á gæs. Almannavarnir ríkisins eru kostaðar af almannafé. Nafnið eitt veitir visst öryggi, en sé skyggnst undir yfirborðið standa varnir þessar ekki undir nafni. Almenn- ingur sem borgar brúsann, og þeir sem þurfa á raunverulegri hjálp Almannavarna að halda eiga heimtingu á því að áðurnefndur leikaraskapur tilheyri fortíðinni og að skynsemi fái að ráða í framtíðinni. Slysadeild Borgarspítalans, Leifur Jónsson, læknir. „Mun örugglega vekja umræður í Svíþjóð44 Oðal feðranna sýnd í Stokkhólmi í september I tilefni af fréttum þcss efnis að til sta'ði að sýna kvikmyndina óðal feðranna erlendis á na*st- unni. hafði Morgunblaðið sam- band við Bo Johnsson i Stokk- hólmi. einn af framkva'mdastjór- um sænska kvikmyndafyrirtækis- ins Viking-film. En Viking-film tók þátt í framleiðslukostnaði myndarinnar og fékk þar með sýningarrétt á henni í Svíþjóð. auk þess sem þeir taka að sér að kosta dreiíingu hennar og allt sem þvi fylgir, s.s. auglýsingar í öðrum löndum. gegn 25'? hlut í hugsan- legum hagnaði. Sagði Johnsson að sýningar á Óðali feðranna yrðu hafnar í Stokk- hólmi í lok september. Væru áætl- aðar sýningar þar til að byrja með, en síðan að öllum líkindum á fleiri stöðum í Svíþjóð. Johnsson kvaðst hafa verið staddur á íslandi í boði Norræna hússins í fyrravor og fundum hans og Hrafns Gunnlaugssonar þá borið saman. Hefði hugmynd að Óðali feðranna strax vakið áhuga hans og samstarfsmanna, því þarna væri á ferðinni mjög athyglisverð umfjöll- un um vandamál sem hinar Norður- landaþjóðirnar ættu að kannast við, þrátt fyrir það að myndin væri mjög íslenzk. En það yrði vonandi til að vekja áhuga á íslandi og efla samkennd þá sem hann kvaðst sjálfur finna til með íslendingum. Viking-film er sjálfstætt kvik- myndafyrirtæki bæði fyrir sjón- varp og almennan markað og kvaðst Johnsson vilja hafa það meðal markmiða að afmarka ekki starfsemina við Svíþjóð eða þá staði yfirleitt þar sem aðstæður og fjár- magn væru fyrir hendi, heldur stuðla að því að þeir sem væru að fást við athyglisverða hluti annars staðar, t.d. á Islandi, gætu komið framleiðslu sinni á framfæri. Ætti þetta sérstaklega við þar sem Óðal feðranna væri, að hans dómi, mjög góð kvikmynd, sem hann hefði hrifist af við fyrstu sýn. Frammi- stöðu leikaranna taldi hann frá- bæra, alvaran sem fram kæmi í leik þeirra þekktist vart nema hjá þrautþjálfuðum atvinnuleikurum. „En Hrafn Gunnlaugsson er líka mjög markviss í vinnubrögðum sínum við leikstjórn, hann hættir ekki fyr; en hann hefur fengið það sem hann vill fá fram“, sagði Johnsson. Þó að hann treysti sér ekki til að segja um hvernig aðsóknin yrði, áður en sýningar hæfust, væri það von hans og vissa, að Óðal feðranna myndi koma af stað umræðum í Svíþjóð, bæði um ísland og þau sérstöku vandamál sem fjallað er um í myndinni og eru að áliti Bo Johnsson alls ekki séríslenzkt fyrir- brigði. hhs. Á myndinni eru þau Ilallberg og Jónína við stólana í nýju stofunni. Ný hársnyrtistofa opnar í Hafnarfirði NÝ HÁRSNYRTISTOFA hefur opnaö að Strandgötu 37 í Hafnarfirði, þar sem Guð- mundur Guðgeirsson snyrti hár Hafnfirðinga áöur, en hann er nú hættur störfum eftir áratuga þjónustu við bæjar- búa. Nýja stofan heitir HÁR og er eigandi hennar Hallberg Guömundsson hárskerameist- ari, en hann hefur m.a. starfað á Hotel Continental í Osló. Með Hallberg á HÁR, starfar Jónína Jónsdóttir hárgreiöslu- meistari, en hún hefur m.a. rekið hárgreiöslustofu í Hafn- arfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.