Morgunblaðið - 19.07.1980, Qupperneq 22
HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA?
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1980
Klúbbur Félagsstofnunar stúdenta:
Boðið upp á
lifandi músik
KLÚBBUR Félaífsstofnunar
stúdenta hefur ikllast nokkuð
fastan sess í horKarlífinu. Ok þar
er nú hoðið upp á lifandi músík
fimm kvöld vikunnar.
í kvöld laugardag, leikur
hljómsveit Eyþórs Gunnarssonar
jazz-rokk. Þar eru á ferðinni
nokkrir félagar úr Mazzoforte.
Sunnudagskvöldið er það svo
hliómsveit hins alkunna trommu-
leikara Guðmundar Steingríms-
sonar sem kemur gestum í
stemmningu með hressri jazz-
tónlist.
Klúbbur F.S. hefur nokkra sér-
stöðu í skemmtanalífi borgarinn-
ar. Auk tónlistarinnar eru þar á
boðstólunum sjávarréttir og pizz-
ur, að að ógleymdum vínunum.
Klúbburinn er opinn öll kvöld frá
kl. 20.00 til 01.00.
Skálholtshátíðin
Skálholtshátíðin verður um
þessa helgi. Nánar tiltekið á
sunnudaginn. Messað verður í
Skálholtskirkju og munu Bisk-
upinn yfir íslandi, herra Sigur-
björn Einarsson og séra Guð-
mundur Óli Ólafsson þjóna fyrir
altari en séra Jakob Jónsson dr.
theol prédikar, meðhjálpari
Björn Erlendsson. Skálholtskór-
inn syngur, forsöngvarar: Bragi
Erlendsson og Sigurður Er-
lendsson. Trompetleikarar verða
Jón Sigurðsson og Lárus
Sveinsson. Friðrik Dónaldsson
leikur á orgel og söngstjóri
verður Glúmur Gylfason. Róbert
A. Ottóson raddsetti eða hljóm-
setti alla þætti messunnar.
Hringt verður til messu kl. 13.30.
Seinna um daginn, eða kl.
16.30, verður svo samkoma í
kirkjunni. Hefst hún með því að
Ágústa Ágústsdóttir syngur ein-
söng við undirleik Hauks Gísla-
sonar. Þá mun dr. Gylfi Þ.
Gíslason flytja ræðu og að henni
lokinni leikur Friðrik Donalds-
son á organ. M.a. verk eftir
Bach, S:S. Weley, og John Stan-
ley.
Síðan verður ritningarlestur
og bæn, sem séra Heimir
Steinsson rektor annast og sam-
komunni lýkur með almennum
söng.
Ferð að Skálholti verður frá
Umferðarmiðstöðinni kl. 11.00
og frá Skálholti kl. 17.50.
GALLERI DJUPIÐ
SUÐURGATA 7:
Ný sýnintí
í SUÐURGÖTUNNI verður opnuð ný sýning í dag. laugardag. kl. 4
e.h. Það er Magnús Valdimarsson sem sýnir þar verk sem flest hafa
orðið til í Hollandi á síðasta vetri. Sýningin stendur yfir frá 19.07. til
1.08. Opið er virka daga kl. 6—22 og um helgar kl. 4—22.
„Miðbæjarmálarí“
í DJÚPINU I Hafnarstræti var
opnuð i gær sýning hóps sem
nefnir sig „Miðbæjarmálarí“.
Eru það þau Anna Gunnlaugs-
dóttir, Tom Einar Ege og Reynir
Sigurðsson. Þau hafa öll stundað
nám við Myndlista- og handíða-
skóla íslands um lengri eða
skemmri tíma og Anna auk þess
framhaldsnám í París. Á sýning-
unni eru 12 olíumyndir, allar
málaðar á síðustu 2 árum. Eru
flestar myndanna til sölu.
Sýningin er opin daglega frá kl.
11—23 og lýkur miðvikudaginn
30.07.
FERÐALEIKHÚSIÐ
FRÍKIRKJUVEGI:
Bjartar
nætur
FERÐALEIKHÚSIÐ heldur
áfram sýningum á „Björtum
nóttum“, Ligth nigths. að
Fríkirkjuvegi 11. Sýningar
eru fjórar í viku fram til 31.
ágúst, þ.e. á fimmtudags-,
föstudags-, laugardags-, og
sunnudagskvöldum, og hefjast
kl. 21.00. Light nights er sýn-
ing sérstaklega ætluð ensku-
mælandi ferðamönnum til
skemmtunar og fróðleiks.
Opnunarsýningin heldur áfram í hinu nýopnaða Galleri Langbrók, en það er til húsa i Bernhöftstorfunni.