Morgunblaðið - 19.07.1980, Síða 40
"cHaust
NÝR MATSEÐILL
STEIKT HEILAGFISKINAUST
Opið alla dajja fra Id. 11*24
2/
wl*. V-/" ’ T| Siminn
83033
LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ1980
LÆKJARTORGSSKÁKMÓT
Mjolnis. hið fjórða i röðinni
fór fram i j?ær í björtu veðri.
Úrslit urðu þau að Helgi
ólafsson varð hlutskarpastur
með 14 vinninxa af 18 mögu-
le«;um, en hann tefldi fyrir
l’joðviljann. Jón L. Árnason.
sem tefldi fyrir Smíðajárn
varð annar með 13 'k vinninK,
Braid Kristjánsswn, sem tefldi
fyrir Almennar trynKÍnKar
hlaut 13 vinninKa, Benedikt
Jónasson, sem tefldi fyrir
Byko hlaut 12 'k vinning,
Haukur Angantýsson, sem
tefldi fyrir Kmmessis hlaut II
‘k vinning og Karl borsteins,
sem tefldi fyrir Morgunblaðið
hlaut 10 'k vinning. Keppend-
ur voru alls 19. Góð verðlaun
voru veitt og hiaut sigurveg-
arinn t.d. 200 þúsund krónur.
Upp úr slitnar milli ASÍ og VSÍ:
ASÍ og Sambandið
hef ja sérviðræður
VIÐRÆÐUSLIT urðu milli Alþýðusambands íslands og Vinnuveitenda-
samhands íslands á sáttafundi í gær. er upplýst var að ASÍ hefði óskað
eftir sérviðræðum við Vinnumálasamband samvinnufélaga og hefur fyrsti
fundurinn í þeim verið boðaður klukkan 14 á þriðjudag. I fréttatilkynn-
ingu, sem VSÍ scndi frá sér í gær, segir, að samningaráð Vinnuveitenda-
sambandsins liti svo á. að viðræðunefnd ASÍ hafi með fyrirvaralausri ósk
um sérviðræður við VMSS rofið samningaviðræðurnar og þar með
hindrað frekara sáttastarf milli ASÍ og VSÍ. Á viðræðufundi ASÍ og
VMSS lagði formaður þess, Hallgrímur Sigurðsson, fram tillögu um að
öllum samningum yrði frestað um eitt ár með ákveðnum forsendum. Á
meðan yrði samræmdur samningur og reynt að komast að niðurstöðu um
hvað hann kostaði og rcynt að koma honum á í áföngum. reyndist hann of
dýr.
Flugleiðir selja
2 Boeing-þotur
Endanlegir samningar í næstu viku
SAMNINGAR hafa að undan-
förnu staðið yfir milli Flug-
leiða ok jÚKÓsiavneska fluKfé-
laKsins. Air Adria, um kaup
JÚKÓslavanna á báðum Roeing
727-100 vélum FIuKleiða, þ.e.
elztu vélum félaKsins. Sam-
kvæmt upplýsinKum Mbl.
munu þessir samnintcar fara
fyrir stjórnir beguja fyrirtækj-
anna i næsta viku ok þá ákveð-
ið endanlega hvort af sölu
verður.
Flugleiðir hafa á undanförnum
mánuðum reynt að selja aðra
vélina, en ekki gengið, þrátt fyrir
að ýmsir aðilar, m.a. frá Mexíkó
og Suður-Ameríku hafi skoðað
þær. Samkvæmt upplýsingum
Mbl. hefur mikill fjöldi véla af
þessari gerð komið á sölumarkað-
inn á undanförnum mánuðum, en
júgóslavneska fyrirtækið hefur
áhuga á vélum Flugleiða vegna
þess, að á þeim eru sérstakar
vöruflutningadyr, sem eru alla
jafna ekki á vélum af þessari gerð.
Ef af sölu vélanna verður, mun
það raska áætlun Flugleiða veru-
lega, þannig að félagið yrði að fá
eina vél aftur inn í flotann, hvort
sem um kaup eða leigu yrði að
ræða, en ákvarðanir hafa enn ekki
verið teknar um það.
Er Mbl. bar þetta undir Sigurð
Helgason, forstjóra Flugleiða
sagðist hann ekki kannast við
neina fyrirhugaða sölu á vélum
félagsins. — „við höfum verið að
reyna að selja eina vél, en ekki
tekist og það er ekkert nýtt í þessu
máli,“ sagði Sigurður Helgason
ennfremur.
Eftir að samningar ríkisins við
BSRB náðust ekki, en ráðherrar
höfðu metið, að þeir væru á loka-
stigi, beindu menn meir sjónum
sínum til ASÍ og vinnuveitenda til
þess að freista þess að ná samkomu-
lagi þar. Munu ráðherrar hafa átt
viðræðufundi við aðila til þess að
reyna að þrýsta á að samkomulag
tækist. Á sáttafundinum í gær
upplýsti svo formaður Vinnumála-
sambands samvinnufélaganna, að
hann hefði setið þrjá viðræðufundi
með ASÍ og að hann teldi tillögur
VSÍ um kjarnasamning óraunhæf-
ar. Að þessum upplýsingum fengn-
um lýstu fulltrúar VSÍ yfir því að
þeir drægju sig út úr samningavið;
ræðunum á meðan sérviðræður ASI
og VMSS færu fram. Á fundinum
kom ennfremur fram að þessar
viðræður hefðu ekki verið með
vitund sáttanefndarinnar.
Þegar afstaða VSÍ lá fyrir, óskuðu
fulltrúar ASÍ eftir sameiginlegum
fundi með VSÍ, þar sem þeir neituðu
að hafa átt viðræðufundi við Vinnu-
málasambandið, hvorki formlega
fundi né einkasamtöl. Hins vegar
kvað Snorri Jónsson samninganefnd
ASI hafa formlega ákveðið, að óska
eftir viðræðufundi með VMSS á
þriðjudag. Var þá afstöðu VSÍ ekki
breytt og óskuðu VSÍ-menn eftir að
formaður Vinnumálasambandsins
viki af lokuðum fundum vinnuveit-
enda á sáttafundinum.
Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður Verkamannasambands ís-
lands, sem sæti á í samninganefnd
ASI, sagði í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins í gær að engar
viðræður hefðu átt sér stað milli
ASI og VMSS, en hann kvaðst gera
sér grein fyrir því, að menn ættu
erfitt með að trúa sér eftir yfirlýs-
ingu Hallgríms Sigurðssonar á sátta-
fundi í gær, sem hann raunar hefði
síðar dregið til baka. Kvað Guð-
mundur Hallgrím hljóta að vera að
rugla þar saman fundi, sem hann
muni hafa átt með ráðherrum
Framsóknarflokksins og Alþýðu-
bandalagsins, en um það kvaðst
hann þó ekki vita gjörla. Hann kvað
Hallgrím Sigurðsson hafa lýst því
yfir, að krafa ASÍ um 5% grunn-
kaupshækkun væri ekki ósanngjörn
og líkur bentu til að VMSS gæti
hugsað sér að veita hinum lægst-
launuðu slíka grunnkaupshækkun.
Þó kvað hann það ekki hafa komið
fram í viðræðum við Hallgrím, að
VMSS mæti ýmsar réttindakröfur
innan þessara 5 prósenta.
Sjá viðtöl á bls. 3 og fréttatil-
kynningu Vinnuveitendasambands
íslands á bls. 5.
40% verndartollur
á innflutt sælgæti
SAMSTARFSHÓPUR frá iðnaðar-
og viðskiptaráðuneyti hefur að
undanförnu unnið að tillögum til
rikisstjórnarinnar um aðgerðir til
aðstoðar innlendum sælgætisiðn-
aði, sem hefur átt mjög erfitt
uppdráttar eftir að sælgætisinn-
flutningur var gefinn frjáls á
þessu ári.
Tillögur hópsins liggja nú fyrir
og samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins, er þar meðal annars
gert ráð fyrir því, að sérstakur
verndartollur verði lagður á allt
innflutt sælgæti. í fyrstu verði
tollurinn 40%, en síðan lækki
hann niður í 20% einhvern tima á
næsta ári og loks verði hann
afnuminn um ári eftir það.
Þessi verndartollur er fyrst og
fremst hugsaður til að aðstoða
innlenda sælgætisframleiðendur til
að aðlagast þeim breyttu aðstæð-
um sem sköpuðust með frjálsum
innflutningi.
Verndartollar af þessu tagi eru
óleyfilegir samkvæmt lögum og
reglum EFTA, Fríverzlunarsam-
taka Evrópu, sem íslendingar eru
aðilar að. Hins vegar má búast við
því, að þeim rökum verði breytt í
samskiptum við EFTA, að hér sé
aðeins um tímabundnar aðgerðir
til að hjálpa framleiðendunum til
að aðlagast samkeppninni, enda
verði gjaldið afnumið eftir ákveð-
inn tíma.
Hjörleifur Guttormsson, iðnað-
arráðherra, vildi ekki tjá sig um
innihald tillagnanna, en sagði, að
formleg afstaða til þeirra yrði
væntanlega tekin í næstu viku.
Ríkisút-
varpið
vill rúm-
lega 30%
hækkun
HÆKKUNARBEIÐNIR
streyma nú inn frá opinberum
fyrirtækjum og stofnunum
enda eiga ha kkanir. ef leyfðar
verða, að taka gildi siðustu 10
daga þessa mánaðar. svo þær
komi inn í útreikning visitöl-
unnar 1. september,
Samkvsfemt uppiýsingum,
sem Mbl. hefur aflað sér, hefur
Ríkisútvarpið óskað eftir rúm-
lega 30% hækkun afnotagjalda.
Þess ber að geta að útvarpið
sækir aðeins um hækkanir
tvisvar á ári enda eru gjalddag-
ar afnotagjalda tveir, 1. marz
og 1. september. Áður hefur
verið skýrt frá því að Hitaveita
Reykjavíkur hefur óskað eftir
60% hækkun og Landsvirkjun
55% hækkun. Almenningsraf-
veitur, sem selja rafmagn í
smásölu, hafa farið fram á
hlutfallslega sömu hækkun og
Landsvirkjun en jafnan er við
það miðað að þær fái rúmlega
40% af þeirri hækkun, sem
heimiluð er á rafmagni í heild-
sölu. Þá hafa hitaveitur víðs
vegar um landið óskað eftir að
fá að hækka gjaldskrár sínar.
Önnur ríkisfyrirtæki halda
sig við þá línu, sem ríkisstjórn-
in hefur markað og hafa beðið
um 9% hækkun. Má í því
sambandi nefna Póst og síma
og hafnir víðs vegar um landið.